Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 ¥ 1 1 1 • í1 • r\ • • Ipræl kunarvinnu r ^nr r oi nngjann ÞAÐ verður varla mikið um dýrðir næstkomandi miðviku- dag, þegar upp rennur 30 ára ártíð Adolf Hitlers, þjóðarleið- togans sem á sér blóðugri feril en aðrir menn á þessari öld og var einræðisherra Þýzkalands hin örlagaríku ár frá 1933—1945. Þvflík kynstur hafa verið skrifuð um Hitler á liðnum árum, að það væri óðs manns æði að reyna að bæta einhverju við það hér. Nógu langt er samt liðið frá lokum styrjaldarinnar til að sagn- fræðingar eru farnir að reyna að leggja hlutlægt mat á valda- feril Hitlers. Þeir eru flestir samdóma um að völd hans hafi orðið með ólíkindum, en þrátt fyrir það hafi hann samt sem áður ekki skilið eftir sig nein varanleg framlögtil mannkyns ins, hvorki f siðfræðilegu né efnislegu tilliti og að frumleiki og sérstæði Hitlers sem stjórn- málamanns hafi verið fólgið í aðferðum hans fremur en hug- myndum og markmiðum. Einhverjir kynnu að segja, að allt sem Hitler hafi skilið eftir sig hafi verið blóð og tár. Sagnfræðilegt mat á stjórn- málaferli Hitlers og því þjóð skipulagi sem hann skóp ásamt meðreiðarmönnum sfnum með Þriðja rfkinu er auðvitað ekki nema ein hliðin á málinu. Harmleikurinn sem fylgdi í kjölfar valdabrölts Hitiers og þýzku þjóðarinnar er hin hliðin, þvf að milljónir manna hafa átt um sárt að binda af þeim sökum. Jafnvel hér „norðan við strfð“ fóru Islend- ingar ekki alveg varhluta af því vopnaskaki, sem Hitler atti heimsbyggðinni út f. Minning- in um Hitler og hans hyski er þó vafalaust sárust meðal þeirra Islendinga sem komust beinlfnis f kast við gerræði og yfirgang útsendara foringjans. I þeim hópi er Leifur Muller verzlunarmaður, sem í tvö og hálft ár sat í fangabúðum nas- ista, bæði í Noregi og Þýzka- landi. Og með því að flytja frá- sögn hans verður dánarafmæli Hitlers bezt minnst. Hann var við nám í Noregi er stríðið brauzt út. „Að námi loknu vann ég í Noregi um þriggja ára skeið eða fram á haust árið 1942 en þá fór ég að ihuga að komast úr landi, líkt og fleiri landar. Leiðin lá þá yfirleitt til Svíþjóðar en síðan til Englands og þaðan áfram heim til Is- lands. Þjóðverjar höfðu her- numið Noreg 1940 og varð ég þvi að sækja um leyfi til þeirra til fararinnar. Sem ástæðu fyrir ferðinni gaf ég að ég ætlaði i skóla í Svíþjóð og var raunar kominn með staðfestingu á þessari skólavist i hendurnar." Leifur taldi sig eiginlega vera kominn með fararleyfið í hendurnar og átti sér einskis ills von þegar hann var kallaður á aðalskrifstofur lög- reglunnar í Osló dag einn i október 1942. „Þar var fyrir þýzkur foringi ásamt Norð- manni til að taka af mér skýrslu og þegar þeir fóru að yfirheyra mig, kom í ljós að þeir höfðu haft veður af því að skólavistin í Svíþjóð var aðeins fyrirbára og ég hugðist fara heim til Is- lands um England. Hvernig yf irvöldin komust aó hinu sanna varðandi umsókn mína um fararleyfið komst ég aldrei að, en að striðinu loknu fór ég til Oslóar til að reyna aó komast að því hvort einhver mér kunnugur hefði lekið í yfirvöld- in en þá var búið að eyðileggja öll skjöl þar að lútandir" Leifur var fluttur í fangelsið við Möllergaten 19 í Osló, sem stendur ennþá. „Þegar það rann upp fyrir mér að ég yrði fangelsaður brá mér auðvitað illilega í brún, reiknaði þó fastlega með því að verða sleppt eftir þrjá mánuði, eins og ég vissi að algengt var um brot af þessu tagi. Þarna í Möllergaten var ég ásamt tveimur Norðmönnum og einum Svía í eins manns klefa, svo að það fór ekki vel um okkur eins og nærri má geta. Heldur skánaði þó aðbúðin að þremur mánuðum liðnum eða þar um bil, þegar ég var fluttur i Grini-fangelsið rétt utan við Osló, en þar voru fangar geymdir meðan verið var að upplýsa mál þeirra. I Grini vorum við látnir vinna ýmís létt störf og þetta var bezti staðurinn af þeim fangelsum sem ég hafði kynni af á þessum árum. Ég var heldur bjartsýnn á að mál min yrðu farsællega til lykta leidd þarna í Grini. Ég vissi ekki, að einmitt um þetta leyti höfðu viðurlög við hvers konar brotum á reglum yfir- vaida verið hert mjög. Timinn lejð og ég beið — mánuðirnir urðu fimm. Þá fékk ég þær fréttir að ég yrði meðal þeirra fanga sem sendir yrðu til Þýzkalands. Þetta kom gersam- lega flatt upp á mig, því að mér fannst brot mitt ekki svo stór- vægilegt. En ég komst að því að Leifur Miiller meó muni sem hann smfðaði f fangabúðunum til að drepa tímann. (Ljósm. Emilfa). Leifur Mtiller rifjar upp endurminningar frá fangabúðavist í Þýzkalandi stríðsáranna menn voru teknir fyrir alveg ótrúlegustu hluti —jafnvel fyr- ir það eitt að bera rós í hnappa- gatinu á afmælisdegí konungs- ins. Þjóðverjar litu á það sem andóf gegn foringjanum.“ Leifur fór ásamt 200 öðrum föngum með Monte Rosa — þrælaskipinu eins og fangarnir kölluðu það — yfir til Dan- merkur, en þaðan voru þeir fluttir meðlesttil Saxenhausen fangabúðanna við Oranienburg ekki langt frá Berlín. Þar geymdi Þriðja ríkiö póiitíska fanga og afbrotamenn af öllum mögulegum þjóóernum. Leifur sagði þó, að fangarnir frá Noregi hefðu ekki grátið örlög sín svo mjög þegar lagt var upp i þessa ferð til Þýzka- lands. Þeim höfðu þá borizt fregnir af innrás bandamanna inn í Italíu og þeir því talið að ekki væri nema lokaþáttur styrjaldarinnar eftir. „Erfiðasti timi fangabúða- vistarinnar í Þýzkalandi var fyrsta hálfa árið,“ sagði Leifur. „Maður gleymir seint að- komunni í Saxenhausen — að sjá fangana sem fyrir voru í röndóttum vinnufötum að störf- um, grindhoraða og ilia tii reika. Atburðarásin var samt of hröð til að maður gerði sér fylli- lega grein fyrir því hvernig málum manns væri komið að eftir skamma stund stæði mað- ur í sömu sporum og þessir menn. Ég hafði gert mér svo allt aðrar hugmyndir um fanga- búðirnar, hélt að maður ætti að fara í einhvers konar frjálsar vinnubúðir, þar sem unnið væri ákveðinn hluta dagsins en síð- an visst frjálsræði." Raunin varð ailt önnur. „Fangabúðirnar voru byggðar upp af mörgum skálum og var gert ráð fyrir um 250 manns í hverjum skála en við vorum áreiðanlega aidrei færri en 500 í hverjum skála, því að yfirleitt deildu tveir menn hverju rúm- fleti," segir Leifur ennfremur. „Við vorum ræstir kl. 4 á morgnana, fengum aðeins kaffigutl í árbít því að matar- skammtin höfðum við fengið kvöldið áður og honum var ætlað að duga okkur fram eftir næsta degi. Því næst vorum við reknir út á bersvæði, látnir skipa okkur i fylkingar og síðan Þessar myndir á Leifur til minningar um fangabúðavistina en þær gefa til kynna hvernig lffið þar hefur verið. vorum við taldir. Þetta var mikið mannhaf, þar eð þarna munu hafa verið upp undir 10 þúsund menn að jafnaði og af öllum mögulegum þjóðernum — Rússar, Pólverjar, Frakkar, Belgar og þannig mætti lengi telja. Fangabúðirnar voru um- girtar margfaldri gaddavirs- girðingu og voru skotturnar með ákveðnu millibili. Að talningu lokinni gekk stór hluti fanganna fylktu liði út úr fangabúðunum til vinnu sinnar utan þeirra, en aðrir héldu kyrru fyrir innan fangelsis- girðingarinnar við ýmis störf þar. Fagmenntaðir menn fengu yfirleitt einhver störf við sitt hæfi en við hinir sem komnir vorum úr þjónustugreinunum lentum einatt i erfiðisvinnunni — byggingarvinnu, vega- og holræsagerð utan fanga- búðanna Þetta var langur vinnudagur — maður vann frá kl. 6 á morgnana til kl. 6 á kvöldin með 20 mínútna matar- hléi svo að margir voru oftast úrvinda að starfsdegi loknum.“ Töluvert var um flóttatil- raunir, enda ekki svo ýkja erfitt að hefja flóttann. „Við vorum yfirleitt 30—40 manns í hverjum vinnuhópi og okkur fyigdi ávallt vopnaður vörður. Það var þvi ekki svo auðvelt fyrir vörðinn að fylgjast náið með hverjum og einum en hins vegar var næstum vonlaust að flóttinn heppnaðist, þvi aó fyrst þurfti fanginn að veróa sér úti um föt í stað röndóttu klæðanna og síðan skilríki, því að það var stöðugt verið að spyrja fólk um skilríki. Þeir sem reyndu fiótta náðust þess vegna oftast aftur." Leifur varð vitni að mörgum harmleiknum meðan hann dvaldist í Saxenhausen. „Þarna voru menn hengdir að okkur viðstöddum. Fangarnir voru jafnan kallaðir út til að vera viðstaddir meðan dómum var fullnægt og fyrir kom að tveir menn voru hengdir í einu. Ekki veit ég hve margir létu lífið þarna í fangabúðunum en þeir voru ófáir. Það sem fyrst og fremst hélt i manni lífinu voru rauðakrosspakkarnir sem bárust okkur frá ýmsum lönd- um. Á einn annan Islending rakst ég í Saxenhausen. Sá hafði verió í Þýzkalandi þegar striðið skall á og hann hafði verið virkjaður til að senda út i útvarpi áróður nasista á is- lenzku. Hann endaði aftur á móti útsendingar sínar með þeim oróum „að hann kæmi aft- ur á sama tíma á morgun með sömu lygarnar" og komst um síðir upp um hann. Þessi Is- lendingur veiktist hins vegar i fangabúðunum og lézt þar skömmu síðar.“ Leifur var i Saxenhausen- fangabúðunum frá því i júní 1943 þar til i marz 1945. Þá fór að kvisast út meðal hinna norrænu fanga í Saxenhausen að sænska rauða krossinum hefði verið falið að sækja alla Dani og Norðmenn sem i þýzk- um fangelsum væru. „Sem Is- lendingur var ég hins vegar ekki á þessari skrá og ekki laust við að ég örvænti þar af leió- andi um minn hag en allt fór þetta betur en áhorfðist," sagði Leifur. „Við vorum síðan flutt- ir frá Saxenhausen til fanga- búða við Neuenganne, skammt frá Hamborg og vorum við þar í röskan mánuð. Þarna var aðbúð fanganna jafnvel enn verri en í Saxenhausen þar eð rauða- krosspakkarnir bárust ekki þangað jafn reglulega og maður varð þeirri stund fegnastur að losna þaðan.“ Um þetta leyti náðist sam- komulag milli bandamanna og Þjóðverja um að þessir fanga- flutningar skyldu látnir óáreitt- ir en það var þó háð því skilyrði aó þeir færu fram í dagsbirtu. „Vígstöðvarnar voru komnar svo nærri Neuenganne að Þjóð- verjarnir þorðu ekki að bíða lengur og var farið með okkur í bílalestum frá Neuenganne seint að kvöldi. Bandamenn urðu ferða okkar varir og héldu að þarna væru á ferðinni her- flutningar. Gerðu þeir árás á bílalestina og kom mikil skot- hríð á bílinn sem ég var í. Féllu þar tveir fanganna en margir særðust. Ég slapp heill frá þessu en það kviknaði í bílnum og við áttum fótum okkar fjör að launa. Eftir þetta bar ekki fleira við og komumst við klakklaust til Fröslevfangabúð- anna skammt frá Flensborg við landamæri Danmerkur og Þýzkalands. Þarna vorum við þar til i mai, þegar sænski rauðikrossinn tók við okkur og flutti okkuryfir til Svíþjóðar." Að vísu fengu Leifur og sam- fangar hans ekki frelsið sam- stundis, þótt til Svíþjóðar kæmi, þar eð þeir voru þá strax drifnir í sóttkví í Ronneby í Suður-Svíþjóð. „Samt var það ákaflega skrítin tilfinning að koma til Svíþjóðar og vita að maður var frjáis — borða mannsæmandi mat með venju- legum hnifapörum, sofa ein- samall I rúmi,“ segir Leifur. „Auðvitað voru þessi tvö og hálfa ár lengur að líóa en nokkur annar jafn langur tími á ævi minni. Eftir á þykir manni líka fangabúðavistin hafa verið töluverð lifsreynsla, en þrír mánuðir hefðu þó verið ærinn skammtur af henni. Ég veit um marga sem aldrei biðu þessarar fangelsisvistar bætur og sjálfur átti ég við veikindi að stríða töluvert eftir að Framhald á bls. 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.