Morgunblaðið - 03.08.1975, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
að er leitun að þjóð,
sein háðari er verzlun,
uaiutnirgi framleiðslu
sinnar og innflutningi
margháttaðra nauðsynja
en fslendingar. Svo hefur
verið frá upphafi byggðar
hér á landi. Eyland i út-
sævi, með einhæft atvinnu-
líf, hlýtur að byggja tilveru
sína á verzlun og viðskipt-
um að verulegu leyti. Jafn-
vel á tímum niðurlæging-
ar, er þjóðin játaðist undir
norskan konung með
gamla sáttmála, 1262,
gleymdist ekki það höfuð-
atriði, að tryggja nauðsyn-
legar siglingar til og frá
landinu. Og þungamiðjan í
sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar og kenningum Jóns
Sigurðssonar forseta var
að tryggja landsmönnum
frjálsa vpf7)un
1 kjölfar frjálsrar verzl-
unar komu og þær hrær-
ingar í íslenzku þjóólífi,
sem breyttu fátæku og
frumstæðu þjóðfélagi okk-
ar í nútíma horf, urðu und-
irstaða velmegunar, fjöl-
hæfingar og tæknivæðing-
ar íslenzkra atvinnuvega.
Landbúnaður, sjávarút-
vegur og iðnaður eru þrír
burðarásar íslenzkra at-
vinnuhátta. Engin þessara
atvinnugreina getur staðið
ein sér, án tengsla eða
stuðnings frá hinum. Iðn-
aðurinn byggist m.a. á hrá-
efnum, sem sótt eru til
landbúnaðar og sjávarút-
vegs. Hann byggist ekki
síður á margháttaðri þjón-
ustu við sveitir og sjávar-
pláss. Sjávarplássin, sem
margfalda verðmæti
sjávarafla af veiðisvæðum
er umlykja landið allt,
byggja tilveru sína, at-
vinnu og afkomu íbúa
sinna, jöfnum höndum á
aðliggjandi landbúnaðar-
héruðum og útgerð. Og
landbúnaðurinn, þessi
elzta atvinnugrein þjóóar-
innar, sækir frjómagn sitt
til þeirra markaða, sem
þéttbýlið skapar. Tengilið-
ur þessara atvinnugreina
innbyrðis er verzlunin.
Hún er jafnframt tengilið-
ur þeirra sem heildar og
þjóðarinnar við umheim-
inn. Hún er forsenda og
farvegur þeirra viðskipta,
bæði út á við og inn á við,
sem afkoma og efnahags-
legt sjálfstæði þjóðarinnar
grundvallast á.
Þrátt fyrir þetta mikil-
vægi verzlunar á Islandi er
þjóðin enn þann dag í dag
haldin margvíslegum
hleypidómum í garð
hennar. I geymd þjóðar-
innar blundar enn það við-
horf, sem skapaðist með
henni á tímum verzlunar-
einokunar, þegar verzlunin
var tæki erlends konungs-
valds til að ná sem mestum
arði af hjálendu sinni. Sel-
stöðukaupmaðurinn, sem
tilheyrir löngu liðinni for-
tíð, lifir enn í hugarheimi
sagnaþjóðar, sem er það
eðlislægt, að standa öðrum
fæti í samtímanum, hinum
í fortíðinni.
Verzlunareinokun er
hins vegar andstæða
frjálsrar verzlunar. Hún á
ekkert sammerkt með nú-
tímanum nema þá tilhneig-
ingu, sem fram kemur í
verzlunarhöftum og þeim
forneskjulegum kenning-
um sósíalista, að verzlun-
ina skuli binda í fjötra
ríkiseinokunar. Rikið það
er ég, sagði einvaldur kon-
ungur á sinni tíð. Og ríkis-
einokun yrði aðeins nútíma
mynd af þeirri verzlunar-
einokun, sem í geymd þjóð-
arinnar blundar sem víti til
varnaðar.
Frjáls verzlun á íslandi,
sem var eitt af grundvall-
arboðorðum Jóns Sigurðs-
sonar forseta,leysti úr læð-
ingi með þjóðinni þau öfl,
það framtak og framsækni,
sem fleytti þjóðinni á fáum
áratugum úr fátækt og
forneskju til nútíma vel-
megunar. Hún var sú dags-
brún, sem frumkvöðlar ís-
lenzkrar sjálfstæðisbaráttu
sáu við sjóndeildarhring,
meðan þjóðin átti enn
ófarna langa leið til full-
veldis.
Frjáls verzlun og heil-
brigð samkeppni einka-
verzlunar og samvinnu-
verzlunar hefur reynst
þjóðinni gagnleg og farsæl.
Hins vegar skortir enn á,
að verzlunin búi við það
frjálsræði, sem vera þyrfti.
Svo hlýtur áfram að vera
meðan þjóðin, almennings-
álitið, tekur ekki af skarið,
meðan hinn almenni borg-
ari tryggir ekki sjálfum sér
þann rétt, sem felst í val-
frelsi hans til viðskipta á
grundvelli eigin mats og
dómgreindar. Auðvitað
ætti hann sjálfur að vera
sitt eigið verðlagseftirlit,
þvi að engum ætti að vera
betur treystandi til að
skapa heilbrigða verzlunar-
hætti en fólkinu sjálfu.
Fjölhæfing íslenzkra at-
vinnuvega hefur gert hlut-
verk verzlunarinnar í þjóð-
arbúskapnum þyngra á
metum en áður var. Sala á
framleiðsluafurðum okkar
og innkaup nauðsynja, hrá-
efna og neyzluvara, elendis
frá, sem og dreifing varn-
ings með þjóðinni, er einn
þýðingarmesti þátturinn í
þjóðarbúskapnum. Það er
gæfa okkar í dag, að eiga
vel mennta og starfhæfa
verzlunarstétt, sem gegnt
hefur þýðingarmiklu hlut-
verki sínu með ágætum,
þrátt fyrir oft á tíðum erfið
starfsskilyrði.
Rétt og skylt er að minn-
ast þessa í dag, á fríhelgi
verzlunarfólks, og árna því
gæfu og gengis í framtíðar-
störfum í þágu lands og
lýðs.
Fullveldi og frjáls verzlun
Reykj aví kurbréf
•Laugardagur 2. ágúsL
Vinur kvaddur
Sigfúsar Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Morgunblaðsins,
hefur verið minnzt hér í blaðinu
að verðleikum, og ástæðulaust að
bæta þar miklu við. Hann var
einn þeirra brautryðjenda, sem
lagði grundvöllinn að fjárhags-
Iegri stöðu blaðsins, en sem kunn-
ugt er getur ekkert blað sinnt
skyldunum við samtíð sína og
þjóðfélag, sem býr ekki við fjár-
hagslegt sjálfstæði. Starf Sigfúsar
Jönssonar hér við Morgunblaðið
hefur þvf verið ómetanlegt og
mun þess ávallt sjá stað, þegar
saga blaðsins verður rakin.
Sigfús Jónsson var einn þeirra
manna, sem kaus fremur hlé-
drægni en átök, það var í eðli
hans að vinna starf sitt i hljóði, en
ekki fyrir allra augum. Honum
var sízt í huga að tfunda það
mikla starf, sem hann lagði af
mörkum til vaxtar og velgengni
Morgunblaðsins, enda voru sam-
vizkusemi hans og trúmennska
með þeim hætti, að sjaldgæft mun
vera nú orðið. Raunar má segja,
að Sigfús Jónsson hafi helgað
Morgunblaðinu alla krafta sína og
mun blaðið búa að starfi hans,
gætni og fyrirhyggju um mörg
ókomin ár.
Mönnum er ekki alltaf Ijóst,
hvilik nauðsyn það er, að blöð geti
staðið á eigin fótum, haldi fjár-
hagslegu sjálfstæði sínu og þar
með reisn, þurfi ekki að vera upp
á neinn kominn að því leyti. Enda
þótt Sigfús Jónsson kæmi ekki
með auð úr ættargarði, hafði
hann meirí og betri skilning á
þessu en ýmsir þeir, sem um þessi
mál fjalla, oft og einatt af lítilli
þekkingu og enn minna viti. Það
var gæfa Morgunblaðsins að Sig-
fús Jónsson réðst til þess og mark-
aði fjárhagslega stefnu blaðsins
um mörg ár. Fyrir starf hans við
Morgunblaðið verður honum
seint fullþakkað af þeim, sem
bera hlýhug til blaðsins og er
annt um vöxt þess og velgengni.
En þó að Iífsstarf Sigfúsar Jóns-
sonar hafi verið merkt og mikils
virði var maðurinn þó sjálfur
ekkí síður ógleymanlegur öllum
þeim, sem kynntust honum, svo
að ekki sé talað um þá, sem
kynntust honum náið og eignuð-
ust vináttu hans. Frá þeim
streyma nú hlýjar og þakklátar
tilfinningar; ekki einungis til
hans eins, heldur allra þeirra
merku brautryðjenda, sern Iögðu
grundvöllinn að farsæld blaðsins
og mörkuðu stefnuna í upphafi.
Stefna Morgunblaðsins hefur
ávallt verið sú að halda vörð um
frelsi og lýðréttindi á Islandi. Frá
þvi verður ekki hvikað, enda þótt
ýmsir andstæðingar blaðsins
haldi því fram sýknt og heilagt, að
það hafi ekki alltaf verið stefnu
sinni trútt að þessu leyti. En í
frjálsu landi hljóta forráðamenn
blaðs eins og Morgunblaðsins að
hlusta á slika gagnrýni, jafnvel
frá andstæðingum þess, þó án
þess að nokkrum muni takast að
villa svo um fyrir þeim, að þeir
missi sjónar á skyldum blaðsins
við samtímann, markmiði þess og
stefnu.
Eins og kunnugt er, var Morg-
unblaðið stofnað í því skyni að
veita íslendingum sem gleggst og
áreiðanlegast yfirlit yfir þær
fréttir, sem markverðastar eru í
þjóðfélaginu hverju sinni, en að
sjálfsögðu einnig að fjalla um þær
þjóðfélagslegu hræringar, sem
mestan svip setja á samtímalíf í
landinu. Oft hefur á ýmsu gengið,
eins og kunnugt er, ekki sízt
vegna fámennis ög þeirrar þröng-
sýni, sem oft fylgir í kjölfar þjóð-
félags kunningsskaparins, sem
svo hefur verið kallað. Forráða-
menn blaðsins hafa oft og einatt
orðið fyrir miklu aðkasti vegna
þess, að þeir hafa haldið tryggan
vörð um upphaflegt markmið
blaðsins og ekki látið bilbug á sér
finna, enda þótt tizkustefnur hafi
stundum reynt að grafa undan
blaðinu og þá ekki siður þeim,
sem því hafa stjórnað. Á þessu
máttu látnir ritstjórar blaðsins
kenna, stundum harkalega, og að
sjálfsögðu einnig þeir, sem valdir
hafa verið til þess að sjá svo um,
að stefnunni sé haldið. Verst er
þó þegar fulltrúar alls kyns ein-
ræðishópa, jafnvel fulltrúar póli-
tiskra öfga og ofbeldis, hafa reynt
að telja mönnum trú um, að Morg-
unblaðið sinni ekki skyldum sín-
um við frjálsa hugsun, tjáningar-
frelsi og lýðræði í landinu. En
vöxtur og viðgangur blaðsins og
tugþúsundir áskrifenda þess hafa
svarað öllum slíkum árásum,
enda eru þær ekki annað en dá-
litlar gárur á vatni mikillar sögu.
Þetta ættu andstæðingar blaðsins
að hafa i huga í hvert skipti, sem
þeir halda, að þeir geti talið fólki
trú um, að Morgunblaðið sé eitt-
hvert annarlegt afl i þjóðfélaginu,
berjist jafnvel gegn lýðræðislegri
hugsun og tjáningarfrelsi. Allir
Islendingar vita, að ekkert blað á
Islandi er jafn opið fyrir hvers
konar umræðum eins og Morgun-
blaðið, enda er nú svo komið, að
mestöll skoðanaskipti í prentuðu
máli á Islandi fara fram hér í
blaðinu. Þetta vita þeir, sem vilja
vita, og þarf ekki að hafa um það
lengra mál.
Arásirnar á forráðamenn Morg-
unblaðsins hafa stundum gengið
svo Iangt, að höggvið hefur verið
nærri æru þeirra. Þess erskemmst
að minnast, hvernig linnulausar
árásir á Valtý Stefánsson voru til
þess ætlaðar m.a., að sú hugsun
festi rætur með þjóðinni, að hann
væri öðrum mönnum ver skrif-
andi. Áður en Valtýr lézt voru
gefnar út bækur með fjölmörgum
greinum hans og samtölum og
kom þá í Ijós, að þær eru órjúf-
andi þáttur af samtímasögu og
ritmenningu, enda var hann um
sína daga I hópi snjöllustu blaða-
manna ekki einungis hér á landi,
heldur þótt víðar væri leitað. Sig-
fúsi Jónssyni hefði þótt vænt um,
að þessa væri ekki síður getið nú,
þegar hann er kvaddur. Þeir
þurftu á sínum tíma, ásamt Jóni
Kjartanssyni, að snúa saman bök-
um, ekki síður en þeir menn, sem
síðan hefur verið falið að veita
Morgunblaðinu forstöðu.
Sjálfstæði blaða
I þessu sambandi er ekki úr
vegi að minnast þess, sem Valtýr
Stefánsson segir, þegar hann rifj-
ar upp í samtali hvernig þeir Jón
Kjartansson mörkuðu stefnuna,
þegar þeir tóku við ritstjórn
Morgunblaðsins 1924. Þá komust
þeir m.a. svo að orði — og eiga
þessi ummæli ekki siður við nú á
dögum, enda reyna forráðamenn
Morgunblaðsins að standa við þau
fyrirheit, sem I þeim felast:
Áðalhlutverk dagblaða er, að
greina frá þvi, sem er að gerast
hér og erlendis, að skýra lesend-
um sínum sem fljótast og gleggst
frá öllum þeim atburðum, er
nokkru varða og þeim straumum f
viðskiptum og menningu þjóð-
anna, er nokkru máli skipta.
Og eftir því sem þjóðin er minni
og í lífi sinu öllu og viðskiptum
háðari umheiminum, eftir því er
það nauðsynlegra að þetta starf sé
vel rækt.
Þeir sem hafa haft tækifæri til
að fylgjast með blaðamennsku
landanna siðustu 20 árin og eink-
um árin fyrir 1914, þeir hafa bezt
getað séð hvernig hægt er að
rekja saman blaðamennskuna og
afdrif þjóðanna ..Siðan er tal-
að um, að blöðin eigi að vera
sjálfstæð. Og i lok leiðarans er
komizt að orði eitthvað á þá leið,
að rórill pólitiskra flokka sé sjálf-
stæði blaðanna óviðkomandi.
Allt á þetta enn við sömu rök að
styðjast og þegar þessi orð vorú
rituð fyrir rúmri hálfri öld. Hollt
er að hafa þau í minni og rifja þau
upp við rétt tækifæri.
Hér að framan var minnzt á
nauðsyn þess, að grundvöllur
blaða væri traustur og til þess
fallinn að efla sjálfstæði þeirra,
eins og unnt er. Einnig var að þvi
vikið, að gvo virtist sem ýmsir
gerðu sér litla grein fyrir þessu
undirstöðuatriði i útgáfu sjálf-
stæðra dagblaða. En áreiðanlegt
er, að þeir 40.000 kaupendur, sem
fá Morgunblaðið daglega, eiga
ekki heitari ósk en þá, að blaðið
geti sinnt þeirri frumskyldu sinni
við þá og aðra þjóðfélagsþegna að
vera sem óháðast öllum þrýst-
ingi, hvaðan sem hann kemur.
Það hefur því ávallt verið gæfa
Morgunblaðsins, að það hefur
verið fjárhagslega sterkt, getað
látið þrýsting sem vind um eyru
þjóta, ef þjóðarheill og þarfir
blaðsins hafa verið annars vegar.
Atlaga
að Le Monde
En hversu lengi geta dagblöð
verið frjáls og óháð, sem eru und-
ir ríkisvaldið sett. Eitt frægasta
dæmi um tilraun stjórnvalda til
að hafa áhrif á merkt blað I
frjálsu landi er meðferðin á.
franska stórblaðinu Le Monde
fyrir ekki allmörgum árum.
Frönsk stjórnvöld höfðu verðlags-
ákvæði f hendi sér og gátu beitt
frönsk blöð þvingunum, ef þau
höfðu eitthvað að athuga við skrif
þeirra og stefnu. Le Monde gagn-
rýndi einn af ráðherrunum í
frönsku stjórninni allmjög, enda
ekki vanþörf á, eins og á stóð.
Svar ráðherrans var að beita
þetta forystublað frjálsrar hugs-
unar í Frakklandi hörðum verð-
lagsákvæðum og reyna á þann
hátt að kúga það til hlýðni. Að
sjálfsögðu mistókst þessi atlaga