Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1975 t Gimsteinn í nágrenni Reykjavíkur Rétt vió bæjardyr Reykvik- inga er víöa stórkostlegt lands- lag og ekki þarf aö fara langt, til að komast á kyrrláta staði, þar sem varla sést manneskja. Þetta á að sjálfsögðu við þá, sem vilja stíga út úr bílnum og ganga. Einn er sá staður, sem undirritaður blaðamaður hefur mikið dálæti á og kemur jafnan á, a.m.k. einu sinni áári. Það er Búrfell með Búrfellsgjá og skammt frá Gjáarrétt. Þangað má fara ríðandi eða gangandi og þá eins stytta gönguleiðina með því að aka áleiðis, t.d. i Heiðmörk. Síðastliðinn sunnudag, fyrsta hlýja sólskinsdaginn á vorinu, var lagt af stað í Búrfellsgjá, i þetta sinn ríðandi frá hesthús- um Eáks við Elliðaárnar. Þvi lá leiðin nokkuð öðruvisi en venjulega. En þar sem þetta er jafn skemmtileg leið, hvort sem farið er ríðandi eða gangandi, og ekki virðast margir átta sig á hvernig hægt er að komast hana, áður en Heiðmörk er opn- uð bílum á vorin, þá er ekki úr vegi að gefa stutta leiðarlýs- ingu eða ferðasögu. Farið er með Elliðavatni ofan við Vatnsenda og suður með vatninu að vestan. Þennan dag var Elliðavatn, þetta stærsta stöðuvatn í nágrenni Reykja- víkur, spegilslétt. Þinganes eða Krossnes, teygði sig eins og eyja út i vatnið. Þar er talið að hafi verið þingstaður til forna. Hafa fundizt þar margar tóftir, sem menn halda að verið hafi búðir, og eru þær í varðveizlu þjóðminjavarðar. Margir voru á göngu þarna suður með vatn- ínu, á leið í sumarbústaðina. Vegurinn var enn of blautur, svo menn skildu eftir bílana. Þó höfðu einhverjir sýnilega ekki vílað fyrir sér að rista sundur þennan viðkvæma moldarveg með jeppaförum, rétt á meðan hann er að þorna. Urmull af svönum var á Elliðavatni, sjálfsagt að bíða eftir heiðarvötnunum sínum undan fsi. Lóan var líka komin og söng sína vormelódiu, er við riðum suður með vatn- inu og síðan upp brekkuna i áttina að simalínunni til Straumsvíkur, því þar sem hún liggur í Heiðmörk er hiið, sem opiö er göngufóiki. Mér sýnist að þaö hafi verið mjókkað, svo bílar geti ekki þvælzt þar i gegn. Hingað til hefur leiðin legið beint upp brekkuna frá vatninu að þessu hliði, en nú er verið að byggja sumarbústað þvert yfir gömlu leiðina og maður verður að taka sveiginn inn fyrir girðinguna og upp á veginn, sem liggur undir raflínunni. Halda síðan eftir honum til vinstri að hlið- inu á Heiðmerkurgirðingunni. Einnig mætti þarna halda eftir honum til hægri og niður á Kjóavelli og að Vífilsstöðum, sem er góð gönguleið. En við höldum inn i Heiðmerkurgirð- inguna og sveigjum til hægri inn með hjöllunum. Þó snemmt sé að vori, er orðið nægilega þurrt. En að sjálfsögðu þræðir maður þurrar brekkuræturnar, til að skemma ekki grasið, þar sem gljúpara er undan vatni. Víðirinn er að lifna og hrossa- gaukurinn er kominn. Hann hnitar hringi og lætur sig falla í loftinu, svo hneggjar í fjöðr- unum. Þennan fagra sunnudag er varla nokkur manneskja á ferli í Heiðmörk, enda ekki búið að opna fyrir bíla. Við sáum aðeins eitt par, sem lá í sólbaði í brekkunni, eins og væri það á Majorka, og tvo stráka á skelli- nöðrum þegar komið var inn undir háu brekkuna á veginum. En neðan við þessa brekku sveigjum við með brekkurót- unum til vinstri af veginum og höldum áfram að opnu litlu hliði, sem þar er á girðingunni til að komast út. Utan við liggur drag, þar sem landsig hefur orðið er hraun rann fram. Svo- litið leiðinlegur þröskuldur er á vegi okkar, er við höldum tii vinstri eftir draginu að Gjáar- rétt og hellunum. Gjáarrétt stendur enn hlaðin úr hrauni, en farið er að hrynja úr henni. Þyrfti þar að taka til hendi og Iagfæra meðan enn sést hvernig steinn féll að steini. En réttin er einstaklega falleg, Gjáarrétt ber nafn sitt af gjá eða sprungu, sem þarna er í berginu, en það er eini staður- inn þar sem má ná í vatn, sem alls staðar hefur sigið niður í gegn um hraunið. Má smeygja sér niður nokkurs konar tröpp- ur í gjárvegginn til að ná i vatnið. I þetta sinn var það þó svo neðarlega að slíkt var óhægt, enda nægilega víða hægt að komast í litla skafla og svala þorstanum i snjó. Aðeins 'X' ......•-> f ■*'> % 'v >, ,..*r ... • ' -ry.r’ f - ; 'y'%> ’■ t'j-'-'i *'• / innar á hægri hlið er svo hellir mikill og gerði fyrir framan, afgirt með hlöðnum grjótvegg. Þarna hafa gangnamenn áður fyrr geymt fé sitt og er staður- inn undir umsjón og vernd þjóðminjavarðar. Merkið um að svo sé, litla burstahúsið, er þar nokkuð illa farið. Hellirinn liggur hvelfdur inn undir bergið og hefur verið hlaðið fyrir framan á kafla og gerð ágæt vistarvera fyrir hross og sennilega menn líka. Þarna er gott að á á grasflötinni. En nokkru lengra á vinstri hönd, þegar haldið er áfram eftir sig- inu, er annar slikur hellir, sem gangnamenn hafa notað. Eftir að hafa áð þarna í sól- inni, höldum við áfram í þá áttina með fram hallanum til hægri, sem liggur áfram í Búr- fellsgjá eða Búrfellstraðir, sem þrengjast smám saman og Iiggja upp á Búrfell. Þar í topp- inum er stór og ákaflega fal- legur sprengigígur, en niður frá honum hefur hraunið runnið eftir gjánni, sem ristir fjallið í sundur. Brúnir gjár- innar hafa undizt upp og risið, en botninn er gróinn a.m.k. neðst. Skemmtpeg göngu- eða reiðleið Myndia— Séð til Búrfells, til hægri á myndinni. Myndin er tekin frá Vala- hnúkum. Ljósm. Páll Jóns- son. Strikalínan sýnir leiðina, sem lýst er í greininni, frá hesthúsum Fáks við EMiðaárnar, meðfram Elliðavatni, með Hjöllunum í Heiðmörk I Gjáar- rétt og að Búrfelli. I veggjum gjárinnar má víða sjá undursamlegustu form, þar sem hraunið hefur undizt upp og storknað i fjölbreyttum sveigjum og línum. Engin list- sýning er á við það. Innarlega í gjánni er til hægri stór hellir með hvelfingu, þar sem kindur leita sér sýnilega skjóls, og í bergveggjunum er fjöldi smá- hella, sem einu sinni voru fullir af dropasteinum. En nú hafa „náttúruunnendur" fyrir löngu teygt hendur.sinar inn i þá og brotið dropasteinana af. Ekki er það lengur eins og að líta inn í ævintýrabók að gægjast inn í þessar holur. Þegar upp er komið, lítur vegfarandinn ofan í kringlóttan gíginn, þar sem toppur fjallsins hefur þeytzt upp í sprengigosi. Utsýni er fallegt á þessum stað. Rétt sunnan við eru Vala- hnúkar og Helgafell og i austri Bláfjöllin með Vífilfelli aðeins lengra og Henglinum. Og víðast á leiðinni hefur maður útsýni í norður til Esjunnar og Skarðs- heiðar, sem þennan sunnudag voru tandurhreinar með fannir i blámanum. Húsfell heitir litið fjall austan megin við Búr- fellið. I þetta sinn ríðum við dragið norðan við það og aðra leið heim, milli Heiðmerkur- girðingar að austan og hraun- brúnarinnar. En sú leið er ekki sérlega greiðfær og heldur blaut svo snemma vors. En sér- lega skemmtileg gönguleið að sumrinu, ef nægur er tíminn. Þá má fara inn í Heiðmörkina um hlið á girðingunni austan megin nokkuð Iangt norðurfrá. En það verður ekki rakið nánar, aðeins brýnt fyrir veg- farendum að stiga gætilega i Heiðmörkinni, þar sem eru veikbyggðar plöntur, sem basl- að hafa af harðan vetur og eru að byrja að teygja sig upp í tilveruna. Þetta fallega svæði með Búr- felli, Búrfellströðum, Gjáarrétt og Valahnúkum verður innan Reykjanesfólkvangs, og úti- vistarsvæði þéttbýlisfólks fram- tíðarinnar. Það eru ómetan- legar perlur, sem gaman er að ganga um og kynnast. Fyrir þá sem ekki vilja leggja i svo langa göngu, sem hér hefur verið lýst, má allt eins vel leggja bílnum neðan við háu brekkuna á veg- inum með Hjöllunum í Heið- mörk og ganga þaðan, eða jafn- vel nær Vífilsstöðum. Betra er að vera vel skóaður, þvi þarna er hraun og sums staðar nokk- uð ógreiðfært en fjallið sjálft er lágt og auðgengið upp gjána. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.