Morgunblaðið - 03.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975
3
stjórnmála í Portúgal?
nefnist almenningsálit. Þetta
er mitt mat á þessu efni:
Byltingin í Portúgal í fyrra-
vor var fagnaðarefni, fyrsta
stóra skrefið var stigið til þess
að Portúgalir losnuðu við
spillta og ógeðslega einræðis-
stjórn. Þróunin siðan hefur ver-
ið jákvæð, miðað við mitt gildis-
mat, eða var það a.m.k. fram að
kosnungum snemmsumars.
Samúð mín hefur eindregið
verið með Mario Soares og
flokki hans, væri ég Portúgali
þá óska ég þess að mér hefði
borið gæfa til að standa þar i
liði. Veramáað Portúgalir séu
gengnir nokkru skemmra á
pólitiskri þroskabraut en við
norrænir ábúendur. En barátta
Soares og félaga hans hefur að
minu viti beinzt að þvi að
tryggja Portúgölum grund-
vallarmannréttindi — þau og
Ölafur Ragnar Grfmsson
þau ein eru grundvöllur sem
manneskjuleg framfarasókn
getu byggzt á — þrátt fyrir
þessa daga og þrátt fyrir allt.
Soares er maður lýðræðis, og
þess vegna er hann gæfusmiður
þjóðar sinnar. Herforingjarnir
eru menn einræðis, og fari svo
að þeir verði enn hrokafyllri til
valda og beiti her en beygi sig
ekki fyrir óskum meirihlutans,
þá er til lítils unnið. Þeir geta
að vísu leyst fjölmörg vanda-
mál, en það eru samt léttvæg
rök. Adolf heitinn Hitler
byggði vegi og útrýmdi at-
vinnuleysi.
Við þetta má svo bæta að
nokkuð lærdómsríkt er að fylgj-
ast með viðbrögðum hér heima
við þessum atburðum. Herfor-
ingjarnir hafa sett upp einræði
og beita viðurstyggilegri skoð-
anakúgun — og rökin eru þau
sömu og alltaf — að þjóðin sé
ekki nægilega þroskuð. Þetta
sagði einnig Papadopoulus í
Grikklandi. Hér hafa sjálfskip-
aðir „vinstri" sveinar tekið að
sér að verja þessi ósköp. Þessi
brengl milligagnaugnanna eru
undarleg, svo ekki sé meira
sagt. Magnús Kjartansson, fyrr-
um ráðherra, skrifaði m.a. í sitt
oft ágæta blað einhverja þá fer-
legustu forustugrein um þessi
mál, sem ég minnist að hafa séð
þar um langa hríð.
Þróunin í Portúgal og slíkur
ofstopi hugarins hér fyrir norð-
an verður m.a. til þess að fólk
eins og ég, sem er til þess að
gera nýfætt, skilur betur en
Ragnar Tómasson
ella hvað það var sem gerðist f
Evrópu — heima og heiman —
á árunum milli stríða.
ögmundur Jónasson sagn-
fræðingur:
Þjóðfélagsbylting er allt of
flókið fyrirbæri til að unnt sé
að skilgreina hana að nokkru
gagni meðan hún á sér stað.
Fréttir í æsifregnastíl eru því
mjög ótraustar heimildir. Þar
gætir ekki hlutlægs mats, held-
ur ráða þar meiru tilfinninga-
bundin viðbrögð óháð allri
skynsemi. Þessvegna ber að slá
varnagla við öllum fljótfærnis-
legum dómum. Á sama hátt er
allur samanburður við íslenzk-
ar aðstæður vægast sagt grunn-
hyggnislegur. Portúgalskt þjóð-
félag er ólíkt islenzku þjóðfé-
lagi um flest og af þeim sökum
eru þau vandamál sem bylting-
aröflin i Portúgal eiga við að
striða okkur framandi.
Það kom flestum á óvart
hversu mikillar róttækni virð-
ist hafa gætt meðal verkalýðs
borganna þegar i upphafi bylt-
ingarinnar. Herinn ásamt
Steinunn Sigurðardóttir
Kommúnistaflokki Cunhals og
Sósialistaflokki Soares áttu
fullt í fangi með að stemma
stigu við þjóðnýtingaráformum
verkamanna, sem þeir töldu
geta leitt til upplausnar, jafn-
vel borgarastyrjaldar væri of
hratt farið i sakirnar. Stefnuyf-
irlýsingin frá 9. júli getur bent
til þess að barátta framsækinna
afla fyrir meiri þáttöku verka
manna í byltingunni svo og
auknum lýðréttindum fólkinu
til handa hafi borið nokkurn
árangur. Engan veginn er þó
útséð um hvort takast muni að
koma á sósialisku lýðræði i
Portúgal. Stéttaátök fara
harðnandi með hverjum degin-
um sem llður og skýrast linurn-
ar jafnframt nokkuð. Sem
kunnugt er hefur Sósíalista-
flokkurinn kosið að skjóta
hækju undir íhaldsöfl landsins
en hin síðarnefndu beita nú
öllum brögðum til að hefta
framgang byltingarinnar. Njóta
þau þar um dyggilegrar aðstoð-
ar erlendis frá og er nú svo
komið að Portúgalir eiga í mikl-
um erfiðleikum með að selja
ýmsar framleiðsluvörur sínar
\\ X*. js. .• frfmt
Einar Karl Haraldsson
sem þeir áður höfðu selt i Vest-
ur-Evrópu.
Verði byltingin sigursæl i
Portúgal verður athyglisvert að
sjá hversu lengi þessi fyrrver-
andi nýlenduþjóð og banda-
maður í Nato muni eiga samleið
með okkur i þvi hernaðar-
bandalagi.
Ólafur Ragnar Grfmsson
prófessor:
Síðustu mánuði hefur Portú-
gal verið eins konar tilrauna-
stofa i stjórnmálum. Stjórn-
kerfisbreytingar hafa verið tið-
ar og á stundum hefur virzt
sem mörg stjórnkerfi væru í
senn í landinu. Óvissa og snögg-
breytingar hafa verið ríkjandi
einkenni. Portúgölum hefur
sjálfum reynzt erfitt að skýr-
greina atburðarásina og er þvi
engin fúrða þótt íbúum fjar
lægs eylands komi fremur
spurningar í huga, en dómar
um eðli hinnar portúgölsku
stjórnmálaþróunar.
Viðburðir siðustu vikna hafa
þó greinilega gert Portúgal að
enn einu dæminu um hve tor-
velt lýðræðinu getur reynzt að
festa rætur í illa undirbúnum
jarðvegi. Séu tilteknar hefðir
ekki fyrir hendi, sé efnahags-
þróunin ekki komin á ákveðið
stig, sé aðdragandinn ekki
nægilega langur — þá verður
lýðræðið ekki veruleiki, aðeins
leikur að orðum. Alræði I krafti
hervalds hverfur ekki á einni
nóttu þótt búningarnir skipti
um menn.
Þorsteinn Thorarensen
Stjórnendum Portúgals hef-
ur mistekizt margt og loforð
fyrri missera láta nú mörg hver
undarlega I eyrum. Drottnun
fámennrar auðklíku hefur þó
verið brotin niður og eignir
hennar færðarþjóðinni form
lega I hendur. Hvort þessar að-
gerðir veita hinni fátæku al-
þýðu borga og sveita betri kjör
mun framtíðin leiða i ljós. Hin-
ir ungu herforingjar hafa örlög
þjóðarinnar i hendi sér. Á næst-
unni eru það vopn þeirra sem
ráða úrslitum. Eins og áður er
það herinn sem hefur lokaorð-
ið. Hvort hann velur götu lýð-
ræðis eða alræðis veit enginn
nú — ekki einu sinni foringj-
arnir sjálfir.
Framhald á bls. 32
Morgunblaðið
leitar svara
nokkurra lesenda
Allir fara í ferð með UTSYN
Gultna
ströndin
Lignano
Dresden
Prag
Wien
London
Ódýrar vikuferðir:
Costa
Del Sol
TORREMOLINOS
BENALMADENA
águst: 10., 17., 24.
og 31
Verö með vikugistingu
og morgunverði frá
kr. 43.000,—
Bezta baðströnd Itallu
Fyrsta floK*c »ðbúnaðu,
og fagurt, friðsælt uiiV
hver*i. Einróma álit ta.
þeganna frá i tyrra
„PARADÍS Á JÖRÐ"
Laus sæti 10. sept.
Verð með fyrsta
gistingu fra
Verðfrá kr. 34.300.
Skemmtileg ferð á nýjai
slóðir. Þrjár glæsilegar
listaborgir, ekið frá
Kaupmannahöfn og við-
dvöl þar
Laus sæti 5. okt.
Verð með 1. flokks
gistingu í 2 vikur
Verðfri kr. 32.500
Verðlækkun frá 7. sept.
Verðfrá kr. 38.000.—
Sept. 7., 14., 21. oq
28
Brottför 21. ágúst.
Fáein sæti laus.
Austurriki
Zillertal — Tyrol
1 2 daga bílferð
frá Kaupmannahöfn
3 nætur
í Kaupmannahöfn
Aukaferð til Costa Brava
Vegna giturlegrar eftirspurnar efnir Útsýn til aukaferð-
sr til Costa Brava/Lloret de Mar.
Brottför 15. sept. 2 vikur. Sömu góðu gististaðirmr,
sama ótrúlega hagstæða verðið.
PANTIÐ TÍMANLEGA.
Brottför: 14 ágúst
VerS kr. 69.500
^FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SlMAR 26611 OG 20100 - AMERICAN EXPRESS OG TJÆREBORG EINKAUMB. Á ÍSL