Morgunblaðið - 27.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. APRlL 1975
13
70 ára — Hjörtur
Sturlaugsson
Það er þetta hjól, sem manns-
höndin ræður bara ekkert við;
hjól tímans, þetta óstöðvandi
náttúrulögmál, sem allt fram
streymir endalaust. Og einmitt i
dag, 7. apríl 1975, hefir það snú-
izt, þar til Hjörtur okkar
Sturlaugsson bóndi, Fagra-
hvammi, Skutulsfirói, hefir lifað
70 ár, er við minnumst með
nokkrum orðum. Það er þá fyrst
til að taka, að annað verður ekki
sagt, en Skutulsfjörður hafi verið
heppinn að fá hann sem innflytj-
anda, þar sem hann hefir starfað
sleitulaust að framfararmálum i
þessu plássi í fjölda ára. Færi
eitthvað úr skoróum var jafnan
viðkvæðið — Hjörtur, Hjörtur,
hvað skal nú til ráða?
Hér í friði hefir verið og er
starfandi ásamt fleiru Búnaóar-
félag, og hefir Hjörtur jafnan ver-
ið formaður þess, hvetjandi
bændur til framfara og dáða og
alla jafnan út á við verið fulltrúi
fjaróarins hjá Búnaðarsambandi
Vestfjarða og einnig hjá Stéttar-
sambandi bænda. Þess háttar
starfsemi lendir gjarnan hjá þeim
mönnum, er hæfileikana hafa.
Hjörtur er ræóumaður góður og
flytur hóflega og ákveðið sitt mál,
ekki er hávaðinn eóa gaura-
gangurinn, enda maóurinn með
rólega skapgerð af beztu tegund,
og skiptir alla jafna ekki skapi,
hvorki á fundum eða i daglegu
lífi. Að sjálfsögðu hefir þaó stutt
Hjört í öllu hans athafnalífi, að
hann hlaut staðgóða menntun á
sínum yngri árum. í unglinga-
skóla mun hann hafa verið, sem
og útskrifaður búfræðingur frá
Bændaskólanum á Hvanneyri. Nú
viljum við gjarnan hér i Skutuls-
firði halda á að eiga Hjört ungan
og athafnasaman hér í plássinu,
en sem fyrr greinir er ekki heigl-
um hent að stöðva hjólið, en þrátt
fyrir það mun Hjörtur allavega
standa fyrir sínu öll hin næstu ár,
því ekki eru 70 ár hár aldur i
nútímaþjóðfélagi. Og Hjörtur ber
aldurinn mjög vel og er til í tuskið
ennþá, hvað sem öóru liður.
Einhverju sinni, er ég átti leið
framhjá Fagrahvammi ásamt litió
kunnugum félaga mínum hér í
plássi, hafði hann orð á því, hvort
Hjörtur ætti alla þessa bíla er þar
voru heima við. Ég kvað nei við.
Kannski á hann engan, allt eru
þetta ferðamannabilar, senniiega
mest utan af landi. Hjörtur er vel
kynntur og þekkir fjölda fólks út
um allt ísland og öllu þessu fólki
og frammámönnum finnst ósköp
gott að stinga við-stafni i Fagra-
hvammi, njóta þar gestrisni og
góðrar fyrirgreiðslu og skýrir það
sig sjálft. Hjörtur Sturlaugsson er
ágætur félagi og hefir mikla
ánægju af góðum félagsskap,
enda kemur ævinlega mjög vel
fyrir á öllum mannfögnuðum og
eftirsóttur á þá og mætti til
gamans segja sem svo, að annað
kynið e.t.v. af forvitni vildi fylgj-
ast með hvort Hjörtur væri mætt-
ur á dansleiknum.
Hjörtur Stulaugsson er tví-
kvæntur. Fluttist hann með fyrri
konu sinni Arndisi Jónasdóttur
frá Reykhólum hingað til Skutuls-
fjarðar og voru þau setzt að á
Fagrahvammi og i þann veginn að
mynda sér þar framtiðarheimili,
en einmitt þá barði dauðinn að
dyrum, alveg óvænt sem hans get-
ur verið vandi og missti Hjörtur
þar með sína góðu konu. Það mun
hafa verið árið 1947. Sem gefur að
skilja var sviplegt fráfall hennar
mikið áfall fyrir heimilið, frá
manni og 4 börnum þeirra. Hér
reynir á manndóminn og rósem-
ina og meó hvort tveggja að bak-
hjarli lánaðist Hirti að halda
heimili gangandi, eitthvað meó
aðstoð ráðskonu. Arið 1950
kvæntist svo Hjörtur í annað sinn,
Guðrúnu Guðmundsdóttur frá
Ingjald^sandi, og tóku þau vió
sem frá var horfið, að byggja upp
og fegra heimilið á Fagrahvammi,
og hefir það lánast svo að hér er
um fyrirmyndarheimili að ræða,
tekst þá tveir vilja, og lifa þau þar
nú rólegu og áhyggjulausu lífi í
allri velmegun, og ætla má, að
þau séu að verða ung í annað
sinn.
Fyrri konu börn Hjartar eru:
Sverrir, giftur norskri konu og
býr i Noregi; Bernharð, sem gift-
ur var Guðrúnu Jensdóttur frá
Isafirði; Anna, gift Sigurði Guð-
mundssyni málarameislara á Isa-
firði og Hjördis gift Pétri Sigurðs-
syni, forseta Alþýðusambands
Vestfjarða. Með seinni konu sinni
hefir hann eignazt 3 börn, sem
eru: Arndís, gift Finnboga Bern-
ódussyni Bolungarvík, Einar
ógiftur heima og Guðbjörg trúlof-
uð Magnúsi Halldórssyni Hnífs-
dal. Öll eru þessi börn vel gefin
og gott framtíðarfólk á íslandi og
Framhald á bls. 32
Séróu þaó
sem
Þaö þarf ekki aö vera. Enda þótt allir
landsmenn njóti sömu dagskrár, er
afar mismunandi hvaö fólk sér. og kemur þar
margt til, léleg sjónvarpstæki, slæm mót-
tökuskilyröi og umdeild dagskrá. Viö ráöum
ekki bót á efnisvali sjónvarpsins né heldur
lögum viö móttökuskilyröin, en sért þú aö
Komdu í heimsókn og sjáöu
hugsa um aö endurnýja sjónvarpstæki
eöa kaupa þitt fyrsta.þá viljumviö benda
þér á aö þaö sem þú sérö, þaö séröu
best í Nordmende sjónvarpstæki. Viö höfum
svart/hvít og litsjónvarpstæki í úrvali á veröi
frá 60.000 krónum.
RDlllE
Litsjónvarpstæki
Skipholti 19 sími 23800
Klapparstíg 26 sími 19800
búð'in Sólheimum 35 sími 21999