Morgunblaðið - 06.12.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
31
Einar Magnússon:
Þjórsá
FYRIR liðlega tuttugu árum
kom upp sá kvittur, að nokkrir
islenzkir fjármálamenn hygð-
ust beita sér fyrir stórri virkj-
un, helzt í Þjórsá, í samvinnu
við útlent auðfélag og reisa hér
afkastamikla álverksmiðju.
Birtust öðru hvoru smágreinar
í blöðum um þessar hugmyndir,
en ekki man ég, að mikið hafi
verið um þetta rætt i blöðum.
En hitt var þó ljóst, að margir
töldu óráð að fá útlendingum
þannig í hendur yfirráð yfir
íslenzku fallvatni.
Nokkru siðar, ég man ekki
ártalið, bað Sigurður Greips-
son, skólastjóri við Geysi, mig
að flytja ræðu á Þjórsármótinu
síðast í júní. Ég lét til leiðast og
flutti þar tölu um Þjórsá. Eg
beindi þar orðum mínum til Ar-
nesinga og Rangæinga og skor-
aði á þá að standa vörð um ána
sína og varðveita hana og afl
hennar til ljóss og orku handa
Islendingum einum, en bægja
burtu ásælni útiendinga i ís-
lenzka orku. — Áheyrendur
voru fáir, mest unglingar, en
nokkrum vikum siðar fékk ég
ræðuna birtai „Tímanum”.
1 október 1956 var ég fulltrúi
íslands á fámennum fundi um
skólamál í Strassborg á vegum
Evrópuráðsins. Þá fyrir fáum
árum hafði verið stofnað til
kola- og stálsamsteypu Evrópu.
En þessi samtök voru upphafið
að Efnahagsbandalagi Evrópu.
Aðalstöðvar þessara samtaka
voru þá í Luxemborg.
Við fulltrúarnir á fundinum i
Strassborg vorum boðnir af
stjórn kola- og
stálsamsteypunnar til Luxem-
borgar til þess að fá fræðslu um
félagsskap þennan. Voru fluttir
yfir okkur nokkrir fróðlegir
fyrirlestrar um þessa sam-
vinnu.
Eftir einn fyrirlesturinn vék
sér að mér einn af stjórnendum
þessa félagsskapar og fór að
tala við mig. Meðal annars
spurði hann mig brosandi,
hvort Island myndi ekki vilja
gerast aðili að kola- og stálsam-
steypunni.
„Nei,“ sagði ég. „Á Islandi
eru hvorki kolanámur né járn-
námur.“
„Ég veit það,“ sagði hann,
„en þið hafið bæði mikið ónot-
að vatnsafl og jarðhita."
„Satt er það,“ sagði ég, „en
við ætlum ekki að gefa útlend-
ingum þessar orkulindir okk-
ar.“
Hann brosti og lauk þannig
þessu samtali, sem ég hef ekki
gleymt síðan.
En — um áratug síðar var
Búrfellsvirkjun gerð og höfn í
Straumsvík á kostnað Islend-
inga, að ég held, en eflaust að
mestu, ef ekki öllu leyti, fyrir
erlent lánsfé. Um sama leyti
hafði erlent félag reist álverk-
smiðjuna í Straumsvik og gert
samning um kaup á stórum
hluta þess rafmagns, sem fram-
leitt er í Búrfellsvirkjun, en
afganginn nýta Islendingar hér
á Suð-Vesturlandi.
Öunnið hráefni til verksmiðj-
unnar er flutt um hálfan hnött-
inn m.a. frá Ástralíu til
Straumsvíkur. Með hinu ódýra
íslenzka rafmagni er þvi breytt
í nothæft hráefni og síðan flutt
til útlanda aftur, allt fyrir
reikning hins útlenda félags.
Tap eða gróði verksmiðjunnar
kemur Islendingum ekki við.
Um 500 Islendingar (held ég)
hafa vinnu í verksmiðjunni við
þessa nýtingu íslenzks raf-
magns til þess að framleiða not-
hæft hráefni í þágu útlendinga.
En jafnmargir útlendingar
eða jafnvel miklu fleiri hafa
hér vinnu við ýmis verkefni,
auk Júgóslavanna við Sigöldu-
virkjun.
Álíka margir Islendingar og
eru i Straumsvík eða um 500,
skilst mér, að vinni hér að
skipasmiðum í þágu Islendinga.
En notkun þeirra á rafmagni
hygg ég, að sé aðeins litið brot
af því rafmagni, sem álverk-
smiðjan þarfnast.
Hvort hreinar gjaldeyristekj-
ur af sölu rafmagns til álverk-
smiðjunnar. nægja til greiðslu
vaxta og afborgana af erlend-
um lánum til Straumsvíkur-
hafnar og helmings Búrfells-
virkjunar, veit ég vitanlega
ekki, einhver veit það sjálfsagt.
Á góðviðrisdögum liggur blá-
leit móða yfir álverksmiðjunni,
og ókennilegur fnykur berst
þar að vitum vegfarenda. Ein-
hver óhollusta mun ráðamönn-
um þykja að þessu, því að ráð-
gert er að eyða á næstu árum
1500—2000 milljónum króna
til að reyna að ráða bót á þessu
að einhverju leyti, en það er
tvöföld sú upphæð, sem Alþingi
samþykkti á Þingvöllum 1974
að veita úr rikissjóði til þess að
vernda og auka gróður lands-
ins!
Og svo var þess getið litillega
i blöðum fyrir nokkru, að til
tals hefði komið að tvöfalda
hráefnisframleiðsluna í
Straumsvik! Eitthvert viðbótar-
rafmagn þarf til þess. Hvaðan
kemur það? Frá Sigöldu?
Og svo vantar rafmagn á
Norðurlandi til nota fyrir Is-
lendinga þar!
Bæði fyrrverandi ríkisstjórn
og núverandi rikisstjórn hafa
haft til ihugunar að ræða við
útlent félag um möguleika á að
reisa svokallaða málmblendi-
verksmiðju við Hvalfjörð. Mér
skilst, að til greina komi að
flytja inn eitthvert útlent hrá-
efni, breyta því svo með ís-
lenzku rafmagni frá Sigöldu í
annað efni (rétt eins og með
álið!) og flytja það svo aftur úr
landi til nota fyrir útlendinga.
Og við þessa notkun islenzks
rafmagns til framleiðslu á hrá-
efni í þágu útlendinga eiga að-
eins um 100 Islendingar að fá
Ólafur Björnsson:
Dragnót í
Faxaflóa
i MORGUNBLAÐINU 7. nóv.
birtist grein eftir ElJert B.
Schram, þar sem hann ræðir
hvernig komið er útgerð minni
báta frá Reykjavík, og í því sam-
bandi, lokun Faxaflóa fyrir drag-
nót og trolli.
Ellert hefði gjarnan mátt lita til
fleiri staða en Reykjavíkur, því
ekki er ástandið betra í öðrum
stöðum við Flóann.
Þeir sem enn eiga minni báta í
Keflavík, telja sig hafa verið
miklu ranglæti beitta, þegar Fló-
anum var lokaó án nokkurra
skynsamlegra raka, og sumir lifa
enn í voninni um að þessi mál
vtirði tekin til endurskoðunar.
Þótt Ellert haldi sig við Reykja-
vik eina, á hann þakkir skilið fyr-
ir að þora að hreyfa þessu máli,
þvi til þess þarf vissulega kjark,
svo mjög hefir tekist að rugla
iómgreind manna varðandi drag-
nótaveiðar.
Svo langt hafa öfgarnar gengið,
að þegar Alþingi samþykkti lokun
Faxaflóa, var í greinagerð með
frumvarpinu tekið fram, að var-
ast skyldi að leita álits fiskifræð-
inga.
Miðað við þær röksemdir hefði
verið eðlilegt framhald að leggja
niður Hafrannsóknastofnunina.
Nú sem fyrr stendur ekki á
mótbárum við opnun Faxaflóa.
Þegar hafa tveir snillingar sent
blaðinu greinar, þar sem þeir lýsa
hver vá sé fyrir dyrum ef slíkt
yrði látið við gangast.
Helgi Einarsson lætur sig ekki
muna um að tala fyrir munn allra,
sem stunda sjó við Faxaflóa. Sig-
urður Vilhjálmsson er hógværari
og getur þess að um þessi mál-
muni margt óupplýst.
Þar hefir Sigurður rétt fyrir
sér.
Fari nú svo að einhverjir þing-
menn leggi fram frumvarp um að
leyfa dragnótaveiðar í Faxaflóa,
þá ættu að minnsta kosti að liggja
fyrir gögn um eftirfarandi:
1. Hver var stærðarskipting á
fiski, veiddum i dragnót, meðan
hún var leyfð, hvað veiddist mikið
af hverri tegund?
2. A hvað miklum hluta af Faxa-
flóa er hægt að draga voð?
3. Hvert er álit fiskifræðinga og
annarra sérfróóra manna á skað-
semi dragnótar, umfram önnur
veiðafæri?
4. Hver er heildarafli nú úr
Faxaflóa, skipt eftir tegundum og
gæðum?
5. Hver er hagkvæmni veiða
með dragnót, miðað við aðrar
veiðar?
Svör við þessum spurningum
ættu þingmenn að vita áður enn
þeir greiða atkvæði um hvort
leyfa á eóa banna dragnótaveiðar
í Faxaflóa. En ef til vill skiptir
ekki mestu máli hvað verður um
rekstur þeirra fáu sem enn
þrjóskast við að róa á minni bát-
um við Faxaflóa. Annað dæmi
miklu stærra virðist enginn lands-
feðranna hafa hugleitt, það er
raunveruleg arðsemi nýju togar-
anna, ef tekið er tillit til þess að
yfirleitt eru fimm sinnum fleiri
þorskar i hverju tonni sem þeir
landa en hjá bátunum sunnan og
vestanlands.
Er hugsanlegt að slík villi-
mennska gangi lengi?
Keflavík, 21. nóv. 1974.
Ólafur Björnsson.
vinnu, en það-er svipaður fjöldi
og vinnur í fremur litlu frysti-
húsi. En til þess að þetta sé
hægt, þarf að gera höfn fyrir
stór skip og reisa bæ fyrir þessa
100 Isl'endinga og fjölskyldur
þeirra. (og kannski lika nokkra
útlenzka kunnáttumenn).
Áætlaður kostnaður nú er 6000
milljónir kr. (gæti orðið 10.000
milljónir samkvæmt venju um
áætlanir) eða verðgildi 15—20
skuttogara.
Aætluð rafmagnseyðsla þess-
arar verksmiðju er verulegur
hluti af framleiðslu Sigöldu-
virkjunar.
Og enn vantar Norðlendinga
meira rafmagn! Má afl vatna-
svæðis Þjórsár ekki komast
norðurfyrir Skarðsheiði?
En nú eiga ekki aðeins út-
lendingar að hætta fé sínu,
heldur er gert ráð fyrir, að Is-
lendingar (þ.e. islenzka ríkið)
skuli teljast eiga meirihluta I
þessu fyrirtæki.
Ekkert fé er til hér á landi f
slfkt milljarðafyrirtæki.
Af réttmætum ótta við óða-
verðbólguna eyðir allur
almenningur mestöllu hugsan-
legu sparifé sfnu svo milljörð-
um skiptir í gjaldeyri í þarft og
óþarft bæði innanlands og ut-
anlands. Og gjaldeyrissjóðirnir
eru tæmdir að sögn ráðamanna
þeirra.
Islenzka ríkið yrði að fá allt
stofnfé síns hluta af verksmiðj-
unum að láni erlendis frá (ef
það fæst þá!)
Hvort greiðsla útlendinganna
fyrir þeirra hlut af íslenzka raf-
magninu muni nægja til
greiðslu vaxta og afborgana af
slíkum lánum, veit ég ekki.
Ef á það skyldi skorta, bætist
enn á þær greiðslur i erlendum
gjaldeyri, sem islenzki þorskur-
inn og íslenzkir fiskimenn
verða að standa undir. Og þar á
ofan bætist svo hugsanlegt tap
á verksmiðjunni. Einhver
mengun mun eflaust fylgja
þessari verksmiðju.
Fyrir fáum dögum var sagt
frá umleitunum frá erlendu
stórfyrirtæki um stórvirkjun á
Austurlandi með álverksmiðju
til hráefnisframleiðslu fyrir út-
lendinga með tilheyrandi loft-
mengun.
Má ekki Austurland vera
hreint? Má ekb< takmarka
mengunina við Faxaflóa og
uppeldisstöðvar fisksins þar?
Stór hluti landsmanna býr
við oliukyndingu til upphitun-
ar, svo dýra, að milljónatugum
af almannafé þarf að eyða í
svokallaðan olfustyrk.
Þar sem ekki er enn mögu-
leiki á jarðhitaveitu, ætti
sem fyrst að koma raf-
magnshitun, nýta til þess
þá afgangsraforku, sem orku-
veiturnar hafa og spara
þannig geysi mikinn gjaldeyri
til olíukaupa, ef til vill jafn
mikinn þeim gjaldeyri, sem
fengist fyrir rafmagnið til járn-
blendiverkmiðjunnar.
Þannig má lengi telja. Islend-
ingar hafa nóg not fyrir þá raf-
orku, sem nú er fyrir hendi og
verður á næstu árum með hæfi-
legum og ekki of miklum virkj-
unarhraða og með skynsam-
legri samtengingu orkuveit-
anna um land allt.
Við eigum ekki að virkja
meir en við höfum þörf fyrir á
hverjum tfma handa sjálfum
okkur og við höfum fjármagn
til.
Islenzkt rafmagn á eingöngu
að nota f þágu Islendinga til að
tryggja þeim Ijós og hita og
orku til arðbærra starfa, en
ekki til að tryggja útlendingum
vexti og arð af alþjóðlegu fjár-
magni þeirra, meir en orðið er.
Þegar Alþingi það, sem nú
situr, kom saman, var ég við
guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Þar var aðeins örfátt fólk annað
en alþingismenn. Þegar þing-
menn gengu út, virti ég þá fyrir
mér. Mjög marga þeirra þekkti
ég, og meir en þriðjungur
þeirra eru kunningjar mínir.
Allt sýndist mér þetta myndar-
fólk, góðum kostum búið að
greind og drenglyndi. Og ekki
efast ég um, að allir alþingis-
menn séu góðir Islendingar,
hvar i flókki sem þeir standa,
og vilji það eitt gera sem þeir
telja landi og þjóð fyrir beztu.
Ábyrgð alþingismanna er
mikil, örlög tslands á hverjum
tfma eru f höndum þeirra.
Island er fagurt land og
hreint land, land, sem okkur er
trúað fyrir.
A Þingvallafundinum I sum-
ar samþykktu alþingismenn
Framhald á bls. 26
VOLKSWAGEN-
EIGENDUR
Látið smyrja bílinn reglulega.
..i
SMURSTOÐIN
ER OPIN FRÁ KL. 8 F.H.
TIL KL. 5:30 E.H
HEKLA hr
Lauyavegi 170—172 — Sími 21240.