Morgunblaðið - 03.08.1975, Síða 39

Morgunblaðið - 03.08.1975, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. AGÚST 1975 39 Ford talar við geimfarana f sfma og fylgist með þeim f sjönvarpinu. Brezhnev fylgist með tengingunni f Kreml. GeímsKutla kemur lil sðgunnar eftlr 4 ár Thomas P. Stafford og Alexei N. Leonov f göngunum milli Apollo og Soyuz. • Lfkan af fyrirhugaðri geimskutlu Bandarfkjamanna. Hlé 14 ár Við tekur fjögurra ára hlé á mönnuðum geimferðum Banda- ríkjanna og sá tími verður notaður til að smiða og prófa nokkurs konar eldflaugarflugvél, svokallaða geimskutlu, sem tekur við hlutverki Apollos og á að vera hægt að stýra og lenda að miklu leyti eins og venjulegri flugvél. Rússar munu halda áfram að nota Soyus-geimfar sitt sem er litið og notað til að flytja sovézka geim- fara til geimstöðvarinnar Salyut. En þegar geimskutlan kemur til sögunnar 1979 er gert ráð fyrir sameiginlegum geimferðum Bandaríkjamanna, Rússa og fleiri þjóða og þær ferðir munu nema tugum. Björgun úr gelmsklpum Einn helzti tilgangur tengingar Apollos og Soyuzar var að gera Bandaríkjamönnum og Rússum kleift að hjálpa hver öðrum að bjarga geimförum sem stranda úti í geimnum. Til þess að gera það mögulegt í framtiðinni verður að smiða ný tæki því að þau tæki sem voru notuð við teng- inguna að þessu sinni verða ekki notuð aftur þar sem Bandarikja- menn hafa hætt við að nota Apollo-geimför sín. Tækin sem voru notuð við tenginguna nú voru ekki smíðuð í sameiningu og Bandaríkjamenn og Rúss^r hafa ekki skipzt á upplýsingum um smíði þeirra. Þetta sýnir að enn hvilir leynd yfír geimvisindaáætlún Rússa þótt hún hafi minnkað við ferð Apollos og Soyuzar. Rússar hafa aldrei áður skýrt eins ítarlega frá geimferð sem þeir hafa farið og starfsmenn bandarisku geimvís- indastofnunarinnar NASA hafa ■ kynnt sér geimvfsíndastarf Rússa í Sovétríkjunum þvi fylgdu þó takmarkanir og þeir fengu til dæmis ekki að skoða Soyuz-farið þegar það var smíðað. Rússar hafa á hinn bóginn lært heilmikið af Bandaríkjamönnum og reynsl- an sem fékkst af sameiginlegri stjórn tilraunarinnar var báðum aðilum ómetanleg. 250 mllllönlr Ferð Appollos og Soyuzar kost- aði Bandaríkjamenn 250 milljónir dollara og Rússa álíka mikla upp- hæð. Af þessari upphæð vörðu Bandaríkjamenn aðeins 16 millj- ónum dollara til vísindaathugana sem er minni upphæð en í fyrri geimferðum. Hins vegar var varið 4 milljónum dollara til sjónvarps- kerfisins f Apollo. Sjónvarps- myndavél var komið fyrir aftast í stjórnklefanum í fyrsta skipti og svipaðar ráðstafanir voru gerðar að beiðni Bandarfkjamanna um borð i Soyuzi. Sjónvarpskerfinu var breytt með töluverðum til- kostnaði á þann veg að þvf var hægt að stjórna algerlega frá jörðu svo að engar takmarkanir yrðu á notkun þess. Hingað til hafa geimfararnir sjálfir stjórnað sjónvarpsmyndavélunum og haft lítinn tima til þess. Flestar vísindatilraunirnar sem voru gerðar f ferðinni hafa verið gerðar áður og þrátt fyrir allt hvilir enn svo mikil leynd yfir sovézkum geimvisindum að Rúss- ar ætla ekki að segja fyrr en að ári liðnu frá þeim upplýsingum sem þeír öfluðu sér í tveimur til- raunum af fimm sem geimfararn- ir gerðu i sameiningu. Ein til- raunin var I þvf fólgin að Apollo kallaði fram nokkurs konar sól- myrkva I sjónvarpsmyndavélum Soyuzar með því að byrgja fyrir sólina, en bandarískir geimfarar gerðu svipaða tilraun með ná- kvæmari tækjum f Skylab- stöðinni fyrir einu og hálfu ári. Svipaða sögu er að segja um til- raunir sem voru gerðar til að ákvarða magn köfnunarefnis og súrefnis í efri lögum andrúms- loftsins og hvað það tekur gerla langan tíma að vaxa um borð í geimskipum. Slfkar tilraunir er líka erfitt að gera í geimskipum sem eru tengd saman og geimfar- arnir höfðu í mörg horn að líta. Athuganlr Bandarísku geimfararnir ljós- mynduðu einnig staði á jörðu niðri og athuganir þeirra geta aukið skilning manna á veður- farsbreytingum, á því hvernig ís- jakar og eyðimerkur myndast og á hafstraumum, en upplýsingar um þá geta verið mikilvægar með til- liti til fiskveiða. Þeir könnuðu auk þess áhrif geimgeislunnar á lfkamann og áhrif ljósblossa sem stafa frá ósýnilegum hlutum í geimnum hlöðnum mikilli orku. Þessar athuganir eru mikilvægar vfsindamönnum sem vilja vita hvernig skýla skuli mönnum sem ferðast til annarra hnatta. Bandarfsku geimfararnir reyndu að kortleggja hafstrauma sem sáust úr Skylab vegna þess að þeir eru kaldari en hafið í kring- um þá. Straumarnir sýnast grænni en hafið i kring vegna lffvera í þeim og aðrar lffverur gera það að verkum að hafið get- ur sýnzt rautt, á sumum stöðum, til dæmis undan ströndum Flór- ída og Nýja-Englands. Banda- risku geimfararnir rannsökuðu einnig jökla og snæhettur á fjalls- tindum í ölpunum, Andesfjöllum, vesturhlutum Bandaríkjanna og Himalayafjöllum. Myndir þeirra verða notaðar til að mæla is- og snjóþykknið og þær upplýsingar geta meðal annars komið að haldi í sambandi við vatnsveitu-, raf- orku- og áveituframkvæmdir og eftirlit með flóðum. Þá tók áhöfn Apollos ljósmyndir af veðrabelt- inu við miðbaug með tilliti til fárviðris og athuguðu olíuleka á úthöfunum. í ilishættu Eini skugginn á ferðinni var lending Apollo, þar sem geimfar- arnir kveiktu ekki á réttum rof- um á réttum tíma svo minnstu munaði að það kostaði þá lífið. Eitthvað virðist hafa truflað geimfarana, ef til vill hávaði um borð þegar farið var yfir lista um það sem þeir áttu að gera við lendinguma. Eiturgas lak inn f stjórnklefann en geimfararnir settu á sig súrefnisgrímur. Þá leið yfir Vance Brand, en félagar hans löguðu á honum grímuna og hlúðu að honum og hann náði sér að stuttri stundu liðinni. „Ef eitr- ið var svo mikið að Brand missti meðvitund, hafa þeir allir þrír verið í mikilli lífshættu," sagði sérfræðingur NASA. Þangað til geimskutlunni verð- ur skotið eftir fjögur ár mun NASA sem fyrr senda ómannaða fjarskipta- og vísindahnetti á braut og flaugar til Marz, Venus- ar, Júpiters og Satúrnusar. Gert er ráð fyrir að 11. og 21. ágúst verði skotið tveimur Viking- förum samkvæmt áætlun um að koma fyrir tveimur vfsindastöðv- um á yfirborði Marz, og tveimur athugunarstöðvum á braut um- hverfis reikistjörnuna, en í Vik- ing verða tæki sem eiga að leita að lifi. Kostnaðurinn við gerð geimskultunnar á ekki að fara fram úr 5,2 milljörðum dollara miðað við gengi dollarans 1971. 60 ferðir á árl hverlu Geimskutlan á að fara í loftið eins og eldflaug og Ienda eins og flug- vél. Hún á að geta komið gervi- hnöttum á braut og náð f og gert við gervihnetti á braut umhverfis jörðu, hún á að geta borið rann- sóknarstöð ásamt áhöfn (slík stöð mun kosta 400 milljón doliara) og þeytt visindaflaugum til reiki- stjarnanna og kyrrstæðum fjar- skiptahnöttum á fyrirfram ákveðna braut í 22.300 mílna hæð yfir miðbaug. Frá 1984 er gert ráð fyrir 60 skutluferðum á ári. Hverja geimskutlun á að vera hægt að nota 100 sinnum og menn til að stýra þeim verða ráðnir 1978. Hver leiðangursstjóri og að- stoðarmaður hans eiga að fara sex ferðir á ári, en auk þeirra verður sérfræðingur i hverri skutlu og gert er ráð fyrir að hver þeirra fari þrjár ferðir á ári. Þar við munu bætast minnst einn og mest fjórir aðrir sérfræðingar á öðrum sviðum en geimferðum. Þannig verða allt að sjö menn f hverri geimskutlu en þótt þeir verði svo margir á geimskutlum að geta bjargað þremur mönnum úr geim- fari sem er í nauðum statt. Bandarikjamenn virðast þvi ekki þurfa hjálp frá Rússum við björgun manna úr geimnum í framtíðinni. Þó var það einn aðal- tilgangur tengingar Apollos og Soyuzar að gera slíkar björgunar- aðgerðir mögulegar, í beggja þágu, og það var liður i því marg- yfirlýsta markmiði tengingar- innar að láta hana marka upphaf samvinnu í geimnum. En slík samvinna getur auðvitað spannað yfir stærra svið. Miklu minni áherzla var lögð á vísindalegan tilgang tilraunarinnar. Aðaltil- gangurinn var að sjálfsögðu póli- tískur og sjálfsagt hefur ferðin eflt friðsamlega sambúð Banda- rikjamanna og Rússa og hún verður eftirminnileg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.