Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR n F 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA Car Rental SENDUM 41660—42902 1 JHorgimblaMfc ^mnRCFRIDRR í mRRKRfl VÐRR Ársþing Ungmenna- félags Skagafjarðar Mælifelli — 21. apríl 1 GÆR var haldið í Árgarði árs- þing UMFS. Þingforseti var Guðrún Lára Asgeirsdóttir, 41 þingfulltrúi sótti þingið frá 8 af 9 starfandi félögum á sambands- svæðinu. Ungmennafélagar í Skagafirði eru á sjötta hundrað og takmarkast fjárhagur sam- bandsins af slíku fámenni, en þess er að geta að í héraðinu eru aðeins um 4 þúsund Ibúar. Stefán Petersen, sem verið hefur formaður undanfarin ár, óskaði nú eftir að hætta um sinn, og var Björn Sigurbjörnsson skólastjóri á Steinsstöðum kosinn í stjórn í hans stað. Aðrir í stjórn- inni eru: Kristján Sigurpálsson í Varmahlíð, Gestur Þorsteinsson, Sauðárkróki, Þórarinn Magnús- son, Frostastöðum og Pálmi Röngnvaldsson, Hofsósi. ■> Formaður og framkvæmda- stjóri UMFl voru gestir þingsins og svo varaformaðurinn, Guðjón Ingimundarson, sem heiðursfélagi UMFS. Bauð Guðjón þingfulltrúum til kaffi- drykkju en Ungmennafélagið Framför i Lýtingsstaðahreppi veitti kvöldverð og sá um undír- búning þingsins. Margar sam- þykktir voru gerðar um íþrótta og æskulýðsmál, landgræðslu, skóg- rækt og fleira. Sigurlina Gisladóttir á Vöglum var kjörin iþróttamaður ársins í Skagafirði öðru sinni. Einnig fékk hún verðlaun fyrir frjáls- iþróttir en þann bikar hafa ættingjar Valgarðs Blöndal gefið. Sigurlaug Ebba Kristjánsdóttir á Sauðárkróki hlaut verðlaun fyrir beztu afrek í sundi. Starfsemi UMFS hefur verið blómleg undanfarandi. — sr. Agúst. Sr. BOLLI GÚSTAFSSON í Laufási: „1 þina hönd fel ég anda minn, þú munt frelsa mig, Drottinn, þú trúfasti Guð“. Svo segir í 31. sálmi Davíðs. Þau orð voru Kristi efst í huga við leiðarlok, er þjáningavegurinn var á enda genginn. Drottinn, gef oss anda þinn! Hve oft biðjum við ekki um þann anda okkur til fulltingis við lausn misstórra verkefna og vandamála; anda sannleika, hugrekkis og dugn- aðar, anda heilbrigðrar baráttu fyrir málstað hreinnar, krist- innar trúar. Páll postuli kallar það, að búast alvæpni Guðs. „Standið þvi girtir sannleika um lendar yðar,“ ritar hann, „og klæddir brynju réttlætisins og skóaðir á fótum með fúsleik til að flytja fagnaðátrboðskap friðarins, — og takið ofan á allt þetta skjöld trúarinnar, sem þér getið slökkt með öll hin eldlegu skeyti hins vonda; takið hjálm hjálpræðisins og sverð andans, sem er Guðs orð.“ (Efesusbr. 6,14—17) — Páll Postuli sparar ekki likingarnar. Hann er myndrænn rithöf- undur, bregður upp kunnri mynd úr hversdagslifinu, þar sem hermenn heimsveldisins gengu um i bolhlifum, með fjaðurskrýdda hjálma, sverð og skildi. Sú mynd var kristnum mönnum ekki framandi i ár- daga kirkjunnar. Þessir dreis- sugu, ruddalegu hermenn urðu hvarvetna á vegi þeirra, eða öllu heldur hinir kristnu i vegi fyrir þeim; þeysandi riddara- liðsmönnum, sem þyrluðu upp jóreyk á þurrum vegum eða arkandi fótgönguliðum með vopnabrak. Allir urðu að víkja úr vegi. Erfitt var að stilla sig Andaris trú — hrein andspænis þessu óréttláta valdi, sem ekki virti uppruna, menningu og föðurlandsást annarra þjóða, er það hafði lagt undir sig og gjört að skattlönd- um, og ennþá siður trúarbrögð, sem brutu í bága við lög um skilyrðislausa dýrkun keisar- ans. Það vald lamdi miskunnar- laust ásveitamönnum smá- rikja, sem af ofsatrúarsökum neituðu að leggja reykelsiskorn á altari hátignarinnar á Kapitólhæð. Páll velur mynd af hertygjum þessa forna veldis í Róm, þegar hann hvetur kristna menn til dáða. Hún verður ófullkomið skýr- ingartákn á andlegum tygjum, er ekki þjóna grimmd eða ofbeldi, heldur þolgæði og kær- leiksviðleitni. I trausti og trú á bænheyrslu Guðs, að hann gefi hverjum, er biður, heilagan anda sinn til baráttu, hvetur postulinn söfnuðinn til þess að búast herklæðum þessa heilaga anda, þvi þá fái hann staðist hverja raun, jafnvel þótt hann sé hrakinn út á kaldan klaka. A hvað gat hann bent hvöt sinni til stuðnings? Iklæddur þessum herklæðum hafði Drottinn stað- ist mestu raunir, sem hægt var að leggja á mann. Hann var fyrirlitinn, sérhvert orð hans var vefengt, hann var hæddur, barinn, negldur lifandi á kross- tré. Og þó var það aðeins ytra borðið. Hann fann ofurþunga synda alls mannkyns hvíla á sér. Og hann gengur ennþá áfram með þá byrði á herðum. Uáð, spé, svipuhögg, þyrnikór- óna, kross; allt eru það daufar, mjög daufar myndir af byrði hans. Þær myndir eru gjörðar fyrir okkur, vegna þess að skilningurinn nær skammt. Við horfum á krossins þunga tré og reynum að skilja. Og við virðum fyrir okkur ístöðuleysi okkar, hvernig „sálarskipið fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andvirðri freistinganna." Svo frábærlega lýsir skáldið frá Bólu þeirri sýn, er við okkur blasir. Við erum ekki ókunnug þeirri reynslu af siglingunni i gegnum brimgarð freisting- anna, er „Sérhverjum undan sjó ég slæ, svo hann ekki fylli, en á hléborða illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörrinn upp á snýst aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan vist inn sér um miðbik hellir.“ Þetta er trúarlegur boð- skapur, er lýsir viðhorfi manns, sem gjörkunnugur er sann- kristinni iifsskoðun og hefur i fátækt sinni og andstreymi, en andlegri reisn, tileinkað sér hana. Hart skap hans þiðnar fyrst við mild orð frelsarans, sem snauður af heimsins auði tekur i hönd hjábarns veraldar, kotbóndans i Akrahreppi, er krepptur giktarböndum af vosi erfiðrar aldar og skilnings- snauðrar, ber hönd fyrir augu og skyggnist lengra gegnum sortann, þykkan sorta föstu- dagsins langa og yrkir óbugað- ur fyrir ómengaða friðþæg- ingartrú: „Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonardagur." Þessu svipar til þess, er séra Hallgrimur leit „i gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp“ eða þegar Davið sá mikil undur „í gegnum móðu og mistur". Andagift; gjöf andans ljómar af list og sannfærir hvern mann, sem á einhvern snefil af barns- legri tilfinningu, að dauði Jesú Krists á krossinum var allt annað og meira en venjuleg aftaka á grimmri öld einvalda. Hann dó fyrir okkur veik, hjálparvana, fátæk börn. Það vill falla á hertygi okkar; skín- andi brynja réttlætisins missir oft ljóma sinn, þegar við sækj- umst með græðgi eftir veraldar gæðum, oftla hégómlegu hnossi. Við viljum gleyma hjá- börnum veraldar og beitum þá olnbogum og hnúum og brynj- an verður svört og ryðbrennur. Einn góðan veðurdag sjáum við, að vjð stöndum berskjölduð fyrir spjótalögum þeirra her- sveita, er sækja fram fyrir rétt- læti Guðs, og við finnum, að frið eigum við engan. Þá horfir Jesús raunamæddur til okkar af krossinum. ,JHér er gjöf min“ segir hann við okkur. „Hún ein fær veitt þér frið, ef þú beygir holdsins og hjartans kné.“ Guð gefi okkur trú til þess að taka við þeirri gjöf. A FÖSTUDAG voru spilaðar tvær umferðir f undankeppni Islandsmótsins — sveita- keppni. Hófst mótið með því að forseti BSl bauð gesti vel- komna og setti mótið. Hófst svo spilamennska um kl. 1,30. Lauk fyrri umferðinni um kl. 18. og hófst önnur umferðin kl. 20. I gær var svo þriðja umferðin spiluð en vegna þess hve blaðið fer snemma f prentun getum við aðeins birt stöðuna eftir tvær umferðir: Röð efstu sveita í A-riðli: Þóris Sigurðssonar 39 Guðmundar Ingólfssonar 26 Braga Jónssonar 20 Röð efstu sveita f B-riðli: Þórarins Sigþórssonar 35 Alberts Þórsteinssonar 27 Halldórs Sigurbjörnssonar 24 Röð efstu sveita f C-riðli: Sigurðar Emilssonar 24 Hjalta Eliassonar 23 Þóróar Elíassonar 22 Ólafs Lárussonar 21 Efstu sveitir f D-riðli: Helga Sigurðssonar 37 Jóns Hjaltasonar 33 Þórðar Björgvinssonar 22 Síðustu tvær umferðirnar verða spilaðar f dag. I fram- kvæmdastjórn mótsins eru Tryggvi Gfslason og Ragnar Björnsson. Keppnisstjóri er Agnar Jörgenson. Spilað er f Domus Medica. XXX Frá Bridgefélaginu Ásarnir í Kópavogi. Nýlega lauk hraðsveita- keppni með þátttöku 7 sveita. Spilað var f þrjú kvöld og urðu úrslit þau að sveit llelga Magnússonar sigraði örugg- lega, hlaut 1774 stig. I sveit Helga eru ásamt honum Ragn- ar Björnsson, Gestur Sigur- geirsson og Vilhjálmur Þórs- son. Röð efstu sveita varð annars þessi: Valdimars Þórðarsonar 1708 Páls Þórðarsonar 1614 Ragnars Hansen 1606 19. april sl. fengum við heim- sókn frá Borgarnesi — Var spilað á átta borðum og urðu úrslit þessi. Sveitir Asanna eru taldar á undan: 1. borð 9—11 2. borð 9—11 3. borð 12—8 4. borð 20—0 5. borð 20—0 6. borð 20—0 7. borð 20—0 8. borð 6—14 Úrslitatölur urðu 44 — Asarnir 116. Borgarnes A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.