Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 23 Sagt frá stórslysaœfingu á vegum Almannavarna í Reykjavík í gœrmorgun Æfingin hófst klukkan 10.30 með því að hringt var frá Hlíða- skóla í síma lögreglunnar 11166 og tilkynnt um stórslys. Höfðu þá 108 skátar með- gervisár, útataðir tómatsósu í stað blóðs, komið sér fyrir á lóð skólans. Fimm minútum síðar kom hjartabíllinn brunandi inn á lóðina og í kjölfar hans aðrir sjúkrabílar og slökkvibílar. Um svipað leyti komu læknar frá Slysadeild Borgarspitalans og hófu þeir skipulega slysagrein- ingu og veittu skyndihjálp hin- um „slösuðu". Gáfu þeir fyrir- skipanir um það, hverjir skyldu hljóta forgang að sjúkrabílun- um og hvert flytja skyldi við- komandi. Flestir voru sendir í Borgarspitalann, þá Landspítal- ann og loks Landakotsspítala. Fjöldi slasaðra á hverjum stað réðst að miklu leyti af því, hvers konar meiðsli viðkom- andi hefði hlotið. Þeir sem höfóu skaddazt á auga voru t.d. sendir i Landakot o.s.frv. A meðan læknar framkvæmdu skyndihjálp á slysstað breiddu björgunarmenn teppi yfir hina slösuðu og hjúkruðu þeim eftir beztu getu. Klukkan 10,46 var fyrsti sjúklingurinn kominn i sjúkrabíl og tveimur minútum síðar þaut bíllinn af stað með sírenu og tilheyrandi látum til slysadeildar Borgarspítalans. Allar aukavaktir voru kallaðar út á hverjum stað. Klukkan 10,51 fór næsti sjúkrabíll af stað af slysstað og siðan koll af kolli. Þegar klukkuna vantaði eina minútu í 11 kom Flugbjörgun- arsveitin á staðinn með ilt sitt lið. Enginn, sem þátt tól i æf- ingunni, átti að vita fyrirfram hvað til stæði og sögðu við- staddir björgunarmenn að við- bragð björgunarsveita væri mjög gott, þvi að björgunar- sveitarmenn voru dreifðir um alla borgina, heima hjá sér og við vinnu. Rétt rúmlega 11 kom síðan Hjálparsveit skáta á stað- inn og skömmu síðar Slysa- varnadeildin Ingólfur. Var nú flutningur hinna særðu kominn í algleyming og tók um það bil klukkustund að flytja alla hina særðu,108, í sjúkrahús. Unnið var eftir fyrirfram gerðri hópslysaáætlun um kerf- isbundið björgunar- og hjálpar- starf. Tilgangur æfingarinnar var að leita að og finna veika punkta í áætluninni og þannig auðvelda allar aðgerðir, ef til alvörunnar kemur og vera bet- ur undirbúin til að mæta slíku fjöldaslysi. Efst til vinstri er lög- regluþjónn að stumra yf- ir slösuðum. Efst til hægri eru tveir hörku góðir leikarar, sem bfða flutnings f sjúkrahús. Neðst til hægri eru sjúkraflutningamenn slökkviliðsins að stumra yfir slösuðum og neðst til hægri eru slysavarna- deildarmenn úr Ingólfi að bera sjúkling inn í slysadeild Borgarspítal- ans. — Ljósmyndir Ó1.K.M. „Sjúklingarair og hinir látnu brugðust vel við” Fréttamenn Morgunblaðsins voru á staðnum. Það má ef til vill segja að þeim hafi fundizt sem örlítil deyfð væri yfir fyrstu viðbrögðum og eflaust hefði björgunarstarf gengið hraðar fyrir sig, ef um hefði verið að ræða stórslasað fólk og deyjandi. Hins vegar verður aó segjast i hópi hinna „slösuðu" voru æði mörg góð leikaraefni, sem grétu og hrinu hástöfum. Gervisáraútbúnaður og förðun var og æði eðlileg og ekki er grunlaust um að einhverjum hinna slösuðu hafi orðið eilítið kalt að liggja á svalri jörðinni á meðan beðið var aðstoðar. Sjúkrahúsin, sem þátt tóku í æfingunni, voru öll sett á annan endann. 1 Borgarspítal- anann voru fluttir 49 slasaðir og 8 „lik“ og í Landspítalann voru fluttir 38 slasaðir og ein- hverjir, sem þangað komu, munu hafa „látizt“. 1 Landa- kotsspítala voru fluttir 12 Slasaðir athugaðir á slysstað. Læknir og hjúkrunarfólk Borgarspítalans kanna meiðsli eins hinna slösuðu, sem þangað var fluttur. manns. Morgunblaðsmenn hittu yfirmenn æfingarinnar i Landspitaianum eftir að allir voru komnir í sjúkrahús, þá Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóra, Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra, og Olaf Ólafs- son, landlækni. Þeim bar öllum saman að vel hafi gengið að flytja slasaða af slysstað og hraðar en áætlunin hafði gert ráð fyrir. Að öðru leyti sögðu þeir að eftir væri að vinna úr upplýsingum og finna atriði, sem betur hefði mátt fara. Á spítölunum voru gerðar þegar kannanir á þvi, hve unnt hefði verið að rýma mörg rúm þar og á Landspítalanum einum hefði mátt hýsa um 80 slasaða. Annars sagði Ölafur Ólaf.sson landlæknir að lokinni æfing- unni, að í fljótu bragði hefði hún virzt ganga vel. Hjálpar- sveitirnar hefðu brugðizt vel vió, svo og sjúklingarnir og hin- ir látnu. Þá má geta þess að rannsóknarlögreglan í Reykja- vik tók ekki þátt I þessari æfingu og vissi ekkert um málið, fyrr en hún heyrði um það í útvarpi. Raunar má vart búast við að slíkt gerðist í raun- verulegu stórslysi. ALMANNAVARNARNEFND Reykjavikur gekkst í gærmorgun fyrir hópslysaæfingu með aðstoð Al- mannavarla ríkisins, landlæknis og sjúkrahúsanna i Reykjavík. Sett var á svið stórslys á lóð Hlíðaskólans í Reykjavík, en tilgangurinn var að kanna viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu margra aðila við björgun og flutning slasaðra. Þátt í æfingunni tóku skátar, sem léku hina slösuðu, lögregla og sjúkraflutningamenn slökkviliðsins, Flugbjörgunarsveitin, Hjálparsveit skáta og Slysavarnadeildin Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.