Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 Clint fer á kostum ★ ★ ★ High Plains Drifter, Laugarásbíó. Leikstjóri: Clint East- wood. Gerð 1972. Leikarinn Clint Eastwood hóf feril sinn undir stjórn Sergio Leones í Dollara-myndunum og vann síðan um tíma undir stjórn Don Siegels (Dirty Harry, Joe Kidd). Efnisval og leikstjórn Eastwoods hefur mótast mjög af þessum tveim leikstjórum, þvi fyrsta mynd hans sem leikstjóra var Play Misty for Me, sem var bæði efnislega og stíllega stæling á Siegel-mynd. High Plains Drifter, sem er önnur mynd hans, sver sig hins vegar i ætt við Dollaramyndir Leones. Með einni undantekningu. Hún er betri. I fyrsta lagi er sagan bráðsmellin, eins konar drauga- saga um nýdrepinn lögreglu- stjóra, sem gengur aftur til að hefna sin á morðingjum sínum. Þetta er þó aldrei gefið upp með berum orðum, heldur gefið sterklega i skyn þegar liður á myndina, enda er förumaður- inn Clint (draugurinn) jafn- raunverulegur og aðrar persón- ur myndarinnar. En eins og I Dollara-myndunum er hann hálfguð, ósnertanlegur, óskeik- ull og ópersónulegur, i stuttu máli ómennskt ofurmenni, sem hefur alla i vasanum án þess að hreyfa litla putta. Clint gerir lúmskt grin að þessum ofur- mennum, með þvi að nota sér hina óraunverulegau stöðu föru Að vera ★ ic Alex In Wonder- land.Gamia Bíó. Leikstjóri: Paul Mazur- sky. Alex í undralandi nútimans er ungur kvikmyndagerðar- maður í Kaliforníu, sem nýlega hefur gert sina fyrstu mynd. Hún hefur hlotið góðar viðtök- ur og ýmsir fjárspekúlantar i iðninni bjóða honum nú gull og græna skóga, ef hann vilji gera TOFRAR CHAPIJN Það er ánægjulegt til þess að vita að við eigum von á öllum bestu myndum þessa mann- vinar, því verk hans slá á hina betri strengi sálarinnar, — strengi sem í okkar kalda and- rúmslofti hljóma allt of sjaldan. Það er einnig skemmtileg tilviljun að myndin PAPER MOON skuli hafa gengið hér um svipað leyti, því það leynist engum hvert leikstjóri hennar sótti efniviðinn. THE KID er því einnig skemmtilegur samanburður á handbrögðum tveggja meistara kvikmynd- anna, meistara af gamla skólanum og nútimans. Sæbjörn Valdimarsson. SÆ8JÖRN VALDIMARSSON SIGURDUR SVERRIR PALSSON höfðar beint til hinna góðu eig- inleika mannsins, ástarinnar og kærleikans. THE KID skortir þó alls ekki hina frábæru gamansemi meistarans því myndin er full af gríni og gáska en Chaplin notaði einmitt lifsgleðina mikið til þess að undirstrika hinar dekkri hliðar mannlífsins. Samleikur þeirra Chaplin og Coogans litla er hjartnæmur, og þó að THE KID sé kannski eilitið yfirsymbólsk á stundum, þá skrifast það alls ekki á reikning höfundar, heldur tíðarandans. THE KID (Drengurinn) ★ ★ ★ ★ Gerð árið 1921 í Banda- ríkjunum. Leikstýrö og skrifuð af Charlie Chaplin. Aðalhlut- verk: Charlie Chaplin, Jackie Coogan og Edna Purviance. Mikið væri veröldin snauðari ef hún hefði aldrei eignast Charlie Chaplin. Myndir Chaplins eru sér kapxtuli I kvikmyndasögunni. Fullar af hlýju og viðkvæmni og baráttu fyrir rétti hins minni máttar. THE KID er tvimælalaust í röð þeirra bestu. ó Ijoklinu Clint Eastwood athugar myndskurð ( Panavision- kvikmyndatökuvélinni fyrir upptöku á High Plains Drifter. Grfnmynd. Eastwood hefur hér stillt sér upp við „gröf“ læri- meistara sfns, Don Siegels. Hvort Eastwood er hér að halda þvf fram, að nú sé hann laus undan áhrifum Siegels, eða hvort hann er eingöngu að leika sér er með öllu óvitað. mannsins til að ganga lengra í sömu átt, þannig að leikni ofur- mennisins gangi fram af áhorfendum. I öðru lagi hefur Clint greinilega til að bera mjög gott myndskyn og tilfinn- ingu fyrir myndhrynjandi, sem alltof fáir leikstjórar hafa því miður. Það var þvf oft á tíðum hrein unun að horfa á myndina og njóta kvikmyndatöku Bruce eða vera mynd fyrir þá. En Alex getur ekki gert það upp við sig, hvers konar mynd hann vill gera. Hann er meðal annars kvaddur til Rómar til að ræða um verk- efni, en þar hittir hann Federico Fellini sjálfan, þar sem hann er að klippa mynd sina Clowns. Alex er að sjálf- sögðu yfir sig hrifinn að rekast þarna á sjálfan meistarann, en Fellini er ekkert á því að láta einhvern bandarískan strák- gepil, sem segist vera leikstjóri, trufla sig og visar honum eftir nokkurt þref út. Fyrir aðdáanda Fellinis, eins og undirritaðan, þá er þessi stutti kafli myndar- innar sá albesti. Að öðru leyti er myndin fremur misheppnuð, hún er ein af hinum svonefndu unglingamyndum, en á árunum ’70—’72 gekk yfir bylgja af slík- Surtees og verða jafnframt vitni að hárfinni leikstjórn Eastwoods, þar sem hvert smá- atriði í myndfletinum var yfir- vegað. Boðskapur myndarinnar er ekki meiri eða merkilegri en annarra vestra (um laun synd- anna) en allur frágangur er með skemmtilega snyrtilegu sniði. SSP. ekki... um myndum (eftir Easy Rider, sérstakiega), myndir ætlaðar unglingum og helst gerðar af unglingum (s.s. Strawberry Statement, Move, Brewster McCloud.Hugmyndir Alex fyrir næstu mynd eru settar fram hér og þar f myndinni, en líkt og hugmyndir ungra manna eru þær æði yfirgripsmiklar og spanna öll stig mannlífsins frá lúxuslífi til barnamorða f Viet Nam, allt sett upp á sama stað, á Boulevard i Hollywood. Þetta atriði veróur sjálfsagt ýmsum all minnisstætt enda er leik- stjórinn, Paul Mazursky, eftir- tektarverður, þó hæfileikar hans séu nokkuð duldir í þess- ari mynd. Áður hefur verið sýnd hér eftir hann myndin Bob & Carol, Ted & Alice. SSP Hefnd förumannsins Laugarásbíó ★ ★ ★ „Hefnd förumannsins” er all óvenjulegur vestri, efnis- þráður, uppbygging tónlist og umhverfi, allt er þetta frá- brugðið hinum hefðbundna vestra. Sagan er þó siður en svo óvenjuleg; aðkomumaður riður inn í smábæ og fær kuldalegar móttökur. Það kemur smá- saman i ljós að hann er þar kominn til hefnda. I myndinni er einn rosa- legasti húmor sem sést hefur á tjaldinu. Sem dæmi má nefna, að rétt fyrir blóðbaðið f lok myndarinnar, er bærinn málaður rauður, að ósk föru- mannsins. Hnitmiðuð, skyn- samleg og fyndin frásagnargáfa Ernest Tidyman, (Oscarsverð- launin árið 1972 fyrir handrit myndarinnar THE FRENCH CONNECTION) nýtur sín vel, og hér kemur glögglega í ljós nauðsyn og kostir góðs hand- rits. Kvikmyndatakan er einkar þægileg, og hið „íslenska” og fagra umhverfi myndarinnar nýtur sin einkar vel og undir- strikar óþverraskap og sorahátt mannskepnunnar. Leikur er ágætur. Leikstjórn Eastwoods er óaðfinnanleg, nafn hans, hvort sem hann leikstýrir, leikur eða gerir hvort tveggja er orðið trygging fyrir góðri og vandaðri skemmtun. Sæbjörn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.