Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 Guðmundur Friðbjarnar- son frá Ytri-Skál — Mmning Annan páskadag var mér til- kynnt lát vinkonu minnar, Þor- bjartgar Sigurðardóttur frá Hornafirði. Hún andaðist á Vifils- stöðum eftir áralanga sjúkdóms- legu. Þorbjörg var fædd þann 14. febrúar 1902 að Horni í Horna- firði. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurður Eyjólfsson og Sigrið- ur Jónsdóttir. Þeim varð fimm barna auðið, en aðeins þrjú systk- inanna eru nú eftirlifandí, þau Guðleif, Sigurjón og Kyjölfur. Alla tið bjö Þorbjörg föðurhús um að Horní. scm <-r bær, tiokkuð langt frá alfaraleið Umhverfið þar er ákaflega stórbrotið og skemmtilegt, þar sem bærinn stendur við sjávarmál annars veg- ar og hátt fjalllendi hins vegar. Þar háðu syslkinin sína lífsbar- áttu innan um búpening mikinn. Þorbjörg, eða Tobba eins og vinir hennar nefndu hana, var mjög mikill dýravinur og hafði einstakt lag á dýrum, hýrnaði jafnan yfir henni er umræður snerust únt dýr. Gegnum árin var Tobba heilsu- hraust og dugleg kona. Hún var litil og nett, létt á fæti meðan heilsan leyfði, vinnuglöð og kát í lund. Barngóð var Tobba með ein- dæmum, svo að borgarbörn þau, er voru að Horni á sumrin, hænd- ust að henni og sýndu henni tryggð og vináttu fram til hins síðasla. Að leiðarlokum kveð ég Tobbu vinkonu mina og samgleðst henni að vera komin yfir móðuna miklu. Nú er hún laus við áhyggjur og þrautir þessa lífs og komin í eilif- an frið, þar sem hver mun uppskera þvi sem sáð hefur. Guðrún Helgadóttir. !■ æddur 1. febr. 1897. Dáinn 10. jan. 1975. Hann var fæddur i Naustavík i Náttfaravikum, sonur Friðbjarn- ar Friðbjarnarsonar og Vilborgar Friðfinnsdóttur, hjóna þar, og var bóndi á Ytri-Skál í Köldukinn frá 1927 til 1957. Foreldrar hans bjuggu í Naustavík frá því 1895 til 1904. Þá urðu þau að hverfa frá búskap sökum vanheilsu beggja. Þá áttu þau 8 börn, það elsta 12 ára. Bæði munu þau hafa gengið með magasár, seinustu árin í Naustavfk og lengi síðan, stundum sárþjáð, annað eða bæði. Annars er ekki mikið um það vit- að hvernig vanheilsu þeirra var háttað, því ekki munu þau hafa átt gott með að leita læknis, þar sem hvorugt gat af bæ farið til þeirra hluta frá stórum barnahóp. Jörðin var afskekkt sjósóknarjörð og allir aðdrættir í erfiðasta lagi. Heyrt hef ég að þótt hafi með ólíkindum hvað heilsubiluð hjón með 8 börn héldust þarna lengi við. Hvorugu var nokkurntima að skapi að gefast upp fyrr en i fulla hnefana. Vorið 1904 varð þó ekki lengur hjá því komist að leysa upp heimilið. Börnunum varð að sundra. Engin önnur leið var til eins og á stóð. En það held ég að hafi gerst með eins bærilegum hætti og orðið gat. Vilborg fór með yngsta barnið, Njál, ársgaml- an inn i Kinn að Gvendarstöðum til Rannveigar og Jónasar, for- eldra Helga grasafræðings, sem margir kannast við. Friðbjörn fór til næsta bæjar i Víkum, Kota- mýra með Guðmund 7 ára gaml- an. Um konuna á þeim bæ sagði Indriði á Fjalli í miklu kvæði: (jóða kona, milda móðir, mjúka, hlýja, trúa sál. I»ér við flvtjum hyKKjuhljóðir hjartans klökka þagnarmál. Frá 7 ára aldri hans varð þessi kona fóstra Guðmundar. Þar sá ég hann 3 eða 4 árum seinna í fyrsta skipti, í dyrum þess minnsta bæjar sem ég hef litið á æfi minni. Og hef ég þó marga smáa séð. Fanney fór inn i Björg til Guðrúnar Hallgrímsdóttur og Jóns sterka Kristjánssonar. Hólm- fríður fór til Kristínar Jónasdótt- ur frá Sílalæk og Baldvins odd- vita Baldvinssonar. Þau bjuggu á Granastöðum og siðar Öfeigsstöð- um og voru foreldrar Baldurs, sem flestir kannast við, Krist- björg fór í Halldórsstaði tii Guðrúnar Sigurðardóttur og Kristjáns Sigurðssonar, bróður Sigurðar hreppstjóra og Friðfinns í Skriðu. Aðalgeir fór i Landa- mótssel til Einars og Kristjönu, sem voru foreldrar Höskulds föð- ur Sveins Skorra. Aðalgeir dó kornungur og hafði þó áður vakið á sér athygli fyrir kvæði, prentað f Oðni. Auður fór { Sílalæk til Sigríðar frá Sandi Friðjónsdóttur og Jónasar Jónassonar. Guðfinna fór í Sand til Guðrúnar og Guðmundar. Með þessum hætti dreifðust 8 systkini um mikinn hluta Köldukinnar og nyrsti bæi Aðaldals. Ekki kann ég að lýsa þvf, hvern- ig þessum barnahóp var tekið, þegar hann kom á ný heimili inni í Kinn og Aðaldal. Enda er hér ekki staður eða stund til þess. Samt má ég segja að þau hafi öll fengið góðar viðtökur og talið sig síðan þar einsog í foreldrahúsum, án þess þó að nokkurntfma kæmi bláþráður á tengslin við sjálfa foreldrana. Betur held ég því að ekki hafi verið hægt að leysa þetta fjölskyldumál, eins og þá var háttað öllu mannlffi hér á landi. Guðmundur ólst því áfram upp í Víkum, fjörum þeirra og bröttu- brekkum og vandist um leið snemma brattanum á leiðum lífs- ins. Þarna varð hann flestum kunnugri í brattlendinu allt utan úr Haugstorfu inn til Ógöngu- fjalls, léttfær maður og svo áræð- inn og ódeigur í klettum og klungrum að til var tekið. Eitt sinn brá hann á það ráð, staddur uppi í Litlufjörutorfu í kindaleit, að hlaupa úr henni í hamra innar f fjallinu eftir kindum, sem þang- að höfðu álpast í ófærur, sem alla daga hafa verið taldar engum manni gengar. Með kindurnar kom hann, en vildi fátt um tala og kvaðst ekki mundi fara aðra slíka för aftur. Seinna Iék annar Kinn- ungur þetta þó eftir honum. Ófeigur frá Ófeigsstöðum Baldursson, og hefur eitthvað svipað verið eftir honum haft. En þótt báðir slyppu með heil skinn, ætti enginn að freista gæfunnar með þessum hætti f ógengum hömrum. Fullorðinn flutti Guðmundur lengra inn f Kinn með Sigríði fóstru sinni á Kotamýrum og Þor- steini syni hennar Benediktssyni. Þau fengu Syðri-Skál til ábúðar, en Kot fóru f eyði. Árið 1926 keypti Guðmundur Ytri-Skál í Kinn og kvæntist 1927 Jóhönnu Sigmundsdóttur frá Ar- bót, systur Arnórs og Aðalsteins, sem lengi var kennari á Eyrar- bakka, æskulýðsleiðtogi og rithöf- undur. Hálfbróðir þeirra \ar Steingrfmur í Nesi. Á Ytri-Skál var þá enginn kofi nothæfur, hvorki handa mönnum né skepn- um. Bjuggu ungu hjónin í tjaldi fyrsta sumarið, 1927, og byggðu íbúðarhús samhliða heyskapar- önnum eigin höndum að miklu leyti og með hjálp góðviljaðra nágranna. Á sama fardagaári fluttust þau til þeirra í Skál, Frið- björn og Vilborg, og dvöldu þar síðan þar til þau fóru alfarin suð- ur í Þóroddsstaóagarð. Friðbjörn andaðist um jólaleyt- ið 1949, 79 ára, og Vilborg 93 ára nokkru seinna. Bæði voru þau þá orðin hrum eins og nærri má geta. og auk þess blind, Vilborg 12 ár, en Friðbjörn styttri tíma. Eg held að það mikla skjól, sem þessi öldr- uðu hjón áttu á Ytri-Skál í ellinni, hafi verið boðið fram af fögnuði þeirra er húsum réðu. Bæði borg- uðu þau líka fyrir sig svo lengi sem þau gátu með allri þeirri vinnu, er þau máttu framast í té láta fyrir heimilið. Annað áttu þau ekki til. En að því kom auðvit- að að kraftar þeirra yrðu að engu. En ekki brást Jóhanna og Guðmundur og datt hvorugu í hug að nokkur hlutur væri sjálf- sagðari en að þau ættu rúmið sitt til hinstu stundar i Ytri- Skálarbaðstofu, þótt heimilið stækkaði svo að komin væru 5 börn á pallinn, áður en þau dóu, bæði f hjúkrunarhöndum Jóhönnu. Ytri-Skál hefur aldrei verið stórbýli, varð ekki í höndum Guðmundar og Jóhönnu og mun varla verða. Það væri raunar merkilegt rannsóknarefni sér- fræðings í búskap, hvernig hjón með 5 börn og 2 gamalmenni fóru að því að bjargast í Ytri-Skál eins vel og léttilega og þeim Guðmundi og Jóhönnu tókst f 30 ára búskap. Þó þurftu þau að byggja þar upp hvern kofa, gera girðingar og rækta tún við vond skilyrði. Með því er sagan þó ekki hálfsögð. Jörðin bar ekki nema 60—70 kindur og 2 kýr i mesta lagi, hvernig sem látið var. Engi var lítið og lítt grasgefið og túnræktarmöguleikar litlir. Oft varð Guðmundur að sækja engi til annarra bæja báðum meg- in Fljóts til þess að ná heyjum handa þessum bústofni. Það eru ekki mörg störf skemmtilegri en heyskapurinn þegar vel gengur og úrræði hey- skaparmannsins hafa betur en sá sem ræður yfir skúrum og skrugg- um. Nágrannarnir sögðu að varla kæmi ofan í flekk hjá Guðmundi á Skál. Hann væri viðbragðsfljót- ur að dreifa ef glaðnaði til. Hann væri jafnviðbragðsfljótur að taka Framhald á bls. 26 t Eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR SIGURBJORNSSON. frá Hjörsey, verður jarðsungmn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28 april kl. 1.30 Matthildur Maríasardóttir og börn. t Sonur minn og bróðir okkar, GÍSLI CHRISTIAN EYLAND, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. apríl kl 3 e h. Henry Eyland, Svava Eyland, Jenny Eyland, Þorsteinn Eyland, Bára Helgadóttir. t Móðir min og systir okkar, JÓHANNA ÓLAFlA VIGFÚSDÓTTIR, Urðarstíg 2, sem andaðist 22 4. 1975 á Landakotsspitala, verður jarðsungin miðvikudaginn 30 4 frá Fossvogskirkju kl 3 Kristbjörg Jónsdóttir, Valgerður Vigfósdóttir, Jón Kr. Vigfússon. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför, GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, hárgreiðslukonu, v Erluhrauni 5, Hafnarfirði. Harry Sönderskov. Gunnar Harrysson, Helgi Harrysson. Lára Guðmundsdóttir, Kristinn Guðmundsson, t Við vottum okkar innilegasta þakklæti öllum þeim er sýndu ÞORBJÖRGU SIGURÐARDÓTTUR, frá Horni, Hornafirði, hjálp i veikindum hennar. Einnig auðsýnd samúð við andlát og útför hennar. Sigurjón Sigurðarson, Guðleif Sigurðardóttir. Eyjólfur Sigurðsson. t Systir mín og móðursystir okkar, GUÐRUN JÓNSDÓTTIR, Laugavegi 74, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Reykjavík, þriðjudaginn 29 apríl kl 1 3 30 Sigríður Jónsdóttir, Þórdis Eggertsdóttir, Rósar Eggertsson. t Við þökkum innilega öllum, er sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, EGGRÚNARARNÓRSDÓTTUR. Steingrimur Guðmundsson, Margrét Steingrimsdóttir, Kristjana Steingrfmsdóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför t mannsins mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa. Þökkum af alhug öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug ÁRNA S. BÖÐVARSSONAR við andlát og útför dóttur okkar, fyrrv. útgerðarmanns KRISTRÚNAR, Grenimel 35 María Heílmann Eyvindardóttir, Álfhólsvegi 2a. Erna Árnadóttir, Bjarni Kristinsson, Þökkum einnig læknum og hjúkrunarliði á Vlfilsstöðum sem annaðist Margrét Gestsdóttir, Eyvindur Árnason, hana af alúð í veikindum hennar. Guðmunda Gunnarsdóttir, Böðvar Árnason, Stefania Stefánsdóttir. Gunnar Árnason, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ásdis Magnúsdóttir, Gottfreð Árnason. Jónas Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Þorbjörg Sigurðar- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.