Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 38 manna hópferðabíll til sölu Upplýsingar hjá Reykdal, Selfossi, sími 99- 1212. Verzlunarmiðstöð Til sölu byrjunarframkvæmdir að verzlunarmið- stöð í Mosfellssveit. Teikning eftir K/artan Sveinsson. Grunnur er tilbúinn til uppsláttar. Vinnuskúrar o.fl. fylgja. Til greina kemur að taka íbúð upp í. Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 11, sími 20424 — 14120. Jörð til sölu Til sölu ca 200 hektara jörð þar af ca 60 hektarar ræktað land. Jörðin er ca 45 km frá Reykjavík og er mjög vel hýst m.a.: 3 íbúðar- hús, þar af eitt nýlegt. Eignaskipti í Reykjavík koma til greina. Allar nánari upplýsingar í skrifstofunni ekki í síma. Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 11, sími 20424 — 14120. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík Til sölu 2ja herb íbúð í 14. byggingarflokki við Hörðaland Skuldlausir félagsmenn skili um- sóknum sínum til skrifstofu félagsins að Stór- holti 16, fyrir kl. 12 á hádegi, föstudaginn 2. maí n.k. Félagsstjórnin. AÐALFUNDUR Starfsmannafélags ríkisstofnana 1975 verður haldinn að Sigtúni, Suðurlandsbraut 26 í Reykjavík, mánudaginn 28. apríl n.k. og hefst fundurinn kl. 20.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega. Stjórn Starfsmannafélags rikisstofnana. Mikið úrval af breiðum Brittern 5.300 — og mjúkum götuskóm Skósel, Laugavegi 60, sími 21270. Póstsendum. 5.165.— Leiðin sem lá til Hitlers í grein þessari skýrir William Guttmann, rithöf- undur og útvarpsmaður, sem fæddur er í Þýzkalandi, hvernig atburðir í Þýzka- landi fyrir hálfri öld leiddu til öndvegis þjóðernis- stefnu og bjuggu i haginn fyrir Adolf Hitler. Fyrir réttri hálfri öld (28. febrúar) lézt Friedrich Ebert forseti Weimar-lýðveldisins. Við andlát hans urðu timamót i þýzkum stjórnmálum, þvi að nú varð greið leið fyrir einræðisstjórn i stað lýð- raeðis. Tveimur mánuðum siðar, i april 1925, var Paul von Hindenburg, þjóðhetjan úr heimsstyrjöldinni fyrri, kjörinn forseti sem eftir- maður Eberts. Með því áttu hernaðar- og þjóðernissinnar sigri að hrósa yfir lýðræðissinnum. og þar með var undirbúinn jarðvegur- inn fyrir valdatöku Hitlers. Hindenburg, maðurinn í járn- hjálmnum, sem var helzti merkis- beri hervaldsins, tók við stjórnar- taumum I hinu unga þýzka lýð- veldi af óbreyttum borgara. Fyrirboða þessara atburða mátti sjá miklu fyrr, jafnvel áður en þjóðþingið hafði kjörið Ebert for- seta árið 1919. Hann var af verka- fólki kominn og vann sig upp í verkalýðshreyfingunni og Sósíaldemókrataflokknum. Hann varð kanslari, þegar veldi keisar- ans var i dauðateygjunum og var i forsæti bráðabirgðastjórnarinnar, sem tók við völdum eftir bylting- una i nóvember 1918. Pað var i þessari aðstöðu, sem Ebert, full- trúi óbreyttra borgara ( Þýzka- landi, gerði örlagarikt bandalag við Hindenburg, arftaka þýzkrar hernaðarstefnu og yfirmann hers- ins. Eftir vopnahléð i nóvember 1918 rikti ringulreið i hinu gersigraða landi. Róttæk vinstri öfl unnu að byltingarhugmyndum sínum, hermenn komu heim frá vigvöllunum, og óttinn við það, að undanhaldið leiddi af sér óreiðu og agaleysi, var ekki ástæðulaus. Svo að Hindenburg bauð Ebert bandalag. sem átti að hafa að markmiði að sögn Gröners hers- höfðingja, þingmanns Hinden- burgs, — „að berjast gegn bylt- ingunni". Hindenburg tók að sér að stjórna undanhaldinu og koma á reglu og aga i hernum sem og i landinu, en stjórn Eberts átti þess i stað að vinna gegn bolsévisma með öllum tiltækilegum ráðum. Þessi samningur milli lýðræðis- lega kjörinna stjórnenda og hers- ins gaf fornum þýzkum heraga byr undir báða vængi og hugsjónir spámanne sósialismans urðu óframkvæmanlegar. Hvers vegna brást Ebert við á þennan hátt. Vissulega var hann einlægur lýðræðissinní, en enginn hernaðarsinni, en hann taldi, eins og svo margir, sem á eftir honum komu, að helzta ógnin gegn lýð- ræðinu stafaði frá vinstri sinnum, og því batzt hann samtökum við hernaðarsinna til að berjast gegn rauðri byltingu. Hvaða álit sem menn hafa á breytni hans á þessum timum. er lítill vafi, að á meðan hann gegndi hinu háa embætti, kom hann ávallt fram með hinni mestu sæmd, gætti óhlutdrægni og gerði jafnan sitt ítrasta til að halda í heiðri hina lýðræðislegu stjórnar- skrá Weimar-lýðveldisins. En skömmu eftir stofnun lýðveldisins tók að gæta virðingarleysis gagn- Paul von Hindenburg Friedrich Ebert TI3^ THE OBSERVER vart lýðræðislegum hugmyndum og hugsjónum og þessi tilhneiging fór vaxandi. Kaldhæðnislegt var það, að traust það. sem stjórnlagaþingið hafði á lýðræðisást Eberts, varð til þess að leggja eftirmanni hans, Hindenburg, vopn i hendur til að breyta þingræðislegri skipan i alræði forseta. Grein 48 i stjórnar- skrá Weimar-lýðveldisins heimil- aði forseta að leysa þingið upp og stjórna með tilskipunum, ef hætta steðjaði að ríkinu. Aðeins einn vinstri sósialisti á stjórnlagaþinginu hafði illan bifur á þessu ákvæði og varaði sam- starfsmenn sina við þvi. Hann var framsýnn, þegar hann benti á, að einn góðan veðurdag kæmist maður með ólýðræðislegri hug- myndir en Ebert í þá aðstöðu að geta beitt sliku alræðisvaldi: „Kannski skósveinn Hohenzoll- erns, hershöfðingi." Það átti eftir að koma i Ijós, að ótti hans var á rökum reistur. Ebert fór með þetta vald, sem 48. greinin lagði honum ihendur, með itrustu varkárni og fulltri virðingu fyrir þingræðislegum meginregl- um. Fyrir Hindenburg var þetta hins vegar leið til að draga úr völdum þingsins á erfiðleikaskeið- inu á irunum eftir 1930. Þvi hefur réttilega verið fram haldið, að Hindenburg hafi búið í haginn fyrir Hitler með því að beita æ ofan ( æ umræddu ákvæði og stjórna með tilskipunum. í júni 1920, þegar verðgildi þýzka marksins hafði stöðugt farið minnkandi, og var orðið einn tíundi þess, sem hafði verið fyrir strið, voru haldnar fyrstu þing- kosningarnar eftir nýju stjórnar- skránni. Þær reyndust mikið og alvarlegt áfall fyrir lýðræðið. Sam- steypa demókrataflokkanna þriggja. sem hafði haft algeran meirihluta i þinginu, og verið hornsteinn lýðræðisins, missti hann nú, og fékk hann aldrei aftur i tið Weimar lýðveldisins. í Þýzka- landi var nú lýðveldi án lýðveldis- sinna, og héðan í frá var einungis hægt að mynda þingmeirihluta með ótryggum stuðningi hægri flokkanna. Veikleiki lýðræðisstjórnarinnar kom fljótt fram i afstöðu fjöldans til hennar sem mótaðist af hálf- volgum stuðningi og allt að þvi megnustu fyrirlitningu á lýðveld- inu. Vist var yfirborðið harla grámóskulegt og litlaust, og stofn- endur þess og fyrstu valdhafarnir gættu þess ekki að höfða til aðdá- unar þýzku þjóðarinnar á hergöngum, fánaveifum, titlum, skrauti, erfðavenjum og heiðurs- merkjum, sem þeir hefðu getað fundið upp i nýrri og breyttri mynd. Verra var það þó. að ekki var nóg gert til að vernda hið unga lýðveldi gagnvart óvinum þess í kerfinu sjálfu. f skólastofum, fyrir- lestrasölum og á opinberum vett- vangi voru leiðtogarnir rægðir linnulaust, og þeir katlaðir svik- arar, heimskingjar og öðrum ónefnum. Oft var þessi óhæfa látin óhegnt. Ebert forseti var einn helzti skotspónninn fyrir slíkt aurkast. Var hann m.a. hæddur fyrir fyrri störf sín, en hann hafði verið söðlasmiður og hlaut hin verstu skammaryrði, sem alþýðan var fljót að tileinka sér. Loks var Ebert legið á hálsi fyrir að hafa í heimsstyrjöldinni fyrri tekið þátt i verkfalli verkamanna i vopnaiðnaði af góðum og gildum ástæðum. Hann var opinberlega yfirlýstur svikari. f desember 1924 i einni rógs- hrinunni neyddist hann til að hefj- ast handa. en réttur kvað upp þann úrskurð, að hann hefði i raun og veru framið landráð. Eftir þetta var hann flæmdur út i dauðann i bókstaflegri merkingu. Hann hafði þjáðst af botnlanga- bólgu, en í viðleitninni við að hreinsa mannorð sitt frestaði hann nauðsynlegum uppskurði, þar til um seinan. f kosningum. sem á eftir fóru. var Hindenburg kjörinn forseti i krafti sinna gifurlegu vinsælda sem striðshetja og arftaki hins forna prússneska anda. Sigur hans bar vott um vilja þýzku þjóðarinnar og þrá eftir hinum gömlu heimsveldistimum. Hér hafði þjóðernisstefna og hernaðar- andi borið sigurorð af lýðræðis- og lýðveldishugsjónunum. Hnyttinn maður hafði á orði, að eftir þetta hefði lýðveldið verið áframhald þýzka heimsveldisins. Hindenburg sór eið við stjórnar- skrána og stóð við hann. það mátti hann eiga. hann reyndi aldrei að misnota vald sitt i því skyni að endurreisa keisaradæmi i Þýzkalandi. Á árunum 1925—'29 var ástandið i Þýzkalandi harla gott, en þegar heimskreppan tók að bitna harkalega á Þjóðverjum, notaði hann vald sitt til hins itrasta, kom á einræði forseta og batt enda á stjórnarfarslegt lýð- ræði. Hindenburg fyrirleit Hitler, „liðþjálfann frá Bæheimi". Honum tókst að sigra hann árið 1932 í baráttu um forsetastólinn. En það var sú alda þjóðernis- byggju og afturhalds, sem hann hafði komið af stað og verið máls- svari fyrir, sem fleytti Hitler til æðstu metorða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.