Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 18

Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Kjör nýs útvarpsráðs: Menntamálaráðherra einn á báti í umræðum í efri deild FRUMVARP til laga um kjör nýs útvarpsráðs var til umræðu í efri deild Alþingis í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að útvarpsráð skuli kjörið hlutfallskosningu á Alþingi, eftir hverjar alþingis- kosningar. Þetta er stjórnar- frumvarp, sem menntamálaráð- herra flytur og mæiti fyrir. Hér á eftir verður í örstuttu máli rak- inn efnisþráður í máli þingmanna. Menntamálaráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson, gat þess i máli sínu, að skipan útvarpsráðs hefði verið með ýmsum hætti frá stofnun þess, en lengst af, eða síðan 1939, hefði ráðið verið kjörið hlutfallskosningu af Al- þíngi. Fýrstu árin (1939—1942) til þriggja ára, en frá 1942 og allt til 1971, eða í meir en 35 ár, hefði sú regla gilt, að ráðið væri kjörið á fyrsta þingi eftir hverjar kosn- ingar. Arið 1971 hefði þetta breytzt þannig, að ráðið skyldi kjörið til 4ra ára hverju sinni óháð alþingiskosningum. — Ráðherr- ann sagði, að mál þetta væri í sjálfu sér mjög einfalt og lægi ljóst fyrir. Meðan sá háttur væri á hafður, aó Alþingi kysi útvarps- ráð, og um það væri enginn skoð- anaágreiningur, þætti rétt, að sá meirihlutavilji, sem Alþingi hverju sinni væri af þjóðarviljan- um, kæmi m.a. fram í kjöri og skipan ráðsins. Ragnar Arnalds (K) sagði, að breytingin 1971 hefði við það miðazt, að útvarpið yrði sem stofnun sjálfstæðara gagnvart stjórnvöldum. Forsendur þess- arar breytingar væru óbreyttar nú. Hinsvegar blasti tilgangurinn við öllum, sem sjá vildu. Annar stjórnarflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, væri óánægður með annan tveggja fulltrúa, sem hann hefði kjörið í útvarpsráð 1971, og vildi nú losna við hann (Ölaf Ragnar Grímsson). Hér væri ein- faldlega um pólitískt ofríki að ræða. Jón Armann Héðinsson (A) lýsti andstöðu sinni við fri'm- varpið. Mikil hlyti sú óánægja í Framsóknarflokknum aó vera, er leiddi til slíkrar máismeðferðar. Hann taldi spor það, semnúværi lagt til að stíga, aftur á bak, er stuðlaði ekki að sjálfstæði stofn- unarinnar. Störf núverandi út- varpsráðs væru að vísu mjög um- deild. A þau legði hann hinsvegar engan dóm í þessari afstöðu sinni. En breyting sú, sem hér væri á dagskrá, ætti rætur i öfugþróun. Helgi F. Seljan (K) sagði frum- varp þetta afsprengi svartasta íhaldsins í landinu, sem vildi gera Morgunblaðið að biblíu lands- fólksins. Stefnt væri að því að gera ríkisfjölmiðlana að brjóst- mylkingum Morgunblaðsins. Það ætti að snúa landsfókinu til trúar MMIKSI á hið þríhelga goð: Nato, Nixon og CIA. Hann lagði til, að frum- varpið yrði svæft í nefnd við jóla- sáima, að öðrum kosti fellt í deild- inni. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagðist enn vera sömu skoð- unar og 1971, að núverandi háttur á kjöri útvarpsráðs stuðlaði að sjálfstæði Ríkisútvarpsins, m.a. gegn stjórnarstörfum. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvað gæti þá réttlæti að hverfa aftur til hins gamla fyrirkomu- lags. Það gæti verið ófriður og styrr, sem staðið hefði um störf meirihluta útvarpsráðs. Hann kvaðst vera sammála gagnrýni þeirri, sem fram hefði komið ög skilja hneykslun og reiði, sem þau hefðu valdið, enda hefði hann staóið í deilum um þessi efni innan útvarpsráðs. Samt sem áður teldi hann leika vafa á því, að þetta væri nægileg ástæða til lagabreytingarinnar. Stefán Jónsson (K) sagðist sam- mála meginefni í ræðu Þorvalds Garðars Kristjánssonar. Útvarps- ráð ætti síður en svo að sinu mati að spegla meirihlutavilja Alþingis eða eitt eða neitt frá Alþingi. Þó „Framsóknarflokkurinn hefði asnast til að kjósa útvarpsráðs- mann“, sem hann hefði misséð sig á, réttiætti slíkt ekki nýja skipan útvarpsráðs. Flokkurinn yrði ein- faldlega að vanda betur val sitt næst. Réttast væri að fella frum- varpið strax, neita að vísa því til nefndar. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, sagði við- brögð þingdeildarmanna undra sig. Mér væri þaó eitt lagt til, að meðan Alþingi kysi útvarpsráð, sem ekki væri ágreiningur um, að sú breyting, sem þjóðin hverju Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra sinni gerði á þingskipan, kæmi og fram á skipan útvarpsráðs. Þetta væri venjulegar lýðræðislegar leikreglur, og það sem lengst af hefði gilt í þessu efni. Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað samhljóða til 2. um- ræðu og menntamálanefndar deildarinnar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Dreifikerfi sjónvarps og útvarps ÞORVALDUR GARÐAR KRISTJÁNSSON (S) talaði ný- lega í sameinuðu þingi fyrir þingsályktunartillögu um bætt skilyrði til hljóðvarps og sjón- varpssendinga. 1 ræðunni kom fram margs konar fróðleikur um þetta efni, sem rétt þykir að endursegja hér efnislega, þó að- eins verði stiklað á helztu atrið- um ræðunnar. Dreifikerfi hljóðvarps var upp- haflega og er enn í grundvallar- atriðum byggt upp með lang- bylgju og miðbylgjusendistöðv- um. Þrátt fyrir nauðsyn viðhalds og endurnýjunar er það stað- reynd, að sl. 8 ár hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta þetta dreifingarkerfi. Dreifikerf- ið er nú mun ófullkomnara en það var í upphafi. Kemur þar margt til, m.a. hefur útvarpið oróið að hlita því, að breytt hefur verið um bylgjulengdir, t.d. með tíðnisút- hlutun árið 1948, sem hefur skap- að mikla erfiðleika. Byggja þarf upp Vatnsenda- stöðina. Skipta þarf um möstur hennar vegna ryðskemmda. Auk þess er stöðin nú komin í miðja byggð, svo nauðsyn ber til að flytja hana á nýjan vettvang. Mjög aðkallandi er að koma upp svokölluðu FM-kerfi, sem nái til landsins alls og komi að notum bæði hljóðvarpi og sjónvarpi. Þetta er mikið og kostnaðarsamt átak, þó nokkrar slíkar stöðvar séu þegar fyrir hendi. Landssíminn hefur gert ítar- lega áætlun, varðandi dreifikerfi þessara tveggja fjölmiðla, sem verður bráðlega sent alþingis- mönnum. Menntamálaráðherra hefur getið þess, að áætlaður kostnaður vegna nauðsynlegra og aðkallandi framkvæmda við dreifikerfi hljóðvarps nemi 650 milljónum króna. Útvarpið hefur Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Sverrir Bergmann, Reykjavik. Hafnarfirði. Skúli Alexandersson, Hellis- sandi. Þrír nýir þingmenn í gær tóku sæti á Alþingi þrír nýir þingmenn í for- föllum eða fjarveru aðal- manna. Þessir þingmenn eru: Ragnheiður Svein- björnsdóttir, bæjarfulltrúi Hafnarfirði, annar vara- þingmaður Framsóknar- flokksins á Reykjanesi, Sverrir Bergmann, læknir, 1. varaþingmaður sama flokks í Reykjavík, og Skúli Alexandersson, oddviti, Hellissandi, 1. varaþing- maður Alþýðubandalags- ins á Vesturlandi. nú starfað í hálfan fimmta áratug, án þess að dreifkerfi þess hafi verið komið í viðunnandi ástand. Sjónvarpsdreifkerfið er byggt upp af aðalstöðvum og endur- varpsstöðvum. Aðalstöðvarnar eru nú um 10 og endurvarps- stöðvarnar um 70. Þegar skipu- lögð var uppbygging sjónvarpsins I upphafi var valinn ódýrari kost- ur og ófullkomnari, sem ekki er í samræmi við þá þjónustu, sem bezta er hægt að veita. Bezta leið- in nú er talin að koma upp svo- kölluðu örbylgjukerfi og það er brýnt viðfangsefni að gera það einmitt nú. Það er í raun ekki viðunandi, að framkvæmdir í þessu efni biði lengur. Auk grundvallardreifkerfis kalla ýmis brýn verkefni að. Byggja þarf varanlegar endur- varpsstöðvar víða um land, þar sem nú eru bráðabirgðasendi- stöðvar. Það þarf að afla i stórum stíl varasenda og varatækja. Enn- fremur þarf að koma dreifikerf- inu i það horf, að sjónvarpið sjáist á fiskimiðunum umhverfis land- ið. Auk þess er enn hluti þjóðar- innar, að vísu lítill, en sá er sízt skyldi, sem ekki nýtur sjónvarps. Allt þetta kostar verulegt fjár- magn, sem af líkum lætur. Og eru þessar aðkallandi framkvæmdir við dreifikerfi sjónvarps áætlaður að kosti 1310 millj. kr. Frumvarp okkar gerir ráð fyrir þvi, að rikisstjórnin, i samráði við ríkisútvarpið, láti vinna fram- kvæmda- og kostnaðaráætlun um öll þessi aðkallandi verkefni hljóðvarps og sjónvarps. Sú vinna, sem Landssíminn hefur þegar unnið í þessu efni, ætti að auðvelda og flýta slíkri áætlunar- gerð. Þorvaldur Garðar Kristjánsson ræddi í ítarlegu máli hugsanlega fjármögnun þessara fram- kvæmda. Deildi hann hart á þá fjárhagslegu aðbúð, sem Alþingi og ríkisstjórnir hefðu búið þess- um fjölmiðlum, sem háð hefði eðlilegum framkvæmdum og þjónustu við landsfólkið. Hann gat þess og, að áður fyrri hefði verið visst hlutfall og samræmi milli afnotagjaids af útvarpi og áskrifta dagblaða. Afnotagjald út- varpsins hefði frá árinu 1960 hækkað mun minna en blaða- áskriftin, sem hafi komið útvarp- inu mjög illa. Ræðumaður gat þess, að ef afnotagjald hljóðvarps hefði hækkað samsvarandi blaða- áskrift, frá árinu 1960, hefði hljóðvarpið á þessu tímabili 600 milljónum meir úr að spila en raun hafi verið á, sem nýta hefði mátt til fullkomnara dreifkerfis. Efla þarf tekjustofna fjölmiðl- anna, sagði ræðumaður, og hækka afnotagjöld, og jafnframt setja á- kveðnar reglur um, að ákveðið Framhald á bls. 47. Þingfréttir í stuttu máli Frumvarptil laga um launaskatt. LAGT hefur verið fram stjórnarfrumvarp á Alþingi um launaskatt. Leggja skal á launagreiðendur 3H% launa- skatt árið 1975, og skulu 2% renna i Byggingasjóð ríkisins og l‘/i% í ríkissjóð. Er þetta samskonar álag og ráðstöfun launaskatts og verið hefur á yfirstandandi þingi. Alögurnar eru og í samræmi við frum- varp til fjárlaga fyrir árið 1975. Fyrirhuguð er breyting á gjöldum þeim, er leggjast á launagreiðendur. Er ætlunin að samræma hin ýmsu gjöld í einn skatt. Af þessari ástæðu er gildistími frumvarpsins að- eins miðaður við eitt ár. Samningur um alþjóða- stofnun fjarskipta. Þá leggur ríkisstjórnin fram tillögu til þingsályktunar, þar sem ríkisstjórninni er heimil- að að fullgilda fyrir íslands hönd samninginn um alþjóða- stofnun fjarskipta um gervi- hnetti (INTELAT).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.