Morgunblaðið - 27.04.1975, Síða 48

Morgunblaðið - 27.04.1975, Síða 48
ÆNGIR, Aætlunarstadir: Blönduós — Siglufjörður I Gjögur — Hólmavik Búðardalur — Reykhólar I Hvammstangi — Flateyri — Bildudalur | Stykkishólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Sfmar: 2-6060 & 2-60-66. SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 FULLTRtlAR Sölusambands fsl. fiskframleiðenda eru nýlega komnir frá Italfu eftir söluferð þangað. Að sögn Tðmasar Þor- valdssonar, stjórnarformanns SlF, er markaðurinn á Italfu mjög erfiður um þessar mundir og neyzlan þar dregizt töluvert saman af ýmsum ástæðum. I þess- ari lotu var seldur þangað einn farmur til útskipunar f maf — samtals um 700 tonn — en vonir standa til að hægt verði að selja þangað meira magn sfðar á árinu, ef nægilega aflast. A liðnum ár- um hafa tslendinga selt iðulega Alþingi: um 5 þúsund tonn til Italfu en þangað fóru f fyrra samtals um 3 þúsund tonn. Verðið í þessum síðasta sölu- samningi er óbreytt miðað við að- stæður á markaðnum, en verðið hefur stöðugt farið lækkandi og sagði Tómas að nú væri vonlaust að ná því verði sem saltfiskurinn seldist á í vetur. Nú í maf hyggjast fulltrúar SlF fara að snúa sér að Grikklandi en þangað hafa verið seld 300 til 600 tonn á vorin og þá fyrst og fremst smár fiskur. Hópslysaœfing Almannavarna Efnahagsmál og jámblendi áfgreidd FRUMVARP rfkisstjórnarinnar um ráðstafanir f efnahagsmálum var afgreitt sem lög frá Alþingi f gær, með þeim breytingum, sem gerðar höfðu verið á frumvarpinu f efri deild. Þá var stefnt að því að ljúka umræðum og atkvæðagreiðslu um frumvarp um járnblendiverk- smiðju f Hvalfirði og laust eftir hádegi í gær var gert ráð fyrir að afgreiðslu þess yrði lokið þá sfð- degis. Gengið frá stofnun málmblendifélags- ins eftir helgina 1 kringum helgina var væntan- leg til landsins sendinefnd frá bandarfska stórfyrirtækinu Union Carbide vegna málm- blendiverksmiðjunnar f Hval- firði. Frumvarpið um verk- smiðjuna hefur ifklega verið afgreitt sem lög frá Alþingi f gær, og nú fljótlega upp úr helginni átti að ganga form- lega frá stofnun félagsins um rekstur maimbelndiverk- smiðjunnar, þar sem fulltrúar Union Carbide og fslenzkra stjórnvalda munu undirrita samning þar að lútandi. Byrjað að hreyfa Hvassafell A FLÓÐINU f gærmorgun var f fyrsta skipti reynt að hreyfa Hvassafellið, þar sem það liggur á strandstaðnum f Flatey. Var skip- ið aðeins hreyft lftillega úr stað til að reyna búnað þann sem nota á við björgun skipsins, að sögn Ottars Karlssonar skipaverkfræð- ings StS, sem Mbl. hafði tal af f Hvassafellinu um hádegisbil f gær. óttar sagði, að útbúnaðurinn virtist ætla að reynast vel og raf- suða hefði öll staðizt prófanir. Eins og fram kom í Mbl. í gær verður reynt að ná Hvassafellinu út í tveimur áföngum. Atti að reyna að snúa þvf á flóðinu í gærkvöldi og stefnt er að þvf að draga það yfir grynningar og út á sjó í kvöld en þá er stærstur straumur. Björgunarskipið, sem verkið vinnur, er búið mjög sterk- um spilum og taugum til verksins. ALMANNAVARNIR gengust í gær fyrir hópslysaæfingu og léku skátar hina slösuðu. 108 manns höfðu slasazt á lóð Hlfðaskóla og björgunar- og hjálparaðgerðir fóru fram sam- kvæmt fyrirfram gerðri stór- slysaáætlun. Tilgangurinn var að leita að og finna veika punkta á áætluninni, og átti þannig að auðvclda allar aðgerðir ef til alvörunnar kæmi og undirbúa björgunarsveitir til að mæta fjöldaslysi. Á Ljósm. Mbl.: Ól.K.M. þessari mynd er Tryggvi Þor- steinsson læknir f slysadeild að veita fyrstu hjálp á slysstað. Sjá nánari frásögn og myndir á bls. 23. 741 skólanemandi hefur sótt um sumarvinnu hjá borginni MJÖG mikið hefur verið um það að undanförnu, að skóiafólk sækti til Ráðningaskrifstofu Reykja- vfkurborgar með ósk um að hún aðstoðaði það við útvegun sumar- atvinnu. Þegar Mbl. hafði sam- band við Gunnar Helgason, for- stöðumann skrifstofunnar, f gær hafði 741 látið skrá sig en á sama tfma f fyrra höfðu 590 látið skrá sig hjá skrifstofunni. Þetta skóla- fólk er 16 ára og eldra. Auk þess eru yngri skólanemendur teknir f svokallaðan Vinnuskóla Reykja- Nýjar upplgsingar um Farafonov: Sérhæfður í að fjarstýra er- lendum kommúnistaflokkum vfkur og fá þeir þar greitt kaup fyrir vinnu sfna. Ekki er farið að skrá unglinga f þá vinnu en reiknað er með, að þeir verði nú öllu fleiri en f fyrra en þá voru þeir samtals 852. Skipting skólafólksins, sem sótt hefur um aðstoð borgarinnar við að útvega sumarvinnu er sú, að stúlkur eru í miklum meirihluta eða 546 en piltar eru 195, samtals 741. I fyrra voru stúlkurnar 460 og piltarnir 130, samtals 590. Gunnar Helgason sagði að f fyrra hefði tekizt að útvega öllum vinnu sem um hana sóttu en þeir síðustu fengu þó ekki vinnu fyrr Framhald á bls. 26 700 tonn af salt- fiski til Ítalíu KGB-njósnari frá Morgunblaðið hefur fengið nýj- ar upplýsingar, sem staðfesta tvær fyrri fréttir blaðsíns um að hinn nýi sendiherra Sovétrfkj- anna á tslandi, Georgi Nikola- evich Farafonov, sé KGB- njósnari. Samkvæmt nýjum upp- lýsingum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, var það þeg- ar á árinu 1951, sem vestræn leyniþjónusta komst að raun um njósnastörf Farafonovs. Sfðar staðfestu leyniþjónustur þriggja annarra vestrænna landa þetta og a.m.k. einn fyrrverandi KGB- njósnari, sem flúði til Vestur- landa, benti á Farafonov, sem háttsettan KGB-njósnara. 1951 Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá John Barron, höfundi bókarinnar um KGB, sem út kom á síðasta ári. Barron er einn af ritstjórum bandaríska tímaritsins Readers Digest og við undirbúning bókarinnar um KGB komu hann og aðstoðarmenn hans sér upp spjaldskrá um KGB- njósnara, sem tveir eða fleiri ábyrgir aðilar staðfestu að störfuðu sem slíkir. Þar sem nafn Farafonovs birtist á lista yfir nöfn KGB-njósnara f umræddri bók, eins og Morgunblaðið hefur áður skýrt frá sneri blaðið sér til höfundarins með fyrirspurn um, hvort hann hefði frekari upp- lýsingar um mann þann, sem ný- lega hefur verið gerður sendi- herra Sovétríkjanna á tslandi. Barron gaf Morgunblaðinu ofangreindar upplýsingar og sagði jafnframt, að Farafonov væri talinn sérfræðingur f að fjar- stýra erlendum kommúnista- flokkum. Meðan hann starfaði í sendiráðinu í Helsingfors hafi verkefni hans verið tvíþætt. I fyrsta lagi að flytja og fylgja fram fyrirmælum miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins gagnvart finnska kommúnistaflokknum. I öðru lagi að sjá um flutning með leynilegum hætti á fjármagni frá Moskvu til þess að halda uppi margvíslegri undirróðursstarf- semi. Barron tjáði Morgunblaðinu ennfremur, að enda þótt Fara- fonov hafi fyrst og fremst starfað á vettvangi Norðurlanda hafi hann einnig tekið að sér að annast leynileg tengsl við kommúnista- flokka í öðrum V-Evrópulöndum. Að lokum lét höfundur KGB- bókarinnar í ljós þá skoðun, að í störfum sfnum væri Farafonov ábyrgur gagnvart bæði KGB og miðstjórn sovézka kommúnista- flokksins og kemur það heim við þær upplýsingar, sem Morgun- blaðið birti fyrir nokkru úr grein C.L. Sulzberger í New York Times á árinu 1967. Brezkur tog- ari í vanda BREZKI togarinn Brucella H-291 hafði samband við Vestmanna- eyjaradfó skömmu eftir hádegi í gær og tilkynnti að leki væri kom- inn að vélarrúmi togarans. Var hann þá staddur djúpt úti af Stokksnesi. Mánafoss var staddur á þessum slóðum og ætlaði hann að fylgja togaranum og voru bæði skipin á fullri ferð til lands þegar Mbl. hafði sfðast af þeim fregnir og auk þess fór varðskip á móti þeim. Ekki var vitað hvort um mjög alvarlegan leka væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.