Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 1 dag heldur Reykjavíkurdeild Rauða kross tslands upp á aldar- fjórðungsafmæli silt. Deildin hef- ur á sl. 25 árum unnið ákaflega mikilvægt starf hér í borg og snerum við okkur til séra Jóns Auðuns fyrrv. dómprófasts, sem var formaður félagsins fyrstu 16 árin og í stjórninni sl. 9 ár og röbbuðum við hann i tilefni af- madisins. HVENÆR VAR REYKJAVtK- URDEILDIN STOFNUÐ? Hún var stofnuð að lilhlutun RKI 27. apr. 1950. Stefna forráða- mannanna var sú, að deildir yrðu stofnaðar sem víðast um landið og hver deild annaðist Rauða- kross starf hver á sínu svæði, en RKl væri einskonar samnefnari og miðstjórn, sem annaðist öll máleínin út á við en léti deildirn- ar innan lands sem allra mest sjálfstæðar um starf og fjársöfn- un. HVERJIR SKIPUDU FYRSTU STJORN DEILDARINNAR I RY'lK? Oli J. Olason stkpm, Jónas B. Jónsson fræðslustj., Jón Auðuns dömk.pr., Gísli Jónsson skólaslj., Haraldur Wigmo læknir, Guðrún Bjarnadóttir hjúkr. og Sæmundur Stefánsson stkpm. Sama ár andað- ist Har. Wigmo og tók sæti hans í aðalstjórn dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir. Enn sitjum við tveir í stjórninni, Jönas B. Jóns- son og ég. Formaður var ég i fyrstu 16 árin, þá tók við Oli J. Olason og þegar hann baðst und- an endurkosningu frú Ragnheið- ur Guðmundsdóttir læknir og gegnir hún formennsku enn við mikinn dugnað. HVERT VAR FYRSTA VERKEFNI DEILDARINNAR? Það var að auka félagatöluna og á fyrsta ári öíluðum við nálega 1250 nýrra félaga. Þá tókum við við þeim iveim meginhlutverk- um, sem stjórn RKI hafði áður annast hér í borginni, rekstri sumardvalarheimila fyrir börn og rekstri sjúkrabiíreiðanna. ÞAÐ ANNAST RVIKURDEILDIN ENN, EREKKISVO? Jú, við höfum rekið sumardval- arheimili i ýmsum skólum en að- alstarfið fór fram í hinum stóru húsakynnum í Laugarási eftir að sú bygging var fullgerð 1952 að Stjóm Framsókn- ar endurkjörin AÐALFUNDUR Verkakvennafé- lagsins Framsóknar var haldinn í Reykjavík 20. aprfl s.l. 1 félaginu er nú um 2200 konur. Stjórn fé- lagsins var endurkjörin, en 1 henni eiga sæti: Þórunn Valdimarsdóttir, for- maður, Ingibjörg Bjarnadóttir, varaformaður, Guðbjörg Þor- steinsdóttir, ritari, Jóhanna Sig- urðardóttir, gjaldkeri, og Helga Guðmundsdóttir, fjármálaritari. Á fundinum var samþykkt að hækka árgjald úr 2.500 kr. i 3.300 kr. Þá var samþykkt að gefa 25 þús. krónur í Seifosssöfnun, og lýsti fundurinn jafnframt stuðn- ingi sinum við verkfallsmenn’ og von um að deilan leystist sem fyrst. mestu gjöf til RKI, er varnarliðið hætti að reka sjúkrahús sitt á Helgafelli. Húsin voru flutt að Laugarási, þar sem mjög ákjósan- legar aðstæður eru á flesta lund. Rvíkurdeildin hafði þessa miklu byggingu á leigu frá RKÍ og hýsti þar lengst 120 börn í sumardvöl, að langmestu leyti börn frá fátæk- um heimilum og einstæðum mæðrum. Auk þess voru rekin sumarheimili í skólum allt frá Hrútafirði og austur að Skógum undir Eyjafjöllum. En árið 1971 var heimilið í Laugarási lagt niður að ráði eldvarnareftirlitsins Frá námskeiði Reykjavfkudeildarinnar I skyndihjálp. máltíð er send fólki, sem óskar þess, gegn mjög vægu gjaldi. Ibú- um á Austurbrún 6, Norðurbrún 1 og Hátúni 10 og 10A hefir verið gefinn kostur á þessari þjónustu, sem vafalaust á eftir mjög að vaxa. Þá má segja að merk timamót hafi orðið i starfi Rvíkurdeildar Guðrún Jónsdóttir I Reykjavíkurdeild Rauða krossins afhendir fyrsta matarbakkann á öskudaginn sl. Heimsending matar til einstærða og öryrkja er merk nýjung f starfi deildarinnar. og heimili sett upp á Silungapolli, Hlaðgerðarkoti og Jaðri. HVE MÖRG BÖRN HAFA DVALIST ÞARNA 1 25 AR Eg get því miður ekki svarað nákvæmlega en þarna hafa þús- undir reykvískra barna dvalið og notið þjónustu við vægu gjaldi. Frá Reykjavíkurborg höfum við, einkurn á síðustu árum, notið mik- íls fjárhagsstuðnings, enda hefir þessi þjónusta notið mikilla vin- sælda og verið nauðsynleg. A EKKI RAUÐAKROSS-STARF AÐ VERA ÞANNIG UNNIÐ? Að sjálfsögðu, og í raun allt líknarstarf að þvi sem mögulegt er. Víða um lönd hafa líknarfélög sætt ámælum fyrir það, að alltof mikið af fé, sem til líknarstarfs er ætlað, fari i kostnað, hóflaust starfsmannahald og hégóma. Og Rauði krossinn hefir sumsstaðar ekkifarið varhluta af slíkri gagn- rýni. En viósfjarri stofnandanum var slíkt, manninum, sem hafði verið efnamaður að fjármunum en varð öreigi fyrir hugsjón sina. Vitanlega er nauðsynlegt að hafa launað starfslið að hóflegum þörf- um, en megnið af raunverulegu Rauða kross-starfi á að vera ólaunað sjálfboðastarf, og slíka þjónustu leysa konurnar í kvennadeildinni í Rvík fallega af hendi. HVAÐ EREINKUM FRAMUNDAN? Stærsta verkefnið, sem bráðrar úrlausnar biður, er endurupp- bygging heimilisins i Laugarási. Að henni mun að sjálfsögðu standa með Rvikurdeildinni Rauði kross íslands, en í spila- kassa hans runnu í Reykjavik einni á liðnuárinálega 20 milljón- ir króna. Vmis önnur verkefni Sjúkrabifreiðirnar höfum við nú rekið i 24 ár og notið til þess hinnar ágætustu samvinnu við slökkviliðið í Rvík, öðruvísi hefði þessi rekstur verið okkur ofjarl. Nokkra hugmynd um þá þjónustu gefur sú staðreynd, að á siðasta ári fóru sjúkravagnarnir í 10196 ferðir og þar af vegna slysa 1278 ferðir. Rekstur blóðbílsins og hjartabílsins svonefnda annast RKI, enda sú starfsemi ekki bundin við Rvík. HVAÐ UM ÖNNUR VERKEFNI? Deildin hefir nálega frá önd- verðu staðið fyrir námskeiðum í skyndihjálp, og látið kenna fjöl- mörgunt, sem síðar skyldu kenna öðrum. Þrjú slík námskeið hélt deildin nú í vetur og auk þess námskeið í aðhlynningu sjúkra i heimahúsum. Þegar á fyrsta starfsári var farió að hugsa um sérsumardvalir fyrir vangefín börn. Fjárskortur hamlaði fram- kvæmdum eins og mörgum öðr- um, sem stjórnin hefir rætt en orðið að falla frá. NOKKRAR NVJUNGAR 1 STARFINU? Heimsending matar til ein- stærða og öryrkja, sem hafin var i vetur er merkileg nýjung. Heit Nokkur börn á sumardvalarheimili deildarinnar að Laugarási i BiskUpstungum. RKI, þegar kvennadeildin var stofnuð að frumkvæói frú Ragn- hildar Guðmundsdóttur læknis, 12. desember 1966. Var fyrsti for- maður kvennadeildar frú Sigríð- ur Thoroddsen og tók síðan við af henni frú Katrín Ö. Hjaltesteð. I þeirri deild eru um 400 konur hafa um 270 þeirra sótt sjúkra- vinanámskeið og starfa nú um 170 sem sjúkravinir. IIVAÐA STARF ER ÞAÐ? Konurnar annast sjúklinga- bókasöfnin við aðalsjúkrahús R- víkur, sem er mikilsverð þjónusta þær reka verzlanir fyrir sjúklinga í Landakotsspítala og Grensás- deild Borgarsítalans, þær aðstoða við heimsendingu matar, sem áð- ur var getið, þær veita aðstoð fé- lagsmáladeild Reykjavíkur, og þær leysa af hendi þjónustu með heimsóknum til aldraðra og ein- stæðinga, og er í undirbúningi að auká þá þjónustu mjög. Allt þetta starf Ieysa konurnar af hendi endurgjaldslaust og bera jafnvel sjálfar kostnað af þjónustu sinni. hafa verið til umræðu. Orð erú til alls fyrst. HVERER STAÐA DEILDARINNAR NU? Frá verkefnum hef ég sagt og þó ekki getið þess að fjölmörg heimili hafa notið þess, að Rvík- urdeildin hefir haft til útlána gögn til hjúkrunar i heimahúsum. Félagar eru nú nálega þrjár þúsundir en ættu að vera miklu fleiri, svo víða nær þjónustan til Rvíkinga. I sima Rvíkurdeildar- innar 28222 er tekið við nýjum félögum. Stjórnina skipa nú: Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, form., Arinbjörn Kolbeinsson vara- form., Arni Björnsson læknir, Jóna Hansen kennari, Jónas B. Jónsson fræðslustj., Stefán Hirtst lögfr. og Jón Auðuns. Varastjórn skipa: Páll S. Pálsson hrl., Vík- ingur Arnórsson læknir og Guð- mundur Arason forstj. GERIÐ ÞIÐ YKKUR EKKI DAGAMUN N(J EFTIR 25 ARA STARF? Nei, við héldum upp á afmælið í fyrri viku með því að boöa til almenns umræðufundar — sem var mjög fjölsóttur — um velferð- armál aldraðra, og við gáfum kaffibolla þeim, sem fundinn sóttu. Við forðumst veizluhöld meðan unnt er og risnufé greið- um við engum manni. Fé deildar- innar rennur til líknarstarfa og annars ekki. I haust eru liðin 65 ár síðan stofnandi Rauða krossins, mann- vinurinn mikli, Henri Dunant, andaðist. Vitanlega hefir ekki reynzt unnt á 112 ára ferli Rk, að halda starfinu í hæð þeirrar hug- sjónar, sem hann boðaði og lifði sjálfur. En mynd hans og minning er og veróur aflvaki hins sanna Rauða kross starfs. (Jr sölubúð kvennadeildarinnar á Grensásdeild Borgarspitalans. „Fé deildarinnar fer til líknarstarfa og annars ekki” Stutt spjall við séra Jón Auðuns fyrrum dómprófast Reykjavíkurdeild Rauða krossins 25 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.