Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 56

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 56
54 HANNES PÉTURSSON ANDVAHI 1854) og nokkur orð um hann. í II. árg. birtist ekki annar skáldskapur en Heið- lóarvísa Jónasar. 111. árgangur flutti engan þýddan skáldskap, hins vegar þrjú ný íslenzk kvæði, eitt efdr Bjarna Thoraren- sen, tvö eftir Jónas. En með IV. árg. færist Fjölnir allur í aukana sem hók- menntarit. Þá getur að lesa einn fegursta ávöxt rómantísku stefnunnar í íslenzkum skáldskap: Gunnarshólma. Hið þýdda bókmenntaefni er allt þýzkt. 1 fyrsta lagi kvæðið Alpaskyttan eftir Schiller í þýð- ingu Gríms Thomsen, sem þá var 18 ára að aldri (kvæðið er undirritað með x) og tvær stuttar sögur eftir Ilebcl (d. 1826). I skáldskap Hebels gætir í senn upplýsingarstefnunnar og rómantisku stefnunnar, hann er alþýðlegur í viðhorf- um sínum og skemmdnn, eins og þessi sýnishorn úr verkum hans bera með sér. V. árg. Fjölnis var gefinn út af Tómasi Sæmundssyni einum og var þar enginn erlendur skáldskapur. Eftir það hlé kom VI. árg. hins vegar færandi hendi. Þá birtust í einu lagi fleiri Ijóð frá hendi Jónasar Flallgrímssonar en nokkru sinni fyrr, alls 16 kvæði, 8 frumsamin og 8 þýdd, öll úr þýzku. Þau eru: Söknuður (Man ég þig mey) með undirfyrirsögn: breytt kvæði, og vísar það til þess, að upphafið er lausleg þýðing á kvæði Goethes: Náhe des Geliebten. Næsta kvæði er Dagrúnarharmur, þýtt cftir Die Kindesmörderin eftir Schiller, næsta kvæði er einnig eftir Schiller: Der Eichwald brauset (Dunar í trjálundi, dimm þjóta ský). Á eftir því kemur kvæðið Al- heimsvíðáttan, og segir í svigum, að hug- myndin sé eftir Schiller. Lcstina reka síðan 4 Fleineþýðingar, og er Stóð ég út í tunglsljósi, stóð ég út við skóg cin af þeim. Jónas heldur síðan áfram við að þýða þýzk ljóð, og í næsta árgangi bættist við nýr höfundur í hóp hinna þýzku skálda Fjölnis: rómantíska skáldið Adelbert von Chamisso (d. 1838). Eftir hann þýddi Jónas Kossavísu (Ljúfi gef mér lítinn koss). Einnig kom um leið þýðing eftir hann á spönsku kvæði: Illur lækur, og er það fyrsta ljóðaþýðing, sem birtist í Fjölni og ekki er eftir þýzku frumkvæði. Einnig er þessi árgangur merkur í bók- menntasögu vorri fyrir það, að hann flytur fyrsta frumorta kvæði Gríms Thomsen, sem prentað er: Ólund. Það kvæði er mjög í anda rómantísku stefn- unnar, þunglyndislegt og gætt birtu annarlegrar veraldar, eins og svo mjög einkenndi skáldskap þeirra tíma og víðar kemur fram í íslenzkri ljóðagerð á tímum rómantisku stefnunnar, t. d. í Sigrúnar- ljóðum Bjarna Thorarensen. Benedikt Gröndal getur þess í Dægradvöl, að Jónas hafi hent góðlátlegt gaman að þessu fyrsta kvæði Gríms, og sýnir það eitt með öðru, að Jónas var ekki algjörlega róman- tiskur í skáldskap sínum, eins og dáleikar hans á Schiller votta. Þessi merki árgang- ur kom út 1844, og átti Fjölnir þá eftir að koma út aðeins tvisvar, 1845 og ’47. í árganginum 1845, sem er dánarár Jón- asar, birti hann allmörg ný kvæði eftir sig, en aðeins eina ljóðaþýðingu á kvæði eftir Hóraz, og er það eini erlendi skáld- skapurinn í það sinn. Siðasti árgangur Fjölnis var að mestu tileinkaður minn- ingu Jónasar og er þá prentað þar margt af áður óbirtu efni eftir hann, en allt í lausu máli, sem mun stafa af því, að þetta sama ár kom út fyrsta útgáfa ljóða hans. Hið lausa mál Jónasar er bæði frumsamið og þýtt, af þremur þýddum sögum eru tvær úr þýzku, Fundurinn eftir Hebel og Maríubarnið, höfundar ekki getið. Þessari þurru upptalningu cr þá lokið. Það er augljóst af henni, að Jónas hefur lagt sig sérstaklega eftir þýzkum bók- menntum samtímans, og stríðir það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.