Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 14

Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Þrjár sýningar Járnsmiðir, rafsuðumenn og aðstoðarmenn óskast STÁLSMIÐJAN H/F, Verkstjóri óskast Véismiðja í fullum gangi á Reykjavíkur- svæðinu, óskar að ráða verkstjóra. — Meginviðfangsefni skipa og vélaviðgerð- ir. Þeir sem áhuga hefðu á að kynna sér þetta nánar, sendi nöfn sín ásamt nauð- synlegustu upplýsingum á skrifstofu blaðsins fyrir 15. þ.m. auðkennt. „Verk- stjóri — 7439”. Verður farið með slíkt sem trúnaðarmál. Höfum kaupanda að góðri 90—100 fm íbúð í Austurbænum. SKIPA & FASTEIGNA- MARKAÐURINN Adal&træti 9 Midbæjarmarkadinum simi 17215 heimasimi 82457 Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda i Kópavogi heldur jólafund í Sjálfstæðis- húsinu við Borgarholtsbraut þriðjudaginn 1 0. desember kl. 8.30. Séra Þorbergur Kristjánsson flytur jólahugvekju. Bóas Kristjánsson i Blómahöllinni sýnir jólaskreytingar. Góðar kaffiveitingar. Stjórnin. Njarðvíkingar Aðalfundur Félags ungra sjálfstæðismanna i Njarðvikum verður hald- irin miðvikudaginn 11. desember kl. 8:30 i Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Albert Karl Sanders sveitarstjóri ræðir um hreppamál. Stjórnin. KÓPAVOGUR KÓPAVOGUR Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður haldinn miðviku- daginn 1 1. desember 1974 kl. 20.30 i sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut. Stjórnín. Eyrabakki Sjálfstæðisfélag Eyrabakka held- ur fund um sjávarútvegsmál þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 20:30 á Stað, Eyrarbakka. Framsögu hefur Matthias Bjarna- son, sjávarútvegsráðherra og svarar hann fyrirspurnum. Einnig mætir á fundinn Steinþór Gestsson, alþingismaður. Sigrún Jónsdóttir: Norr- æna húsið □ Alfred Schmidt: Mokka □ Karl T. Sæmundsson: BogasalurQ Um árabil hefur Sigrún Jóns- dóttir unnið i batík-tækni auk þess sem hún hefur unniö að gerð kirkjumuna ýmiss konar, aðallega klæðnaðar og dúka, þar sem batik-tæknin kemur ósjaldan meira eða minna við sögu. Frúin hefur efnt til sýningar á sýnishorni þessarar starfsemi sinnar í kjallara Norræna húss- ins, sem nú stendur yfir og lýkur næstkomandi sunnudagskvöld. Batík er listgrein, sem ættuð er frá Indónesíu (Malasíu), svo sem ég hefi áður bent á, og er aðallega notuð til að mynstra dúka og klæði. Byggist tæknin að nokkru á því, að teiknað er með vaxi á efnið og síðan er því dýft í fljót- andi lit, sem að sjálfsögðu sest aðeins á þá hluta, sem vaxlausir eru. Siðan gerist það, að vaxið springur, liturinn rennur í gegn og myndast þá hinar sérkennilegu æðar í efninu, en hér getur við- komandi þó að nokkru leyti ráðið ferðinni. Að lokum er svo vaxið þvegið burt. Þetta er auðveld tækni til meðalárangurs, en um leið mjög kröfuhörð ef topp- árangur á að nást, sem yfirgnæfir áferðarfegurð og tilviljunar- kennd blæbrigði. — Þær örfáu listakonur, sem hafa unnið með þessari tækni, hafa yfirleitt náð þekkilegum árangri, hæfileika hefur verið auðvelt að koma auga á, en hins vegar hefur jafnan mátt greina nokkurn byrjenda- brag, teikning sjaldnast borin uppi af svipmikilli burðargrind í hlutlægum formum og slík form oftlega stíf og tilviljunarkennd. Sennilega vefst baráttan fyrir listakonunum með þetta fallega efni milli handanna, sem höfðar svo mjög til hinna bljúgari kennda og þá er að vonum ósköp erfitt aó vera grimmur, harður og óbilgjarn við sjálfan sig. Óhlutlæg og á köflum þokukennd form hafa þá alla jafna skilað mestum myndrænum árangri. Sigrún Jónsdóttir er hér engin undantekning, hún getur náð fallegum árangri á köflum og jafn vel í hlutlægum formum, en einnig geta slík form komið mis- jafnlega vel fram, en frúin virðist spanna breiðara litasvið en starf- systur hennar, og vil ég því til áréttingar benda á tvær mjög svo ólíkar myndir, en þær eru nr. 39 „Gróðurjörð", sem er einföld í formi og svöl í lit, og svo nr. 49 „Drengur á hesti“, en hér eru litirnir djúpir og dularfullir. Hinar einfaldari myndir koma heilastar til skila svo sem nr. 2 „Skógarfoss", nr. 18 „Gengisfell- ing“, nr. 21 „Flogið heim“ (hér eru form fuglanna einföid og sterk, en sólinni ofaukið), nr. 24 „Húsavíkurkirkja" og nr. 28 „Veiðimaður“. Hnökrana á sýn- ingunni tel ég vera ónógan undir- búning, of margar myndir, grófa og laklega smíðaða umgjörð mynda, sem hæfir ekki jafn fín- gerðri tækni, þá er nafn listakon- unnar of áberandi i sumum mynd- anna og stingur i stúf við form þeirra og virkar því truflandi. Mest sakna ég þó sýningarskrár, sem hefði jafnframt getað verið smá-kynning á listgreininni og jafnframt gild heimild um sýning- una. Ætti það að vera lágmarks- skilyrði sýninga á þessum stað, að sýningarskrár séu vel úr garði gerðar, en því miður vanrækir jafnvel sjálf stofnunin þetta atriði og fjölprentar skrár sýn- inga, sem hún stendur að, með dvergaletri að auki. Alfred Schmidt er enn á ferð- inni með sýningu á Mokka, en hann sýndi þar síðast í desember fyrir ári. Schmidt dvaldi hér á landi seinni hluta sumars og fram á haust og hafði aðallega aðsetur á Reykjanesvita hjá vitaverðinum þar, ferðaðist um Reykjanesskag- Frá sýningu Sigrúnar Jónsdóttur. ann, rissaði og málaði, auk þess fór hann nýja hringveginn og sá landið og upplifði i nýju ljósi. Ekki er miklu við það að bæta, sem ég hef áður sagt um þennan listamann, og þó verður nú vart vissra breytinga og gerjunar í verkum hans. og þau eru ekki jafneinhæf og áður. Þetta er nokkurs konar skjalfesting og miðlun áhrifa, sem listamaðurinn verður fyrir af landslagi og því, er fyrir augu ber. Þótt Mokka sé hentugur sýning- arstaður að ýmsu leyti, mundi ég frekar mæla með Bogasal eða Norræna húsinu fyrir slíka sýn- ingu og þá stærri og viðameiri að loknum drjúgum undirbúningi. — Alfred Schmidt hefur kynnst því, er nefnist náttúrulist, sem er gerð listaverka úti í sjálfri náttúr- unni, á berangri jafnt sem í blóm- legum skógi, eitthvað sem lífgar upp á einhæfnina í náttúrunni eða kemurframsem skemmtileg andstæða hennar, nokkurs konar viðbót við sjálfa náttúruna án þess að raska henni að neinu ráði. (Hér undanskil ég pökkunar- brjálæði Christo Javaceff). Hann hefur látið ýmsar hugmynd- ir um slíka list flakka í viðtölum við dagblöðin hér heima, og hefur þetta vakið athygli og orðið til nokkurra blaðaskrifa og að mínu mati broslegs misskilnings. Margt hefur stórum grófara verið gert til spjalla íslenzkrar náttúru en það, sem fram kemur í hugmynd- um Alfreds Schmidt, sem enginn dómur verður lagður á í fljótu bragði, enda um óútfærðar hug- myndir að ræða. Ég vil benda á, að vegagerð hefur víða valdið grófum spjöllum, nýbýli í sveit virka ósjaldan líkt og hnífsstunga i landslagið, sérkenni íslenzkra sveita- og sjávarþorpa er úr sög- unni að mestu, sömu teikning- unni dritað til sjávar og sveita án tillits til landslags og umhverfis. Hér eru að verki grófar og óaf- sakanlegar, ruddafengnar at- hafnir gagnvart náttúru landsins, sérkennum sveitaþorpa og kaup- staða, ásamt gamalli hefð i bygg- ingarlist, sem ég og aðrir hafa margbent á. Fólk með nokkra til- finningu fyrir slíkum málum og sem flutzt hefur úr heimaþorpum sinum fyrir aðeins 20—30 árum þolir naumast að sækja æsku- stöðvarnar heim, slík hrakleg um- rót hafa hér gerst og slík er viður- styggð eyðileggingarinnar. Lítum einungis á Akranes, Borgarnes, Grindavik og Hafnarfjörð, þessi malerísku og vinaiegu sjávar- þorp, sem nú eru nær óþekkjan- leg með öllu.- Ég á því láni að fagna, að hafa verið i vegavinnu i 12 sumur, upp- iifði þaójp.a. er vegur var ruddur upp Þorskafjarðarheiði úr Langa- dainum 1943 og ’44. Gleymi því aldrei hve vandað var til hleðslu Mynflllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON vegkantanna og hvorki tími né fyrirhöfn spöruð. Allt var þetta gert með höndunum og með að- stoð járnkalla, hver steinn skyldi falla vel að öðrum hvortveggja sem stuðningur og sem sjónræn fegurð. Seinna (1945) var ég með í því að reisa varnargarða á Mark- arfljótsaurum, þar var sömu sögu að segja, sniddur voru stungnar með ákveðnu lagi og síðan snyrti- lega felldar saman í heillega aflíð- andi hleðslu. En siðan kom vél- menningjn og þá breytti snögg- lega um og var sem að fegurðar- skynið glataðist, því nú var jarð- veginum á miskunnarlausan hátt rutt upp og öll þessi mannanna heillegu handverk eyðilögð á skömmum tíma og af fullkomnu tillitsleysi. Og hér var ekki um að ræða 300 metra kafla heldur hundruð og þúsundir kílómetra og er ekki ýkjalangt síðan vega- gerðin tók að taka tillit til lands- ins, var að ég held skylduð til þess. Vélamenningin hefur vissu- lega glapið mönnum sýn og svo virðist, sem þeir séu nú fyrst að vakna og taka við sér en í ótal tilvikum er það of seint. Eitt skulu menn hafa hugfast og það er, að hvorki innlendir né útlendir myndlistarmenn hyggja á landspjöll af neinu tagi, heldur að undirstrika náttúruna og vekja athygli á umhverfinu, er dott- andi, hálfblindir ferðalangar þjóta framhjá í glæsilegum bif- reiðum. Við skulum einnig hafa það hugfast, að öll íslenzk list er innflutt, en mótuð af íslenzkum aðstæðum, ekkert höfum við sjálf- gefið annað en landið og sizt skul- um við loka augum fyrir því, sem miður hefur farið á undanförnum áratugum og til landspjalla horfir og er ekki siður alvarlegt en sand- fok og annar skaðvaldur. Utlendir listamenn hafa tilfinningu fyrir þessu ekki síður en innlendir, og enginn skyldi segja mér, að Alfred Schmidt gangi annað en gott til með hugmynd sinni, sem á að undirstrika og „supplera" nátt- úruna, en sizt af öllu vinna gegn henni. Hárrétt er það, sem Níels Hafstein bendir á, að ekki megi koma að því, að risastórum aug- lýsingaskiltum verði dreift með- fram þjóðvegum, slíkt væri nátt- úruspjöll, auk þess sem mér virðast Islendingar þamba sitt ropvatn og eða sitt súkkulaðikex Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.