Morgunblaðið - 07.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
3
A NYAFSTÖÐNU þingi
Alþýðusambands tsiands var
sem kunnugt er gerð hörð hrlð
að sjálfstæðismönnum I verka-
lýðshreyfingunni og uppi voru
skoðanir hjá rðttækustu vinstri
mönnum um, að menn sem að-
hyllast stefnu sjálfstæðis-
manna ættu ekki samleið með
öðrum fulltrúum I verkalýðs-
hreyfingunni. Sérstaklega
beindu rðttækustu vinstri öflin
spjótum sínum að þingmönn-
um Sjálfstæðisflokksins og við
kjör í miðstjðrn ASÍ féll einn
af þremur sjálfstæðismönnum
I miðstjórn, Pétur Sigurðsson
alþingismaður og sjómaður.
Fékk hann þó yfir 50% at-
kvæða á ASt-þinginu við kjör í
miðstjórn. Mbl. ræddi I gær við
Pétur Sigurðsson um ástæðuna
fyrir fækkun sjálfstæðismanna
I miðstjórn og þvf að hann náði
ekki kjöra?
Áhrif einstreng-
ingslegs flokks-
pólitfzks
áróðurs
„I sjálfu sér er þetta ekki
óeðlilegt," svaraði Pétur,“ þeg-
ar haft er í huga að það er búið
að halda upþi mikilli herferð af
hálfu vinstri manna gegn
stuðningsmönnum núverandi
ríkisstjórnar og þá sérstaklega
okkur sjálfstæðismönnum.
Þessar árásir höfðu það í för
með sér að út úr miðstjórn féllu
miðað við siðast, einn fram-
sóknarmaður og einn sjálf-
stæðismaður, sem var ég. Per-
sónulega tel ég þetta framhald
af þeirri samstöðu sem þeir svo-
kölluðu róttæku hafa náð með
einstrengingslegum flokkspóli-
tískum áróðri sínum sem átti
ekkert skylt við málefnalega
baráttu í þágu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þetta tel ég megin-
forsenduna fyrir því að þessi
sæti töpuðust.
Að útiloka
vegna póli-
tízkra skoðana
Þessi öfl telja að við eigum
ekki samleið með þeim og að
það skuli stefnt að alþýðustjórn
á Islandi. Ég tel meirihluta nú-
verandi stjórnar á þessari
skoðun, en þó finnast, Guði sé
lof, sterkir aðilar I miðstjórn
ASI, sem eru á annarri skoðun
og vinna að framgangi mála á
lýðræðislegan hátt innan ASI
og þar á meðal því að enginn
maður eigi að útilokast frá
störfum innan ASl vegna sinna
pólitisku skoðana. Þá hefur það
eflaust veikt okkur mjög að
einn af okkar sterkustu fram-
bjóðendum, formaður VR, dró
sig til baka frá framboði.
Persónulega get ég vel við
unað, ef þeir sem kjörnir voru
eru fulltrúar hinna róttæku
afla á Islandi. Ef ég er fulltrúi
„hægri aflanna“ innan verka-
lýðshreyfingarinnar, þá var
niðurstaðan sú að ég fékk yfir
50% atkvæða þótt ég næði ekki
kjöri í miðstjórn."
Þeir róttæku
börðust gegn
aðild LfV og
sjómannasambandsins
„Þú átt langt starf að baki
innan ASÍ.“
„Ég hef setið á ASI þingum í
20 ár og þegar ég kom fyrst á
ASt-þing, voru þar með mér 16
sjálfstæðismenn á þinginu, en
nú voru þeir 107. Það hefur að
sjálfsögðu verið þrotlaus vinna
að fjölga í þessum hópi, en
stærstum áfanga var náð þegar
Landssamband verzlonar-
manna var dæmt inn í ASt. Þá
hafði það tekið langan tíma
fyrir mig, ágætustu menn í
Alþýðuflokknum og fleiri, að
berjast fyrir inngöngu þeirra í
ASI. Svo var einnig um Sjó-
mannasamband Islands, en
gegn þessu börðust einmitt
harðast hin „róttæku“ öfl innan
ASI.“
Enginn
„pólitískur
aðaH” getur
útilokað
sjónarmið
fólksins í landinu
Pétur Sigurðsson alþingismað-
ur. Ljósmynd Mbl. RAX.
r
Rætt við Pétur Sigurðsson alþingismann um ASI-þing
Frá þingfundi á sfðasta þingi ASl, en við borðið eru flestir fulltrúar
Sjómannafélags Reykjavíkur. Fremst frá vinstri: Guðmundur H.
Guðmundsson SR, sem var aldursforseti þingsins, en hann hefur
setið tugi ára á ASt-þingum fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur.
Næstur honum er Guðmundur Hallvarðsson SR, þá Magnús Jónsson
SR, Ölafur Sigurðsson SR, Arsæll Pálsson matsveinafélagi SSÍ.
Fremst frá hægri: Pétur Sigurðsson SR, Björn Pálsson SR, Hilmar
Jónsson formaður SR, Jón Helgason SR og Sigfús Bjarnason SR.
Ljósmynd Mbl. Ól.K.M.
brögð eiga ekki að gilda i eins
vel upplýstu þjóðfélagi og Is-
land er i dag. Þetta fólk lítur á
sig sem pólitiskan aðal.
Það má deila um einstaka for-
ystumenn, en málefnið verður
að vera númer eitt, tvö og þrjú
á vettvangi verkalýðshreyfing-
arinnar."
Flestir sammála
varðandi hag
láglaunafólks
„Hvað viltu segja um stöðu
kjara- og atvinnumála að loknu
þessu þingi ASl?“
„Þegar búið er að draga frá
þröngar skoðanir „alþýðu-
stjórnarsinna“, þá voru flestir
þingfulltrúar sammála um
nauðsyn á ákveðnum aðgerðum
til úrbóta til þess að rétta hag
láglaunafólks. En ósköp verða
sumir okkar vantrúaðir á þetta
þegar maður heyrir í votta
viðurvist fulltrúa uppmæl-
ingarmanna og atvinnurekenda
um leið, tala um „láglauna-
kvak“. Fyrst og fremst er þó
min einlæga von og ósk að
koma megi til móts við þetta
fólk í væntanlegum samningum
og það ber að hafa í huga að
láglaunafólk er innan flestra
launþegasamtakanna og einnig
utan þeirra, en þar á ég við
öryrkja, eldra fólk og sjúka.
Eitt stærsta
skrefið í
þjóðfrelsis-
baráttunni
Varðandi einstakar tillögur
utan kjara- og atvinnumála vil
ég fyrst nefna drögin að stefnu-
skrá fyrir ASI, í öðru lagi sam-
hljóða álit þingsins um 1. des.
tillögu okkar sjálfstæðismanna
og margra annarra úr öllum
flokkum, sem í raun þýðir að
undir forystu sjálfstæðisflokks-
ins hafi þegar á yfirstandandi
kjörtímabili unnizt eitt stærsta
skrefið í þjöðfrelsisbaráttu Is-
lendinga, full viðurkennd yfir-
ráð yfir 200 milna fiskveiðilög-
sögunni.
Niðurstöður atkvæðagreiðsu
um Varnarliðið og aðild að
NATO, komu mér ekki á óvart,
hafandi i huga hinn stöðuga
áróður og skipan fulltrúa.
Þá vil ég nefna tillögur um
breytingar á skattamálum af
hálfu ASI og „samtíma“ skatt-
greiðslur. Þar á má þekkja
ágæt vinnubrögð formanns
LlV, Björns Þórhallssonar.
Dagvistun aidraðra
og íbúðir
eftirlaunaþega
Sjálfur flutti ég eina tillögu
varðandi eldra fólkið og til liðs
við mig fékk ég ágætustu konur
og karla, Margréti Auðunsdótt-
ur fyrrv. formann Sóknar, Þór-
unni Valdimarsdóttur formann
verkakvennafélagsins Fram-
sóknar, Guðriði Eliasdóttur,
formann verkakvennafélagsins
Framtiðarinnar í Hafnarfirði,
Bjarna Jakobsson formann Iðju
o.fl. o.fl. en eftirfarandi tillaga
var samþykkt samhljóða á þing-
inu:
„I tilefni af tímabærri og
ágætri hvatningu frá Verka-
Framhaid á bls. 28
Úrelt og
forpokuð
vinnubrögð
„Telur þú þessa þróun á síð-
asta ASl-þingi styrkja samtök-
in?“
„Ég tel persónulega að þessi
þróun sé ákaffdlega mikið veik-
leikamerki fyrir verkalýðssam-
tökin hér á landi. Helztu for-
ystumenn ASI á liðnum árum
vita það vel að við sjálfstæðis-
menn í miðstjórn ASI höfum
ekki verið verri samstarfsmenn
varðandi framgang hagsmuna-
mála innan ASl en margir úr
hópi hinna svökölluðu „rót-
tæku“ afla.
Því miður má telja að sárindi
verði eftir þessa aðför að félög-
um innan verkalýðshreyfingar-
innar, þótt ég fylli ekki þann
hóp. Ég tel hins vegar hættu á
því hjá mörgum öðrum í verka-
lýðshreyfingunni sem vilja veg
og heill verkalýðssamtakanna
sem mestan og ég hygg að þótt
þeir að sjálfsögðu muni ekki
vinna gegn hagsmunum sam-
takanna, þá muni þeir ekki
beita sér fyrir framgangi ým-
issa mála undir þessari stjórn
ASl.
Þessi eitilharða barátta hópa
sem hafa ákveðnar pólitlskar
skoðanir og tilheyra verkalýðs-
samtökunum eingöngu vegna
pólitisks stjórnmálalegs ofstæk-
is, á eftir að skaða þessi samtök
á næstu árum. Vinnubrögð
þessa fólks á sviði launa- og
félagsmála eru bæði úrelt og
forpokuð og þótt þau séu ekki
óeðlileg frá sumum forsvars-
mönnum þessa hóps, þá
þekkjast þau lítt þar sem lýð-
ræði á að ríkja og þessi vinnu-
FERÐAMIÐSTOÐINNI
Aðalstræti 9, sími 1 2940 og 11 255.
KANADA
Fyrirhugaðar eru ferðir til Vancouver og Winni-
peg í Kanada Þeir sem hafa áhuga eru beðnir
að hafa samband við skrifstofuna
i |
DRUPA
3.6. - 16.6 77
er alþjóðleg prent- og pappírsvörusýning. Ferða-
miðstöðinni hefur tekist að fá gistingu og eru nú DíÍSSCldorf
síðustu forvöð að panta, því aðsókn er mikil.
HEIMTEX
Frankfurt
12.1. - 16.1. 77
Alþjóðleg heimilissýning, m.a. teppi, veggfóður
o.fl. Náið nýjum viðskiptasamböndum og eflið
gömul.
Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum
og ávallt á hagstæðustu fargjöldum sem völ er á