Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975 37 Jón H. Þorbergsson: Guð hefur til vor talað „Kn leitið fyrst ríkis Haus og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Fjallræðan). Þess er oft getið í gamla testa- mentinu, að Guð birtist mönnum og talaði við þá. Hann talaði við Adam og Evu i aldingarðinum, við Kain, við Nóa, við Abraham og Söru konu hans, en þó mest við Móse. I bókum spámannanna er þess mjög oft getið, hvað Drottinn talaði við á. Þeir segja frá því sjálfir. Margt kemur merkilegt fram i þessum frásögnum sem miðar að því að efla fólkið i manndygðum og trú á skapara himins og jarðar. Drottni líkaði fórn Abels af því hann hefir verið trúaður. Forfeð urnir voru mjög trúaðir og hafa haft samband við Drottin. Það er merkileg frásögn um það, þegar Abraham var kominn frá Egj'pta- landi og sestur að i Mamre-lundi I Hebron þá lenti hann í hernaði til að frelsa bróðurson sinn. Abra- ham vann sigur og er hann kom úr þeim leiðangri með sína menn, kom á móti honum konungurinn í Salem, með vistir handa leiðangr- inum. Hann hét Melkisedek og var talinn prestur hins hæsta Guðs. Við þetta tækifæri sagði hann við Abraham: „Blessaður sé Abraham af hinum hæsta Guði, skapara himins og jarðar, og lof- aður sé hæsti Guð, sem gaf óvini þína þér i hendur.“ (Mós. 14. 19. 20.). Þetta mun hafa verið um 2000 árum fyrir Krist. — Það er veruleiki að trúin á hinn sanna Guð hefir alltaf lifað með fólkinu og er ódauðleg. — Samkvæmt ritningunum er Móse uppi um 1400 árum fyrir Krist. Móse er fjárhirðir er hann mætir fyrst Guði. Það byrjaði með því að Móse sá runninn loga án þess að brenna. I’rá samtali Guðs við Móse hefir kristið fólk boðorðin tíu og blessunarorðin, sem eru dýrmæt eign. Jesea spámaður var uppi um 700 árum fyrir Krist. Jesea sagði fyrir um komu Krists til jarðarinnar og starf hans þar. Tii þess hlaut hann að hafa talað við Drottin. — Davíð konungur sá verk Guðs í náttúrunni. „Himn- arnir segja frá Guðs dýrð og fest- ingin kunngerir verkin hans handa.“ (Sálm. 19., 2.) — Þetta getum við öll séð. — Mest hefur Guð talað við fólkið i Jesú Kristi. A hann gátu allir hlustað — og geta enn í dag — „Guó hefir í lok þessara daga til vor talað fyrir son sinn (Hebr. 11, 2.) Og orðið varð hold og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins sonar frá föður,“ (Jóh. 1.14.—). Koma Krists er mesti vióburður mannkynssögunnar. — Hvernig væri sú saga, ef Kristur væri ekki kominn? — Fjöldi af fólkinu var að glata sér, i trúleysi og synda lifi, þegar Kristur kom. Hann sagði: „Ég er kominn til þess að þeir (fólkið) hafi líf.“ (Jóh. 10.10.). Þegar Kristur kom til þeirra systra Maríu og Mörtu, til þess að lífga upp Lazarus bróður þeirra, sagði hann: „Ég er uppris- an og lífið. Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi og hver sá, sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eiiifu deyja." (Jóh. 11,25—26.). „Sannlega, sannlega segi ég yð- ur, ef nokkur varðveitir mitt orð, hann skal aldrei að eilífu sjá dauðann.“ (Jóh. 8. 51.). — Krist- ur hét hverjum eilifu lífi, sem trúir á hann sem frelsara sinn —. Hann sagði: „Trúið á Guð og trúið á mig.“ (Jóh. 14, 1.), og hann segir: „Með þessu vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt og verðið minir lærisveinar.“ (Jóh. 15, 8.). Kristur var sendur af Guði og talar Guðs orð. Hann studdi guðfræði Gamla testament- isins. Hann sagði við manninn: „En ef þú vilt innganga tii lifsins, þá hald boóorðin.“ (Matt. 19, 17.). — Hér á hann við boðorð Guðs frá Móse, þótt hann gæfi okkur ný boóorð. — Guðspjallamennirnir segja frá orðum Krists og athöfn- um hans: kærleiksverkum, kraftaverkum, fórnardauða, upp- risu hans og uppstigningu. — Það veitir öllum mikinn lífskraft og trú að lesa þessar frásagnir. Hið efra stendur okkur til boða kær- leikur, hjálp og eilíft iif i sælu himnanna. Við þurfum til að öðl- ast þetta allt, að ástunda Guðs orð og trúa á Guð og frelsarann. Það er ekki hægt að lifa sönnu menn- ingarlífi án þess að trúa á Drottin. Við eigum líka að tala við hann „með bæn og beiðni ásamt meó þakkargjörð". — Kristiö fólk á að tiðka það mjög að koma saman til að lesa í Biblíunni, með athugun og bæn. Það styrkir vissulega trúna. „En þetta er ritað til þess að þér skuluð trúa að Jesús er Kristur, sonur Guðs, og til þess að þér, með því að trúa, öðlist lífió í hans nafni.“ (Jóh. 20, 31). Orð Guðs í hinni helgu bók geta ekki haggast frekar en eilifðin. Kristur sagði: „Svo elskaði Guð heiminn (fólk- ið), að hann gaf son sinn einget- inn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf-“ (Jóh. 3,16). — Þeir sem ekki trúa eiga bátt. En dyrnar eru allt- af opnar, samanb. ræningjann á krossinum o.m.fl. Ekkert á þjóðin dýrmætara en Guðs orð og frjáls- an aðgang að því. Það skilur okk- ar trúaða fólk. Það er áberandi almennt hér í landi, að fólk vill líkna bágstöddum og viðhalda kirkjuhúsum sínum. Það er frá Kristni, eins og allt gott. Kristur sagði: „Uppskeran er mikil en verkamennirnir fáir. biðjið því herra uppskerunnar að hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar." (Matt. 9, 37—38). Við getum beðið hann að senda okkur. Síðustu orð Krists við læri- sveina sina er þeir horfðu á hann hverfa upp til himins, voru þessi: „Farið því og kristnið allar þjóðir og skirið þær til nafns föðurins, sonarins og hins heilaga anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hefi boóið yður. Og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar." (Matt. 28 19—20). Síðari setning þessara orða eru mikil huggunarorð öllum trúuðum. Kristur talaði við Pál, er hann var á leið til Damaskus, Kristur hefir oft birst mönnum og gerir enn í dag —. Þá hefur Drott- inn oft sent engla sína með skila- boð til manna. Um það eru marg- ar frásagnir fyrr og síðar —. Eng- illinn Gabriel kom til Mariu „Guðsmóður“ og tilkynnti henni hvaða hlutverk Drottinn ætlaði henni. Þegar Kristur fæddist kom engill til fjárhirðanna. Hann sagði við þá: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýónum, því að yður er i dag frelsari fædd- ur, sem er hinn smurði drottinn, í borg Davíðs.“ (Lúk. 2, 10—11:). Nærtækt dæmi er það sem Guðsmaðurinn I Bandaríkjunum, William Graham, skýrir frá. Hann er fæddur 1909. Bókin með frá- sögnum hans kom út 1951 í U.S.A. Hinn 7. maí 1946 birtist honum fyrst engill Guðs í skinandi klæð- um til að flytja William fyrirmæli Guðs. Um þetta reit ég í Morgun- bl. 1974. Guð hefir til vor talað —. Eskifirði 25. april MIKIÐ af fiski hefur borizt á land hér á Eskifirði undanfarið. Togararnir hafa aflað afbragðs- vel. Til dæmis landaði Hólmatind- ur tvisvar í síðustu viku 140 lest- um i hvort skipti og Hólmanes landaði 150 lestum. Afbragðs afli hefur einnig verið hjá minni netabátum en þeir hafa sótt suður á Berufjörð. Einn Hann hefir gefið okkur skilning- arvit, sem við nefnum samvizku. Það notar trúar fólk til að hafa samband við Guð i athöfnum sin- um. islensku þjóðina vantar ekkert nema almenna vakningu í Guðs orði. Ef nógu margir bæðu þess í trú, þá kæmi vakningin yfir þjóð- ina og þá gæti hún eignast það líf, sem Kristur sagðist vera kominn til að veita fólkinu — Þetta gætum við með sameigin- legu átaki. „Allt megna ég ryrir hjálp hans, sem mig styrkan gjör- ir.“ (Filipp. 4, 13). „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi minum.“ (Sálm. 119, 105). Með þvi að lesa Biblíuna getum vió vitað hvernig Guð talar við okkur. Þá opnast okkur lika leiðin til að tala við hann. Það er óþrjótandi andlegt verkefni og veitir okkur lifið, sem við erum fædd til að lifa. Heimilisfang misritaðist MEÐAL fermingarbarna í Breið- holtsprestakalli í dag er Kjartan Eyþórsson, en heimilisfang hans hefur misritazt í lista yfir ferm- ingarbörnin í blaðinu i gær. Kjartan á heima að Þórufelli 12, — ekki Yrsufelli. þeirra, Guðmundur Þór, 15 lesta bátur, kom með 16 lestir að landi einn daginn. Sæljónið er enn afla- hæst af netabátunum, var búið að fá 620 lestir í gær. Mikil vinna hefur verið við fiskinn og unnið fram á nætur og um helgar. Sumarið heilsaði með blið- skaparveðri á sumardaginn fyrsta, sól og hita og hefur svo verið í dag líka. — Ævar. Hólmatindur landaði 280 tonnum í vikunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.