Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 34
34 ------------------------ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 197S- Benedikt Gröndal: □ GANDREIÐIN. 166 bls. □ Bókaútg. Mennsj. Q GANDREIÐIN Gröndals tek- ur ekki yfir nema tvær arkir. Eíí með ritgerð og skýringum Ingvars Stefánssonar sem á eft- ir fylgja verður þetta allvæn bók. Öllum, sem bókina lesa, ræð ég til að byrja á ritgerðinni þó henni sé skipað siðar, en enda á lei'kritinu. Hví? Fyrir því að Gandreiðin er pólitískt leikrit, dægurmála- verk er höfðar til sins tíma, skírskotar til málefna og sveig- ir að persónum sem almenning- ur þekkti þá en þekkir ekki nú. Nú eru persónurnar sumar orðnar nöfn i sögunni, aðrar gleymdar. Meginatriði þeirra stjórnmála, sem þær þráttuðu um, þekkir að vísu hvert barn af íslandssögunni. En þau smá- smyglislegu þrætuefni, sem urðu tilefni þess að Gröndal samdi Gandreiðina, eru stein- gleymd að ekki sé talað um persónulegar dylgjur og ýfing- ar Hafnaríslendinga á þeim tímum. Hvort tveggja er þó svo snar þáttur i efni leikritsins að án minnstu vitneskju um þessi gieymdu deilumál hlýtur þessi „sorgarleíkur í mörgum þátt- um“ að koma fyrir sjónir sem hver önnur endaleysa. Eru þvi varla ýkjur að segja að ritgerð Ingvars Stefánssonar ljúki hon- um beinlinis upp. Ingvar leiðir n.íyi inn í forsal þess leikhúss sen'^.’-óaðist og mótaðist í ofur- viðkv^'mum hugarfyigsnum höfundar og að leiðsögn hans lokinni er fyrst kominn tími til að tjald fortfðarinnar lyftist og persónur Gandreiðarinnar stígi fram á sviðið. Þá er sumsé búið að kynna þær fyrir manni og víst reynir maður þá að sjá hlutina sömu augum og höfund- ur. Vitanlega tekst slikt aldrei fyllilega, en allt um það þykist maður þó nokkru nær fyrir bragðið. En hvert var svo hið pólitíska ætlunarverk Gröndals með Gandreiðinni? Jú, hvorki meira né minna en að verja vin sinn, Jón Sigurðsson, en lenjja á and- stæðingum hans (og sinum!). Meinlegur skáldskapur? Ekki laust við það. Rætinn kannski? Tæplega. Gröndal var hrein- skilinn, sagði kost og löst á mönnum og kvað sterkt að orði, sjaldan hlutlaus og hreint ekki alltaf sanngjarn í dómum um menn og málefni, en gerði sig Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON 4ekki út tii að níða menn. Fynd- inn? Ja, það er nú svo. Hvað er annars fyndni? Sú var tíðin á íslendingur fann sér ekki á móðurmálinu lesefni, er vekti meiri kátínu, en Heljarslóðaror usta. Það var á þeim tima þegar kóngur í útlöndum og búand- karl á Fróni voru svo gagngerar andstæður að það eitt að setja sér þá fyrir hugskotssjónir, hlið við hlið, hlaut að valda eins konar geysisgosi úr djúpum lungnanna. Nú er þetta liðinn timi. Kóngur og bóndi — hver þekkir slíka sundur nú, hvar og hvernig sem þá kann að bera fyrir augu? Afleiðing: enginn skilur lengur grínið í Heljar- slóðarorustu — nema hann sé með einhverju móti grunn- múraður í fortíðinni. Fyndni hennar er nokkuð sem var en er ekki lengur — öðruvisi en þá sem forngripur, skopminjasafn. Ætli gegni ekki svipuðu máli um Gandreiðina? Þetta var revía, til þess samin að fólk skemmti sér og hlægi, en fyrst og fremst áróður, ætlaður til að lækka rostann í þeim sem í aug- um höfundar höfðu meir en lít- ið rangt fyrir sér í sjálfstæðis- baráttunni. Hefði starfað hér leikhús eða leikfélag á útkomuári Gand- reiðarinnar 1866 leikur ekki vafi á að margir hefðu skemmt sér og einhverjir hugsanlega „tekið afstöðu" eins og sumum er nú tamt að orða það. And- stæðingar þeirra Jóns og Gröndals, þeir sem harðasta út- reið hljóta i leikritinu, hefðu vafalaust þóst eiga um sárt að binda og hugsað höfundinum þegjandi þörfina. En leikhús var ekki til og höfundurinn var enginn leikhúsmaður og þvi verður að ætla að hann hafi skrifað leikritið sem lestrar- verk fyrst og fremst þó hann veldi þarna samtalsformið sem hentaði óneitaniega vel miðað til tilefni og tilgang verksins. Gröndal taldist til þess fræga þrístirnis sem menn röðuðu svo fyrst: Steingrímur, Gröndal, Benedikt Gröndal Matthias; en síðar: Matthías, Gröndal, Steingrímur. Hvernig sem byrinn blés í. segl hinna tveggja hélst matið á verkum Gröndals ávallt i miðið. Hann var alla tið miðjumaðurinn, og það var eðlilegt. Hann var allvel menntaður — og ágæt- lega á sumum sviðum — snarpur penni, en brast úthald og persónulegan metnað og var því ólíklegur til að verða leið- andi þjóðskáld eins og til að mynda sr. Matthías, hvað hann aldrei heldur varð. Ingvar Stefánsson lýsir skaplyndi hans vafalaust réttilega er hann seg- ir, að „maðurinn var svo undar- lega gerður, að hæfileikar hans nýttust honum ekki nema að litlu leyti, hvorki á náms- brautinni né í barningi lifsins. Andi hans var ótaminn og hélzt ekki af neinum böndum. Öll tilhneiging til einskorðunar og einbeitingar að vissu marki var víðs fjarri. Þekkingarþorstan- um svalaði hann, þar sem hug- urinn girntist, og nám hans og fræðaiðkanir urðu fremur leik- ur en markviss vinna. Hann glímdi ekki við vandamál veru- leikans, heldur flúði þau inn í skáldskapardrauma eða á náðir Bakkusar." Fáir lesa nú ljóð Gröndals. Heljarslóðarorusta erekkileng ur almennt skemmtiefni eins og fyrrum. Um önnur skáld- verk hans má víst segja hið sama. Þó er það nú svo að við þekkjum Gröndal betur en flesta samtimamenn hans. Það er vegna ævisögunnar, Dægra- dvalar. Hún á fáa sína lika. Nema þá ævisögu sira Árna, skráða af Þórbergi. I Dægra- dvöl birtast flestir kostir Gröndals. Þar tókst honum í fyrsta og síðasta skipti, kapnski allsendis óvart, að veca fyndinn svo um munaði. Um hitt er þó meira vert hve hiklaust og teprulaust hann rekur þar þráð síns tilbreytinga lífshlaups. Gröndal var alla tíð persónu- legur. Það er hann í Gandreið- inni. Og það var hann líka i Dægradvöl, sagði meining sina um menn og málefni, dró taum sumra en lýsti vanþóknun á öðrum, og þeir munu vera fleiri. Ingvar Stefánsson bendir réttilega á að skopskyni Gröndals hafi verið „að því leyti áfátt, að það náði ekki til hans sjálfs. Hann var ekki gæddur þeim eiginleika hins sanna húmorista að geta skop- azt að sjálfum sér og var hald- inn mikilli viðkvæmni fyrir eig- in persónu." En á þvl byggðist einmitt næmleiki hans fyrir öðru fólki. Kannski var það þá eftir öðru gengi hans í lífinu hversu enda- slepp gamansemi hans gat verið Framhald á bls. 26 Gandreið Gröndals Reykjavík ’75 Fjölmennt norrænt kristilegt stúdentamót í Reykjavík — Nú er ljóst, að nær 1500 mótsgestir verða á Keykja- vík ’75 og við úthýsum engum sagði sér Jón I). Ilróbjai tsson í viðtali við Morgunblaðið. Reykja- vík ’75 er sem sé norrænt kristi- legt stúdentamót, sem Kristilegt Stúdentafélag mun halda í höfuð- borginni 6.—12. ágúst á sumri komanda. Skólaprestur, var vígður á síð- astliðnu hausti og réðst þá til starfa hjá kristilegu skóla- og stúdentasamtökunum, KSS og KSF. STÚDENTAFÉLAG — STÚDENTAMÓT, KRISTNI A ÍSLANDI TIL BLESSUNAR I upphafi var séra Jón spurður hvað Kristilegt stúdentafélag væri. Hann svaraði, að KSF hefðí verið stofnað af nokkrum há- skólanemum árið 1936, en nú væru meðlimir hátt á annað hundrað. Starfsemin hefði þvi vaxið mjög á siðustu árum. Hann bætti við: — Nú eru regíulegir fyrirlestrar í H.l. og Kristilegt stúdentablað hefur fengið and- litsljftingu og er sent heim tii ailra stúdenta við Háskólann. Auk þess heldur félagið fundi í heimahúsum, efnir til ferðalaga og móta, sem fjölsótt hafa verið. I samvinnu við KSS eru messur haldnar í Hallgrímskirkju og mánaðarlegar Vökur i Fríkirkj- unni og Neskirkju. Þaó er mér ánægja að geta þess, að þær hafa verið sérlega vel sóttar, — bætti Jón við. — Stærsta verkefnið framundan er þó norræna stúd- entamótið, og fer megnið af okkar púðri í undirbúning þess. — Hvert var tilefni þess, að ákveðið var aó halda mótið á Is- landi? — Undanfarin ár höfum við i vaxandi mæli tekið þátt i sam- starfi með systurhreyfingum okk- ar á norðurlöndunum, sem starfa allar á sama kenningargrundvelli og þjóðkirkjur þessara landa, hin- um evangelísk-lútherska. Norræn stúdentamót eiga rætur sínar að rekja til ársins 1924, og héldu íslendingar eitt slíkt árið 1950. Sökum þess, að félög okkar hafa eflzt mjög undanfarið, sáum við okkur fært að leggja út í þetta stórfyrirtæki. Astæðan er einfald- lega sú — að við vonum, að það verði Guðs kristni á Islandi til eflingar og blessunar. Ég vona, að mótið verði til að vekja náms- menn til umhugsunar um gildi kristindóms og grundvallaratriða hans. Þess vegna mun Bo Giertz biskup halda biblíulestra um greinar trúarjátningarinnar. — í MÖRG HORN AÐ LÍTA — Hvernig hefur undirbúningi verið háttað? — Eftir að undirbúningur hófst fyrir rúmu ári var fljótlega mynd- uó undirbúningsnefnd, sem nú eru i 17 manns. Auk þeirra hefur fjöldi manns tekið þátt í undir- búningi. Þá munu nær huhdrað sjálfboðaliðar starfa meðan á mót- inu sjálfu stendur. Þvi er i piörg horn að líta. Samið hefur verið við Islenzku flugfélögin um mannflutninga milli landa, við stjórnvöld um skólahúsnæði I barna-og gangfræðaskólum. Þá höfum við nýlega sent 23000 dag- skrár og bæklinga til Norðurland- anna, sem er gífurlegt magn. Einnig hefur verið prentaður ís- lenzkur bæklingur i stóru upp- lagi, sem er fáanlegúr í öllum æðri menntastofnunum. Reyndar má fullyrða að undirbúningur hefur verið mun umfangsmeiri en tiðkazt hefur undanfarin ár. Er það einkum vegna legu okkar ást- kæra lands hér á hjara veraldar. GúÐS ORÐ TIL ÞÍN — ÓFAA FÝSIR TIL ÍSLANDS — Við hve mörgum þátttakend- um býst skólapresturinn? — Allur undirbúningur mið- aðist við 600—800 erlenda gesti auk islenzkra gesta. Hins vegar er nú ljóst, að fjöldinn verður nær 1500. Ekki er þó hægt að vita neina ákveðna þátttakenda- tölu fyrr en eftir 15. maí, sem er síðasti skráningardagur á íslandi. Ljóst er þó af undirtektum er- Jón D. Hróbjartsson lendis, að ófáa fýsir til Islands- feróar. — — Hver er þá tilgangur með mótinu? — Yfirskrift mótsins er einfald- lega „Orð Guðs til þin“. Það er í rauninni tilgangur, og með því viljum við, aðstandendur þessa móts, leggja áherzlu á, að orð Guðs er hið þýðingarmesta, sem nútímamaðurinn þarf að heyra og gefa gaum að. Orð Guðs er að finna í heilagri ritningu, sakra- mentunum 2 og í lifandi vitnis- burði hins kristna. Mótsgestum viljum við flytja þetta orð og þá einnig Islendingum á samkomum í Reykjavík og út um landsbyggð- ina. — Hvað er helzt á dagskrá móts- ins? — Samkomuhaldið skiptist eigi- lega í þrennt. 1 fyrsta lagi má nefna biblíulestra, sem verða um trúarjátninguna, sem fyrr segir. Þá eru í öðru lagi 15 umræðuhóp- ar I þeim verða tekin fyrir hin ýmsu efni, svo sem vandamál þjáningarinnar, trúarlífið sálarlifið, get ég trúað, menningargreining, hugmynda- fræði og myndugleiki bibliunnar o.fl. í þriðja lagi eru svo kvöld- samkomur, sem opnar verða al- menningi. Einnig verður farið i ferðalag til Skálholts. Þar mun biskup Íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, syngja messu. 1 heild má segja, að margir mjög þekktir ræðumenn verði á mótinu, inn- Iendir og erlendir Tveir biskupar hafa þegar verið nefndir. Auk þeirra munu koma leiðtogar allra norrænu kristilegu stúdenta- hreyfinganna. — Hvað er aó segja um ferðir eftir mótið? — Eftir mótið er boóið upp á 8 ferðir um landið, til að gefa norrænu stúdentunum kost á að kynnast betur landi og þjóð. Einnig munu nokkrir sönghópar og ræðumenn ferðast um og halda samkomur. LÖNGUN, ÞÖRF OG KRISTUR UPPGÖTVAÐ- UR — Hvernig leggst svo mótið í þig sem átt aó stjórna því? — Mér sýnist engin ástæða til að vera með nokkurn barlóm — fullvissaði skólapresturinn — Mikill áhugi er meðal námsmanna hér heima á þessu móti, og það lofar góðu. — Ertu þá einnig bjartsýnn á framtíðarstarf KSS og KSF? — Áhuginn er vaxandi meðal námsfólks. 1 starfi mínu sem skólaprestur hef ég orðið var við löngunina og þörf eftir að kynnast sannindum kristindóms- ins. Aukning hefur verið stöðug í KSS og KSF og tel ég það ótvírætt merki áhuga. Fjöldi ungs fólks uppgötvar Jesúm Krist og gefst honum. Ég vona að þannig verði framtíðin einnig í okkar starfi — sagði skólapresturinn, Jón D. Hróbjartsson, að lokum og minnir á að skráningu á stúdentamótið lýkur 15. maí. sáþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.