Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 92. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sósíaldemókratar sigurveg- arar kosninganna í Portúgal Lissabon, 26. aprfl REUTER — AP • ÞEGAR 90% atkvæða höfðu verið talin f kosningunum í Portúgal höfðu sósfaldemókratar rúmlega 38% atkvæða og töldust óumdeilan- legir sigurvegarar kosninganna, enda þótt foryustumcnn flokksins neituðu að gefa nokkrar yfirlýsingar f þá átt. Mario Soares, leiðtogi flokksins, sagðist staðráðinn f að halda I heiðri samkomulag það sem hann hefði undirritað við herforingja landsins og kvaðst ekki lýsayfir sigri. Samkvæmt samkomulaginu verða völd þess þings, sem nú var til kosið, takmörkuð mjög verulega. UNGIR STJÓRNMALA AHUGAMENN — l>essi portúgölsku börn tóku þátt f sfðasta kosningafundi portúgalska kommúnista- flokksins á 1. maf leikvang inum f Lissabon á miðviku- dagskvöld fyrir kosn- ingarnar í gær. AP-mynd. Næst sósfaldemókrötum að at- kvæðamagni stóð þjóðlegi lýðræð- isflokkurinn, PPD, sem hafði fengið rúm 25% atkvæða. Komm- únistar og systurflokkur þeirra, portúgalska lýðræðishreyfingin, höfðu saman fengið aðeins um 17% atkvæða og vakti athygli, að þeir sigruðu sósfaldemókrata naumlega f ýmsum kjördæmum, þar sem þeim var talinn sigur fullkomlega vfs f kosningabarátt- unni. 0 Miðdemókrataflokkurinn, CDS, sem' f kosningabaráttunni hefur orðið fyrir sleitulausum of- sóknum öfgasinnaðra vinstri manna hafði fengið 7% og sögðu forystumenn hans, að það at- kvæðamagn kæmi nokkurn veg- inn heim og saman við það, sem þeir hefðu vænzt. Aðeins 7% kjósenda fór að áskorunum hers- ins um að skila auðum eða ógild- um atkvæðaseðlum. Talsmaður þjóðlega lýðræðis- fiokksins sagði f morgun, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með úrslitin fyrir sitt leyti og sfns flokks og kvaðst ekki hafa búizt við slfkum sigri sósfaldemókrata. Kosningaþátttaka var 91.70% Fjórir hryðju- verkamannanna komnir til Vest- ur Þýzkalands Bonn, 26. apríl. Reuter FJÓRIR af hryðjuverkamönnun- um fimm, sem handteknir voru á fimmtudagskvöld eftir 12 klst. umsátur um vestur-þýzka sendi- ráðið f Stokkhólmi, komu til V- Þýzkalands f morgun með sænskri leiguflugvéi. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar bæði f Hamborg, þar sem vélin hafði viðkomu, og á þeim hluta flugvallarins f Köln-Bonn, sem ætlaður er herflugvélum, þar sem vélin lenti að lokum og hryðju- verkamönnunum var skilað f hendur v-þýzkra yfirvalda. Fimmti hryðjuverkamaðurinn er i sjúkrahúsi i Stokkhólmi. Hann hafði hlotið mikil brunasár og var ekki talið uniit að flytja hann að svo stöddu. Ekki er vitað, hvert var farið með fangana eftir að flugvél þeirra lenti, og af hálfu lögregl- unnar var gefið í skyn að áfanga- stað þeirra yrði haldið leyndum af öryggisástæðum. Skömmu áður en flugvélin lenti tilkynnti saksóknari Vestur- Þýzkalands, að rannsókn yrði þegar hafin í máli hryðjuverka- mannanna og unnið að undirbún- ingi þess að bera fram kærur á hendur þeim fyrir morð, gisla- töku og sprengjuárás. Fréttamenn velta því nú fyrir sér, hver áhrif það muni hafa á stjórn landsins, að hinir hógvær- ari lýðræðissinnuðu vinstri flokk- ar skuli hafa hlotið slikt yfirgnæf- andi fylgi þjóðarinnar, eða sam- tals um 70% atkvæða. Getum er að því leitt, að raddir hinna hógværari herforingja landsins verði ekki eins kæfðar I nánustu framtíð og þær hafa ver- ið af hinum róttækari, en menn minna á, að helztu forystumenn hreyfingar hersins hafa margít- rekað, að þeir muni ekki láta úr- slit kosninganna ráða mótun þjóð- félagsins á næstunni, þar sem landslýður hafi ekki nægan þroska til að vita hvað honum sé fyrir beztu. Hugsanlegt er þó tal- ið, að heldur dragi úr áhrifum kommúnista innan hreyfingar- innar. Leiðtogi kommúnista, Alvaro Cunhal, sagði í útvarpsvið- tali í nótt að flokknum hefði ekki orðið eins vel ágengt og hann hefði búizt við, sérstaklega I norð- urhluta landsins. Fyrir kosning- arnar kvaðst hann gera sig ánægðan með 15—20% atkvæða. Líklegt er, að hinn mikli sigur sósfaldemókrata styrki þá til auk- innar baráttu gegn kommúnistum í verkalýðsfélögum landsins, þar sem kommúnistar voru tilbúnir að taka völd þegar byltingin var gerð í Portúgal fyrir ári. Þegar úrslit voru kunn I 3.378 kjördæmum af 4.027 hafði sósíal- istaflokkurinn fengið 1.802.588 atkvæði eða 38.06% og 73 menn kjörna. Þjóðlegi lýðræðisflokkur- inn hafði fengið 1.208.363 at- kvæða eða 25.51% og 45 menn kjörna. Kommúnistaflokkurinn hafði fengið 628.863 atkvæði eða 13.28% og 21 mann kjörinn. Mið- demókratar höfðu fengið 345.452 atkvæði eða 7.29% og 7 menn Framhald á bls. 26 Sezt Thieu að á Formósu? Þingið skaut sér undan að taka ákvörðun um framtíð Huongs Saigon, Taipei 26. aprd AP — Reuter NUGYEN van Thieu, fyrrum for- seti Suður-Vfetnam, kom flugieið- is til Taipei á Formósu árla f morgun ásamt eiginkonu sinni og 15 öðrum suður-vfetnömskum fé- lögum sfnum. Eftir að bandarfska C-118 flugvélin var lentdró Thieu sig þegar f stað f hlé og tókst fréttamönnum ekki að ná tali af honum Fulltrúar þjóðernissinna- stjórnarinnar á Formósu undir forystu utanrfkisráðherrans, tóku á móti Thieu og föruneyti hans á flugvellinum, að sögn ónefnds valdamanns á Formósu. Ekki var vitað hversu lengi Thieu hygðist dveljast á Formósu, en hann sagði af sér forsetaembættinu s.l. mánudag f þeim tilgangi að reyna að binda enda á Vfetnamstríðið. Q Arftaki hans, Tran Van Hu- ong, sem kommúnistar hafa margoft hafnað sem viðræðuhæf- um samningsaðila, bað f dag suð- ur-vfetnamska þingið um að ákveða hvort hann ætti að segja af sjér og afhenda hlutlausri stjórn, sennilega undir forsæti Duong Van, „stóra“ Minh, hers höfðingja, völdin. Hann sagði að bandamenn landsins, Bandarfkja- menn, vildu ekki aðstoða það lengur, og Suður-Vfetnamar ættu ekki annars úrkosta en reyna samningaleiðina við árásarheri kommúnista. Miklar og heitar umræður urðu á þingi um þessa ósk forsetans, og settust flokkanir á rökstóla. Fór svo að þingið bað Huong um að ákveða sjálfan hvort hann sæti eða segði af sér. Liðssafnaður kommúnista um- hverfis Saigon hélt í dag enn aft- ur af sér, og virtist biða átekta eftir að úrslit fengjust úr hinu pólitfska þófi f Saigon. Engir meiri háttar bardagar áttu sér stað. I Taipei sagði ónefndur emb- ættismaður, að þjóðernissinna- stjórnin hefði engin takmörk sett á dvalarleyfi Thieus á Formósu. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að forsetinn fyrrverandi setjist að á eynni, en bróðir hans hefur Framhald á bls. 26 Mikilvægur þáttur sovézku flotaæfinganna: Æfðu hindrun liðsflutninga á sió að vestan til Noregs — segir fréttaritari Aftenposten í Briissel Frá fréttamanni Morgunblaðsins f Ósló, Agústf 1. Jónssyni. 26. aprft. AFTENPOSTEN hefur f dag eftir fréttaritara sfnum f Briissel, Frederik Bolin, að athafnir sovézkra kafbáta við flotaæfingarnar miklu á NA- Atlantshafi að undanförnu hafi bent til þess, að Rússar hafi lagt þar samfellda kafbáta- girðingu milli lslands og Noregsstranda með það fyrir augum að geta komið f veg fyr- ir liðsflutninga sjóleiðis til Noregs að vestan. Hefur frétta- ritarinn þessar upplýsingar eft- ir heimildum nákomnum her- stjórn Atlantshafsbandalags- ins, sem mun á næstunni yfir- fara og fhuga allar upplýsingar er henni hafa borizt um æfing- arnar, en einstök aðildarrfki bandalagsins fylgdust gjörla með þeim, svo sem fram hefur komið f fréttum. Að því er Bolin segir, benda heimildarmenn hans á, að þetta sé i fyrsta sinn, sem Sovétrikin æfi slíkar ráðstafanir og sá möguleiki, að Sovétmenn reyni að girða af allt hafsvæðið frá Islandi til Noregsstranda varð- ar mikilvægar forsendur, sem varnaráætlanir NATO og Noregs í norðri grundvallast á. Þær ganga meðal annars út frá þvf að halda takmörkuðum her- styrk á svæðunum i námunda við Sovétríkin á friðartíma til þess að auka ekki spennuna á norðurvængnum — en byggja þess í stað á þvi, að unnt sé að senda í skyndi liðsstyrk til Noregs flugleiðis og sjóleiðis. ef til átaka eða styrjaldar komi. Slikur liðsstyrkur mundi fyrst og frem^t koma frá Bandaríkj- unum, Kanada og Bretlandi. Allar varnaráætlanir fyrir norðurvænginn byggjast á því, að aðflutningsleiðum yfir Norður-Atlantshafið og inn að strönd Noregs sé haldið opnum. Hluti sovézku flotaæfinganna síðustu vikur hefur af þessum sökum sérstaka öryggis- pólitiska þýðingu fyrir Noreg. Samkvæmt heimildum Bolins bendir fyrsta athugun á upplýs- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.