Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1975 Brak fínnst úr trillunni spíiti fórst í fvrradag I GÆRMORGUN fannst brak rek- ið á fjörur á Kjalarnesi og er það talið vera úr trillunni sem fórst á þessum slóðum í fyrradag. I gær leituðu sveitir Slysavarnafélags- ins frá Kjalarnesi og Mosfells- sveit að Ifki annars mannsins sem fórst með trillunni en Ifk hins fannst rekið f fyrradag i fjörunni fyrir neðan bæinn Sjávarhóla á Kjalarnesi. Mennirnir sem fórust hétu Ragnar Már Jónsson, 21 árs gamall og verkstjóri hjá Vfðines- búinu, og Stefán Ragnar Guð- laugsson, 35 ára gamall, vistmað- ur f Víðinesi. Ragnar Már var fæddur 3. ágúst 1953 og átti lög- heimili að Njálsgötu 47. Hann lætur eftir sig konu og lítið barn. Þau gengu í hjónaband fyrir að- eins viku síðan. Stefán Ragnar var fæddur 13. júlf 1939 og átti lögheimili að Kaplaskjólsvegi 71. Mennirnir héldu af stað á trill- unni frá Viðinesi milli klukkan 8 og 9 á föstudagsmorguninn. Trill- an er 1'á tonn og i eigu Viðines- búsins. Ætluðu þeir að vitja um 10 grásleppunet sem þeir áttu í sjó og ieggja önnur 10 net. Sást til trillunnar frá Sjávarhólum um hádegisbilið svo ferðin þangað hefur gengið vel. Eins og fram kom í Mbl. í gær var hvassviðri á þessum slóðum og töluverður sjór. Þarna er skerjótt og er talið að báturinn hafi lent á skeri og brotið á honum. Þegar báturinn kom ekki til Víðiness á tilsettum tíma var farið að óttast um menn- ina og sá ótti fékk staðfestingu þegar lík annars mannsins fannst rekið. Storkurinn týndur? I GÆR var ekki vitað með neinni vissu hvar storkurinn væri niður- kominn. Fregnir af honum hafa ekki borizt frá því um siðustu helgi, en þá sást hann á flugi á svipuðum eða sömu slóðum og hann hefur haldið sig frá því hann sást fyrst fyrir páska, austur við Dyrhólahverfi. Undankeppni tslandsmótsins f bridge lýkur f dag — en 24 sveitir taka þátt f keppninni. Spilað er f Domus Medica og tók Ijósmyndari Mbl. Emilfa þessa mynd á fyrsta degi keppninnar. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins hefst á laugardag LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins hefst laugardaginn 3. maf n.k. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar hjá Sigurði Hafstein, 99 Enginn hefur þorað að gefa út Vefarann til þessa Stutt spjall við Halldór Laxness SVO sem Morgunblaðið skýrði nýlega frá hefur Gyldendals- forlagið f Kaupmannahöfn ný- lega gefið út æskuverk Hall- dórs Laxness — Vefarann mikla frá Kashmir, og er þetta fyrsta útgáfa þessarar bókar er- lendis. Halldór var f Kaup- mannahöfn í þann mund sem bókin kom út og má raunar segja að hann hafi þar fylgt henni úr hlaði. „Það var nú svo skrítið, að ég var látinn vera sá fyrsti maður er kynnti bókina í dönskum blöðum, og skrifaði daginn áður en ég fór króníku í Politiken um örlög þessarar bókar," sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið i gær, en hann er nýkom- inn heim. Hann kvaðst hafa haldið heim á leið daginn eftir að bókin kom út. Hann hafi ekki fylgzt með néinum dómum um bókina, þar eð þeir hefðu þá ekki verið komnir út nema i siðdegisblöðum. Kvaðst Halldór hafa séð eina umsögn, þar sem Vefarinn var kallaður Ragna- rökkurbók, og játaði að hann væri ekki viss um hvernig það bæri að skilja. Astæðuna fyrir útgáfu Vefar- ans i Danmörku nú — um 50 árum eftir að skáldsagan kom fyrst út á Islandi — kvað Hall- dór vera þá, að Erik Sönder- holm, sem hefur þýtt sum af verkum Halldórs á dönsku, Framhald á bls. 26 framkvæmdastjóra flokksins, að fundurinn yrði settur f Háskóla- bíói ki. 14 með ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hall- grfmssonar forsætisráðherra. Sig- urður sagði ennfremur, að alls ættu rétt tii setu á fundinum 987 fulltrúar og væri þetta langfjöl- mennasti landsfundur, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði haldið. Að lokinni setningarathöfninni i Háskólabíói verður fulltrúum á fundinum boðið að skoða nýja Sjálfstæðishúsið og þiggja kaffi- veitingar I boði Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna i Reykjavik. Fundur hefst síðan að nýju i Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 4. maí 13.30. Þá verður kosið i nefndir landsfundar og skipað í umræðuhópa. Þá mun fram- kvæmdastjóri flokksins flytja skýrslu um starfsemina frá siðasta landsfundi. Að þvi búnu munu ráðherrarnir Matthias A. Mathiesen, Matthías Bjarnason og dr. Gunnar Thoroddsen flytja greinargerðir um þá málaflokka, sem þeir fjalla um i ríkisstjórn- inni. Þá verða almennar um- ræður. Á sunnudagskvöld munu ráðherrar flokksins og borgar- stjórninn í Reykjavík sitja fyrir svörum á fundinum. Á mánudag 5. mai munu úmræðuhópar og kjördæma- nefndir starfa, en á mánudags- kvöld fer fram kjör formanns, varaformanns og 8 annarra Framhald á bls. 26 Hörkuárekstur HÖRKUÁREKSTUR varð á Skúlagötu við Fiskifélagshúsið nokkru eftir miðnætti i fyrrinótt. Splunkunýrri Mercedes Benz bif- reið var ekið í vestur á réttum vegarhelmingi en á móti kom Volkswagen á mikilli ferð. Skipti engum togum, að Volkswagenbif- reiðin fór yfir á öfugan vegar- helming og skall framan á Benzanum. Varð áreksturinn mjög harður og eru báðir bílarnir stórskemmdir en meiðsli urðu minni en á horfðist í fyrstu. Grun- ur leikur á, að ökumaður Volkswagenbílsins, sem var stúlka, hafi verið undir áhrifum áfengis. BÚH segir upp verkafólki BÆJARÚTGERÐ Hafnar- fjarðar sagði í gær upp kaup- tryggingu alls verkafólks síns í fiskiðjuveri sínu vegna fyrir- sjáanlegs hráefnis- og verk- efnaskorts af völdum togara- verkfallsins. 1 fréttatilkynningu frá Bæjarútgerðinni, sem Mbl. barst í gær, er frá þessu skýrt og jafnframt er tekið fram, að hjá útgerðinni ynnu i landi að staðaldri um 200 til 250 manns. Verkamannaflokkurinn norski klofinn eftir landsfundinn: Afsögn Brattelis r 1 sumar? Osló 26. april. F'rá fréttaritara Morgun- blaðsins Ágúst í. Jónssyni: SÖGULEGU landsþingi norska Verkamannaf lokksins lauk síðasta miðvikudag. Það sem fyrst og fremst var sögulegt við þing þetta var að Trygve Bratteli Starfsmannafélag ríkisstofnana: Ávarp vegna stjórn- arkjörs á mánudag AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lags ríkisstofnana verður haldinn i Sigtúni mánudaginn 28. aprfl n.k. kl. 20. A fundinum fer fram stjórnarkjör og hafa eftirtaldir félagsmenn, sem gefið hafa kost á sér við stjórnarkjör, sent frá sér svohljóðandi ávarp til féiags- manna: „28. apríl er aðalfundur félags þíns. Við undirrituð höfum ákveðið að leita til þín um stuðning við framboð okkar til stjórnarkjörs. Ástæður eru þær, að nú rikir deyfð í félagsmálum og að stjórn sú, er nú situr, er alls ekki i þeim tengslum við hinn almenna fé- laga, sem nauðsynleg eru. Félagar S.F.R. þurfa að finna það að samtök þeirra geta verið sterk. Hver og einn einasti félagi verður að þekkja og skilja stöðu sina og vera virkur i því að skapa samstöðu, sem tillit er tekið til. Aðeins þannig er hægt að vænta þess, að næstu samningar færi okkur arð þeirrar vinnu sem, við leggjum til. Við höfum óskað lagabreytinga, sem teknar verða fyrir á aðal- fundi, um að hér eftir fari fram ailsherjaratkvæðagreiðsla þar sem kosið verði til stjórnar fyrir aðalfundinn og þannig verði öll- um félögum gefinn kostur á að nota atkvæðisrétt sinn. Margt annað höfum við í huga að vinna að, ef við fáum tækifæri til, þ. á m.. margs konar hags- muna-, fræðslu- og menningar- málum. An þín fáum við ekkert að gert. Framhald á bls. 26 Jéhann Blrglr BJörg Eyvindur Rósa L. Rósa Þ. Rögnvaldur Jöhanncs Jöhanna Kristinn hætti sem formaður eftir að hafa gegnt því embætti f 10 ár. Við starfanum tók Reiulf Steen sem jafn lengi hafði verið varafor- maður flokksins. Þó svo að Steen hafi verið valinn til formanns- embættisins með lófataki þá er Verkamannaflokkurinn eigi að síður klofinn í tvær fylkingar að landsþinginu loknu. • Oddvar Nordli, formaður þing- flokks Verkamannaflokksins, hafði lýst því yfir fyrir þingið að hann gæfi kost á sér til formanns- embættisins og dró sig ekki í hlé fyrr en kjörnefndin sem stillti upp kandidötum í hin ýmsu emb- ætti hafði komið með þá mála- miðlun að Nordli gegndi áfram starfi þingflokksleiðtoga en tæki við forsætisráðherraembættinu ef Bratteli hætti. Var þessi mála- miðlun samþykkt en skoðanir eru skiptar um það hversu gagnleg þessi verkaskipting sé og hvort hún sé heillavænleg fyrir Verka- mannaflokkinn. Norsku blöðin hafa mikið rætt um þessi mál og m.a. komizt að þeirri niðurstöðu að á landsþing- inu hafi Trygve Bratteli verið sagt upp starfi sínu sem forsætis- ráðherra og eftirmaður hans ver- ið valinn. Verði Bratteli þvi að segja af sér áður en næsta lands- þing verði haldið og þrýstingur á hann frá fylgismönnum Nordlis geri það að verkum að Bratteli verði að segja af sér mun fyrr en hann ætlaði sér. Er það mál manna að Bratteli láti af embætti fljótlega að loknum fylkis-, bæjar- og sveitarstjórnarkosningum sem fram fara i Noregi seinni partinn i sumar. I viðtölum við frétta- menn að landsþinginu Ioknu sagði Bratteli þó að hann hefði ekki ákveðið hvenær hann hætti og það væri fjarri sér að nefna ákveðinn dag í þvi sambandi. Oddvar Nordii, tilvonandi for- sætisráðherra Noregs, tilheyrir hinum hægfara armi Verka- mannaflokksins, en Reiulf Steen er hins vegar fulltrúi þeirra sem standa lengra til vinstri innan Bratteli — á förum. flokksins. Við kosningarnar 1973 missti Verkamannafiokkurinn mikið af atkvæðum til Sósialiska kosningabandalagsins og það verður eitt aðalverkefni Steens sem formanns að endurvinna þessi töpuðu atkvæði. Varaformaður flokksins var kosinn Gro Hartlem Brundtvald, umhverfismálaráðherra og fjögurra barna móðir sem skotizt hefur upp á stjörnuhimin stjórn- Framhald á bls. 26 Nordll — nœsti forsætisráöhcrra?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.