Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 hefur þannig verið ágætlega grundvallað með rökfastri stefnu- skrá og nú riður á varðandi fram- tíð félagsins, að aðildarféiögin sameinist um sterka og áþreifan- lega uppbyggingu félagsheildar- innar og að eiginhagsmunaástriða einstaklinga, sem álíta slik félög kjörinn vettvang til að skara eld að sinni köku, — nokkurs konar persónulega framadrögu, verði ekki hemill á eölilegri döngun. Sýningin, sem félagið hefur nú sett upp, er hin fyrsta í röð svipaðra sýninga, sem ráðgert er, að félagið standi að á árinu, og eru þegar tilbúnar tvær minni sýningar með öðrum hönnuðum og mun þá jafnframt i ráði að sýna tilorðning hlutanna. Sýningin er vel sett upp í hin- um þröngu en vistlegu húsakynn- um og hlutirnir hinir menningar- legustu og sýnendum til sóma, þó þykja mér of margir sýna i einu og teldi 2—3 hönnuði hámark hverju sinni varðandi slíkar kynningarsýningar. Stærri og viðameiri sýningar væri æskilegt að haldnar yrðu reglulega í full- komnustu sýningarsölum borgar- innar, en hinar minni kynningar- sýningar hafa þó ótvíræða þýðingu og ættu að fara sem víðast um landsbyggðina ásamt hvers konar kynningarstarfsemi annarri. Ég á bágt með að skilja og afsaka það, en jafn sjálfsagt atriði og sýningarskrá, þar sem stefnu- mörkum félagsins eru gerð skil í Islenzk nytjalist Félagið I.istiðn, sem er sam- band listiðnaðarmanna, iðnhönn- uða og arkitekta opnaði fyrstu sýningu sína undir nafninu „Is- lenzk nytjalist“ i húsakynnum Heimilisiðnaðarfélags Islands i Hafnarstræti 3 fyrir skömmu og lýkur henni næstkomandi mánu- dagskvöld. Þetta félag í sinu núverandi formi er tiitölulega ungt og mun varla meira en 1—2 ár, siðan gengið var endanlega frá stofnun þess og stjórn og framkvæmda- nefndir kosnar. En félög með svipuðu nafni og likum tilgangi hafa verið til áður, en lognast útaf ýmjssa hluta vegna, þó aðallega áhuga- og skilningsleysis list- iðnaðarfóiksins sjálfs um gildi félagslegrar samstöðu. Ég er per- sónulega handhafi hlutabréfs að upphæð 500 krónor í félaginu Myndllst eftir BRAGÁ ÁSGEIRSSON „Myndlist og liðsiðn h/f“, dagsett 20. mars 1952 og undirrituð af ekki ómerkari mönnum en Lúð- vig Guðmundssyni, Simoni Jóh. Agústssyni og Lárusi Sigur- björnssyni, og er mér óheimilt að veðsetja hlutabréf þetta án samþykkis félagsstjórnar. Þetta hlutabréf ætla ég mér aó geyma ævilangt og í einu og öllu fara að lögum félagsstjórnar, samþykkt- um í febrúar 1952, en sem mér hafa aldrei borist i hendur utan ofanskráðs. Til að forðast mis- skilning skal tekið fram, að félag- ið var fyrst og fremst stofnað til að standa undir rekstri listiðnaðardeilda Handiða- og myndlistarskólans og gildi þess ótvírætt sem slíks. Eins og þróunin hefur orðið, og í henni á nefndur skóli ekki svo lítinn þátt, tel ég óhugsandi annað en að hið nýstofnaða félag geti átt athafnasama framtið fyrir höndum, enda er hlutverk þess hið þýðingarmesta, svo sem stefnuskrá þess staðfestir: „Stuðia að bættu listmati og betri framleiðsluháttum íslenzks list- iðnaðar. Kynna íslenzkan listiðn- að hér á landi og erlendis með sýningum, útgáfustarfsemi og annarri fræðslu. Stuðla að bætt- um skilyrðum til menntunar i list- iðnum hér á landi. Gæta hags- muna þeirra, er starfa að islenzk- um listiðnaði." Þá er það einnig mikið hlutverk félagsins að opna augu manna fyrir þýðingu þess, að sam- keppnis- og siðareglur séu í heiðri hafðar og að höfundarlög og sam keppnisreglur séu ekki fótum troðnar, svo sem gerst hefur. Þá er samvinna við listiðnaðarfélög á Norðurlöndum stórt atriði á stefnuskrá félagsins, og mun þegar hafa verið lagður grund- völlur að henni með þátttöku i ýmsum ráðstefnum. Upphafið stuttu máli, skuli vanta á þessa fyrstu og mikilvægu sýningu félagsins, einkum þegar þess er gætt að lærðir og þrautþjálfaðir menn standa að baki henni og jafn stift og hún er auglýst með sérstöku „plakati", sem hefur verið dreift um alla borgina. Kostnaðurinn vió uppsetningu sýningarinnar er sagður 230 þús- und kr. þrátt fyrir ýmsa fyrir- greiðslu og ég á þvi erfitt með að kyngja þessum mistökum. Ekkert áþreifanlegt verður þvi til minja um þessa fyrstu sýningu félagsins nema „plakatið“ Svo við víkjum nokkrum orðum að sýnendunum sjálfum og verk- um þeirra, þá kemur byltingar- konan og rauðsokkan Asa Ólafs- dóttir mjög á óvart með hinum rólegu og klassísku geometrísku formum í teppum sínum. Þetta eru vel gerð og vel ofin teppi, en hvorki nýstárleg né átakamikil. Nær er von á framúrstefnu- listvefnaði á íslandi, sem svo mjög hrærir við kenndum skoð- enda erlendis? Ekki endilega vegna pólitisks innihalds, heldur vegna margslunginnar efnismeð- ferðar og skapríkrar tjáningar. Hönnun Baldvins Björnssonar á sviði auglýsingatækni er mjög sómasamleg og einkum vekja athygli merki þau, sem ætluð eru á reykháfa skipa. Silfursmíði Jens Guðjónssonar er I senn ábúðarmikil sem fínleg og innan- um eru kjörgripir vel hannaðir og hugmyndarikir. Skrifborð og lampar Péturs Bergholts Lútherssonar er iðn- hönnun á háu sviði, borðið mjög fagurt á að lita, en ekki veit ég, hvernig það venst. Sigrún Guð- jónsdóttir virðist i stöðugum vexti sem listakona og hin fín- gerða og þokkafulla lína, sem hún hefur lagt svo mikla rækt við gegnum árin, verður stöðugt þróaðri. Þetta á einkum við um minni veggmyndir hennar, skálar og bakka, — hér er heillandi ein- faldleiki á ferð, sem vert er að gefa gaum. Að mínu mati á enn einn hönnuður i viðbót athyglisvert verk á sýningunni Stefán Snæ- björnsson, með hina menningar- lega hönnuðu sýningarskápa sína, sem hann hannaði fyrir Lista- hátíðina síðustu í tilefni sýningar á íslenzkri list í 1100 ár. Þá vil ég hér gera athugasemd við nafngift sýningarinnar „nytjalist.“ Margt á sýningunni Framhald á bls. 32 Þetta gerðist líka... Gallastríöiö í Sovét Komsomolskaya Pravda, hiB opinbera málgagn sovéskra ungkomm- únista, kom mörgum talsvert á óvart um miðja siðustu viku með því að heita á stjórnarvöldin, að þau hlutist til um, að Sovéttáningar fái að klœð- ast nýtískulegum fllkum rétt eins og jafnaldrar þeirra fyrir vestan tjald. Hin opinbera sovéska llna hefur hinsvegar hingað til verið sú, að vestræn fatatfska sé „úrkynjuð" og stangist þar að auki á við sanna „sóslalistiska hugsun". Æskulýðsmálgagnið fer þess nú á leit, að ungir Sovétborgarar fái t.d. að eignast réttar og slettar gallabuxur og liprar og fallegar blússur án þess að þurfa að leita á náðir svartamarkaðsbraskara og erlendra ferðalagna. Ritið kvartar undan því að hinar eftirsóknarverðu flíkur séu fyrir bragðið allt að tlfalt dýrari en þær þyrftu að vera. Ný hugsjón Sovétæsku , 14 menn í einum fólksvagen Nú er það ekki gullæðið sem er að setja allt á annan endann í Alaska heldur olíuæðið. ( grein i Sunday Times er þvi haldið fram, að oliufélögin sem standa að framkvæmdum þarna norður frá, hagi sér eins og riki t ríkinu. Fylkisstjórnin er að reyna aðamla á móti en verður litið ágengt. Það er oliuleiðslan mikla þvert suður yfir Alaska sem allt er að setja úr skorðum. Hún er eitt mesta mannvirki heimssögunnar. Menn sem starfa við lagningu hennar hafa allt að 500 pund á viku fyrir strit sitt i ísauðninni. Aðrar atvinnugreinar eru alls ekki samkeppnis- færar og verðlag rýkur upp úr öllu valdi þar sem hinn fjáði oliuskari er á ferðinni. Þá flykkjast allskyns vandræðagemlingar sifellt á oliuslóðirnar i von um skjóttekinn hagnað. Svo mikil mergð Texasmanna hefur ennfremur runnið á peningalyktina að helmingur Alaskabúa virðist um þessar mundir ganga með kúrekahatt og önnur hver skrýtla snýst enda orðið um þessa fyrirferðarmiklu gesti. — „Hvernig er hægt að troða fjórtán Texaskörlum i einn fólkswagen? Maður segir þeim að hann sé á leið til Alaska." Haröstjórarnir og konurnar Amnesty International. sem einmitt er mikið i fréttunum um þessar mundir, hefur nú birt lista með nöfnum 252 kvenna i 25 löndum, sem sitja undir lás og slá vegna trúarskoðana sinna eða af pólitiskum sökum. Listi þessi er birtur af tilefni kvennaárs og konurnar hafa i flestum tilvikum valist á hann vegna afskipta Amnesty International af málum þeirra. Við birtingu listans vakti talsmað- ur samtakanna sérstaklega athygli é þvi að I þeim löndum þar sem svona efbeldi er landlægt, eru konur iðulega fangelsaðar sem einskonar staðgenglar eiginmanna eða unnusta, sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að handsama. Talsmaðurinn kvað það og algengt að fyrrnefnd- að konum væri misþyrmt á ýmsan hátt eftir fangelsunina. Fjöldi þeirra hefur sætt pyndingum og sumar raunar látið lifið i höndum böðlanna. Lögregla iranskeisara hefur að dómi Amnesti , verið ötulust allra að beita pyndingartólunum. Irankeisari: pyndmgar Bensíniö og Arabarnir Hópur arabiskra auðkýfinga hefur myndað með sér samtök sem stefna að þvi að kaupa og starfrækja fjölda bensinstöðva i Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Arabarnir halda þvi fram, að milliliðir hirði langtum of mikinn arð af bensinsölunni og að bensinverð til almenn- ings sé þar af leiðandi talsvert of hátt. Það er Muhammad Mahdi Al-Tajir, ambassador Arabiska furstasambandsins í London, sem er talsmaður samsteypunnar. Hann er 42 ára og einn auðugasti maður veraldar ef ekki sá auðugasti. Hann er i svipinn virtur á drjúgar 2.000 milljónir sterlingspunda — sem lesendur verða að vera svo vænir að margfalda með 354 ef þá fýsir að vita hvað þetta yrði I íslenskum krónum. Al-Tajir er frá Bahrain við Persaflóa og er af mikilli kaupsýslu- ætt. Hann var svo lánsamur að verða vinur og trúnaðarmaður furstans i Bahrain, sem gerði hann meðal annars að tollstjóra sínum. Fursta- dæmið var þá einskonar miðstöð harðsnúinna gullsmyglara, sem keyptu gull i Evrópu og högnuðust vel á þvi að selja það til ýmissa Asiulanda. Ambassadorinn núverandi kvað hafa eignast fyrstu milljón- irnar sinar með þvi að taka prósentu af þessum viðskiptum. Klári karlinn og klárinn Þá er það tiðast frá Colorado í Bandarikjunum að náungi að nafni Ros Howard, sem búsettur er I bænum Boulder, keypti sér hest i siðustu viku og arkaði með hann til fógetans á staðnum — og heimtaði að hann gæfi út leyfisbréf upp á það, að hann mætti giftast klárnum! Raunar bætti hann þvi við, að hann væri að þessu til þess að mótmæla þvi sem nú er nýjast á þessum slóðum, nefnilega að fólk af sama kyninu fái opinber leyfi til þess að ganga i heilagt „hjónaband". Hinsvegar var Howard neitað um leyfi til þess að giftast hrossinu. Fulltrúi fógeta bar það fyrir sig að skepnan væri undir lögaldril Sitt lítiö af hverju Milljarðamæringurinn J. Paul Getty, sem undanfarna áratugi hefur verið búsettur I Bretlandi. hefur afráðið að flytja aftur heim til Bandarikjanna. Hann á búgarð i Kaliforniu og ætlar að dvelja þar. Liklegast verður samt þrengra um hann þar en i Englandi. Það eru fimmtiu herbergi i höllinni sem hann býr i við London . . . Stjama Zaki Yamani, oliumálaráðherra Saudi Arabiu, kvað heldur hafa dalað eftir morðið á Feisal konungi. Hinum nýju ráðamönnum er ekki meira en svo um hann. Þó er talið ólíklegt að þeir stuggi honum burtu — strax. Hann er of mikilvægur á olfusviðinu . . . Stjarna Zaki Yamani, oliumálaráðherra Saudi Arabfu, kvað heldur hafa dalað eftir morðið á Feisal konungi. Hinum nýju ráðamönnum er ekki meira en svo um hann. Þó er talið óliklegt að þeir stuggi honum • burtu — strax. Hann er of mikilvægur á oliusviðinu . . Danskur tannlæknir að nafni Abraham Rosenberg segist hafa fundið upp nýtt meðal við reykingum, nefnilega tyggigúmmi. Hann hefur fengið einkaleyfi á framleiðslu þess i 15 löndum. Sá sem notar tyggigúmmiið fær óbragð í munninn ef hann reynir að reykja . . . Ivan Taylor, sem varð til þess fyrstur manna að lifa með tvö hjörtu i brjóstinu, er látinn. Hann lifði á fimmta mánuð með „aukahjartað" sem hinn heims- , þekkti Christian Barnard setti i hann. Yamani: valtur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.