Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 25 Aðhjálpa til að lifa EINS og oft áður er Skírnir 1974 allmikil bók með fjöl- breyttu lestrarefni. En "það er síður en svo að Skírnir sé veru- leg úttekt á því, sem er að ger- ast í íslenskum bókmenntum og fræðum þrátt fyrir góða við- leitni ritstjórans Ölafs Jónsson- ar til að færa út landamærin. Helst mætti finna að þvi að Skírnir sé um of háður Háskól- anum, greinarhöfundarnir eru flestir tengdir Háskólanum, en minna er um að leitað sé út fyrir hinar akademísku raðir. Skírnir á að vísu að vera vett- vangur fræðimanna um fslensk- ar bókmenntir og sögu, en ekki held ég að hann tapaði á því að reyna stöku sinnum að ná út fyrir hinn hefðbundna ramma. Sömu greinarhöfundarnir, lík viðfangsefni, ganga aftur á blöðum Skirnis. Fátt kemur á óvart. Ritstjórinn á hér við vanda að glíma vegna þess hve ritinu er sniðinn þröngur stakk- ur, en þvi verður ekki neitað, eins og fyrr var nefnt, að hann virðist hafa fullan hug á því að gera ritið þátttakanda í lifandi umræðu. Með því athyglisverðasta i Skírni að þessu sinni eru rit- dómar um Norræn ljóð 1939—1969 i þýðingu Hannesar Sigfússonar (Heimskringla 1972). Nokkrir menntamenn frá Norðurlöndum segja álit sitt á bókinni: Peter Rasmussen frá Danmörku, Ingemar Svantesson frá Sviþjóð, Inge- borg Donali frá Noregi og Maj- Lis Holmberg frá Finnlandi. Auk ýmissa athugasemda um þýðingar Hannesar Sigfússonar tekst þessu fólki að draga upp myndir af stöðu ljóðlistar á Norðurlöndum, oft með skemmtiiegum hætti og stund- um af töluverðri skarpskyggni, til dæmis Peter Rasmussen, sem segir okkur frá ljóðlist, sem við ættum að þekkja, en erum þvi miður heldur illa að okkur i. Þaó eru skrif eins og þessi, sem vekja áhuga á Skirni og svipta burt hinum fræðilega drunga, sem stundum íþyngir ritinu. Annað efni, sem vekur forvitni, eru þrjár grein- ar um verk Gunnars Gunn- arssonar. Þorleifur Hauksson nefnir sina grein Glímuna við engilinn og fjallar í henni um bölhyggju í verkum Gunn ars, einkum eins og hún birtist i Ströndinni, Vargur I véum og Sælir eru ein- faldir. I síðastnefndu bók- inm verða þáttaskil eins og Þor- leifur bendir á. Þar er tekið mið af ályktunarorðum Jóns Oddssonar: Verið góðir hver við annan. Draumur í sýn. Of- urlitil athugun á sögulegum skáldsögum Gunnars Gunnars- sonar nefnist grein Sveins Skorra Höskuldssonar. Hún er að vissu marki andsvar við þeirri skoðun Kristins E. Andréssonar, að Fóstbræður, Jörð, Hvíti-Kristur og Grámann séu „nærri eyður“ í skáldsagna- gerð Gunnars. I grein, sem Kristinn skrifaði i Samvinnuna 1973, segir hann meðal annars: „Þessar sögur eru að mestu endursögn fornrita án nýrra viðhorfa eða tilrauna til að móta efnið og án sjálfstæðrar persónusköpunar, auk þess sem hinum fornu sögupersónum eru lagðar i munn nútimahug- myndir sem ekki hljóma eðli- lega.“ Sveinn Skorri heldur því aftur á móti fram að ljóst sé að „nokkurn veginn sanngjarnt og hlutlægt mat á sögulegum skáldsögum Gunnars Gunnars- sonar fæst ekki nema að skoða þær i því samhengi sem þær Hannes Sigfússon. hafa í höfundarverki hans og jafnframt þeirri stöðu sem þær hafa í ritun sögulegra skáld- sagna á íslensku og á Norður- löndum." Tómas Guðmundsson. Gunnar Gunnarsscn. Hann bætir við: „Slíka könn- un hefur mér að vísu ekki unn- ist timi til að gera við samningu þessa greinarkorns." Olafur Jónsson skrifar um Blindhús, Brimhendu og Aðventu í grein sinni Kasta brauði þinu á vatn- ið. Ölafi tekst í greininni að varpa ljósi á gerð þessara sagna, einkum Aðventu, sem er eins og hann segir réttilega „skáldsaga um innri heim, hug- arlif — en það er heimur sem settur er niður í raunhæfu landslagi...“ Margt annað efni er í Skírni. Sumt er kunnuglegt eins og til dæmis Ræða á listahátið 1974 eftir Kristján Eldjárn, uppörv- andi orð um íslenska listmenn- ingu með hinni ágætlega orð- uðu setningu um skáidskap, sem Kristján hefur eftir kunn- ingja sínum: „Skáldin hjálpa manni til að lifa." Kristján minnir á að þjóðfélagið eigi einnig að hjálpa listamönnun- um til að lifa. Þjóðhátiðarljóð að Þingvöll- um 28. júlí 1974 eftir Tómas Guðmundsson er birt fremst í Skirni. Það hefur viða verið prentað áður, en vel fer á því að hafa það hér. Það er öllum hollt að lesa þetta ljóð og ihuga það, ekki einu sinni heldur oft. Slíkt ættjarðarljóð verður sennilega ekki ort i bráð. Ættjarðarljóðin breyta um svip, en hugurinn er sá sami á bak viö þau. Bókmenntaskrá Skirnis tekin saman af Einari Sigurðssyni fylgir Skírni að venju. Þessi skrá er unnin af mikilli sam- viskusemi og er ómissandi þeim, sem leita heimilda um skrif um islenskar bókmenntir siðari tíma. lega um stefnu og taki upp þann hátt að taka greiðslur frá félaga- samtökum og jafnvel einstakling- um fyrir það efni, sem þessir aðil- ar vilja koma á framfæri. Raunar er alveg ljóst, að blöðin gætu haft af þessu gífurlegar tekjur, því að mjög mikið af efni þeirra er ein- mitt yfirlýsingar og ályktanir, ásamt aðsendum blaðagreinum um þjóðmál, minningar- og afmælisgreinum, svo að nokkuð sé nefnt. Ef Timinn og Þjóðviljinn fram- fylgja þessari nýju stefnu sinni, hljóta hin blöðin að taka til athug- unar að feta í fótspor þeirra. Islenzk blöð hafa átt við að stríða f járhagserfiðleika, eins og raunar blöð um heim allan, og þarna er augljós tekjulind, og hún ekki lítil. Féð fyrir þá þjónustu, sem látin er i té við margháttuð félagasamtök, kæmi þá frá sam- tökunum sjálfum, en blöðin hættu að veita þessa þjónustu ókeypis. Er þetta rétt stefna? Kannski er þessi stefna rétt, og í öllu falli er æskilegt, að um hana verði heilbrigðar umræður í stað skynsemislauss öskurs eins og gefur að líta í ritstjórnargreinum bæði Þjóðviljans og Timans um þetta mál. Að sjálfsögðu eru meginrökin gegn þvi, að íslenzku blöóin fari inn á þessa braut þau, sem áóur var aðeins að vikið, að hinir efn- aðri hvort heldur væri um að ræða einstaklinga eða samtök, hefðu betri aðstöðu en þeir fjárminni, til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Að vísu er ljóst, að ýmiss konar samtök, eins og t.d. verkalýðsfélögin, hafa yfir tals- verðum sjóðum að ráða og gætu vafalaust staðið undir þessum kostnaði, ef niðurstaöan yrði sú, að blöðin öll neituðu að birta ályktanir verkalýðsfélaganna, án þess aö greiðsla fylgdi. Og væntanlega byggja aðstandendur Þjóðviljans og Timans þessa nýju stefnu sína á því sjónarmiði, að þessi samtök t.d. séu ekkert of góð að greiða fyrir þá þjónustu, sem þeim er í té látin. Hugsanlegt væri, að ritstjórar blaðanna kæmu sér saman um að gera tilraun til að framfylgja allir þessari stefnu, sem Þjóðviljinn og Tíminn boða, og sjá, hvernig hún reyndist, t.d. um hálfs árs skeið eða svo. Þá væri fjárhag blaðanna áreiðanlega borgið, og vera má, að mönnum likaði þessi háttur ekki illa, er þeir kynntust honum í framkvæmd. En hætt er þó við, að annmarkar yrðu á og einhverjum fyndist sinn hlutur lítill. En þá er líka hægt að breyta til aftur og taka að nýju upp þá stefnu, sem blöóin hafa fylgt í áratugi, og raunar, að þvi er bréfritari bezt veit, í meginefnum allt frá því, að dagblaðaútgáfa hófst hé'r á landi. Lítið hefur breytzt Fyrir nokkrum dögum var frá þvi greint, að 34 ára gamall rússneskur stærðfræðingur, Plyusch að nafni, hefði verið fangelsaður í janúar 1972, ásamt mörgum öórum félögum lítillar lýðræðislegrar hreyfingar, er hefði mannréttindi á stefnuskrá sinni. Plyusch er nú lokaóur inni á geðveikrahæli, þar sem geðheil- ir fangar eru neyddir til að deila klefa meó geðveikum. Samtökin Amnesty Inter- national hafa látið mál þetta til sin taka og reyna að beita áhrifum sínum til að fá Plyusch leystan úr „fangelsi". En allar tilraunir til þess hafa fram að þessu reynzt árangurslausar. Islandsdeild Amnesty Inter- national hefur lika látið mál- ið til sín taka, og eina vonin um að bjarga þessum visindamanni er sú, að raddir umheimsins verði svo háværar, að rússneskir ráða- menn treysti sér ekki til að halda ofbeldisverkunum við þennan einstakling áfram. A undanförnum árum hafa menn verið að vona, að nokkuð væri tekið að lina á ofbeldis- og kúgunaraðgerðum yfirvalda í Ráðstjórnarríkjunum gegn þeim, sem ekki beygja sig í duftið fyrir einræðisstjórninni. En þetta dæmi sannar, að rússneskir ráða- menn hafa ekkert lært og engu gleymt. Nauðsynlegt er að Is- lendingar festi sér þetta i minni, ekki sízt vegna þess, að ljóst er, að Ráðstjórnarríkin leggja nú meginkapp á að seilast til áhrifa í okkar heimshluta og beita Norðurlöndin öllum þeim þrýst- ingi, sem þeim er unnt. Eins og alkunna er, hefur þeim mikið orð- ið ágengt í Finnlandi, en nú er röðin komin að hinum Norður- löndunum og þegar tekið aó gera kröfur um, að Rússar fái áhrif i Norðurlandaráði, auðvitað minni- háttar áhrif fyrst i stað, en síðan aukin, unz öllum má ljóst vera, að Norðurlandaþjóðirnar séu á áhrifasvæði Ráðstjórnarrikjanna. Þeir, sem ekki skilja eðli þess- ara aðgerða, eru blindir. En hitt er hálfu verra, að sumir þeirra, sem sjáandi eru, telja, að ekki megi vekja athygli á þessum stað- reyndum, vegna viðskiptahags- muna Islendinga í Ráðstjórnar- ríkjunum. Slíkur hugsunarháttur er svo lágkúrulegur, að engu tali tekur. Járnblendiverk- smiðjan samþykkt Alþingi hefur nú samþykkt, að járnblendiverksmiðjan á Grund artanga skuli reist. Að þessu máli hefur verið unnið i mörg ár eins og menn vita, og var fyrrverandi iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, aðalhvata- maóur þess, að samningagerðin yrði að raunveruleika. Hann barð- ist af hörku fyrir þvi, að Is- lendingar héldu lengra inn á þá braut að koma upp stóriðju í sam- vinnu við útlendinga og hafði gengið frá samningsdrögum við bandaríska fyrirtækið Union Carbide, er hann lét af störfum iðnaóarráðherra. Þeir samningar voru að visu mun óhagstæðari en sá samningur, sem nú hefur verið samþykktur, og Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra hefur að unnið, siðan hann tók við ráð- herraembætti. Engu að siður er það Ijóst, að þáttur Magnúsar Kjartanssonar í þessu máli er hinn mikilvægasti og hann ber að þakka, ekki einungis vegna þess, að verksmiðjan verður að raun- veruleika mun fyrr en ella hefði getað orðið og eins af hinu, að Magnús Kjartansson á ríkan þátt i þvi að miklu fleiri aðhyllast nú þá stefnu, sem mörkuð var þegar ál- verksmiðjan var byggð, en vera mundi, án þess áróðurs, sem hann rak, þegar hann kunngerði „iðn- byltinguna“ og vann stöðugt að samningum, bæði við þetta bandaríska fyrirtæki, forystu- menn Alusuisse og fleiri erlenda aðila. Þess vegna er Magnúsi Kjartanssyni nú þakkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.