Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 15
Slagsíðuna og talið berst að Auði Bjarnadóttur. „Já, hún er ofsalega fín," segir leik- konan, „upprennandi stjarna. Hún hefur allt sem þarf, rétta líkamsbyggingu, tilfinninguna, hæfi- leikana Á þessari biSstofu hefur Auður löngum beSið þess aS ganga inn á sviSiS, fram fyrir áhorfendur. Hvernig skyldi henni hafa liSiS daginn sem hún átti aS dansa aSalhlutverkiS I Coppeliu I fyrsta skipti fyrir fullu húsi áhorfenda? „Ég var dálltiS spennt allan dag- inn," segir hún. „Ég svaf til hádegis og fór stSan aS drekka rjóma til aS fá I mig kraft. Annars hjálpaSi þaS mér mikiS, aS þaS höfSu veriS tvær sviSsæfingar næstu daga á undan, þannig aS ég var ekkert voSalega taugaspennt, nema helzt slSustu mlnúturnar fyrir sýninguna. En eftir aS ég var byrjuS aS dansa, gleymdist spennan alveg undireins." AuSur segist hafa drukkiS rjóma, til aS auka kraftinn. Þarf ekki gífurlegt úthald til aS geta dansaS aSalhlutverk f ballett? „Jú, þetta hlutverk krafSist atveg geysilegs úthalds. En ég stóS Ifklega bara betur aS vígi af því aS ég er þetta ung. Julia sagSi stundum viS mig eftir annan þátt- inn, aS sér fyndist hún bara ekki geta dansaS þriSja þáttinn vegna þreytu. Ég var hins vegar alltaf f aSalstuðinu sfðast." Lokaæfingunni er í þann veginn að Ijúka. Nú er verið að fara í lokaframkallið, þegar allir leikararnir, söngvararnir og dansararnir koma fram á sviðið og kveðja áhorfendur. Leikstjórinn, Gísli Alfreðsson, er með ákveðna hugmynd um kveðj- una og nú er það atriði æft nokkrum sinnum. Stjórnandi islenzka dansflokks- ins frá upphafi var Allan Carter, en nú hefur hann kvatt Island og er farinn til starfa við ballettinn i Persiu, ásamt Juliu Claire. „ÞaS hefðu fáir menn getað komiS eins miklu til leiðar og Allan," segir Auður. „Hann lét okkur vinna ofsalega mikið, en þaS tala Ifka , allir um þaS, hversu gffurleg fram- : för hafi orðið hjá dansflokknum. Við eigum Allan mikið að þakka." En hvað um framtfðina? Hefur Auður hug á að halda utan til frekara náms og þjálfunar? „Ég vil gjarnan halda áfram I fslenzka dansflokknum, en það fer auðvitaS eftir þvf, hver kemur og tekur við stjórn hans. Það þýSir lítið að halda þessu áfram, ef ekki fæst góður stjórnandi. Það eru allir að tala um, að nú verði bara að fá góðan mann og ég vona að það takist." Auður hefur stundað nám jafn- hliða dansinum, þó ekki á fullum hraða. sem vonlegt er. Hún hefur fengið leyfi til að taka landspróf f tveimur hlutum, tók fyrri helm- inginn f fyrravor, en þann seinni tekur hún nú f vor. Hún hefur áhuga á að hefja menntaskólanám næsta vetur, ef hún getur fengið að taka það með svipuðum hætti og landsprófið. og þær eru að hugsa um það sumar stöllur hennar f flokknum að fara þessa sömu leið. Lokaæfingu afmælissyrp- unnar er lokið og menn halda til síns heima. Framundan er Framhald á bls. 45 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRIL 1975 15 Símon ívarsson fyrsti nemandinn sem lýkur burtfararprófi í gítarleik frá íslenzkum tónlistarskóla, leikur með strengjasveit. Félag áhugamanna um klassískan gítarleik fœrir út kvíarnar FÉLAG áhugamanna um klassiskan gítarleik boðaði blaðamenn á kynningar- fund sl. sunnudag, þar sem nokkrir félagsmenn fluttu klassísk verk og forystu- menn félagsins veittu upp- lýsingar um starfsemina. Félagið var stofnað í nóv- ember 1973, en hefur fram til þessa fremur starfað sem lokaður klúbbur en að það væri opið öllum. Var tíminn notaður til að móta starf- semina og koma henni i ákveðnar skorður, en nú telja félagsmenn tíma til kominn að opna félagið öll- um áhugamönnum um klassíska gítartónlist. Formaður félagsins, Kjart- an Eggertsson, og ritari, Jón ívarsson, settust niður með' slagsíðunni og svöruðu nokkrum spurningum um starf félagsins og starfgrund- völl hér á landi. Félagið var stofnað um all- stóran hóp fólks, sem gat spilað klassiska gítartónlist, og í þeim hópi voru ýmsir, sem höfðu stundað nám i gítarleik í nokkur ár, svo og kennarar þeirra. Menn hitt- ust 6—8 sinnum á vetri, spiluðu hvorir fyrir aðra og röbbuðu saman um þetta hugðarefni sitt, og einnig var unnið að uppbyggingu fé- lagsstarfsins. Slagsíðan spurði Kjartan, hvort hann teldi það vera stóran hóf manna, sem hefði áhuga á klassiskri gítartón- list. „Já, tvimælalaust. Það er hægt að benda á margt, sem styður það, t.d. plötusöluna, ásóknina í nám í gítarleik, sem er svo mikil, að kennar- arnir geta ekki annað eftir- spurninni, og söluna á gityr- um, sem hefur verið gifur- leg," sagði Kjartan. „Þeir skipta þúsundum, sem hafa lagt stund á nám i gítarleik um stuttan eða lengri tíma á undanförnum árum og má sem dæmi um þetta nefna, að í þau þrjú ár, sem ég hef kennt á gitar, hef ég haft um 400 nemendur alls. Auðvit- að eru þeir margir, sem hverfa frá námi eftir nokkra mánuði, en þeir vita þó hvað gítarleikur er og klassisk gít- artónlist og hafa áhuga á þessu. En nú er einnig kom- inn allstór hópur fólks, sem hefur lært í 3—4 ár og þetta fólk er kjarninn i félaginu nú." — Nú kann nafnið klass- ískur gítarleikur að hræða einhverja frá félaginu. Teljið þið, að klassísk gítartónlist sé aðgengileg fyrir þá, sem hafa alizt upp í popptónlistinni? „Já, það er enginn vafi á því," segir Kjartan. „Mikill hluti af klassískri gítartónlist höfðar til popptónlistarunn- enda i dag, því að þessi tónlist er ákaflega melódísk. Annar eða þriðji hver maður á gítar og hefur spilað hljóma og í klassískri gftartónlist er spiluð samtímis laglína og hljómar. Fólk grípur þetta. Það þarf hins vegar meiri æfingu í að hlusta á klassíska tónlist, eins og hún er leikin á fiðlu eða píanó." Jón bendir á það, að t.d. í Bandaríkjunum sé klassísk gítartónlistin að vinna sér æ meira fylgi og þar séu skólar farnir að leggja meiri rækt við hana en áður og það sama muni einnig gerast hér á næstunni. Þá benda þeir félagar einn- ig á,- að meirihluti félags- manna, sem nú leika klass- íska gítartónlist hafi áðurver- ið í poppinu, þeirra á meðal kunnir gítarkennarar eins og Eyþór Þorláksson og Gunnar H. Jónsson, sem voru popp- arar þegar þeir voru ungir. Og Kjartan minnist á heim- sókn John Williams fyrir hálfu öðru ári, er John lék á tónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð fyrir fullu húsi áhorfenda. „Þó að einhver tónlistarmaður sé frægur, kemur ekki hver sem er á tónleika hjá honum. Hingað hafa komið kunnir píanóleik- arar og fiðluleikarar og haldið tónleika, en stærsti hlutinn af þvi fólki, sem sótti tónleika John Williams, hefur aldrei farið á tónleika hjá slíkum mönnum. Mikill meirihluti áheyrenda á tónleikunum í MH var ungt fólk, sem hafði fyrst og fremst áhuga á gítar- leiknum." Talið beinist að framboð- inu á gítartónlistarnótum og á góðum gíturum í verzlun- um hér á landi. Jón getur þess, að i stefnuskrá félags- ins sé einmitt það atriði að koma uDp góðu nótnasafni fyrir félagsmenn og hafi þeg- ar myndazt kjarni að slíku safni, er einn félagsmanna færði félaginu að gjöf nótna- safn. „Nótur eru geysilega dýrar og verður að panta þær allar inn frá útlöndum, þar sem hér fæst ekkert af þeim," segir Jón, „og ein- staklingar hafa vart efni á að koma sér upp safni með þeim hætti. Þess vegna vilj- r um við koma okkur upp safni, sem félagsmenn geta fengið lánaðar nótur úr." Það er sömu sögu að segja um úrvalsgítara, að þá verð- ur einnig að sérpanta erlend- is frá. „Annars hafa fengizt hér nokkuð góðir gítarar und- anfarin 2 — 3 ár, bæði fyrir byrjendur og þá sem eru komnir nokkuð áleiðis," segir Kjartan, „og innflutningurinn á ruslgíturum hefur mikið minnkað." „Ein þekktasta gítarverzl un í Bretlandi hefur þetta ráð að gefa viðskiptavinunum: Kauptu þér alltaf eins dýran gítar og þú hefur efni á," segir Jón, „og þegar góðar verzlanir eiga í hlut, þá gildir þetta, því að því betra sem hljóðfærið er, þeim mun auð- veldara ætti námið að vera." Og fyrst minnst var á John Williams og íslandsheimsókn hans, sakar ekki að . geta þess, að erlendir gítarleikarar hafa skrifað félaginu bréf og sýnt áhuga á að koma hing- að til lands og leika á tónleik- um og þeir Kjartan og Jón benda á, að það hljóti að verða eitt af markmiðum fé- lagsins að gangast fyrir tón- leikahaldi, bæði með erlend- um og innlendum gítarleikur- um. Nú eru a.m.k. þrír ís- lendingar við fram.haldsnám í gitarleik erlendis og ættu þeir að geta orðið félaginu góður liðsstyrkur, ef þeir koma heim á næstunni. I því sam- bandi má geta þess, að þeg- ar einn þeirra hélt utan, fór hann fyrst til Bandarikjanna og þótt hann væri ekki með neitt sérstakt nám að baki hér á landi, fór það svo, að fljótlega eftir komuna til Bandaríkjanna var hann fenginn til að leika i sjón- varpsstöð sex kvöld í röð, 20 minútur i senn, og alltaf með nýtt efni hverju sinni. Þeim þótti hann þá fyllilega fram- bærilegur þar! í lokin skulu svo veittar upplýsingar um það, hvar hægt er að ná i stjórnarmenn félagsins, fyrir þá, sem hafa áhuga á að ganga i félagið. Þeir eru: Kjartan Eggertsson, Unufelli 9, sími 74689, Páll Torfi Önundarson, Kleifar- vegi 1 2, sími 35700, og Jón ívarsson, Vesturbergi 16, sími 71 246 —sh. HhiáUHHÞ&M Pétur Jónasson — einleikur á gltar. (Ljósm Mbl. Sv. Þorm.) Gítardúett — Atli Viðar Jónsson og Helgi Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.