Morgunblaðið - 03.08.1975, Side 36

Morgunblaðið - 03.08.1975, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGUST 1975 . Flugvélar í kristniboðsstarfi Rætt við Helga Hróbjartsson, sem notar flugvélar 1 kristniboðsstarfi sínu í Eþíópíu UNDANFARNAR tvær vikur hefur dvalist hér á landi Helgi Hróbjartsson sem starfar að kristniboði í Eþíópíu. Hann starf- ar þar á vegum Norsk Luthersk Misjonssamband og er starfs- svæði hans f suðurhluta landsins, austur af Konsó, þar sem aðrir Islendingar eru við störf. Helgi er kvæntur norskri konu og eiga þau þrjú börn. Við byrjuðum á að spyrja Helga nánar um starfs- svæði hans: kallað því nafni. Mér til undrunar komst ég þó að raun um að svo er ekki í þeim hluta Borana, sem mitt starf hefur verið. Þar er aðal- lega „Somalíufólk og „Arússi" fólk. Borana-þjóðflokkurinn er kannski um 25% af fólksfjöldan- um. Fyrir 5—10 árum átti Somalí- fólkið í ófriði og hefur búið mikið úti á sléttunum. Hefur það því verið í litlum tengslum við skóla, sjúkrahús og kristniboð, en það hefur breytzt nokkuð síðustu ár. Eitt það fyrsta sem við höfum reynt að gera fyrir þetta fólk er að opna möguleikana á skóla- göngu og sjúkraþjónustu, en hún er tiltölulega lítil. Aldrei hafði mig samt grunað að þörfin væri svo mikil sem raun var. I fyrsta lagi varð okkur ljóst að þar bjó fleira fólk en álitið var samkvæmt manntali. 1 öðru lagi ríkti þar mikil hungursneyð og hófumst við því handa að hjálpa þessu fólki og báðum um aðstoð norsku hjálparstofnunarinnar. Hún sendi okkur matvæli og dreifðum við þeim til um 300.000 manns á árinu 1974. Á þessu ári hefur verið um minni hjálp að ræða. Hefur hjálparstofnun norsku kirkjunnar dregið sig smám (Jlfaldar hafa löngum verið aðal samgöngutæki f Eþíópfu. „Við höfum verið í Neghelle, Borana síðastliðin 2 ár, en það er kristniboðsstöð, sem hefur verið starfrækt í 27 ár. Neghelle er höf- uðsetur fyrir Borana héraðið sem nær bæði að landamærum Kenya og Somaliu og er álfka stórt og Island.“ Og Helgi segir áfram frá þjóð- flokkunum sem hann starfar með: „Það álíta margir að hér búi aðallega svokallaður Boranaþjóð- flokkur enda er landssvæðið ALLIR Á miðvikudaginn hefst í Reykjavik Norrænt kristilegt stúdentamót. Kristilegt stúdentafélag í Reykjavik stendur fyrir þessu móti í sam- vinnu við systurfélög sín á Norðurlöndum. Norrænir þátt- takendur verða um 1200 og mun mótið verða eitt hið stærsta sem haldið hefur verið á Islandi. Um 160 Islendingar taka þátt í því þannig að alls verða um 1360 manns skráðir þátttakendur. Aðalkjörorð mótsins er: Orð Guðs til þín, og verður fjallað um það á ýmsan hátt m.a. með biblíulestrum, sem verða á morgnana, í umsjá Bo Giertz sænsks biskups, og samkomum sem verða á kvöldin. Á þeim tala bæði Islenskir og erlendir Kvöldsamkomur stúdentamóts- ins verða opnar öllum, sem áhuga hafa þótt þeir séu ekki skráðir þátttakendur. Laugar- dalshöllin tekur nú yfir 2000 manns í sæti. AUa sfðustu viku hefur f jöldi sjálfboðaliða unnið við að koma fyrir borðum og stólum f Iþróttahöllinni, en f henni verða ekki aðeins samkomur mótsins, heldur einnig mötuneyti. ræðumenn svo sem Thorsten Josephsson og Raimo Mákela stúdentaprestar í Svíþjóð og Finnlandi og íslenzku prestarn- ir Lárus Halldórsson og Jónas Gíslason. Tekið skal fram að mál ræðumanna verður túlkað jafnóðum yfir á íslensku. Ekki mun allt mótshaldið fara fram í töluðu orði, heldur munu þarna koma fram song- hópar stórir og smáir, íslenzkir og erlendir. Verður æfður upp og stofnaður kór mótsgesta og er það Henrik Perret, prestur í Finnlandi, sem stjórnar hon- um. Hann og kona hans, Anna Kristín komu hingað fyrir fjór- um árum með „GospeIteamet“ og mun hún syngja einsöng á mótinu. Flugleiðir h.f. hafa tekið að sér að flytja fólkið til og frá landinu og koma mótsgestir 4., 5. og 6. ágúst. Langflestir munu dvelja hér á landi eftir mót I nokkra daga og fara i styttri eða lengri skoðunarferðir. Um 500 manns hafa þegar beðiö um ferð til Vestmannaeyja og verður ein Fokkerflugvél Flugfélagsins bundin i þeim ferðum í einn til tvo daga. Auk þess er einn mótsdaginn Skál- holtsferð allra þátttakenda og verður mikill hluti bílaflota B.S.I. notaður til þeirrar ferðar, eða 30—40 bilar. Því má segja að allur flugkostur Flugleiða verði í þjónustu kristilegs stúdentamóts dagana fyrir og eftir mót og komast ekki aðrir til eða frá landinu á meðan. Mót þetta er hinn merkasti viðburður og er þvi einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnast kristindómi að koma í Iþróttahöllina I Laugardal eitthvert kvöldið 6.—12. ágúst. I HÖLLINA Þyrlur frá þýzka flughernum voru notaðar 1 hjálparstarfinu. saman út úr þessu svæði og hætti alveg í júní 1975“. Við höfum heyrt að þið hafið notað flugvélar I Neghelle. Get- urðu sagt okkur eitthvað frá því? „Neghelle-héraðið er mjög við- áttumikið og byrjuðum við þvi að nota flugvélar til þess að ná ystu svæðunum. Þetta hefur komið sér vel i sambandi við hjálparstarf- semina bæði við flutninga á matvælum og skipulagningu. Þetta byrjaði með þvi að okkur voru boðnar tvær þyrlur sem þýzki flugherinn átti til þess að ná inn á svæði þar sem engar samgöngur voru, siðan fórum við að nota smáflugvélar, Cessna 182 og 185. Smám saman komumst við að raun um gildi þessara flugvéla og höfum við því haldið áfram að nota þær fram á þennan dag ekki bara við hjálparstarfsemina heldur einnig í kristniboðsstarf- inu.“ Hvað er gert þegar þú kemur á nýjan stað í flugvél? „Við getum auðvitað ekki komið á neinni flugvél nema flug- völlur sé á staðnum. Höfum við þvi komið fyrst á annan hátt, ef ekki er hægt að keyra alla leið förum við gangandi eða á múl- dýri. Á þessa staði sendum við t.d. hjúkrunarlið með flugvél frá Neghelle sem hlynnir að þeim sjúku. Er þetta þá gert reglulega á ákveðnum timum. Einnig opn- um við lestarskóla ef hægt er. I þriðja lagi boðum við Guðs orð. Þetta þrennt helzt alltaf i hendur í okkar starfi." A kristniboð rétt á sér? „Það segist stundum að kristni- boðið eyðileggi menningu þjóð- flokkanna. Ég hef einnig mætt vesturlandabúum sem hafa komið til Neghelle ög sagt það sama. Þegar þessir sömu menn fóru skildu þeir eftir sig þá „menningu" að þeir innfæddu sem voru með þeim, lærðu af þeim bæði reykingar, drykkju- skap og aðra „vestræna ósiði" og héldu þeim áfram eftir að þeir voru farnir. Kristniboðið á rétt á sér. Það má nefna, að það var kristniboðið sem vakti fyrst athygli á þeirri hungursneyð sem var I S-Eþiópíu. 1 Afriku hefur það yfirleitt verið kristniboðið sem hefur opnað fyrstu skólana og sjúkrahúsin og I kjölfar boðunar Guðs orðs hafa kynflokkar horfið frá manndráp- um og illu athæfi og þar með hafa þeir gerst góðir og nýtir borgarar.“ Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason Ráðstefna Biblíufélaga Á vegum Hins íslenzka Bigliu- félags verður dagana 7.—12. ágúst n.k. svæðisráðstefna United Bible Societies, (Sameinuðu Bibl iufélaganna), fyrir Biblíufélögin á Norðurlöndum. Slíkar ráð- stefnur eru haldnar annað hvert ár, en þátt í þeim taka leiðandi starfsmenn félaganna, ásamt eiginkonum þeirra, svo og stjórnarmenn eftir þvi sem við verður komið. Til ráðstefnunnar sem verður I Skálholti koma 20 erlendir þátt- takendur, auk stjórnar og starfs- manna Hins ísl. Bibliufélags. Á ráðstefnunni verður fjallað um hin hefðbundnu verkefni félag- anna, þ.e. þýðingu, útgáfu og dreifingu Ritningarinnar, sam- starf að útbreiðslu Biblíunnar á vegum Sameinuðu Bibiliufélag- anna. Morgunstundum ráðstefnunnar er varið til uppbyggilegrar sam- veru um Bibliuna sjálfa, lestur hennar og samræðna um það efni sem sérstaklega er valið til Ihug- unar. Morgun- og kvöldbænir verða I Skálholtskirkju og sunnu- daginn 10. ágúst verður þar guðs- þjónusta kl. 11 f.h. og er fyrir- hugað áð einn af framkvæmda- stjórum danska Biblíufélagsins, Gurli Vibe Jensen prestur við Helligándskirken — við Strikið — I Kaupmannahöfn prédiki þar. Föstudaginn 8. ágúst verða þátt- takendur norræna krístilega stúd- entamótsins á samkomu I Skál- holti þar sem biskupinn og forseti Hins Isl. Biblíufélags prédikar. Þátttakendur á ráðstefnunni verða viðstaddir setningu og slit stúdentamótsins I Laugardalshöll- inni 6. og 12. ágúst n.k. Hinn 10. júlí s.l. var þess minnst að 160 ár eru liðin frá stofnun Hins ísl. Biblíufélags og þann dag tók stjórnin ákvörðun um nýja prentun að stóru upplagi ísl. Bibl- iunnar. Samtimis var ákveðið að leitast við að auka nokkuð hið árlega framlag Islands til hins alþjóðlega samstarfs Biblíufélag- anna að útbreiðslu Biblíunnar I þriðja heiminum og I Austur- Evrópulöndunum, þar sem Biblíu-útgefendur eiga mjög vlða erfitt uppdráttar vegna hindr- unar stjórnvalda. Framlag Is- lands til þessa astarfs undangeng- in ár hefur fyrst og fremst runnið til styrktar útgáfu Bibllunnar I Eþlópíu þar sem íslenzku kristni- boðarnir starfa. Gíró-reikningur Biblíufélagsins nr. 15000 tekur við öllum framlögum stórum og smáum, til stuðnings þessu hjálp- arstarfi. Með tilliti til þess að aldrei mun hafa verið jafn mikið og gott framboð á íslenzkum Bibllum og einmitt nú, þá væri verðugt að Islendingar, sem svo lengi hafa átt Heilaga ritningu á eigin móðurmáli, legðu fram myndar- legt fjárframlag á 160 ára afmæli Hins ísl. Biblíufélags til þess að greiða fyrir þvl, að þeir sem enn ekki eiga hið ritaða Guðs orð, fái það í hendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.