Morgunblaðið - 27.04.1975, Side 7

Morgunblaðið - 27.04.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1975 7 Vanheil börn og umönnun þeirra — Þarna eiga i hlut margir flokkar barna og unglinga. sagði Magnús Magnússon, skólastjóri Höfða- skólans. — og segja verður það eins og er að sumum hefur gengið betur en öðrum að fá aðstoð og fyrirgreiðslu Fávitastof nanirnar eru tiltölu- lega vel uppbyggðar, ekki sizt er það orðið fyrir dugnað einstaklinga. Það var og lyfti- stöng, þegar tappagjald fékkst af gosdrykkjum og fyrir það fé hefur allt þetta kerfi verið byggt upp. Aftur á móti er viða pottur brotinn i skólakerfinu. Það vantar þjálfunarskóla, sem ætti að starfa i sambandi við fávitastofnanirnar. f nýju grunnskólatögunum kemur fram ákveðinn stórhugur varðandi börn, sem striða við erfiðleika inn- an skótakerfisins. Er nú starfandi nefnd til að vinna að framgangi þessara mála. Nauðsynlegt að koma upp þjálfunarskóla — Hvað er átt við með þjálfunarskóla? — Hann á að þjálfa nemendur til einfaldra starfa og þar ætti að vera sem minnst bóklegt. Þegar ekki er hægt að þjálfa til starfa er hægt að sinna afþreyingunni. Allir eiga rétt á menntun við sitt hæfi og fyrir suma er það mikil mennt- un að læra að klæða sig og nota salerni. — Svo eru það börn, sem falla inn á verksvið Höfðaskólans. Þau eru með margs konar fötlun, en hugfötlun er mest áberandi. Höfðaskóli annar þörf Reykjavikur og nágrennis og þótt skólinn sé um margt afskiptur i kerfinu er Reykjavik þó eini staðurinn, sem hefur þennan visi. Ég tel að byggja þyrfti upp hæfingardeildir i alm. grunnskóla úti i héruðunum en erfiðustu tilfellunum væri kennt i æfingarskóla, sem væri fyrst um sinn i Reykjavík fyrir allt landið. Það er vissulega langt frá því að þarna sé allt i góðu lagi, en óhætt er að segja að straumar eru i þá átt að bæta þetta, þótt menn séu ekki á eitt sáttir um, hvaða leiðir eigi að fara. Fé vantar — skort- ur á sérmenntuðu starfsliði — Siðan má nefna geðræn vandamál og hegðunarvandræði barna og unglinga. Þar eru mörg vandamál óleyst og erfitt um vik, t.d. fyrir skólana að fá þá aðstoð sem þarf. Það stendur á sér- fræðingum og fjármagni til að full- nýta þau pláss sem til eru, samanber Dalbraut sem er ekki fullnýtt vegna þessa og tel ég það afar slæmt. f Reykjavik hefur átak i málefn- um þessara hópa verið gert. En sú spurning vakir jafnan hvort allt sé gert sem gera þarf. Min skoðun er sú að það vanti fastan starfsmann i hvern skóla til að hjálpa börnum, sem eru i ákveðinni andlegri nauð. Sú nauð vex vegna þess að starfslið vantar og þessu er ekki hægt að kasta yfir á kennarana. — En sálfræðiþjónusta skóla, kemur hún ekki þarna við sögu? — Starfsmannafæð veldur þvi að þær deildir hafa aðeins getað sinnt þvi að greindarprófa og gefa ákveðin ráð. en það sem oft knýr mest á eru alls konar geðrænar truflanir. Það eru mál sem eru of litil til að geðdeildin vilji annast þau og of mikil til að kennari geti liðsinnt eða þau læknist af sjálfu sér. Þarna er stór gloppa sem getur haft margvislegar af- leiðingar, þvi að barn sem er I andlegu uppnámi hefur ekki not af skóla og þá fara verkanirnar að gera vart við sig. Til eru einstakl- ingar sem hvergi eiga rúm I kerfinu — Svo eru nokkur börn með fatlanir sem erfitt er að ákvarða stað i kerfinu. Þeir einstaklingar hafa satt að segja orðið ákveðið hrakhólafólk. Við getum ekki lokað augunum fyrir þvi, að þeir einstaklingar eru til, sem enginn telur sér skylt að annast nema foreldrar og þeim er það oft of- vaxið, nema hjálp komi til. Vegna þessa hefur risið upp fjölfötlunar- skóli, sem hefur gert góða hluti en ekki nærri nóg. að þvi er foreldra- félag skólans segir. Og svo eru alltaf nokkur tilfelli. sem liggja á mörkunum. Við getum tekið barn, sem er vangefið og strlðir þar að auki við ákveðin geðræn vanda- mál. Hvar á það að vera? Á geð- veikraspitala? Eða á fávitastofn- un? Eða heima hjá sér. Inn i þetta slást sem sagt margir þættir. Það hefur komið upp sú staða að stofnanir bitast um að losna við ákveðinn einstakling af þessum sökum. Ef heimili barnsins getur og vill hafa það og hægt væri að veita foreldrunum styrk er það bæði jákvæðasta og ódýrasta lausnin. Allir þurfa á umhyggju að halda 6 hvort sem þeir eru vel eða vangefnir — Allir — hvort sem þeir eru vel eða vangefnir þurfa á um- hyggju foreldra að halda, fyrstu árin sérstaklega. Það er alltaf neyðaðráðstöfun að setja barn á stofnun. Sú stefna er að ryðja sér til rúms að setja upp mjög litlar einingar, þar sem hugfatlaðir gætu verið á. En þegar um rúmlegufólk er að ræða gildir vitaskuld öðru máli. — Hvað skynjar mjög vangefið barn mikið af umhyggju og ástúð sem þvi er sýnt? — Fáar lifverur eru á svo lágum stalli að þær skynji ekki blíðu. Ef barn er mjög hugfatlað er trúlegt að sú kona, sem fæðir það af sér eigi handa þvi meiri ástúð en starfsfólk á stofnun — hversu gott sem það er. Siik ástúð móður getur haft áhrif á hugsanlegan þroska þessa barns. Rannsóknir i Bandarikjunum hafa sýnt að eðli- leg og heilbrigð börn á stofnunum geta hreinlega dáið, vegna þess þau fá ekki andlega ástúð og likamlega bliðu. Læknir sá sem gerði þessa könnun fyrirskipaði siðan starfsfólkinu að gæla meira við börnin og dánartalan hrið- lækkaði. Nýfædd börn hafa haft ákveðna hrynjandi af hjartslætti móðurinnar. Enginn veit með vissu hvað þetta hefur mikil áhrif en nú er farið að setja hjartsláttar- hljóð á vöggustofur og það kemur i Ijós að það hefur sefandi áhrif á börnin. Hinu er ekki að leyna að við rennum dálitið blint I sjóinn með þvi að færa börnin frá sinu raunverulega umhverfi og i meira tilbúið umhverfi. Ég hallast æ meira að þvi að boðskapur Páls postula um kær- leikann sé ekki aðeins fagur, heldur stórkostlegur uppetdisboð- skapur. Það verður holur hljómur I þvi uppeldi þar sem kærleikann vantar, hvort sem börnin eru van- heil á einhverju sviði eða heil- brigð. Er hneisa að vera vangefinn? Hvaða máli skiptir almennings- álitið? — Það skiptir gifurlega miklu. Hugfatlaðir einstaklingar og geð- veikir hafa verið ílla séðir I sam- félaginu. Við getum ekki lokað augunum fyrir þvi. Ætla mætti það væri hneisa að vera vangefinn. Þarna gæti almenningsálitið hjálpað mikið upp á; ef hægt væri að ná upp þeirri almennu skoðun. að það væri fyrir neðan virðingu borgara að færa að þeim sem verr eru settir. Á vinnustöðum og i skólum reyna sumir, sem eru óöruggir um eigin verðleika, að upphefja sig á kostnað annarra. Sá sem þarf á hjálp að halda Rœtt við Magnús Magnússon, skóla- stjóra Höfðaskólans vegna skorts á hæfileikum sem þjóðfélagið KREFST að hann hafi. verður oft fyrir miklu aðkasti og lyktir verða að viðkomandi getur ekki á heilum sér tekið. Foreldrar ættu að taka hart á sliku verði þeir varir við slikt hjá börnum sinum. Og enn ógeðfelldara er þegar full- orðið fólk skimpist að þeim, sem það heldur að hafi minni hæfileika en það sjálft. Ekki er hægt að hugsa sér vesalli dægrastyttingu. Þetta verður og til þess að þessir einstaklingar fyrirverða sig fyrir að þurfa sérhjálp og þar af leiðandi nýtist hjálpin ekki, vegna þess þeir finna oft að umhverfið liggur þeim i hálsi fyrir að vera ekki betur af guði gerðir. Yfirleitt er það auðvitað við- kvæmt hverjum foreldrum að barn þeirra reynist vera vangefið. Oft reyna foreldrar flest annað áður en þeir koma i rétta höfn með sitt vangefna barn. Þvi að allir eiga þann draum að barnið þeirra sé heilbrigt og erfitt er að vakna upp af þeim draumi. Foreldrarnir sjá sjálfa sig i sínu eigin barni. Þeim virðist það einhver stimpill á þau sjálf; þegar eitthvað er að barninu þeirra. Oft eru foreldrar lika seinir að sjá áberandi vandkvæði og stundum er það svo að slikt gerir ekki vart við sig fyrr en barnið á að fara i skóla. Breytum almennings- álitinu snarlega — Þessu fordæmandi al- menningsáliti verður að breyta og það fljótt. Blöð og fjölmiðlar geta unnið ómælt gagn. Við getum tekið SÍBS sem dæmi. Fólk litur til þeirra með lotningu. Þó voru berklar hér áður ekki betri en holsdveiki. En hér var djarflega að málum unnið og almenningsálit- inu er hægt að snúa. — Það veit enginn nema sá sem fylgist með baráttu margra foreldra fyrir velferð barna sinna, hversu hetjulega er unnið. En fólk ætti að skilja að létta þarf mörgum foreldrum byrðarnar. Vel þegin er aðstoð allra, ekki aðeins i sam- bandi við peninga heldur lika hvað snertir samvistir við börnin. f Bandarikjunum er það algengt að fjölskyldur taka ákveðinn van- heilan einstakling að sér að nokkru leyti: hann er tekinn með i ökuferðir um helgar eða boðið I mat eða kaffi öðru hverju. Þetta léttir af foreldrunum um stund og allt slikt myndi verða sólargeisli sem skært skini i hugum þessara einstaklinga. h.k. Allir eiga kröfu á menntun við sitt hæfi KARNABÆR Plötudeildir: Austurstræti 22 s Laugaveg 66 —° David Bowie — Young Americans. Robin Traver — for earth Below. American Graffiti — Sound Track. More American Graffiti — Sound Track. Ringó Starr — Goodnight Vienna. Ringó Starr — Ringó. History of British Rock Vol 1 — ýmsir. History of British Rock Vo! 11 — ýmsir. Hollies — Another night. Hollies — Best of. Jon Denver — Evening with J.D. John Denver — Back home again. John Denver — Best Of. Sparks — Proparganda. Sweet — Desalation B.W. Labelle — Night Birds. Billy Swan — 1 can help. Bob Dylan — Blood on the Tracks Chicago — VIII. Pink Floyd — Dark side. Lonly Blú Boys — Stuð, stuð, stuð. Ýmsir— Tónlistarsprenging. Ýmsir — Hrif. Róbert Bangsi — Leikrit. Pelican — Silly Piccadilly. Stuðmenn — Gjugg i borg. Change — sama. Jóhann G. Jóhanns son — Langspil. Eric Clapton — There's one in evry Growd. Bad Company — Straight Shooter. American — Hearts. Steely Dan — Kathy Sied. Lynard Skyward — Nothing Fancy. Justin Hayward & John Lodge — Blue Toys. Johnny Bristol — Eeling the Magic. Rick Wakeman — King Arthur. Rick Derringer — Spring Fever. Humble Pie — Street Rats. Ronnie Lane — Slim Change. Carole King — Really Rosie. Golden Earring — Swith. Alice Cooper — Welcome to my Nighmare. John Lennon — Rock’n Roll Barry White— Just another way to say Barry White — I love you Barry White— I cant get enough. Jimi Hendrix— Stonegone. Keith Moon — Crash landing. Peter Frampton— Two sides of K.M. Alvin Lee — Ný plata. Judy Collins — Live Lesly West — Judith Wassar Clements The Great Fatsby Jerry Garcia — Old in a way. Robert Hunter — Tiger Roll Kiss — Dressed to Kill Sendum i postkröfu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.