Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, SJUNNUDAGUR 27. APRÍL 1975 30 Frá brúðkaupsdegi þeirra Jackie og Onassis á Skorpis i október 1968. Dýrllngtir Þegar allt var dýrð og dásemd i Hvíta húsinu: Kennedyhjónin með Caroline dóttur sina. af stalli fftlliiln Erlend blöð hafa undanfar- ið fjallað um erfðaskrármál skipakóngsins Onassis og hefur það vakið hina mestu athygli, hversu lítill verður hlutur ekkjunnar Jacqueline Onassis af öllum hans eign- um. Svo virðist sem sönnur hafi verið færðar á það að Onassis hafi tekið þá ákvörð- un að skilja við eignkonu sína og segir New York Times frá því að Jackie fái aðeins 3 milljónir dollara í sinn hlut vegna þessarar ákvörðunar Onassis, sem hann hafi síðan dregið til baka eftir að hann veiktist hastarlega. Nokkrum mánuðum áður en hann dó eða nánar tiltekið 3. des. sl. mun Onassis hafa skýrt bandarískum lögfræðingi, John Meyer, frá því, að hann hefði ákveðið að sækja um skilnað frá konu sinni og fól hann Meyer að fara með málið fyrir sína hönd. Síðar féllst hann svo á að hætta við skilnaðinn, þegar veikindi hans steðjuðu að. Ljóst er af öllu að fullur fjandskapur virðist lengi hafa ríkt með Christinu Onassis, einkadótturinni, og Jackie og skýra bandarísk blöð frá því að ekki hafi umhyggjuleysi Jackie gagnvart manni sín- um í banalegunni orðið til að bæta þar um. Christina sat við beð föður síns svo klukkustundum skipti og var hjá honum til hins síðasta, en Jackie skrapp öðru hverju í smáheimsóknir til Parísar að vitja hans en dvaldi að öðru leyti í New York. Haft hefur verið eftir nákomnum aðilum að í síðasta skipti sem Jackie hafi komið að sjúkrabeði Onassis hafi þar verið fyrir Christina og nokkrar frænd- konur Onassis og hafi þær ekki virt Jackie viðlits, en talað saman í hálfum hljóð- um á grísku, sem forsetafrúin fyrrverandi hefur aldrei lagt sig eftir að læra og skildi því ekki hvað fram fór. Þótt sumir séu þeirrar skoðunar, að Christina Onassis hafi haft nokkur áhrif á föður sinn, viðvíkjandi því að svipta Jackie umtalsverð- um arfi, þykir öðrum að svo skapfastur maður sem Aristoteles Onassis hafði tek- ið þvi fjarri að láta nokkurn annan, þó svo að þarna væri um dóttur hans að ræða, hafa afskipti af málefnum sínum. Hinn frægi dálkahöfundur Jack Anderson hefur fjallad um málið í skrifum sínum að undanförnu og upplýsir þar meðal annars að það hafi raunar verið Jackie sem hafði frumkvæði um að stofna til náinna samvista við Onassis. Hafi hún notað tækifærið þegar honum sinnaðist við Maríu Callas, þá skapheitu söngkonu, og orðið sér úti um boðssiglingu um borð í Christinu. Jack Anderson segist hafa átt viðræður við ýmsa þá, sem næstir Jackie hafa stað- ið, meðan bæði hjónabönd hennar vöruðu. Virðist Ijóst, segir Anderson, að hún hitaði iðulega fyrri eiqin- manni sínum, John Kennedy, í hamsi vegna gegndarlausrar peninga- eyðslu þó svo að hann teldist hafa rúm fjárráð. Mary Gallagher, segir Anderson, sem hafði umsjón með einka- reikningum Jackie, hefur skýrt frá því að hún hafi eytt 105.446.16 dollurum á fyrsta búsetuári sínu í Hvíta húsinu. Af þessar fjárupp- hæð fóru rösklega 40 þús- und dollarar til fatakaupa frúarinnar og einn reikningur hljóðaði upp á 4 þús. dollara frá Givenehy í París. Að öðru leyti keypti hún sér mat, vín- föng, skartgripi, listaverk og snyrtivörur. Eftir því sem Anderson segir í greinum sín- um lét hún kvartanir for- setans vegna þessarar miklu eyðslu sem vind um eyru þjóta. Næsta ár eyddi hún 121.461.61 dollara í einka- neyzlu. Þá var árskaup Bandaríkjaforseta eitt hundrað þúsund dollarar. Þegar hún giftist svo Onassis fékk hún 30 þúsund dollara á mánuði til einka- þarfa og auk þess leyfi til að vera í reikningi hjá aðskiljan- legum tízkuhúsum. Kom fljótlega í Ijós að skipakóngn- um, blöskraði eyðsla hennar og hafði hann þó ekki kallað allt ömmu sína. Anderson segir að Onassis hafi iðulega hneykslast á eyðslu og óráðsíu eiginkonu sinnar og einhverju sinni haft orð á þv! er óþarflega hár reikningur, eða 6 þúsund dollarar, var honum sendur, og var það kostnaður fyrir matvæli og umönnun gæludýra Jackie. Hún ráð einnig frægan innanhússarkitekt til að endurskipuleggja snekkjuna Christinu eftir sínu höfði, svo og bústað þeirra hjóna á eynni Skorpios. Arkitekt þessi, Baldwin, fékk hins vegar aldrei að breyta neinu um borð í snekkjunni þar sem Onassis tók það illa upp er Jackie vildi gera þar á breytingar. Aftur á móti gerði Baldwin breytingar á húsi þeirra á eynni, en Onassis er sagður hafa tregðast við að greiða þann reikning að fullu. Þá segja heimildir Andersons að eftir því sem lengri tími leið og sambúð þeirra Onassishjóna hafði farið kólnandi hafi Onassis Frá útför skipakóngsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.