Morgunblaðið - 27.04.1975, Síða 47

Morgunblaðið - 27.04.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 47 ÍBK i 1. deild S.I. fimmtudag léku tBK og UMFN tíl úrslita f 2. deild kvenna f Islandsmótinu í handknattleik. Fór leikurinn fram í Iþróttahúsinu í Njaróvfk og lauk honum með sigri Keflavfkurstúlkna 10:5. Var leíkurinn nokkuð jafn til að byrja með, en upp úr miðjum fyrri hálfleikn um tóku Keflavfkurstúlkurnar að síga fram úr og unnu þær sfðan yfirburðasig- ur. Léku þær oft skemmtilegan hand- knattleik, og er ekki að efa að lið þetta, sem er mjög ungt að árum, á fyllilega erindi upp f 1. deild. Keflavfkurstúlkurnar taka sæti Þórs á Akureyri í deildinni, en sem kunnugt er urður Þórsstúlkurnar neðstar f 1. deild á nýloknu keppnistfmabili. Haukar unnu HK í 2. flokki HAUKAR úr Hafnarfirði og Handknatt- leiksfélag Kópavogs léku til úrslita f bikarkeppni 2. flokks og lauk Leik lið- anna f fyrrakvöld með sigri Hauka. 14:13, eftir að staðan hafði verið 8:6 í háflleík. Haukar voru fyrri til að skora og þeir héldu frumkvæðinu lengst af þótt mun- urinn yrði aldrei mikill. Aðeins einu sínni voru leikar jafnir. Það var í byrjun seinni hálfleiks er staðan var 9:9. Hauk- arnir voru vel að sigrinum komnir, léku góðan varnarleik og voru með jafnbetra lið en HK. Aftur á móti var sóknin oft skemmtileg hjá HK en vörnin heldur gloppótt. Fyrir Hauka skoruðu Jón Hauksson 5 mörk, Ingimar Haraldsson 4, Rúnar Guð- mundsson 3 og ólafur Jóhannesson 2 mörk en fyrir HK skoruðu Gunnar Arna- son 7 mörk, Ragnar Ólafsson 3 en aðrir minna. Körfuknattleiks- landsliðið valið ISLENZKA körfuknattleikslands- liðið sem tekur þátt í Evrópu- bikarkeppni landsliða í körfu- knattleik i Vestur-Þýzkalandi hef- ur nú verið valið. Verður það skipað eftir töldum leikmönnum: Bakverðir: Kristinn Jörundsson, IR Kolbeinn Kristinsson, IR Kári Marísson, Val Jón Björgvinsson, Ármanni Framherjar: Agnar Friðriksson, IR Þórir Magnússon, Val Jóhannes Mgnússon, Val Símon Ólafsson, Armanni Gunnar Þorvarðarson, UMFN Miðherjar: Bjarni Gunnar Sveinsson, IS Kristinn Stefánsson, KR Jón Jörundsson, IR Fyrirliði liðsins verður Kristinn Jörundsson. I liðinu eru tveir nýliðar þeir Jón Björgvinsson og Jón Jörundsson. Tveir leikmenn sem tvímæla- laust eiga heima í landsliðinu verða ekki með að þessu sinni, þeir Kolbeinn Pálsson, sem er frá vegna meiðsla og Jón Sigurðsson, Armenningur, sem ekki getur farið í ferð þessa af persónuleg- um ástæðum. I Evrópubikarkeppninni eru Is- lendingar i riðli með Luxemburg, Albaniu, Sviþjóð, Póllandi og Grikklandi. Leikið verður dagana 12., 13., 14., 15., og 16. maí. GERI AÐRIR BETUR. — Elzti þátttakandinn I viðavangshlaupi ÍR, sem fram fór s.l. fimmtudag, var Jón Guðlaugsson, HSK, sem tók þú þátt í hlaupinu í 23. sinn, og þarf því ekki að hlaupa nema tvisvar enn til að jafna metOddgeirsSveinssonarsemhljóp25sinnum. Má mikið vera ef Jén nær ekki því marki, þar sem hann kveðst ætla að keppa I hlaupunum í 30 ár til viðbótar. Hraustlega mælt af manni, sem orðinn er 49 ára. um sögu glímuíþróttarinnar Sveinn Björnsson, og formaður Ungmennafélags Islands, Haf- steinn Þorvaldsson, sem fluttu sambandinu árnaðaróskir þessara heildarsamtaka og færðu gjafir, svo og forystumenn einstakra íþróttahéraða og einstakra félaga, sem fluttu árnaðaróskir og færðu gjafir. Þá bárust sambandinu mörg skeyti i tilefni afmælisins. I tilefni þessara tímamóta sæmdi Glímusamband Islands þá Sigurð Ingason, Reykjavik og Að- alstein Eiríksson, Reyðarfirði, gullmerki sambandsins fyrir heillarik störf í þágu glímunnar. Við mörg verkefni eru jafnan að fást hjá Glímusambandi Is- lands, sem og I öðrum iþrótta- greinum. Mest aðkallandi og af- drifarikast er jafnan glimu- kennslan, en fjárskortur hefur jafnan verið glimunni fjötur um fót. Dómaranámskeið heldur Glímusambandið nú á næstunni. Glímusambandið hefur á und- anförnum árum unnið að þvi að Blaknámskeið SÆNSKA blaksambandið ásamt alþjóða blaksambandinu I.V.B.F. gengst fyrir námskeiði I skipu- lagningu og útfærslu á minna blaki. Námskeiðið verður haldið i Ronneby í Svíþjóð dagana 13.—18. júlf f sumar. BLt hefur ákveðið að styrkja tvo menn til að fara á þetta nám- skeið. — Umsóknir sendist skrif- stofu BLI, Iþróttamiðstöðinni, Laugardal, pósthólf 864, Rvfk. láta skrá Glímusögu Islendinga. Hefur nefnd manna unnið að því verki á vegum GLl, og er Karl Kristjánsson, fyrrv. alþingismað- ur, formaður nefndarinnar. Höf- undur bókarinnar eru þeir Þor- steinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, og Gunnar M. Magnúss, rithöfundur. Hér er um mikið verk að ræða, hvað umfang og yfirgrip varðar, en handrit eru þegar vel á veg komin. Gerðu þessir aðilar grein fyrir verkefn- inu og var gerður að því góður rómur og því fagnað að glímunn- ar væri minnzt á svo verðugan hátt. Stærsta verkefni Glímusam- bands Islands á þessu ári er för glímumanna til Kanada í sumar. Þjóðræknisfélag Islendinga i Kanada hefir óskað eftir að fá flokk glímumanna til að sýna glfmu á Islendingadeginum að Gimli í sumar í tilefni 100 ára búsetu Islendinga í Kanada. Glímusambandið sér um þessa för og er nú unnið að lokaundirbún- ingi. Vona allir að vel takist til með þessa ferð, því að i vitund Vestur-lslendinga er gliman sönn þjóðaríþrótt Islendinga. Stjórn Glfmusambands Islands. Talið frá vinstri. Fremri röð: Ólafur Guðlaugsson, Kjartan Bergmann Guðjðnsson, formaður, Páll Aðal- steinsson. Efri röð: Sigtryggur Sigurðsson ogGunnar R. Ingvarsson. Unnið að bók GLIMUSAMBAND tslands var stofnað 11. aprfl 1965. Voru þvf liðin 10 ár frá stofnun þess s.l. föstudag. Af þvf tilefni hafði sam- bandið boð inni að Hótel Esju. Formaður Glfmusambandsins, Kjartan Bergmann Guðjónsson, ávarpaði gesti og flutti erindi um glfmuna. Ræddi uppruna hennar og sögu og minntist ýmissa merkra atburða sem gleymzt hafa varðandi fþróttina og sagði sfðan: „Gliman er íslenzk iþrótt, sem hefur þroskazt með þjóðinni um aldaraðir. Hún er séríþrótt Is- lendinga, þó að hún sé að stofni til eldri en byggðin í landinu, eins og tunga okkar, islenzkan, er einnig. En báðar hafa þær, gliman og tungan, þróazt og orðið séreign okkar Islendinga." Margir tóku til máls m.a. var- forseti Iþróttasambands Islands, Lyftingamót í dag Kl. 15.00 I dag hefst I Laugar- dalshöllinni lyftingamót á vegum Lyftingasambands fslands. Er mót þetta, af þess hálfu, skoðað sem Norðurlandameistaramót, þótt aðeins Islenzkir keppendur taki þátt I þvl. Á sama tíma fer fram I Stokkhólmi mót sem sambönd hinna Norðurlandanna hafa komið sér saman um sem Norðurlanda- mót. Lyftingasamband fslands mun hins vegar skjóta þvl undir úrskurð Alþjóða-lyftinga- sambandsins hvort mótið verð- ur viðurkennt, og yrði það töluvert áfall fyrir hin Norður- löndin, ef mótið hér I dag yrði daemt sem Norðurlandamót, þar sem mikið er lagt upp úr móti þessu á öllum Norðurlöndunum. Lyftingasamband fslands hafði lagt I mikinn kostnað vegna móts þess sem búið var að ákveða að haldið yrði hér um helgina, og þess hafði verið freistað að snlða framkvæmd mótsins þann stakk að sómi gæti orðið af. Eftir hina furðulegu frámkomu forsvars- manna hinna Norðurlandanna, situr LSf eftir með sárt ennið og óneitanlega er fjárhagsleg staða sambandsins mjög veik. — Við vorum ekki vel staddir fjárhagslega fyrir, sagði Ómar Úlfarsson, formaður sambandsins I viðtali við Morgunblaðið, — en svo getur farið að þetta riði sam- bandinu að fullu. eða vegi svo að þvl að nánast ekkert starf geti farið fram á þess vegum. Ég vil þó láta það koma skýrt fram, að strax og fréttist hvernig að okkur hefði verið farið, kom það fram hjá nokkrum þeirra aðila sem við höfðum verið með skuldbindingar við, að þeir myndu reyna allt sem þeir gætu til þess að létta okkur róðurinn. Vonandi er að Islenzkt Iþrótta- áhugafólk veiti LSf og Islenzkum lyftingamönnum góðan stuðning með þvl að mæta til mótsins I dag. Vitanlega er það óbætanlegt fyrir Iþróttamennina að fá ekki tæki- færi til þess að spreyta sig i keppni við Iþróttamenn hinna Norðurlandanna. Allir höfðu þeir búið sig af kostgæfni undir mótið, og áttu þar góða möguleika á að hljóta verðlaunasæti og sigra. Þvi er ekki óliklegt að Islandsmet falli á mótinu i dag, og betri afrek náist I einstökum greinum, en gerast mun á mótinu i Stokkhólmi. Iþróttakennara- nemar unnu MT URSLITALEIKUR Skólamóts HSl fór fram að loknum leik FH og Fram f bikarúrslitunum á dögunum. Til úrslita léku nemendur Iþróttakennaraskólans á Laugarvatni og nemendur Menntaskólans við Tjörnina. Fóru leikar þannig, að íþrótta- kennaranemarnir unnu örugg- lega 20:12 eftir að staðan hafði verið 9:5 f hálfleik. I báðum liðum voru nokkrir þekktir íþróttamenn. 1 sigur- liðinu má nefna landsliðsmann- inn úr Víkingi, Viggó Sigurðsson, Hauk Ottesen úr KR, knatt- spyrnumennina Janus Guðlaugs- son og Leif Helgason (lék i mark- inu í fyrrakvöld og stóð sig vel) úr FH og Arna Stefánsson mark- vörð Fram í knattspyrnu. 1 liði MT má nefna handknattleiks- mennina Stefán Halldórsson, Víkingi, Guðjón Marteinsson, IR, og Stefán Hafstein, Armanni. F Glímusamband Islands 10 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.