Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 y- hvernig dansararnir fari að þv! að læra hlutverk sín I svona ballett: Er kannski hægt að lesa sporin af blöðum? „Klasslskur ballett er alltaf byggður upp út frá ákveðnum sporum. Þetta eru þjálfunarsporin okkar og tilbrigði við einföldu æfingarnar. Hvert spor heitir frönsku nafni og nöfnin er hægt að skrifa niður. Í nútimaballett eru hins vegar ekki föst spor. heldur byggist hann upp á hreyfingum. Annars frumsamdi Allan Carter eiginlega mestan hluta Coppeliu, sem við sýndum. Hann varð að laga ballettinn að stærð dans- flokksins. Þegar hann var að semja dansana. skrifaði Julia Claire sporin niður og taktana. Hver dans skiptist I marga hluta, sem eru yfirleitt átta taktar að lengd hver, og er þá dansað Að drekka rjóma Auði hvort það sé ekki erfitt að læra öll þessi spor. „Nei, ekki svo mjög. Þetta verður að vana, sezt i mann, eins og þegar maður er að læra að syngja nýtt lag. Hver dans er alltaf dansaður nákvæmlega eins, upp á spor, og þegar maður er að læra hann, þá er þetta ákveðin vinna, en siðan verður þetta nánast eins og ósjálfrátt." segir hún. Farið er að síga á seinni hluta lokaæfingarinnar og ballettdansmeyjarnar eru búnar að flytja sín atriði. Nú bíða þær eftir lokaatriðinu, sumar inni í búnings- herbergi, en aðrar aftan til eða til hliðar á leiksviðinu. Þær eru komnar í skritinn búning, síðar nærbuxur — föðurland — og treyjur og sumar hverjar með auka- Skálmar úr gegnsæju plasti utan yfir buxunum. Og svo eru þær í þykkum ullar- sokkum að auki. Kvenlegur heldur hugsa þær um það eitt að halda líkamanum heit- um og láta hann ekki kólna og liðamót stirðna. Slagsíðan spyr Auði, hvort henni finnist mikill munur á þvi að dansa sólóhlutverk eða hóphlut- verk. „Þegar ég er I hóphlutverki, þá er ég miklu afslappaðri, sérstak- lega þegar ég er ekki inni á sviðinu að dansa I hóphlutverk- um fáum við oftast mörg hlé og getum þá rölt um fyrir aftan sviðið og slappað af. En þegar ég er i aðalhlutverki, þá er ég eiginlega allan timann inni á sviðinu að dansa. Þess vegna er ekki eins þreytandi að dansa i hóphlutverki og i aðalhlutverki. Annars hélt ég að ég yrði alveg yfir mig þreytt eftir hverja sýningu á Coppeliu, en þreytan gleymdist alveg og hvarf fyrir stórkostlegri vellíðan." Og aftur berst talið að Coppeliu. Vissi Auður frá upphafi, að hún hefði verið valin til að taka við aðalhlutverkinu af Juliu Claire? — „Mér var sagt þetta, þegar Julia var að byrja að æfa hlutverkið, þannig að ég gat fylgzt í Þjóðleikhúsinu er verið að undirbúa lokaæfingu á afmælissyrpunni. Ljósa- meistarinn og menn hans eru á þönum um sviðið, sviðsmennirnir standa að tjaldabaki og bíða sins köllunartima, Carl Billich og félagar hans í hljóm- sveitinni eru niðri i gryfj- unni, þegar komnir á fulla ferð í stefi úr „Kabarett", og Bessi Bjarnason og nokkrar fáklæddar dans- meyjar eru að æfa kynning- ar einstakra atriða í syrp- unni undir stjórn leikstjór- ans, Gisla Alfreðssonar. Þjóðleikhúsið vantar aðeins einn dag upp á að hafa starfað í 25 ár — og nú vantar aðeins einn mann til að lokaæfingin geti hafizt af fullum krafti: sýningar- stjórann. Hann hafði sofið yfir sig, en er á leiðinni á staðinn. En dansmeyjarnar í íslenzka dansf lokknum hafa nú þegar verið á fótum í nær þrjár stundir og helming þess tima hafa þær verið i leikhúsinu að gera upphitunar- æfingar. Þær geta ekki bara geng- ið inn á leiksviðið um leið og þær koma til starfa á morgnana og farið að dansa; þá yrði dansinn harla stirðbusalegur og þær ættu á hættu að snúa sig eða togna Nei, eins og iþróttamenn verða þær að hita sig vel upp áður en gengið er til leiks, enda þótt þær stefni hvorki að því að setja met né að skora mörk. Þær keppa aðeins við sjálfan sig, reyna að gera betur og betur, meira og meira, . . . meira i dag en i gær! Athygli Slagsíðunnar hefur beinzt að einni ballerínunni, þeirri yngstu, Auði Bjarnadóttur. Hún er aðeins 16 ára gömul, þriðjungi yngri en leikhúsið, og hennarferill i listinni spannar aðeins átta ár. Fyrir átta árum hóf hún nám i ballettskóla Þjóðleikhússins. — hafði áður verið í nokkrar vikur hjá Eddu Scheving —; nú er hún ein af styrkustu stoðum íslenzka dansflokksins og hefur m.a. dans- að aðalhlutverkið i stærsta verk- efni flokksins til þessa, Coppeliu. Hún er ein af fimm stúlkum, sem hafa verið i flokknum frá stofnun hans, en áður hafði hún dansað á mörgum nemendasýningum ballettskólans og i leikritunum Glókolli, Ferðinni til tunglsins og Oklahoma. Lokaæfingin er komin vel á veg. í áhorfendasalnum situr slæðingur af fólki, aðallega leikarar og söngfólk, sem tekur þátt í syrpunni. Einnig eru þar nokkrir krakkar, börn leikaranna og annara starfs- manna. Krakkarnir sitja á fremsta bekk og fylgjast af mikilli athygli með Margrétí Guðmundsdóttur, er hún kemur með sælgætis- og vindlingabakkann og býðir vörur sínar til kaups, um leið og hún syngur lag úr söng- leiknum „Ó, þetta er indælt stríð." Starf ballettdansaranna er einnig „indælt strið", leikur og vinna í senn. „Já, og meira að segja frekar mikil vinna," segir Auður. „Maður verður að leggja hart að sér til að standa sig." Stúlkurnar i dansflokknum vinna yfirleitt frá klukkan 2 á daginn fram til klukkan 10—11 á kvöldin og eiga aðeins einn fridag i viku. Hver dagur hefst með 1 'h stundar upphitun og þjálfun. „Þetta eru einfaldar og erfiðar æfingar til að halda manni i þjálf- un og auka styrkleikann. Maður finnur það strax illilega, ef maður missir úr tvo daga, þá fylgja harð- sperrurnar næstu æfingu á eftir," segir Auður. Upphitunin stendur fram til kl. 3.30, en siðan taka við æfingar á þvi verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni. Frá kl. 5 til 7 aðstoða stúlkurnar við eða annast kennslu i ballettskóla leikhússins, en siðan er aftur tekið til við að æfa sýningarverkefnið og haldið áfram til kl. 10—11. Guðrún Á. Símonar er komin á sviðið — án kattanna sinna. En hún hefur í staðinn fengið Þuríði Páls- dóttur í lið með sér til að syngja dúett, sem óneitan- lega minnir á kettina: Katta dúettinn. Bak við tjöldin eru sviðsmennirnir búnir að rúlla fram sérstökum gólfdúk fyrir ballettdans og Auður stendur álengdar í gervi Svanhildar úr Coppelíu og bíður þess, að mjálmi söngkvennanna linni. Svo dregst tjaldið frá, tónlist- in dunar og hún er ein á sviðinu .... „Við byrjuðum litillega að æfa Coppeliu fyrir jól, en aðalæfing- arnar hófust eftir áramót. Við æfð- um i mánuð einar, en svo kom Þórarinn Baldvinsson í lok janúar og við æfðum annan mánuð með honum." — Slagsiðan spyr Auði Myndirnar: Auður Bjarna- dóttir í hlutverki Svanhildar í Coppelíu, ásamt Þórarni Baldvinssyni o.fl, Myndirn- artók ÍMYND. og dansa baUett ákveðið spor i átta takta, siðan annað spor i næstu átta takta o.s.frv." En forvitni Slagsiðunnar, sem aldrei hefur klæðst ballettbúningi sjálf, er ekki að fullu svalað hvað æfingarnar snertir. og hún spyr yndisþokki þeirra týnist að sjálfsögðu að talsverðu leyti innan í öllum ullarfatnað- inum, en svona bak við tjöld- in er það ekki útlitið, sem skiptir meginmáli fyrir þær, með henni, horft á hana æfa. Hins vegar byrjaði ég ekki að æfa með Þórarni strax eftir að hann kom, þvi að hann vildi, að þau Julia næðu fyrst vel saman, Þótt við séum næstum jafnháar. þá getur munurinn verið talsverður fyrir mótdansarann að dansa með okkur, ein hreyfingin getur verið aðeins frábrugðin hjá okkur. Það getur munað sekúndubroti hér og þar og þá verður það að æfast sérstaklega." í hornherbergi aftan leiksviðsins er eins konar bið- stofa fyrir leikarana, þar sem þeir bíða þess, að röðin komi að þeim að fara inn á sviðið og skila sínu hlutverki. Menn eru misjafnlega rólegir. Sumir geta ekki setið kyrrir, heldur ganga um gólfið og fram á gang, en aðrir eru að dunda sér við eitthvað, einn er að leggja kapal, annar horfir á, og leikkonurnar prjóna eða sauma út. Ein þeirra gefur sig á tal við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.