Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson Ritstjórn og afgreiSsla ASalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar ASalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuSi innanlands. f lausasölu 40.00 kr. eintakiS Senn mun líða að því, að ríkisstjórnin taki endanlega og formlega ákvörðun um útfærslu landhelginnar í 200 sjómíl- ur í samræmi við stefnuyf- irlýsingu stjórnarflokk- anna. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, hefur áð- ur greint frá því, að þessi Einhliða mikilvæga ákvörðun verði tekin einhvern tíma á tíma- bilinu frá 10. mai, er fund- um hafréttarráðstefnunn- ar í Genf lýkur, til 13. nóv- ember, er samningar um veiðiheimildir innan nú- gildandi landhelgi renna út. Fulltrúar þjóðanna á hafréttarráðstefnunni hafa nú enn færzt nær sam- komulagi um 200 sjómílna efnahagslögsögu. Fram til þessa hefur þeirra sjónarmiða gætt I ríkum mæli, að það myndi draga úr möguleikum á al- þjóðlegu samkomulagi, ef einstakar þjóðir gripu til einhliða útfærslu landhelg- innar. Þessi viðhorf eru nú greinilega aö breytast. Það kemur glögglega fram í samtali forseta hafréttar- ráóstefnunnar, Amer- asinghe, við Morgunblaðið í gær, þar sem hann lýsir yfir því, að einhliða út- færsla Islands í 200 sjómíl- ur gangi ekki í berhögg við yfirlýsta stefnu á ráðstefn- unni. Amerashinghe segir, að einhliða útfærsla Islands í 200 sjómílna fiskveiðilög- sögu að loknum fundinum í Genf sé síður en svo alvar- legt mál. Ástæðuna fyrir þessari skoðun kvað hann vera þá, að menn væru nú sammála um 200 milna efnahagslögsögu og slík út- fræsla lslendinga væri í samræmi við heildarstefn- una, sem mörkuð hefði ver- ið. Varðandi óskir nokk- urra ríkja um að sett yrði inn í drög að samningi i lok ráðstefnunnar bann við því, að ríki, er aðild eiga að viðræðunum, gerðu ein- hliða aðgerðir meðan málið væri á umræðustigi, segir Amerasinghe, að hér sé fyrst og fremst um að ræða einhliða aðgerðir á hafs- botninum, svo sem málm- vinnslu. Þessar óskir ættu því ekki að hafa áhrif á réttarstöðu Islands að þessu leyti. Islendingar hljóta að fagna þessari yfirlýsingu forseta hafréttarráðstefn- unnar, enda ljóst orðið, að Islendingar hafa ekki fyrr haft svo traustan grund- völl fyrir útfræslu land- helginnar. 1 þeim drögum aó heildarsamkomulagi um hafréttarmálin, sem kynnt verða 7. eða 8. maí n.k. verður gert ráð fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu. Þá hefur forseti ráðstefn- unnar ennfremur sagt, að bannió við einhlióa út- færslu hefói komið upp til að aðvara ríki um að gera ekkert með einhliða að- gerðum, sem gengi í ber- högg viö heildarniðurstöó- una. Af samningsdrögun- um verður hægt aó sjá, hvað kemur til með að ganga í berhögg við heild- arniðurstöðuna, en ljóst er, að útfærsla fiskveiðiland- helginnar hér við land i 200 sjómilur mun ekki ganga í berhögg við þessi samningsdrög. Þó að ekki verði gengið endanlega frá alþjóöasátt- mála um hafréttarmálefn- in á Genfarfundinum, er engum vafa undirorpið, að verulegur árangur hefur þegar náðst og æ fleiri þjóðir hallast að svipuðum sjónarmiðum i þessum efn- um og við höfum haldið fram. Okkur er því ekkert að vanbúnaði að taka end- anlegar ákvaróanir um ein- hliða útfærslu landhelg- innar í 200 sjómílur. Loka- mark áratuga baráttu í landhelgismálum er því innan seilingar. Baráttan gegn hryðju verkum og ofbeldi Við lifum á ógnaröld hryðjuverkamanna. Daglega fá menn fregnir af glæpaverkum öfgamanna viðsvegar um heim. Rudda- leg ofbeldisverk vestur- þýzkra hryðjuverkamanna í Stokkhólmi hafa fært okk- ur nær þessum atburðum en áður. Islendingar hljóta aö fyllast vandlætingu og viðbjóði á þeim leikreglum, sem hér er beitt. Og víst er, að ofbeldisverk af þessu tagi ógna nú lýðræðis- skipulagi og réttarkerfi vestrænna þjóða. Á undanförnum árum hafa menn mjög deilt um það, hvernig taka ætti á móti slíkum aðgerðum, þegar hryðjuverkamenn taka saklausa borgara í gíslingu og ógna lifi þeirra. Helmut Schmidt kanzlari Vestur-Þýzkalands hefur í tilefni af atburðunum í Stokkhólmi bent á, að í mörgum tilvikum geti það stofnað lífi enn fleiri manna en ella i hættu að leysa morðingja úr haldi að kröfu slíkra hryðjuverka- manna. Þessi skoðun þýzka kanzlarans hefur vitaskuld nokkuð til síns máls, en hitt er jafn ljóst, að í hverju tilviki verður að meta aðstæðúr og bregðast við ofbeldisverkunum eftir því. Ljóst er, að mjög verður að herða alþjóólega bar- áttu gegn þeim glæpasam- tökum, sem ógnað hafa lífi manna og frelsi á undan- förnum árum. Bæði stórar þjóðir og smáar þurfa að taka þátt í þessari baráttu, þvi að það verður ekki þol- að til lengdar, að öfgahópar af þessu tagi geti fótum troðið þær grundvallar- reglur, sem lýðræðisskipu- lagið er reist á. Þó að engir slíkir atburðir hafi gerzt hér á landi, er full ástæða fyrir okkur að gefa slíkum málefnum gaum og taka þátt í viðleitni annarra þjóða eftir því sem við verður komið til þess að brjóta glæpasamtökin á bak aftur. útfærsla í 200 mílur Rey kj aví kurbréf Laugardagur 26. apríl' Sumarkoma Enn sem fyrr fagna íslendingar komu sumars. Veturinn hefur víða um land verið rysjóttur og erfiður, en því meir gleðjast menn yfir því, að honum er lokið og bjart er í lofti. En erfiðleikar liðins vetrar hafa ekki einungis sprottið af slæmu tíðarfari. Þeir stöfuðu líka af mannavöldum hér heima fyrir og erfiðum ytri aðstæðum. Þegar haustaði að, var landslýð öllum ljóst, að við mikinn vanda var að etja. 1 mesta góðæri sögunnar höfðu menn ekki einungis notað allt hið gifurlega aflafé, heldur hafði jafnframt verið safnað skuldum erlendis í ríkari mæli en nokkru sinni áður. Góðærið var um garð gengið, viðskiptakjör höfðu stórlega versnað, fyrning- um hafði verið eytt, og menn höfðu bundíð sér þunga skulda- bagga. En bæði stjórnvöldum og alþýðu var ljóst, að svo gat ekki lengur fram haldið, og þá tóku menn til óspilltra málanna að leit- ast við að rétta við fjárhaginn. Því mióur hefur það gengið seinna en vonast var til, bæði vegna þess að Viðskiptakjör versnuðu enn og við efnahagsaðgerðir þýðir lftió að ganga lengra en almennur skiln- ingur nær. Þess vegna hefur ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar leitazt við að hafa sem nánast samstarf vió aðila vinnumarkaðar og hin margvíslegu hagsmuna- samtök nútímaþjóðfélags. Á stjórnmálasviðinu einkennd- ist veturinn þess vegna af þeirri varnarstöðu, sem við Islendingar óneitanlega erum nú í. Þegar á allt er litið, verður að telja, að við höfum sæmilega getað siglt á milli skers og báru, en þó er nauð- synlegt að menn geri sér glögga grein fyrir þvi, að fjarri fer, að allur vandi sé að baki. Þvert á móti er mikill vandi framundan og brýn nauðsyn, að menn víki sér ekki undan því að framfylgja þeirri aðhaldsstefnu, sem ríkis- stjórnin hefur markað, m.a. með setningu laganna um efnahags- mál. Að vísu er það alltaf ánægju- efni, er bjartsýni fer vaxandi, en hún verður að byggjast á raun- sæju mati á öllum aðstæðum, en ekki ímyndaðri velgengni. Sjóðir og hlutaskipti Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp um ráðstafanir í sjávarút- vegi og greiðslur gengishagnaðar. Enn sem fyrr er það byggt á sjóða- kerfinu svonefnda, og sýnist nokkuð sitt hverjum um ráðstöf- un gengishagnaðarins eins og eðlilegt er, því að hagsmunir allra fara þar ekki saman. Þeir útvegs- menn, sem ekki skuida erlendis eða á hvíla gengistryggð lán, telja sumir hverjir, að ekki sé nægilega gætt þeirra hagsmuna, en þó er tillit til þeirra tekið í frumvarp- inu. Hitt sýnist lika eðlilegast, að þeir sem verða fyrir miklu gengis- tapi vegna þeirra efnahagsað- gerða, sem fram hafa farið sið- ustu mánuðina, fái það að nokkru bætt af gengishagnaði útgerðar- innar í heild. Skip þeirra hafa að visu hækkað í verði, en það hafa eldri skipin líka gert, og eignir þeirra útvegsmanna, sem ekkert skulda erlendis, hafa auðvitað aukizt, því að skuldirnar standa í stað, meðan verð tækjanna hækk- ar. Þess vegna hefði mátt ætla, að menn gætu sæmilega sætt sig við þá málamiðlun, sem óneitanlega er í frumvarpi rikisstjórnarinnar. En það virðist orðin tízka að Iýsa óánægju með allt, sem gert er, og stunda stöðuga kröfupólitik. Og þá þykir sá stundum mestur, sem stóryrtastur er. Við þessu er lik- lega ekkert að gera. Þjónusta blaðanna Erlendis tíðkast það víða, að menn geta keypt auglýsingarúm í dagblöðum til að koma á framfæri margháttuðum áróðri og pólitisk- um sjónarmiðum. Viða er þetta mikil tekjulind blaðanna og þau skirrast ekki við að notfæra sér hana. Hér á landi hefur það hins vegar ekki tiðkazt, að blöð tækju greiðslu fyrir birtingu þjóðmála- greina eða yfirlýsinga einstakl- inga og samtaka, og Morgunblað- ið hefur t.d. stranglega haldið þeirri stefnu að birta ekki slikar auglýsingar. Að visu gerðu islenzku blöðin eina undantekn- ingu í þorskastríðinu, er þau birtu kjánalegar auglýsingar frá brezkum útvegsmönnum, bæði vegna þess að þær gátu ekki gert annað en skaðað málstað Breta og eins af þeirri ástæðu, að i Bret- landi tiðkast að birta slikar aug- lýsingar, og því hefði vafalaust verið haldið fram þar, að íslenzku blöðin fölsuðu fréttir og rangtúlk- Sumardagurinn fyrsti f Reykjavík. uðu málin, ef þau hefðu öll neitað að birta þessar auglýsingar. Islenzku blöðunum berast skæðadrífa af hvers kyns yfirlýs- ingum og ályktunum. Yfirleitt reyna þau að geta um þessar ályktanir og sumar birta þau í heild. Fer slikt mat að sjálfsögðu eftir því, hve þýðingarmiklar ályktanirnar eru í augum rit- stjórnar viðkomandi blaðs, og að sjálfsögðu má alltaf um það deila, hvort það mat er rétt eða ekki. Nú hefur það borið við, að tvö blöð, Þjóðviljinn og Timinn, hafa i ritstjórnargreinum ráðizt að Morgunblaðinu fyrir að birta ekki áróðursauglýsingu. Vita þó rit- stjórar þessara blaða fullvel, að sú stefna hefur ekki verið ríkj- andi i íslenzkri blaðamennsku, að fjármagnið ætti að ráða þvi, hvað birt væri og hvað ekki — að þeir, sem nægilega fjármuni hafa und- ir höndum, gætu keypt upp heilu síðurnar I dagblöðunum, en aðrir yrðu að láta sér lynda, að þeirra sjónarmið sæjust hvergi. Þessi tvö blöð virðast nú hafa ákveðið að taka upp þá stefnu að birta áróðursauglýsingar og þá væntan- lega hvernig sem þær hljóða og hverjir sem að þeim standa. Nú er það sjónarmið út af fyrir sig, að íslenzku blöðin breyti hér algjör-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.