Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 SVAR M/TT f*!J EFTIR BILLY GRAHAM £g reyni að lesa í Biblíunni, en ég skil hana ekki. Getið þér hjálpað mér? Hve lengi hafið þér reynt að lesa í Biblíunni? Lesið þér hana á hverjum degi? Margir, sem segjast ekki skilja Biblíuna, nota þetta sem afsökun á leti sinni eða til þess að gefa sig algjörlega að efnislegum hlutum. Hungrar yður eftir andlegri fæðu? Ef svo er, þá munuð þér lesa af ákafa. Þá væntið þér þess að fá veizlumat. Þetta er mikils virði. Byrjið á guðspjöll- unum og Sálmunum. Hvert barn getur melt hluta af þessum bókum. Heilög ritning er safn 66 bóka. Lögmál, spádómar, mannkynssaga, ævisögur, spakmæli og bréf finnast innan spjalda hennar. Þrátt fyrir þetta hefur hún eitt meginefni. Það er leit mannsins að Guði og opinberun Guós á eðli sínu og vilja. Lesið þér Biblíuna af trúmennsku dag hvern, þá munuð þér sjá, hvernig Guö hefur talað í aldanna rás, og þér munuð oft heyra hann tala til yðar. Gott skýringarrit getur frætt yður um bakgrunn hverrar bókar. Þetta hjálpar til við athugun Biblíunnar, en látið það ekki koma í staðinn fyrir að lesa heilagt orð Guðs. í sálmum Davíðs segir: „Þitt orö er lampi fóta minna og Ijós á vegi mínum“ (Sálm 119, 105). Þér sannreynið þessi orð, ef þér nemið staðar við lestur- inn og hugleiðið efnið og biðjið Guð að ljúka upp fyrir yður, ekki aðeins, hvaó þaó hafi öðrum að segja, heldur einnig, hvaða boðskap þaó flytji yður á þessari stundu. Milljarður til fær- eyska fiskiðnaðarins? Kunnur snjóflóðasér- fræðingur kemur: Til Neskaupstað- ar á miðvikudag FRÆGASTI snjóflóöasérfræðing- ur heims, M.d’Quervarn frá snjó- flóðarannsóknastöðinni í Davos í Sviss, er væntanlegur hingað til lands n.k. þriðjudag 29. apríl á vegum Almannavarna. D’Quervarn mun strax að morgni 30. apríl halda til Nes- kaupstaðar með Guðjóni Petersen forstöðumanni Almannavarna ríkisins. Þar munu þeir kanna snjóflóðasvæðið frá þvf í desem- ber. Ennfremur munu þeir fara á Seyðisfjörð og til Siglufjarðar. D’Quervarn mun að lokinni dvöl sinni á Islandi semja skýrslu um þessa Islandsferð sína og benda á leiðir til að koma í veg fyrir slys af völdum snjóflóða. Neyðarástand á Norður-Spáni Madrid 26. aprfl — Reuter. SPÁNSKA ríkisstjórnin lýsti í dag yfir neyðarástandi í tveimur héruðum, — Gupuzcoa og Vizcaya —, í norðurhluta landsins, eftir skæruliðaárásir sem lögreglan segir ETA, þjóðernishreyfingu Baska, hafa staðið fyrir. Tveir lögreglumenn hafa verið myrtir á síðustu fjórum vikum og fyrir tveimur dögum fórst maður sem talinn var ETA-skæruliði í skot- bardaga í San Sebastian, þar sem einnig særðist einn Jögreglumað- ur. Neyðarástandið heimilar lögreglunni að halda fólki án dóms og laga og gera húsleit án sérstaks leyfis. Upplýsingamála- ráðherrann sagði að stjórnin hefði tekið þessa ákvörðun sem lið í áframhaldandi baráttu gegn hryðjuverkum. Súlan fékk 68 kr. fyrir kílóið SÚLAN frá Akureyri seldi 568 kassa af síld eða 22.4 tonn í Skag- en sl. föstudag fyrir 55.948 d. krónur, sem er rösklega 1.5 millj. ísl. krónur. Meðalverð fyrir afl- ann var kr. 67.62, sem verður að teljast mjög gott. Sfldin er fengin við Hjaltlands- eyjar og þessi litli afli bendir til þess að ekki sé mikil sild þar nú. Réttarhöld í máli Bretans MÁL skipstjórans á brezka togar- anum Arlanda frá Fleetwood var tekið fyrir hjá sýslumanninum á ísafirði í gærmorgun. Var dóms að vænta síðdegis í gær, en skip- stjórinn hafði gerzt sekur um að vera með óbúlkuð veiðarfæri í landhelgi og auk þess vann slyps- höfn hans að viðgerð á trolli, sem einnig er bannað í landhelgi. Þá óhlýðnaðist skipstjórinn fyrstu skipunum íslenzka varðskipsins. Auk Þorvarðar K. Þorsteinssonar sýslumanns eiga Guðmundur Guðmundsson og Símon Helgason fyrrverandi skipstjórar sæti í dómnum. MS MS M2 Slfl SN MS MY Aóalst AUGL V^IJPTEIKO IMDAM ræti 6 simi MS V'SINGA- JISTOFA ÓTA »5810 Þórshöfn 26. apríl. Frá fréttaritara Mbl. Jogvan Arge: FJÁRMALANEFND lögþingsins í Færeyjum hefur I dag umræður um tillögur frá landstjórninni um stuðning við fiskveiðiflota Færeyinga sem á síðustu mánuð- um hefur átt f miklum erfið- leikum vegna sölutregðu. Land- stjórnin vill með tillögum sfnum einkum koma til móts við fersk- fiskiðnaðinn og hraðfrysti- iðnaðinn, en einnig er lagt til að veiðiflotinn almennt fái olíu- styrk. Landstjórnin telur að þessar tillögur um stuðning muni koma til með að kosta 36 til 38 milljónir danskra króna (um 1035 milljónir ísl. kr) á núverandi fjárhagsári. M.a. er lagt til að veita 11 milljón- um d. króna í sjóð sem ætlað er að tryggja stöðugra kaupverð á ferskfiski til langframa. Þessi MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Nemendasambandi Verzlunar- skóla tslands. Þar kemur m.a. fram, að sambandið minnist þess nú, að liðin eru 70 ár frá þvf að Verzlunarskólinn tók til starfa. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: Nemendasamband Verzlunar- skóla Islands heldur árshátíð sína í Súlnasal Hótel Sögu miðviku- daginn 30. apríl n.k. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 19. Að venju munu afmælisárgangar fjöl- menna og flytja skólanum heilla- óskir. Á þessu ári eru liðin 70 ár frá því að Verzlunarskóli Islands tók til starfa. Af því tilefni hefur Nemendasambandið ákveðið að gefa öllum nemendum skólans kost á að taka þátt í hófinu. Sú breyting hefur orðið á, að skóla- slit, sem hafa frá öndverðu verið 30. apríl ár hvert, munu nú verða 10. mai. Nemendur, sem braut- skráðir verða í vor, munu því ekki taka þátt í hófinu eins og venja hefur verið. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu Verzlunar- sjóður á að ýta undir verðið eftir sérstökum reglum ef það verður of lágt. Landstjórnin leggur til að lögskráðir sjómenn á ferskfisk- veiðum fái 200 króna styrk á mánuði ofan á lágmarkslaun, en fiskimenn á heimamiðum sem ekki eru lögskráðir (einkum á smábátunum) skuli fá 125 króna tryggingu fyrir hvern veiðidag. Ýmsar fleiri stuðningstillögur verða ræddar i nefndinni, m.a. um oliustyrk upp á 12 aura á litra. Á fjárlögum lögþingsins er gert ráð fyrir 25 milljóna króna fjár- hagsstuðningi við fiskiðnaðinn. Þess er vænzt að tillögur um aðgerðir nú muni kosta 38 milljónir, og talið er að land- stjórnin muni innan fárra daga leggja fram tillögu um hækkun tolla og skatta til að standa straum af þessum auknu út- gjöldum. mannafélags Reykjavíkur, Haga- mel 4, eftir hádegi mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. apríl n.k. — Minning Guðmundur Framhald af bls. 38 saman og verða á undan þeim, sem ætlaði að bleyta fyrir honum heyið, og sæi furðu vel hvenær gagn væri í að dreifa og ekki gagn. Hann átti líka æfinlega gott hey og óskemmt, og nóg hey handa sfnum fénaði. Þannig setti hann á og átti æfinlega eitthvað afgangs þegar albatnað var. Bónd- inn á litlu jörðinni með litla túnið og rýra engið gat oft miðlað öðr- um heldur en hitt í vondum vor- um. Hann átti líka mjög væna dilka á hverju hausti. Góð um- hirða olli því og nægilegt fóður á hverju sem gekk og ágætt sumar- land í fjalli hans. — Afsögn Brattelis Framhald af bls. 2 málanna með ótrúlegum hraða. Er þetta i fyrsta skipti sem kven- maður er kosinn í svo valdamikið embætti innan flokksins. Ætti jafnréttismálunum að vera gerð góð skil innan flokksins i framtíð- inni þar sem Reiulf Steen er for- maður i jafnréttisnefnd stór- þingsins og kvenmaður er honum næstráðandi innan þessa lang- stærsta flokks Noregs. — Landsfundur Framhald af bls. 2 manna i miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Þriðjudaginn 6. mai verða lögð fram drög að stjórn- málayfirlýsingu landsfundarins. Því næst verða almennar um- ræður um stjórnmálayfirlýsing- una og loks fundarslit. En um kvöldið verður fagnaður fyrir landsfundarfulltrúa á Hótel Sögu. Sigurðúr Hafstein sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að undan- farnar vikur hefðu sjálfstæðis- félögin víðsvegar um landið haldið fundi og valið fulltrúa á landsfund, en búast mætti við að þetta yrði fjölmennasti lands- fundur Sjálfstæðisflokksins til þessa, en alls ættu 987 fulltrúar rétt til setu á fundinum. — Portúgal Framhald af bls. 1 kjörna. Portúgalska lýðræðis- hreyfingin, systurflokkur komm- únista, hafði fengið 198.774 at- kvæði eða 4.2% og 2 sæti. Sjö aðrir flokkar buðu fram í kosn- ingunum en fengu allir innan við 5% atkvæða sem til þurfti að koma manni á þing. — 741 skólanemandi Framhald af bls. 48 en eitthvað var liðið á sumarið. Flestir fóru í vinnu hjá borginni. „Það verður ekki léttara að út- vega skólafólkinu vinnu nú en í fyrra, einkanlega getur togara- verkfallið haft alvarlegar afleið- ingar ef það dregst á langinn og enga vinnu verður að fá i frysti- húsunum," sagði Gunnar Helgason. — BSRB Framhald af bls. 2 Með þér er hægt að framkvæma stórvirki. Hittumst á aðalfundi." Undir þetta ávarp rita: Jóhann Guðmundsson, Landspítalanum, Látraströnd 8, Birgir Stefánsson, A.T.V.R., Melgerði 14, Björg Lilja Stefánsdóttir, Tollstjóraskrifstof- unni, Bólstaðarhlíð 13, Eyvindur Jónasson, Vegagerð rikisins, Laugateig 17, Rögnvaldur Finn- bogason, Skattstofunni, Garðaflöt 17, Rósa Lúðviksdóttir, Raf- magnsveitum ríkisins, Skálagerði 7, Rósa Þorsteinsdóttir, Trygg- ingastofnun ríkisins, Hrísateig 8, Jóhannes Sverrisson, Vita- og hafnarmálaskrifstofunni, Espi- gerði 14, Jóhanna Jónsdóttir, Á.T.V.R., Kleppsvegi 124, Krist- inn Skæringsson, Skógrækt ríkis- ins, Holtagerði 61. Athygli er vakin á þvi, að ekki er um listakosningar að ræða, heldur óbundnar persónukosn- ingar. — Æfðu hindrun Framhald af bls. 1 ingum um æfingarnar til þess, að þær virðast f höfuðatriðum rökrétt afleiðing af útþenslu sovézka flotans sl. 10 ár þar sem sívaxandi áherzla hefur verið lögð á herskip gerð til hernaðaraðgerða á út- höfunum. Eitt af því athyglis- verðasta í æfingunum að þessu sinni er sú áherzla, sem sovézki flotinn virðist hafa lagt á að geta bægt frá herstyrk er sækti fram að vestan í átt til NA- Atlantshafs. Einnig vekur athygli, að þessar sfðustu flotaæfingar Sovétríkjanna — sem ekki ein- asta náðu til Norður-, Norðaust- ur-Atlantshafs og Norðursjávar heldur einnig til Miðjarðarhafs, Indlandshafs og Kyrrahafs, — hafa sýnt, hvernig hægt er að stjórna hernaðaraðgerðum flot- ans á öllum þessum stöðum frá einum stað. Upplýsingar sem aðildarrfki NATO hafa aflað sér, sýna að flotaæfingunum sovézku nú fylgdu talsverð umsvif flugvéla og er á það bent í því sambandi, að nýjustu könnunarvélar Sovétríkjanna, sem hafa stöðv- ar í Murmansk, á Kúbu, í Guineu í V-Afríku og Somalfu á austurströnd Afrfku, geta haldið uppi fullkomnu eftirliti með öllum mikilvægustu haf- svæðum heimsins. — Thieu Framhald af bls. 1 verið sendihera Suður-Vietnams þar í nokkur ár, og sagt er að suður-víetnamskir embættismenn hafi keypt sér íbúðir á Formósu. 1 dag var sagt í Taipei að sonur Thieus, sem stundað hefur nám á eynni, hafi komið til fundar við föður sinn. I dag voru ekki eftir nema um 1100 Bandaríkjamenn f Suður- Víetnam og brottflutningar héldu enn áfram. — Laxnes Framhald af bls. 2 hefði tekið sig til og þýtt þessa bók sér til skemmtunar, „Ég vissi ekki af þessu fyrr en hann rétti mér þetta handrit og bað mig að fara í gegnum það,“ sagði Halidór. „Við unnum sfð- an að því saman að búa það til prentunar og það var sfðan gef- ið út. En það hefur enginn þor- að að gefa Vefarann út til þessa.“ Halldór sagði í því sambandi, að mikill áróður hefði verið gegn Vefaranum héðan að heiman á sínum tima, enda bók- in valdið hér illdeilum, eins og raunar fleiri verk Halldórs. „Henni var fundið margt til for- áttu og ég man t.d. ekki betur en að ég hafi farið í mál út af þvf að hún var kölluð klámrit. En fyrst og fremst er þetta æskuverk, skrifað þegar ég var 23ja ára gamall og á tiltölulega stuttum tima.“ Af öðrum þýðingum á verkum Halldórs á erlend tungumál gat hann sérstaklega að Gerpla hefði verið nýlega þýdd á frönsku og UNESCO — Menn- ingar- og framfarastofnun Sam- einuðu þjóðanna — hefði ný- verið tilkynnt honum, að á hennar vegum væri verið að undirbúa þýðingu á Islands- klukkunni, einnig á frönsku. „Þessi stofnun kostar stundum útgáfu á bókúm á stórmálunum sem ekki hafa komizt þar inn með öðrum hætti — það er ákaflega erfitt að vekja áhuga Frakka á bók eins og íslands- klukkunni, einna líkast því og við ættum að fara að fá áhuga á bók um Geirfuglasker,” sagði Halldór. — Bókmenntir Framhald af bls. 34 þegar hann ætlaði að vera neyðarlegur. Og jafnframt hið gagnstæða: hversu honum gat tekist upp í húmornum þegar honum var f hug hvað einber- ust alvara. Flest var honum bet- ur gefið en aga sjálfan sig. Þess vegna eru bestu ritsmíðar hans líka ferskari og einlægari en flest sem ritað var um hans daga. Þó hlutfallstala þeirra, sem lesa Gandreiðina, hækki hugsanlega ekki mikið með til- komu þessarar útgáfu er minn- ing skáldsins verðugur sómi sýndur, sem og Ingvar Stefáns- sonar sem féll frá á morgni frjórrar starfsævi en lét eftir sig þetta ágæta framlag til ís- lenskrar bókmenntasögu: rann- söknirnar, ritgerðina og skýr- ingar við Gandreiðina. Umsjón með þessari útgáfu höfðu Olaf- ur Pálmason og Hannes Péturs- son og hefur útgefandi að flestu leyti vandað til verksins. Verzlunarskóli Islands: Nemendasambandið minnist 70 ára afmælis skólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.