Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 70

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 70
LINO von TROIL: BRÉF FRÁ ÍSLANDI Til herra bókavarðar Gjörwells.1) Utrecht, 22. jan. 1773. Mínum herra hlýtur að vera það kunn- ugt, að þeir herra Banks og doktor Solan- der ferðuðust til Islands síðastliðið sumar, og að ég var með í förinni. Orsakir ferðar minnar þarf ég ekki að ræða, því að minn herra sér sjálfur, hve margar ástæður geta knúið forvitinn Svía til þess að heim- sækja land, sem er jafn merkilegt á ýms- um sviðum. Sjálfur er ég harðánægður með ferðina, og til þess að færa mínum herra heim sanninn um það, er ekki úr vegi að segja frá því, sem helzt vakti at- hygli okkar. Við fórum frá Lundúnum hinn 12. júlí síðastliðinn með skipi, er kostaði 100 sterlingspund á mánuði. Auk þeirra herra Banks, dr. Solanders og mín voru á skip- inu stjörnufræðingur2) og höfuðsmaður úr flotanum (Gore að nafni, sæmdarmað- ur í hvívetna. Mættu menn gjarnan minnast þess, að hann er eini maðurinn, sem hefur siglt þrisvar umhverfis hnött- inn). Enn fremur var þar sjóliðsforingi, þrír teiknarar og tveir ritarar, samtals um fjörutíu rnanns með skipshöfn og þjón- ustuliði. Við lentum skipi okkar fyrst við eyna Wight og skoðuðum hana í tvo daga. Hún er sannkölluð smáparadís. Náttúran 1) Upphaflega prentað í Nya allmánna tid- ningarna 1773, nr. 55, 59 og 61. 2) Dr. James Lind frá Edinborg, kunnur af ritgerðum sínum í Philosophical Transactions. hefur ekkert til sparað að gera hana fagra, og það er hér um bil sama, hvert farið er, alls staðar er útsýnið jafn frítt. Fólkið er ekki síðra. Hér býr það út af fyrir sig eins og í litlu ríki. Það er ekki auðugt, en betlarar eru engir í eynni. Allir eru kátir, þokkalega til fara og góðir viðmóts, og er harla sjaldgæft, að eyjarskeggjar teng- ist aðkomufólki hjúskaparböndum. Þaðan var haldið til Plymouth, og sáum við hafnarmannvirkin, vöruskemm- urnar og fleira, sem því heyrir til. Síðan var förinni beint út á írlandshaf. Við höfðum ákveðið að lenda við eyna Mön. Idún er einn þeirra fáu staða, þar sem Danir iðkuðu rúnaletur, og hinn eini utan Norðurlanda, þar sem rúna- ristur hafa fundizt að nokkru ráði. En á hafinu ráða menn ekki ætíð för sinni. Vindurinn knúði okkur til þess að sveigja til hægri fram hjá Mön og halda förinni áfram til Suðureyja. Siglingaleiðin milli eyjanna er hin feg- ursta, en ekki er hún hættulaus nema í þægum byr og með góðri leiðsögu. Sé byrinn slæmur eiga menn flóð og fjöru yfir höfði sér, en leiðsögulaust ógnar Iiætta af óteljandi skerjum. Landinu er annars svo farið, að mig furðar ekki, að það hefur alið Fingal og Ossian. Víðar en hér hafa hetjur verið fóstraðar í fjallbyggðum, og hvað mundi fremur vekja skáld en hrikaleg og töfr- andi náttúra, sem hér er svo yndislega samslungin. Of langt mál yrði að telja upp allar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.