Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 30

Morgunblaðið - 03.05.1975, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 María Guðmunds- dóttir—Minning F. 9.9. 1913 D. 27. 4 1975. í dag er til moldar Fossvogskirkju — borin frá María Guðmundsdóttir, Skipholti 6 í Reykjavík. Hún var fædd í Svefneyjum á Breióafirði 9. sept. 1913 og var því á 62. aldursári er hún lézt 27. apríl s.l. á Landakotsspítalanum. Hún fluttist ung með foreldrum sfnum til Bíldudals við Arnar- fjörð — en þau voru hjónin Þor- björg Guðmundsdóttir ljósmóðir frá Skáleyjum á Breiðafirði og Guðmundur Arason frá Barði í Gufudalssveit. Maria ólst upp á Bíldudai í stór- um systkinahópi — en systkinin urðu tiu og að auki ein uppeldis- systir — sem öll náðu fullorðins- aldri. Arið 1934 þ. 29. des giftist Maria eftirlifandi eiginmanni sín- um, Guðbjarti Ólasyni, siðar skip- stjóra á Bíldudal. Þau bjuggu síð- an á Bíldudal til ársins 1964 er þau fluttust til Reykjavíkur — en þá hafði Guðbjartur hætt sjómennsku en tekið til við bók- haldsstörf fyrst hjá Kaupfélagi Arnfirðinga á Bíldudal og síðan hjá Ileildverzlun Ásbjarnar Ólafssonar i Reykjavík. Þeim hjónum varð sex barna auðið, sem öll komust upp og hafa stofnað sín heimili. Þau eru talin í aldursröð: Sá sem þessar linur ritar kvæntur Svövu Kjartansdóttir — búsett á Selfossi; Sigrún póstafgrm., gift Ásgeiri Guðmundssyni starfs- manni hjá Kassagerð Reykjavik- ur; Hjörtur, aðalbókari hjá Islenzkurn Markaði i Keflavik, kvæntur Gígju Árnadóttur — þau búa i Reykjavík; Fjóla, gift Jakobi Helgasyni múrara á Patreksfirði; Guðríður, gift Sveini Benediktssyni, stýrimanni á Neskaupstað; Ruth, hjúkrunar- kona, gift Kristjáni Harðarsyni, bifvélavirkja á Neskaupstað. Barnabörnin eru sextán. Þessi er í fáum orðum hin ytri umgerð um lífsvettvang móður minnar. Hún var af þeirri kyn- slóð, sem lagði upp við litil efni á árunum kringum 1930 en eins og alkunna er, varð sá tími mörgum dýrkeypt reynsla — þó að betri tíð færi i hönd. Starfsvettvangur hennar var fyrst og fremst á heimilinu — en að því ieyti sérstæður að dagleg forsjá þess hvíldi að verulegu leyti á henni, sem titt er um sjómannskonur — þar sem fyrir- vinnan var oft langdvölum fjarri heimilinu. Einkum átti þetta við um fyrstu búskaparárin. Þá kom sér oft vel hve dugleg hún var, fylgin sér og þrautseig, ef um það var að tefla, sem máli skipti. Hún var með afbrigðum næm á hagi sinna nánustu — en velferð þeirra var henni hugstæðust alls. Sjálf taldi hún sina mestu gæfu vera í traustum lifsförunaut og samstæðri fjölskyldu. Þó að uppvaxtarár okkar systk inanna á Bildudal hafi vitaskuld ekki verið foreldrum okkar bar- áttulaus voru þau okkur — sælu- tið. Að leiðarlokum þökkum við nú hennar hlut — ómældan — og það sérstaklega, sem hún innrætti okkur bezt. Við biðjum minningu hennar — Laugardaginn fyrir páska var gerð útför Jóhönnu Erlu Axels- dóttur, húsfreyju í Viðvík, Skaga- firði, er lézt 17. marz siðastliðinn. Hennar gamli sóknarprestur, séra Gunnar Gíslason i Glaumbæ, jarð- söng. Jóhanna Erla, eða Erla eins og hún var jafnan nefnd, var fædd að Leirá í Borgarfirði 6. október 1926. Faðir hennar, Axel Leidecker, var danskur ríkisborg- ari af þýzku bergi í föðurætt. Hann mun nú látinn. Móðir Erlu, Kolfinna Jóhannesdóttir, og fóst- urfaðir, Þórður Jónsson, búa nú í Borgarnesi. Erla ólst upp hjá móður sinni og fósturföður, fyrst á Hvítsstöð- um, og síðar i Krossnesi, Álftanes- hreppi. Þau Þórður og Kolfinna eignuðust fimm börn, þrjá drengi og tvær stúlkur, sem öll reyndust Erlu hin beztu systkin. Erla stundaði nám í húsmæðraskólan- um að Varmalandi, og um 1950 réðst hún að Kirkjubæ á Rangár- völlum og starfaði á búi Eggerts Jónssonar frá Nautabúi. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Ottó Geir Þorvaldssyni Þorvaldssonar verkamanns á Sauðárkróki. Þau voru gefin saman i hjónaband 9. september 1952, i Kornbrekku. Ottó starfaði þá hjá Sandgræðslunni í Gunnars- holti, og voru þau Erla þar i eitt ár og annað á Þingeyrum í Þingi. En hugur þeirra beggja hneigð- ist til sjálfstæðs búskapar, og árið 1954 hófu þau búskap á nýbýlinu Víðimýrarseli í Skagafirði, lítilli jörð úr landi Víðimýrar. Víðimýr- arsel stendur hátt og sér víðayfir fjörðinn. Ottó, sem ungur hafði misst föður sinn frá stórum barnahópi, sleit barnsskóm sínum á næsta bæ vestan Víðimýrarsels, Stóra-Vatnsskarði, hjá frændfólki sínu. Hann var því kominn á heimaslóðir, en Erla í nýja veröld og stórbrotna. Hún festi fljótt rætur í Skagafirði, og undi sér Móðir okkar JÓHANNA SIGRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR áður á Brimhólabraut 27, Vestmannaeyjum sem andaðist að Hrafnistu þann 25. aprll verður jarðsett frá Landa- kirkju Vestmannaeyjum þriðjudaginn 6 maí kl. 2 e h. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Hulda Sigurbjörnsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir sonur og tengdasonur, RAGNARMÁRJÓNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. maí kl. 3 Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hans láti Slysavarna- félag íslands njóta þess Fyrir hönd annarra vandamanna: Þórunn Björg Birgisdóttir Birgir Már Ragnarsson Jón Sigurðsson Jóhanna G. Erlingsson Birgir Magnússon Birna Ögmundsdóttir. Guðmundsdótt- Minningarorð blessunar Guðs og föður okkar styrks i sorg. Óli Þ. Guðbjartsson. Jóhanna Erla Axels- dóttir Viðvík - Minning vel, þótt ávallt hefði hún sterkar taugar til bernskustöðva. Á Viði- mýrarseli bjuggu þau í átján ár, byggðu öll hús upp frá grunni og ræktuðu stórt tún. Búskapur þeirra einkenndist af bjartsýni og fyrirhyggju. Heimilið fór stækk- andi með hverju ári og gesta- gangur var mikill. Hjálpsemi þeirra og greiðvikni við nágranna var viðbrugðið, öllum var tekið opnum örmum. Erla tók þátt í starfsemi kvenfélags Seylu- hrepps, og var ætíð boðin og búin til starfs ef svo bar við. Þau Ottó og Erla eignuðust sex börn. Elztur er Þorvaldur, f. 15. apríl 1952, þá Jóhannes, f. 11. janúar 1954, Kolfinna, f. 23. marz 1956, Helga, f. 11. desember 1958, Guðrún, f. 18. september 1962, og yngstur er Kári, f. 18. nóvember 1963. Árið 1971 keyptu þau jörðina Viðvík í Viðvíkursveit, og fluttust þangað vorið 1972. Elzti sonur þeirra, Þorvaldur, býr þar nú með föður sínum. — Skömmu eftir að þau komu í Viðvík kenndi Erla sér þess meins er síðar varð henni að aldurtila. Vorið 1957 kom ég ungur dreng- Framhald á bls. 31 F. 1. október 1897. D. 17. október 1974. — Stutt kveðja — Elín hefði átt skilið veglegri minningarorð en ég er fær um að skrifa, þetta getur aðeins orðið örlítil kveðja frá vini. Elín fæddist 1. okt. árið 1897 í ívarshúsum, Garði, dóttir hjón- anna Guðmundar Árnasonar og Málfriðar Árnadóttur. Hún var yngst 6 systkina, en af þeim lifir nú aðeins eitt. Ung fór Elín að vinna fyrir sér, vann hún um árabil á Hótel Skjaldbreið eða þar til hún árið 1921 giftist Bjarna Bjarnasyni vélstjóra frá Þingeyri. Eftir það helgaði hún heimili sínu alla starfskrafta sína. Nú eru af- komendur hennar orðnir 49, þar af 7 börn, 28 barnabörn og 14 barnabarnabörn. Árið 1945 varð Elín ekkja.og eftir það bjó hún á heimili sínu á Bergþórugötu 12 ásamt börnunum sinum, sem þó smám saman flugu úr hreiðrinu. Síðustu árin átti Elín við van- heilsu að stríða, en fékk hvildina þ. 17. okt. í fyrra. Það var stór hópur ættingja og vina, sem varð harmi lostinn, en öllum var þó ljóst, að úr því sem komið var, var þetta besta lausnin. Ég þekkti Elínu aðeins síðustu árin, sem aldraða konu. En þótt sá timi hafi verið stuttur, er ég þakk- látur fyrir hann. Þaðvaralltaf gott að ræða við hana, að ekki sé talað um að líta inn í litla húsinu á Bergþórugötu 12 til að þiggja hjá henni kaffisopa. Mér segir svo hugur, að oft hafi gestagangurinn þar verið mikill. Elín var trúuð, en fyrst og frefnst á það göða í mönnunum. Hún var sannfærð um, að innst inni væru allir góðir, þótt fólki gengi misjafnlega vel að láta það í ljós. Sjálf var hún ekkert nema gæðin, og átti létt með að tjá það. Það fundu börnin best, þau sem eru allra næmust á fólk. Þegar fréttin um lát Elínar barst okkur, sagði litla dóttir mín og barna- barnabarn hennar meö tárin í augunum: „Já, en hún var svo góð.“ Og með þeim orðum vil ég ljúka þessari síðbúnu og fátæklegu kveðju. Guðmundur. Hve bágt á ég að trúa því, að hún amma mín sé dáin það er fyrir mér, sem er svo langt i burtu að heiman sem eitthvað óraun- verulegt. Mér finnst að þegar ég komi heim næst, þá hljóti hún að liggja í rúminu sinu á sjúkrahúsinu, þar sem ég sá hana síðast. Hún liggur þarna svo lítil og brothætt í stóra rúminu, og horfir eftirvæntingarfullum augum í átt til dyranna, þegar þær opnast. Hún þekkir mig ekki, fyrr en ég er komin alveg að rúminu. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afí, fSLEIFUR SKÚLASON, bifreiðastjóri. Hólmgarði 32, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, mánudaginn 5. maí kl. 1.30. Helga Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er auðsýnt hafa okkur samúð við andlát og jarðarför JÓN S. BJARNASONAR Kaplaskjólsveg 11 Kristín Pálsdóttir Jens Jónsson Kristin Þórðardóttir Valur Pðll Þórðarson Þórhildur Jónsdóttir Valdls Kristmundsdóttir Magnús Axelsson Erla Þórðardóttir og barnabörn. „Nei, er þetta ekki hún Elín mín,“ segir hún og reynir að rísa upp við dogg, þegar hún faðmar mig að sér. Tvö gleðitár tritla út úr augnkrókunum, tár sem hún flýtir sér að þurrka burt. „Og er hún komin til að kveðja hana ömmu sína, áður en hún fer svo langt burt.“ Ég sest við hliðina á rúminu, og við förum að ræða saman. Jú henni líður nú svona eftir vonum, það er ekki að búast við öðru, segir hún og fitlar við máttlausu höndina sína. Þær eru ósköp góð- ar við hana stelpurnar, alltaf eitt- hvað að greiða henni og punta. Já hún amma mín er þakklát fyrir hverja athygli sem henni er veitt, hún sem var áður vön að vera innanum stóran barnahóp, og allt- af vön að vera eitthvað að starfa, aldrei iðjulaus. Nú liggur hún þarna hjálparvana sem ungbarn, og er alveg upp á aðra komin. Og hana ömmu mína langar heim, nú er búið að selja litla húsið hennar, en hanalangar heimtil einhverra barnanna. Barnanna hennar sem búin eru að eignast sjálf heimili og börn og jafnvel barnabörn. Hana langar að fá að vera með, taka þátt í lífi þeirra og áhyggj- um, og er þakklát fyrir hverja frétt sem henni er sögð. Hún þekkti aldrei neitt annað líf en heimilið og börnin. Hverju skipti það þótt valdsjúkir menn berðust úti í hinum stóra heimi, ef aðeins börnunum, barnabörnunum og einnig barnabarnabörnunum leið vel, þau voru hennar heimur. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum er við áttum saman, amma mín og ég, yfir kaffibollum við litla borðið i eldhúsinu i litla húsinu við Bergþórugötuna. Allt- af fann hún eitthvert góðgæti til að setja á borðið. Þetta var líka kærkominn hvildarstaður fyrir þá sem leið áttu framhjá, bæði fjöl- skyldumeðlimi og vini, og alltaf var jafnvel tekið á móti öllum. Heimsóknartíminn á spítalan- um er að taka enda, það er hringt út, ég sit enn góða stund en svo kemur að þvi að ég verð að fara. Vertu blessuð elsku amma mín, segi ég, kyssi hana og strýk gráa hárið, viðsjáumst svo aftur um næstu jól. Allt í einu byrja tárin að renna niður hrukkótta vang- ana. „Nei,“ segir hún, „við sjá- umst aldrei aftur. Það verða eng- in næstu jól hjá mér.“ „Hvaða vitleysa, amma min þú átt eftir að lifa mörg jól,“ segi ég og er einnig fullviss um það í hjarta mínu. En hún hristir bara höfuðið og tárin halda áfram að renna. En í þetta sinn reyndist amma sannspá, hversu erfitt sem mér finnst að trúa því, þá hittumst við ekki fleiri jól. Það verður engin amma að heimsækja næst þegar ég kem heim, heldur aðeins lítið leiði úti i kirkjugarði. Dótturdóttir. últaraskreytingar blómauol Groðurhusið v/Sigtun simi 36J70

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.