Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRÍL 1975 31 Forsetafrúin f heimsókn hjá páfa. ýmsan kostnað I sambandi við dvöl þeirra, sem átti þó ekki að koma inn á verksvið gestgjafa þeirra. Þegar fram liðu stundir og Onassis hafði ekki lengur unun af því að baða sig upp úr því að hafa kvænzt goðsagnaverunni Jacqueline Kennedy og í Ijós kom að hún eyddi svo miklu fé að það jaðraði við vitfirringu og sýndi þar að auki lítinn áhuga á því að vera samvist- um við eiginmann sinn, mun Onassis hafa farið að gera sínar ráðstafanir í sambandi við skilnað, eins og vikið er að í byrjun. Munu þær fréttir áreiðanlegar. Um svip- að leyti er líklegt að hann hafi búið svo um hnútana ! erfðaskrá sinni, að hún fengi eins lítið af stórkostlegum eignum hans og mögulegt væri. Vitað er að síðustu mánuði hjónabands þeirra kvartaði Jackie hvað eftir annað við vini sína yfir því, hversu eiginmaður hennar væri nízkur og skæri allt við nögl sér sem til hennar rynni. Hitt bókar þó Anderson og flestirsem um þetta mál hafa farið höndum, að það hafi án efa komið Jaqueline mjög óþyrmilega á óvart, hversu skarðan hlut hún bar frá borði I peningamálunum, þegar eiginmaðurinn var all- ur. skorið mánaðarlega fjárveit- ingu til hennar niður um tíu þúsund dollara og hvað eftir annað neitað að greiða reikn- inga fyrir föt og varning, sem hún keypti sér. Þá birtir Anderson lýsingu á því þegar þeim hjónum var boðið til íran af keisarahjónunum, og þá Jackie þar margar dýr- mætar gjafir og hafa menn ekki dirfzt að •. nefna þar neinartölur. Aftur á móti létu þau hjón hjá líða að greiða Myndin var tekin viSjarðarför Alexanders Onassis, einkasonar Tinu og Aristotles. Tina Onassis lézt skyndilega fyrir nokkrum mánuðum Hljómplötur Kaupum hljómplötur. Staðgreiðsla. Tökum í umboðssölu listmuni og fágæta hluti. Safnarabúðin, Bókhlöðustíg 2, sími 27275. KOKKA FÖTIN komin aftur í úrvali V E R Z LU N I N GEísiP^ v lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI SÍMI 51455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.