Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 27 Sænski körinn Choralerna, sem kom hingað til lands I liaust, verður einnig á EUROFEST. EUROFEST 75 hald- ið í Bríissel í sumar SlÐAST f júlí í sumar verður kristilegt mót f Briissel f Belgfu þar sem stefnt er saman mörg þúsund ungmennum frá flest- um Evrópulöndum og e.t.v. fleiri löndum. Mótið er haldið að tilhlutan Billy Graham Association og var svipað mót f London haustið ’73, nefnt SPRE-E ’73. Gert Doornenbal kemur til Reykjavíkur og kynnir EURO- FEST f Fríkirkjunni f dag kl. 17:00. Tilgangur mótsins er að efla kynni milli trúsystkina og gera kristið fólk hæfara í því að út- breiða orð Bibliunnar. Það er gert með ýmsum hætti: Á morg- ana verða Biblíulestrar. Frá há- degis til kvölds geta mótsgestir tekið þátt í ýmsum námskeið- um er varða líf kristins manns, m.a. hvernig er sambandið við Guð? samfélag kristinna, hvernig á að boða fagnaðarer- indið o.fl. Á kvöldin er fólki stefnt til krossferðar, sem Billy Graham heldur samtímis f Belgíu. Mikið verður notuð tónlist og koma til Brussel margir hópar fólk, t.d. Choralerna, sænski kórinn, sem kom til Reykjavíkur í haust og söng fyrir fullu húsi í Háskóla- bíói. Einnig má nefna The Advocates frá Englandi, Trek- langen frá Finnlandi og The Lighters frá Hollandi EUROFEST — kynning í dag, sunnudaginn 27. apríl verður kynning á mótinu í Fri- kirkjunni í Reykjavik kl. 17:00. Til landsins munu koma tveir menn, Gert Doornenbal frá Hollandi og enski píanistinn Peter Bye. I Frfkirkjunni prédikar Doornenbal og segir itarlega frá mótinu og Peter Bye sér um tónlistarhliðina. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um mótið geta snúið sér til skrifstofu æskulýðsfulltrúa Þjóðkirkj- unnar. Borgarfundur Rauða krossins: Þjónustiimiðstöðvar fyrir aldraða UM sfðustu helgi hélt Reykjavfk- urdeild Rauða kross lsands borg- arafund um félagsleg vandamál aldraðra. Fundinn sóttu um 150 manns. Framsögumenn voru Þór Halldórsson, yfirlæknir, sem ræddi um þjónustumiðsvöðvar fyrir aldraða, Geirþrúður H. Bernhöft, ellimálafulltrúi, sem fjallaði um félagslega þjónustu fyrir aldraða, Jón Björnsson, sál- fræðingur, en hann gerði grein fyrir rannsóknum sfnum á högum alraðra hér f Reykjavfk og ræddi um atvinnumál þessa aldurshóps, og Olafur Olafsson, landlæknir, sem skýrði frá ástandi f sjúkra- húsmálum aldraðra hér á landi, og gerði hann samanburð við önn- ur lönd á þessu sviði. A fundinum urðu allmikiar um- ræður, og verður hér gerð grein fyrir nokkrum atriðum, sem fram komu: Um 8% landsmanna munu nú vera yfir 67 ára aldri, en þessi aldurshópur er fjölmennastur i Reykjavik. Til nánari skýringar má geta þess, að á áratugnum 1960—70 fjölgaði Reykvikingum um 12 'á af hundraði, en á sama tíma fjölgaði ellilífeyrisþegum í Reykjavík um 48 af hundraði. Bú- ast má við að fólki yfir 67 ára fari mjög f jölgandi á næstu áratugum m.a. vegna þess að fæðingatala hér á landi var mjög há miðað við önnur lönd, allt fram til ársins 1970. Fram kom, að um 30 af hundr- aði allra þeirra sem f sjúkrahús- um dveljast, séu langlegusjúkl- ingar, og er þetta allmiklu hærra hlutfall en gerist i nágrannalönd- unum. Töldu framsögumenn þetta e.t.v. stafa af skorti á endurhæf- ingu, enda hafði sú skoðun komið fram áfundinum, að hjúkrunar stofnanir væru nokkurs konar /r Arbæjar- prestakall I messuboði Árbæjarsóknar f blaðinu f gær, féll niður barna- samkoma, sem verður f Arbæjar- skólakl. 10.30 árd. f dag. geymslustofnanir, I stað þess að vera endurhæfingastöðvar. Líklega lausn á þeim vand- kvæðum, sem eru á þjónustu við aldraða hér á landi, töldu fi*am- sögumenn vera þjónustumið- stöðvar þar sem allir þættir þjón- ustustarfsins eru settir undir eina stjórn. Slíkar þjónustumiðstöðvar eru víða i nágrannalöndunum, og hef- ur komið í ljós, að þar sem þær eru starfræktar hefur eftirspurn eftir langleguplássum i sjúkra- húsum og hjúkrunarstofnunum minnkað stórum, enda er markmið skipulagningar af þessu tagi það aó auðvelda fólki að dveljast eins lengi í eðlilegu um- hverfi sínu, þ.e.a.s. á heimilum sínum, og kostur er. Þess er einnig að geta í þessu sambandi, að kostnaðarhliðin kemur einnig til greina, en að sögn framsögumanna, er vistun í stofnunum langdýrasta aðferðin til lausnar þeim vandamálum, sem gamalt fólk á við að etja. Dagleg stjórn þjónustumið- stöðvanna er i höndum starfshópa læknis, hjúkrunarkvenna, félags- ráðgjafa, sjúkraþjálfara og iðju- óskar eftir starfsfólki AUSTURBÆR Ingólfsstræti, Þingholtsstræti, Laufásvegur 2 — 57, Óðinsgata. GARÐAHREPPUR Vantar útburðarfólk í Arnarnesi. Uppl. í síma 52252. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmanni og á afgr. í síma 1 0100. GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 0100. þjálfara, og er þannig i hópnum sérfræðingar á flestum þeim svið- um, sem til greina koma við þjón- ustu við aldraða. Á fundinum kom fram, að öldr- unarfræði er nú viðurkennd grein innan læknisfræðinnar í langflestum nágrannalöndum, og er nú unnið að því að svo verði einnig hér á Islandi. Þjónusta við aldraða er marg- vísleg hér á landi, en skv. því, sem framsögumenn sögðu á fundi með fréttamönnum að borgarfundin- um loknum, virðist skorta mjög á að samræming hennar sé þannig að hún komi að fullum notum. Fulltrúaráðsfundur í Kópavogi Fundur verður haldinn þriðjudaginn 28 kl. 20.30 í sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut. Fundarefni: Kjör fulltrúa á landsfundi sjálfstæðis- flokksins Oddur Ólafsson, alþingismaður flytur ræðu. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvis- lega. Stjórn fulltrúaráðsins. Reykjaneskjördæmi Bingó — Bingó sjálfstæðisfélag Vatnsleysustrandarhrepps heldur glæsilegt bingó i Glaðheimum Vogum, sunnudaginn 27. apríl kl. 20.30. Spilaðar verða 12 umferðir. Skemmtinefndin. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Gullbringusýslu Fundur mánudaginn 28. apríl kl. 9 siðdegis i sjálfstæðishús- inu, Njarðvikum. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðisfólk í Breið- holti Mætið á fund Framfarafélagsins sem haldinn verður i Fella- helli sunnudaginn 27. april kl. 20.30. Rætt verður um hagsmunamál hverfisins. Stjórn félags sjálfstæðismanna í Fella og Hólahverfi. Vestmannaeyjar Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Vestmannaeyjum heldur fund i samkomuhúsinu i Vestmannaeyjum sunnudaginn 27. april kl. 4 síðdegis. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsfund. Bæjarmálefni: frummælandi Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi. Kaffiveitingar. Stjórnin. Akranes Fundur verður haldinn í Sjálfstæðishús- inu að Heiðarbraut 20 þriðjudaginn 29. april kl. 20:30. Ellert B. Schram ræðir um stjórnmálaviðhorfið og svarar fyrir- spurnum. Kaffiveitingar. Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Árnessýsla — Selfoss Þriðjudaginn 29. apríl n.k. verður haldinn fundur i sjálfstæðis- félaginu Óðni og hefst hann kl. 21.00 í Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8, Selfossi. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. HAFNARFJÖRÐUR Sigurður Guðm. Rúnar Guðjón Landsmálafélagið Fram heldur fund miðvikudaginn 30. april kl. 9 siðdegis, i Sjálf- stæðishúsinu, Hafnarfirði. Framsögumenn verða: Sigurður Þórðarson, fulltrúi Guðm. Rúnar Guðmundsson, raffr. Guðjón Tómasson, framkvæmdastj. Á dagskrá verða umræður um landsmál. „Viðhorf i efnahagsmálum" „Huldubörnin á Miðnesheiði" „Hugleiðingar um auðlindanýtingu og fjármálastjórn." Gestir fundarins verða: Matthias Á. Mathiesen, fjármálaráðherra. Lárus Jónsson, alþingismaður Oddur Ólafsson, alþingismaður og munu þeir svara fyrirspurnum frummælenda og fundar- manna, auk þess að taka þátt i almennum umræðum. Kosnir verða 1 1 fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Félagar í Landsmálafélaginu Fram eru beðnir að mæta stund- vislega. Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki i Hafnarfirði, meðlim- um sjálfstæðisfélaganna, mökum þeirra og óflokksbundnum stuðningsmönnum. Oddur Matthias Lárus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.