Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 82

Andvari - 01.05.1961, Page 82
80 ANDVAKI IIJÖRN SIGFÚSSON staðir uxu.1) Aukinn skipakostur og sam- göngur, bætt veiðitækni, ræktun, vélvæð- ing í smáum stíl og síðar meiri, •— þetta og fleira innleiddi öld verkaskiptingar í landinu og veitti nýjan marmfjölgunar- grundvöll og hagsbætur. Kenning Indriða Einarssonar 1913 var á þessa leið: „Efnabagurinn cr stórum betri en fyrir 30 árum og þjóðareignin komin upp í 60 milljónir króna. Hvar sem fólkinu fjölgar, þar eykst verðmætið. Auðvitað getur því fjölgað of ört, en það skapar samt verðið. Nú á dögum er ekki meir en hálf velgengni landsmanna undir landbúnaðinum komin . . . Allar líkur eru til þess, að landsmenn verði 100.000 manns nálægt 1928, og um sama leyti er vonandi, að þjóðareignin verði 100 milljónir króna“ (Manntal á ísl. 1910, XV). Orð Indriða hafa meir en sannazt. Fjölgunin 1910—28 varð 40% meiri en hann hafði þorað að reikna með (íbúar um 106 þúsund 1928) og þó komu hags- bætur hraðar en því nam. Kreppan mikla dró úr fæðingum, en barnadauði hélt að vísu áfram að minnka. Af þessu vaxtarhléi spratt vinnuafls- skorturinn og sennilega einnig höfuð- stólsskorturinn, sem einkenndu íslenzkt framleiðslulíf hinn 6. aldartug, meðan beðið var eftir, að fjölmennari árgangar, fæddir 1943—60, komist á legg til að styðja þjóðarbúið með vinnu. En hefði hér dregið úr fæðingum jafnmikið og í Svíþjóð eftir 1930, hefði okkur reynzt ónóg sum vor á næstliðnum tug, þótt heil þjóð eins og Færeyingar hefði hætzt hér á vinnumarkaðinn. Af því má ráða, að okkur mundi hættu- legt að láta skriðinn, sem er á þjóðar- vextinum nú, verða að hléi t. d. á árun- um 1964—74 með þeim afleiðingum, að 1) Sbr. einkum Hallstein Myklebost: Norges tettbygde steder 1875—1950. Oslo 1960. um 1990 krefðust ytri sem innri vanda- mál þess, að tugþúsundir með óskylt tungumál flæddu hér inn. Aðeins eitt talnahlutfall af mörgum, er snerta málin, skal nefnt til dæmis um eðli íslenzka fólksleysisins eftir 1950: Árin 1948—58 fjölgar þjóðinni um 23% úr 138.5 þús. í 170.2 þús., en fjölgun á vinnandi fólki varð á sama tíma aðeins 16Vi% úr 56.8 þús. í 66.2 þús. Hefði vinnandi fólkinu fjölgað jafnhratt og hinu, hefði það orðið nærri 69.9 þús. eða 3.4 þúsundum fleira en var, og mundi þá framboð á karlmönnum til vertíðar- starfa einna e. t. v. hafa numið einu þúsundi meira en varð. Á 7. tug 20. aldar munu fjölgun starfsfólks og fjölgun þjóðar haldast betur í hendur, og leynir það sér ekki vorið 1961, þegar mann- fjöldi varð 178 þús. og aldursflokkahlut- föll hans orðin hagstæð. Engar rökræður hagfræðinga þarf til þess lengur að sanna, að Malthusarkenn- ing, upphafleg eða í bættri útgáfu sumra samdráttarfjármálamanna s.l. áratug, fær ekki sérlegan vorkunnardóm hjá sagn- fræðingum hér eftir. Enginn ber illvilja á formælendur hennar, heldur hitt, að þeir hafa gefið sér ósannaðar forsendur, oft markaðar stéttarþröngsýni, til að leysa reikningsdæmin eftir. Hefðum við haft það eins og frændur vorir í Fríríki írlands og værum enn kringum 86 þúsund eins og fyrir 50 ár- um eða tekið hinn gullna meðalveg Belga og fjölgað úr 781/2 þúsundi um aldamót í 90 þús. á þjóðhátíð 1930 og 101 þúsund árið 1960, væri hér allra vona máttur misstur og ástandið verra en þótt við hefð- um misst Kongó. Þá mundi t. d. árstíða- bundna atvinnuleysið vera hér miklu áleitnara en nú, fábreytni atvinnuvega væri ólæknandi. Hernámséhrifin á út- flutningsframleiðslu hefðu orðið henni niðurdrep. Menningarlega hefði allt, sem

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.