Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1975 45 43 verulegt virtist mér allt. Fyrst hús Elisabethar, autt og dimmt, siðan Yngve, þar næst Agneta og — nú ofurstinn. Ég held að Christer hafi verið svipað inn- anbrjósts og mér. Ég þóttist merkja það á ýmsu. Hann var nefnilega ekkert sér- staklega hljóðlátur, þegar hann réðst til inngöngu í hitt herbergið og það þótti mér benda til að hann byggist við að það herbergi væri líka mannlaust. En við hörfuðum snarlega á hæli, þegar við heyrð- um rödd Margits Holts — hún var skýr en örlaði á ótta í henni. — Ert þú þarna Wilhelm? Eða hver... hver er þarna? Christer hafði eldsnöggt slökkt á vasaljósinu og lokað dyrunum aftur og hvíslaði í eyrað á mér: — Hlauptu! Nióur stigann og út. Fljót nú! Ég gerði eins og hann sagði mér og Christer á hæla mér og hló: — Við höfum liklega gert henni í meira lagi bilt við. Hún hefur sennilega orðið svo skelkuð að hún hefur ekki einu sinni þorað aó stíga fram úr rúminu og gá hver væri að læðast um i húsinu. En þetta var hreint ekki slæmur árangur af rannsóknarferðinni okkar. Hvað skyldi elskulegur ofurstinn hafast að þessa stund- ina? Mér þætti satt að segja gaman að vita það. — Ofurstinn sagðir þú? Ég held nú að öllu nær væri að spyrja hvar hin feimna og siðprúða Agnete Holt heldur sig um miðja nótt. ÞAÐ finnst mér dularfullt. — Hugsa sér, sagði Christer heimspekilegur á svip, — hvað maður fær skemmtilega innsýn i einkalíf fólks með því að fara i svona næturrannsóknarferð. Hér lifir maður i þeirri sælu trú að íbúar plássins sofi sætum svefni í rúmum sínum og svo kemur upp úr dúrnum að þeir eru á þeytingi út og suður... Ég held þáð sé bezt við höldum för okkar áfram til Börje Sundins, því að nú gerist ég forvitinn í meira lagi. Bíddu annars! Það er sérstök leið úr garðinum héðan og yfir að húsinu hans — ef við getum þá fundið stíginn í þessu myrkri... Við nánari athugun kom í Ijós að við stóðum á stígnum miðjum og við þrýstum okkur innum gat á gerðinu og gengum rólega í áttina að húsi Sundins. Það var lítið um sig að sjá, i mesta lagi eitt her- bergi og eldhús og það tók ekki margar minútur að ganga úr skugga um að dyrnar voru læstar, að gluggarnir voru vandlega kræktir aftur og gluggatjöldin dregin fyrir. — Afleitt þetta fólk sem er á móti hreinu lofti i hýbýlum sinum sagði Christer önuglega, en augnabliki siðar greip hann þétt- ingsfast um handlegginn á mér. — Biddu við! Stattu grafkyrr. Hvað er þetta? I djúpri næturkyrrðinni heyrð- um við þungt fótatak á malar- stignum. Fótatakið nálgaðist stöð- ugt. Svo var gengið framhjá hlið- inu og Christer sleppti takinu á handleggnum á mér. — Þetta var Wilhelm Holt. Hann sagði þetta bæði hugsandi og önuglega. — Við skulum gefa honum fáeinar minútur til viðbót- ar og siðan held ég við ættum að skreppa í smáheimsókn til hans. Fyrst hann er vakandi á annað borð... Við komum aðvífandi i sömu svifum og ofurstinn ætlaði að fara að læsa. Ef hann hefur orðið hissa að sjá okkur sýndi hann þess eng- in merki. — Nei sjáum til Christer — ert þú kominn heim? I fri, býst ég við. Þá er hún móðir þín líklega glöð. Hann bauð okkur umyrðalaust inn í bókaherbergið og spurði kurteislega um heilsufar frú Wijks. En ekki leið á löngu unz Christer skipti um umræðuefni. — Þú verður að afsaka að við truflum þig um hánótt, en við sáum þig rétt áðan, þegar þú varst á heimleið og nú langar okkur að rabba við þig. Sannleikurinn er sá að við fundum dálitið merkilega hluti i ánni... I fyrsta lagi þenn- an herrajakka. Ég hafði ekki veitt því athygli fyrr en nú, hversu Wilhelm Holt var fölur og þreytulegur. Hann virtist grænn í framan og sú hönd sem greip um eina pipu af borð- inu við hlið hans virtist titra. — Jakki? — Já. Það vill vist-ekki svo til að þú saknir jakka úr fataskápn- um þínum? — N.. .nei. Ekki veit ég til þess. Að minnsta kosti ekki nýs jakka. Hann er að segja ósatt, hugsaði ég hálfhrædd. Það getur verið að hann eigi ekki þennan jakka, EN HANN VEIT EINHVER DEILI Á HONUM.. . — Svo fundum við annað líka, sagði Christer seinlega — sem gerði okkur mun kvíðnari. Það var hvítt ullarsjal og Puck segir að Elisabeth Mattson hafi átt það. Djúp þögn varð drjúga stund. Wilhelm Holt forðaðist að líta á Christer. Þegar hann tók til máls var eins og hann hefði alls ekki fullkomið vald á röddinni. — Þið... eigið þó ekki við.. . að Elisabeth? En svo var sem hann endurheimti sinn fyrri þrótt og hann sagði dálítið óþolinmóður: — Ég býst við þið hafið leitað heima hjá henni? Og athugað hvort hún er þar? Christer hallaði sér letilega aft- VELVAKAINIDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föStudags. 0 Vandalar H.S.J. í Kópavogi skrifar á þessa leið: „Brennu- og skemmdarvárgar leika lausum hala hér I bæ. Á síðastliðnu ári var kveikt i að minnsta kosti tveimur sumarbú- stöðum við Hlíðaveg, austan Bröttubrekku, og iþróttaskúr U.M.S.K., sem stóð við Fifu- hvammsveg og i voru mest öll frjálsíþróttatæki félagsins, — allt brann þetta til kalda kola og var mikill missir fyrir U.M.S.K. Svo var haldið í gryfjur bæjar- ins, sem eru sunnan við Smára- hvamm, en þar var verktakafyrir- tækið Þórisós að mala efni fyrir bæinn. Fyrirtæki þetta var með gamlan „nýupptekinn" Mercedes Benz-strætisvagn, sem innréttað- ur var sem kaffivagn með eldhús- innréttingu, i honum var einnig verkfærageymsla. Hann brann og allt í honum, sem brunnið gat. Þá var kveikt í tveimur bifreiðum við Hlíðaveg og Fífuhvammsveg. Aliir þessir brunar urðu um sama leyti. Svo, nú fyrir stuttu, kom Ollu- möl h.f. með kaffi- og verkfæra- skúr f gryfjur bæjarins. Viti menn, — skömmu sfðar var búið að mölbrjóta allar rúður í skúrn- um og brjóta hurðina af hjörum. Ég spyr: Fer engin rannsókn fram á þessum skemmdarverk- um? Sé svo ekki þá held ég að full þörf væri á svo sem 1—2 „007“ náungum hér. Svo er það umferðareftirlitið hér í Kópavogi, sem auka þyrfti til mikilla muna. Hér virðast ekki farnar reglulega eftirlitsferðir og lögreglunni sést varla bregða fyr- ir nema á stöðinni. Það er ekki nóg að hafa við störf 20—30 lögregluþjóna í þess- um bæ ef þeir fara helzt ekki út fyrir lögreglustöðinna. H.S.J., Kópavogi." Það er víst víðar pottur brotinn í þessu efni en í Kópavogi. Svo Reykvfkingur lýsi aðeins þeim vandamálum, sem hér er við að etja aðþessuleytiþáer það á almanna vitorði, að löngu hefur verið gefizt upp á því að hafa hér i borg almenningssfma. Þessi sjálf- sögðu þjónustutæki hafa nefni- lega um margra áratugaskeið ver- ið eftirlætis skotspónn skemmd- arvarga. Bekkir, sem f öllum al- mennilegum borgum eru hafðir sem víðast, borgurunum til þæg- inda og ánægju, fá ekki að vera i friði, sæti í strætisvögnum eru rist sundur og útkrotuð, og svo mætti telja endalaust. Ekki alls fyrir löngu voru allar götur i glerbrotum, sérstaklega eftir helgar. Nú virðist þetta hins vegar hafa lagazt, og ástæðan get- ur ekki verið önnur en sú, að tómar gosdrykkjaflöskur hafa hækkað mjög f verði, svo að jafn- vel skemmdarvargarnir eru farn- ir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir stúta flösku. Ekki hefur þess orðið vart hér, að lögreglunni hafi tekizt vel upp í viðureign sinni við vandalism- ann. Hins vegar virðist peninga- hliðin vera það eina, sem eyði- leggingarriddararnir skilja, og raunar er dálítið skrýtið, að sekt- um skuli ekki hafa verið beitt í ríkari mæli en raun er á. En til þess að hægt sé að beita slíkum ráðum þarf auðvitað að standa bófana að verki og til þess þarf löggæzlumenn. Þeir eru alls stað- ar of fáir, og væri verðugt verk- efni fyrir yfirvöld að hugleiða hvernig útkoman yrði, ef dæmið væri reiknað þannig: Hvað er eyðilagt fyrir háar fjárhæðir og hvað þyrfti að bæta við mörgum löggæzlumönnum til að stemma stigu við þessari sýki? Fróðlegt væri að sjá útkomuna. 0 Sykurát íslendinga „Ein með heilsufarsdillu" skrifar: “Kæri Velvakandi. Þindarlausar umræður og frétt- ir af sykurverði að undanförnu eru tilefni þessa bréfkorns. Þar til sykur hækkaði gifurlega í verði nýverið hafði ég ekki gert mér grein fyrir þvf hvað þessi fæðutegund virðist vera mikill hluti þess, sem við íslendingar látum í okkur. Sjálf nota ég mjög litinn sykur, — við erum fjögur f heimili, og ég hugsa, að við kaup- um svona 10—12 kg. af sykri á ári. Að sjálfsögðu eru keyptar ýmsar vörur til heimilisins, sem innihalda sykur. Ég baka ákaf- lega sjaldan og ekki nema þegar eitthvað sérstakt stendur til, við notum ekki sykur í té eða kaffi og mjög lítið við matargerð. Ég er nú eiginlega farin að hallast að þvi, að við heyrum til undantekninga hvað sykurátið snertir. Þú mátt ekki halda, að ég sé að hæla mér neitt af þessu, hér er aðeins um að ræóa matarvenjur fjölskyld- unnar, og sá sem ekki hefur vanið sig á ósómann saknar hans held- ur ekki. I Læknablaði, sem ég sá nýlega á biðstofu, var rætt um svokallaða menningarsjúkdóma. Þar kom í ljós, að sykurneyzla er snar þáttur f ýmsum menningarsjúkdómum, sem herja á okkar háþróaða þjóð- félag. Af þessum sjúkdómum eru tannskemmdirnar auðvitað fræg- astar, enda var þarna fullyrt, að erfitt væri að finna þann mið- aldra tslending, sem hefði allar sfnar tennur óviðgerðar og heilar. Mér fyndist þess vegna ekki úr vegi, að heilbrigðisyfirvöld beittu sér fyrir fræðsluherferð og leið- beindu fólki, því að almennt held ég að fólk viti ósköp lítið um hollustu þeirrar fæðu sem það nærist á. Þegar borið er saman matar- ræði landsmanna nú og fyrir svo sem einni öld kemur í ljós, að sykurneyzla hefur aukizt mjög, og um leið hafa menningarsjúkdóm- arnir farið að blómstra. Á heimili þar sem ég þekkti vel til, hefst dagurinn með þvi að snæddur er hafragrautur með sykri út á. Hafi húsmóðirin kar- töflustöppu með hádegismatnum er hún ævinlega sykruð og það ekkert smávegis. Konan bakar ein'nver ósköp og á alltaf nóg af sætum kökum með kaffinu. Ég gæti trúað að hún færi með svona 3 kg af sykri á viku hverri. Þetta hugsa ég að sé ekkert einsdæmi, en ég er líka viss um að þessi ágæta kona hefur mjög takmark- aða vitneskju um almenna holl- ustuhætti. Hún vill gera fólki sínu gott — en gerir hún þaó i raun og veru?“ 82P SIG&A V/QGá g \iLVERA»j <ÖL\9A VEWoR a® ?á ?RÍ \ 9A6, 6V£N90tf.YlÚN £9 <ÖÖÍNLMGAV?ÓLGCi 5V0 A9 VBRA C\GGA VlGGA W /HKA A9 FA W,GVEWöR. VlÚN ER L\KA HBV VoMMGAKÓLGC) JfrVO A9 vm l? EG MLWI GAóT N£/ $Á9A£ V£N6\V , /.mGNAbOLGG — Slagsíðan Framhald af bls. 15 laugardagskvöld, sumir leikararnir mæta þá aftur til vinnu í leikhúsinu, í síðustu sýningu á „Kaupmanninum í Feneyjum", en aðrir ætla e.t.v. að fara að skemmta sér. Og Slagsiðan spyr Auði, hvort dansmeyjunum gefist nokkur tími til að fara út og skemmta sér. — „Já, við förum stundum að skemmta okkur saman," segir hún. „Bið erum mikið saman, þvi að við höfum alveg slitnað frð öðrum kunningjum, við höfum sama tima til ráðstöfunar og sömu áhugamái." — HvaSa áhugamál á hún sér, önnur en dansinn? — „Ég hef gaman af tónlist, bæSi klassiskri tónlist og poppinu, og hlusta mikiS á hana. en það erfátt annaS sem hægt er að stunda samhliða ballettinum. Ég hafSi gaman af að fara á skíSi ðSur fyrr, en nú hef ég ekki þorað á skiSi i tvö ár. Annars vilja ballettmeistararnir helzt, aS viS séum sem minnst á ferli utan æfingasalanna, aS viS helgum okkur algerlega ballett- inum. Enda hefur veriS sagt, að þeir vildu helzt gera okkur aS eins konar nunnuml" sh. Rafborg RAUÐARÁRSTÍG 1. Sími11141. SUMARBÚSTAÐA- EIGENDUR OG AÐRIR SEM ÆTLA AÐ FÁ ÞENNAN VINSÆLA OLÍUOFN AFGREIDDAN FYRIR SUMARIÐ. VINSAM- LEGAST PANTIÐ SEM FYRST . ÞAR SEM MARGIR ERU Á BIÐ- LISTA. SÍmi: 19294 RAFTORG símk 266BD IGNIS kæliskápar RAFIRJAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.