Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 3 Tónleikar í Kópavogi ELlSABET Erlingsdóttir söng- kona og Kristinn Gestsson pianóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Kópa- vogs þriðjudaginn 29. apríl kl. 9 e.h. I sal Tónlistarskólans að Álfhólsvegi 11. A efnisskránni eru þessi verk: Þrjú sönglög eftir Fjölni Stefánsson við ljóð úr „Timan- um og vatninu“ eftir Stein Steinarr, „Lög handa litlu fólki“ eftir Þorkel Sigurbjörns- son við ljóð úr „Fiðrildadansi" eftir Þorstein Valdimarsson, þrjú lög eftir Alban Berg og loks fjórtán islensk þjóðlög, sem Fjöinir Stefánsson og Þor- kell Sigurbjörnsson hafa útsett. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Elísabet og Kristinn eru kennarar við Tónlistarskóla Kópavogs. Yfirlýsing frá Þórunni Ashkenazy: 011 aðstoð vel þegin Revkiavík. 21. anríl 1975. a u; Reykjavík, 21. apríl 1975. Vegna frétta í fjölmiðl- um undanfarið um óskir okkar hjóna að fá tengda- föður minn, Davíd Ashkenazy, í heimsókn til Islands, vil ég taka það fram, að eiginmaður minn, Vladimir Ashkenazy, hefur ákveð- ið að fjalla ekki um þetta mál á opinberum vett- vangi að svo stöddu til að vekja ekki frekari andúð af hálfu sovézkra emb- ættismanna. Ég vil aftur á móti, af gefnu tilefni, undirstrika að þessi ákvörðun nær aðeins til mannsins mín, en öll aðstoð í þessu máli, hvort sem hún er frá opinberum aðilum eða al- menrtingi er vel þegin, ef það mætti verða til þess, að tengdafaðir minn gæti heimsótt okkur hjónin og barnabörn sín á Islandi sem allra fyrst. Þórunn Jóhannsdóttir Ashkenazy 26 tillögur fyrir Náttúru- verndarþingi til afgreiðslu Náttúruverndarþing var sett að Hótel Loftleiðum í gærmorgun og mun það standa i tvo daga. Þetta er annað þingið í röðinni en lög- um samkvæmt skal haldið slikt þing á 3ja ára fresti. Þingfull- trúar eru um 120 víðs vegar að af landinu. Þegar liggja 26 tillögur fyrir þinginu til afgreiðslu. Eysteinn Jónsson, formaður Náttúruverndarráðs, setti þingið. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, flutti ávarp og tilkynnti m.a. að hann hefði skipað Eystein Jónsson for- mann ráðsins áfram og Eyþór Einarsson, varaformann. Fundarstjðri ( gær var Hákon Guðmundsson en ritarar þeir Ari Arnalds og Leifur Símonarson. Formaður Eysteinn Jónsson og Árni Reynisson, framkvæmda- stióri. fluttu skérslur ráðsins. Eysteinn sagði m.a. i ræðu sinni: Náttúruvernd má skilgreina með ýmsu móti. I þetta skipti hefi ég áhuga á því að minna á, að i lífi menningarþjóða verður það að vera ríkur þáttur i þjóðlífinu að viðurkenna í verki, að ósnortin náttúra, hreint, ómengað loft og vatn og óspillt, fagurt umhverfi eru náttúrugæði eigi siður en þau sem i daglegu tali eru nefndar auðlindir. Það er þáttur i lífskjörum manna og þjóða að eiga heima i ómenguðu, óspilltu og viðkunnan- legu umhverfi. Þetta hlýtur að vega þungt i lifsgæðamati þess fólks, sem hefur til hnifs og skeið- ar og veit um eða þekkir vaxandi vandkvæði víða vegna þrúgandi mengunar lofts og lagar, og sér dýrmætum náttúrugersemum og fögru umhverfi fórnað i kapp- hlaupinu mikla, sem sumir kjósa að kalla lífskjarabaráttu enn aðr- ir kalla hagvöxt. Reynsla okkar Islendinga i þessu tilliti er ekki ýkja mikil þó að hún sé nokkur, enn við vitum nægilega mikið til þess, að við ættum að vera fær um að gera okkur grein fyrir þvi, að móta verður skynsamlega land- nýtingarstefnu, þar sem tekið er viðunandi tillit til þessara sjónar- miða og að þvi máli verður að gefa miklu meiri gaum en gert Ekið á bíl MIÐVIKUDAGINN 23. apríl, á tímabilinu frá klukkan 20 til 10 daginn eftir, var ekið á bifreiðina R-13804, sem er Toyota, blá að lit. Gerðist þetta á stæði við Hvassa- leiti 16. Vinstri framhurð var dælduð. Þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið eru beðnir að hafa strax samband við rann- sóknarlögregluna. hefur verið. Verður um það efni flutt sérstakt erindi hér á eftir. Ég vil því á það eitt minna og leggja á þunga áherslu, að liður i framkvæmd skynsamlegrar land- nýtingarstefnu hlýtur að verða viðurkenning á þvi, að verndun þeirra staða og svæða, sem okkur þykir vænt um og viljum eiga ósnortin er nýting þessara svæða í þágu almennings. Vernd að yfir- lögðu ráði er nýting. Til þess að skýra þetta viðhorf mætti nefna ótal dæmi, sem við þekkjum nú þegar, þjóðgarðana okkar t.d. og margt fleira. Aðalatriðið er að gera sér grein fyrir þvi að vernd- un af þessu tagi er nýting náttúrugæða. Þá voru flutt 4 framsöguerindi: Páll Líndal um stjórn umhverfis- mála, Hörleifur Guttormsson um landnýtingu, Vilhjálmur Lúðvíks- son um umhverfisrannsóknir og Arnór Garðarsson um votlendi og Agnar Ingólfsson um fjörur og grunnsævi. Siðan hófust umræður um til- lögur. Skólasýningunni í Asgrímssafni aö ljúka 12. skólasýning Ásgrfmssafns sem opnuð var 9. febrúar s.l. lýk- ur sunnudaginn 4. maf. Verður safnið lokað um tfma meóan kom- ið er fyrir næstu sýningu þess, hinni árlegu sumarsýningu. Fjöldi nemenda úr ýmsum skól- um borgarinnar skoðaði sýning- una. Meðal myndanna eru þjóð- sagnateikningar, vatnslitamyndir og nokkur olíumálverk, m.a. Fýkur yfir hæðir, Skarphéðinn f brennunni, Fljúgðu, fljúgðu klæði, og fleiri sögu-verk. Sýningin er öllum opin sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1,30—4. Aðgangur ókeypis. Samkómum feikivel tekið - Syngur í Grindavík í kvöld SAMKÓR Vestmannaeyja heldur tónleika í dag i Festi í Grindavík og hefjast þeir kl. 20.30. Samkór Vestmannaeyja hélt tónleika i Selfossbiói sl. föstudagskvöld og var húsfyllir þannig að kórinn varð að halda aukatónleika kl. 11 um kvöldið. Var söngfólkinu frá- bærlega vel tekið, en söngstjóri er Sigurður Rúnar Jónsson. I gær ætlaði Samkórinn að halda tón- leika í Austurbæjarbiói og siðan verður lagið tekið i Grindavik í kvöld áður en haldið verður aftur heim til Eyja. Lagaval kórsins er mjög fjölbreytt, en áður en kórinn hélt til fastalandsins hafði hann haldið 9 tónleika i Eyjum. V. á Spánar- og Ítalíuferðum Þrátt fyrir að margar Útsýnarferðir eru nú uppseldar, býður Útsýn vegna nýrra hagstæðra samninga 3.000.-6.000,- kr. lækkun frá áður auglýstu verði, sé pöntun gerð fyrir 1. júní. Costa Brava — Lloret Costa del Sol Lignano — Gullna ströndin 2 vikur frá kr. 27.500.-. 2 vikur frá kr. 32,500.-. 2 vikur frá kr. 33.800.-. ALLIR MÆLA MEÐ ÚTSÝNARFERÐUM SJA EINNIG SÍÐU 11 AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 —20100, y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.