Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 63
andvaiu
1>ÝZK ÁHRIF Á ÍSLHNZKAR BÓKMENNTIR
61
íslenzkar bókmenntir en á fyrri helmingi
19. aldar, meðan Kaupmannahöfn fóstr-
aði blómann úr hinum ungu mennta-
mönnum vorum. Þá var auðvelt fyrir þá
að fylgjast með því, sem nýtt var af nál-
inni í landinu fyrir sunnan þá, bæði í
bókmenntum, listum og vísindum. Síðan
þá hcfur margt breytzt, Ameríka er orðin
stórveldi, sem haft hefur mjög víðtæk
áhrif á íslenzku þjóðina, en um leið hefur
slaltnað nokkuð á tengslum við hin
gömlu menningarlönd Evrópu, nerna
helzt í málaralist. Margir helztu heim-
spekingar Vesturlanda, sem nú eru uppi,
eru að vísu Evrópubúar, en íslenzkar bók-
menntir hafa aldrei verið ýkja heim-
spekilegar, svo áhrifa þessara manna gætir
vart hér um slóðir.
A þessari öld hafa Franz Kafka (d.
1924) og Rainer Maria Rilke (d. 1926)
haft áhrif langt út fyrir hið þýzka mál-
svæði. Virðist mér a. m. k. einn íslenzkur
höfundur hafa orðið fyrir nokkrum áhrif-
urn frá Kafka, annaðhvort beint eða
óbeint, er það Geir Kristjánsson.
Helzta leikritaskáld Þjóðverja á þess-
ari öld, ásamt Gerhart Hauptmann (d.
1946) er Bertolt Brecht (d. 1956). Hann
er mjög sósíalistískur höfundur. Áhrifa
hans virðist ekki hafa gætt hér enn sem
komið er. Hann hefur skapað nýjan stíl
í leikritagerð, hinn epíska leikstíl, og hef-
ur ritað margar mjög skarplegar athuganir
um leiklist.
Þeir þýzkir höfundar síðustu áratuga,
sem bezt munu kunnir hér af þorra
manna, eru sennilega Stefan Zweig (d.
1942) og Erich Maria Remarque (f. 1898).
Þeir eiga sér hér allstóran lesendahóp.
Eftir Remarque hafa komið út á íslenzku
nokkrar bækur, og er Tíðindalaust á
vesturvígstöðvunum ein þeirra, sem þýdd
var þegar 1930. Eftir Zweig hefur verið
þýtt nokkru meira, m. a. fjórar af hinum
frægu ævisögum hans um stórmenni sög-
unnar, en nú síðast hin merka bók hans
Welt von gestern, Veröld sem var,
ógleymanleg menningarsöguleg lýsing
Mið-Evrópu frá því um 1880—1940.
Þessir höfundar hafa þó ekki sett svip
sinn á íslenzkar bókmenntir, svo mér sé
kunnugt.
*
Hér að framan hef ég lítillega gert
grein fyrir þýzkum áhrifum á íslenzkar
bókmenntir. Ég hef stiklað á stóru; af
skiljanlegum ástæðum einkum fjallað um
rómantíska tímabilið, sem er það skeið
bókmenntasögunnar, þegar beinna og
óbeinna þýzkra áhrifa gætir mest í
Evrópu. Síðan þá hefur engin bók-
menntastefna risið upp í Þýzkalandi, sem
hefði nándar nærri eins víðtæk áhrif í
öðrum löndum.
Eftir síðari heimstyrjöld hefur Þýzka-
land fremur verið þiggjandi en veitandi
á sviði skapandi bókmennta. En óðum
er að færast þróttur í vestur-þýzkan skáld-
skap. Ef til vill er þess ekki langt að
bíða, að fram komi ný þýzk skáld, sem
megi sín mikils í hinum alþjóðlega bók-
menntaheimi.