Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 88

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 88
86 BJÖRN SIGFÚSSON ANDVARI ker af smákaupstöðum Þrænda og þá sök- um iðnaðar. Öðru máli gegnir um grannbæi Oslóar. Sjálf hefur hún minnkað vaxtarhraða sinn, er þeir tóku að örva vöxt. ASrir norskir bæir milli 10 og 80 þúsunda uxu mun hægar en Osló síðan 1910 a. m. k., en þessir kringbæir hennar ýmsir hafa bæði 1910—30 og nú síðan 1946 dregið mikilvægan hluta íbúa- og fyrirtækja- aukningar sinnar frá henni. Innan við 80 km hringferil frá Osló ber að telja þessar borgir af 10—40 þúsunda stærð auk margra smábæja: Drammen, Fredriksstad, Horten, Hönefoss, Moss, Sarpsborg, Túnsberg. Kringum Gautaborg, sem er mesti útflutningsbær Svía og á beinan og óbeinan þátt í eflingu grannbæja, blómgast innan 80 km fjarlægðar iðnaðar- borgirnar Alingsás, Borás, Mölndal, Troll- hattan, Uddevalla, Vánersborg. — I jafnþröngri hvirfingu um Stokkhólm eru borgir eins og Djursholm, Enköping, Lidingö, Nynashamn, Norrtálje, Solna, Sundbyberg, Södertalje og dálítið innar á vatnasvæði Lagarins stærri iðnaðarborgir: Eskiltuna, Karlskoga, Uppsala, Vástcrás. — Samgangnahraði komandi ára mun tvístra iðnaÖarborgunum í hóflega stórar einingar á dreif, en þó í námunda. Fyrir íslenzkar aðstæður væri að sumu leyti fróðlegra að taka dæmin úr nyrðri fylkjum Svía. Höfuðstaður Norðurbotns er Luleá, íbúar orðnir 30 þús. Það hindrar ekki tilveru og vöxt kaupstaða og iðju- bæja í námunda, og er þó ströndin lítt auðug. Langt upp með ám Lappmerkur liggja raunar auðæfi í jörð. Þar er Kiruna með 26 þús. íbúa, Gellivara, rafstöðvar miklar, t. d. við Harspránget. Luleá hefur á sinn hátt ýmis þau hlut- verk, sem Akureyri skyldi rækja fyrir Norðurland. Gávle, höfuðborg Gestreka- lands og aðalhöfn Dalanna, minnir með legu sinni á Þorlákshöfn, cn með stærð sinni og starfsemi á Reykjavík, er komin upp fyrir 50 þúsund á seinustu árum og vex hratt. í Gávle flyzt út framleiðsla frá næstu iðnaðarborgum, svo sem Sand- viken, og frá Dalabæjum nokkru fjær, t. d. Avesta, Borlánge, Lalun og Krylbo. Lyrir utan málm- og timburiðju, sem ekki leyfir samanburð við neitt íslenzkt, reka Gávlebúar hvers konar neyzluiðnað. Miklu fremur er talað um samhjálp en samkeppni með henni og grannborgun- um. Það er deginum ljósara við landfræði- lega athugun, að tvö þéttbýlissvæði á Is- landi og ekki önnur koma til greina næstu 30 ár til að bera uppi viðskipta- og iðju- miðstöð við nútímahæfi. Annað er innan 60 km hringferils Reykjavíkur og er mikið háhitasvæði, útgerðarsvæði og vel sett um rafvirkjun. Hitt er svæði Húsa- víkur og Akureyrar, sem 60 km loftleið er í milli og allgóðar landleiðir. Bæirnir uxu 1940—50 um 28% hvor um sig og heklur minna árin 1950—60. Húsavík, sem hefur á 3. þúsund manns í verzl- unarupplandi sínu austan Ljósavatns- skarðs, mun eins og getið var vaxa við óbreyttar ástæður úr 1.5 þúsundum 1960 upp fyrir íbúatölu Siglufjarðar, sem staðið hefur aldarfjórðung í stað. Akur- eyri er undir forustuhlutverkið búin og mannmörg. Til nýrra hlutverka sinna hefur Húsavík ein allra hafskipahafna utan Reykjavíkur-Þorlákshafnarsvæðisins nána snerting við háhitasvæði, brenni- steins- og kísilgúrnámur. Nær alla stór- vatnaorku, sem auðbeizluð mundi á Norður- og Austurlandi, hefur hún innan 50 km hringferils síns og er á allan hátt fallin til helmingafélags við Akureyri um nýting auðlinda. Þótt iðnvæðing sú sé ekki næg, sem varðar útgerð og spretta mun af land- helgisvörn Norðurlandsbugs og Suður- landsbugs og auknu aflaverðmæti þaðan,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.