Morgunblaðið - 07.12.1976, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
22
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Aðförin að sjálfetæðis-
mönnum á ASÍ-þingi
Málverkauppbod:
Kjarval var dýrastur
MÁLVERKAUPPBOÐ á vegum
Klausturhóla var haldið á
sunnudag á Hótel Sögu. Dýr-
asta myndin sem seld var á
uppboðinu var slegin á 305 þús-
und krónur eða með söluskatti
á 367.200 krónur. Var það mynd
eftir Jóhannes S. Kjarval frá
Borgarfirði eystra.
Aðrar myndir sem seldust á
uppboðinu voru tvær myndir
eftir Mugg, kolateikning, sem
slegin var á 100 þúsund krónur
eða 120 þúsund með söluskatti
og olíumynd, sem slegin var á
80 þúsund kronur eða 96 þús-
und með söluskatti. Þá var
vatnslitamynd frá Þingvöllum
eftir Gunnlaug Blöndal slegin á
300 þúsund krónur eða 360 þús-
und með söluskatti og myndin
Hrafnabjörg eftir Brynjólf
Þórðarson var slegin á 205 þús-
und krónur eða 246 þúsund
krónur.
Þá var litagrafía eftir Erro
slegin á 60 þúsund krónur eða
með söluskatti á 72 þúsund,
vatnslitamynd frá Reykjavík
eftir Snorra Arinbjarnar fór á
115 þúsund krónur eða á 138
þúsund krónur með söluskatti,
oliumálverk eftir Kristján
Davíðsson for á 90 þúsund
krónur eða á 108 þúsund krón-
ur með söluskatti og mynd eftir
Kára Eiríksson, Vetur, olíu-
mynd var slegin á 88 þúsund
krónur eða 105.600 krónur með
söluskatti.
Metsala h já Rán
í V-Þýzkalandi
TOGARINN Rán frá Hafnar-
firði fékk hæsta verð, sem
fslenzkt skip hefur fengið I
Þýzkalandi, er skipið seldi 107
lestir af fiski I gær. Rán seldi
aflann I Cuxhaven fyrir 214.653
mörk eða 16,9 millj. króna og
var meðalverð á kíló kr. 157,30,
eða um 2 mörk kflóið. Það hef-
ur aldrei gerst áður að fslenzkt
skip hafi fengið um 2 mörk
fyrir hvert kg af fiski f Þýzka-
landi.
Skipstjóri á Rán er Ásgeir
Gfslason og samkvæmt upplýs-
ingum sem Mbl. aflaði sér f gær
er hásetahluturinn á Rán úr
þessari veiðiferð um 260 þús.
Göngudeild við
barnaspítalann
EINS og fram hefur komið f
Morgunblaðinu hefst heila-
himnubólusetning ekki fyrr en
eftir áramót, þar sem bóluefn-
ið, sem pantað hefur verið er
ekki fáanlegt fyrr. Bóluefni
þetta er við A-stofni, en B-stofn
er þó mun algengari hér, a.m.k.
hvað varðar þau tiifella heila-
himnubólgu, sem kunn eru.
Skúli Johnsen borgarlæknir
sagði í viðtali við Morgunblaðið
í gær að talsverðar sveiflu hefði
orðið vart, þar sem heilahimnu-
bólga hefði stungið sér niður.
T.d. var það A-stofn, sem vart
varð við í Noregi, en þegar
veikin fór að breiðast út breytt-
ist hún í B-stofn. Við honum
hefur aldrei verið framleitt
bóluefni og er það því ekki til.
Skúli sagði, að þegar bólu-
setning hæfist eftir áramót yrði
hverjum og einum afhentur
miði, þar sem honum væri gert
skiljanlegt, að bólusetningin
dygði aðeins gegn öðrum stofn-
inum. Þetta kvað hann nauð-
synlegt til þess að mynda ekki
falskt öryggi meðal fólks. Þá
kvað hann vera lagða mikla
áherzlu á að efla læknavakt og í
því sambandi komið upp göngu-
deild við barnaspítalann, svo að
fólk ætti greiðari aðgang að
læknum með börn sín.
kr. Þess má geta að Rán er lftill
síðutogari, 348 rúmlestir að
stærð og er í eigu Stálskips h.f.
f Hafnarfirði.
Þá seldu tveir íslenzkir bátar
afla í Þýzkalandi í gær og fengu
báðir sæmilegt verð fyrir afl-
ann. Bergþór KE seldi 51 Iest
fyrir 7,5 millj. króna, meðal-
verð á kíló var kr. 146,50. Þorri
SU seldi 41 lest fyrir 5,5 millj.
kr. meðalverð á kíló var kr.
133,50.
Morgunblaðið fékk upplýst í
gær, að tilfinnanlegur fisk-
skortur væri nú á v-þýzka
markaðnum og yrði svo út
þessa viku og sennilega einnig í
þeirri næstu.
Togarinn Maí frá Hafnarfirði
á að selja í Þýzkalandi á morg-
un og netabáturinn Sigurberg-
ur, einnig frá Hafnarfirði, selur
þar á fimmtudag.
Nóvemberumferðin í Reykjavík:
Skráð óhöpp 50
færri en í fyrra
NtJ LIGGJA fyrir tölur um
nóvemberumferðina f höfuð-
borginni. Samkvæmt upplýs-
ingum Héðins Svanbergssonar
lögregluvarðstjóra, voru gerðar
skýrslur um 225 umferðar-
óhöpp f Reykjavfk s.I. nóvem-
bermánuð, en sama mánuð f
fyrra voru gerðar skýrslur um
275 óhöpp.
í þessum óhöppum slösuðust
27 manns, þar af hlutu 19 rneiri-
háttar meiðsli og 8 minni hátt-
ar, en í nóvember í fyrra hlutu
17 manns meiriháttar meiðsli
en 12 minniháttar. Eitt bana-
slys varð í nóvember i fyrra en
ekkert í ár.
Að sögn Héðins Svanbergs-
sonar kom óhappakafli í byrjun
nóvember og aftur í lokin, en
að öðru leyti var þetta góður
mánuður.
Aþingi ASI, sem lauk
fyrir síðustu helgi var gerð
sérstök aðför að þeim forystu-
mönnum verkalýðssamtak-
anna, sem fylgja Sjálfstæðis-
flokknum að málum. Unnið var
skipulega að því að koma í veg
fyrir, að nokkur sjálfstæðismað-
ur hlyti kosningu í miðstjórn
ASÍ og gerð var tilraun til þess
að stimpla þá forystumenn
verkalýðsfélaga, sem fylgja
Sjálfstæðisflokknum að málum
sem annars flokks aðila að
launþegasamtökunum. Þessari
aðför var stjórnað af hinni svo-
nefndu órólegu deild kommún-
ista á ASÍ-þingi en ýmsir aðrir
þ.á.m. ábyrgir forystumenn í
verkalýðssamtökunum gerðu
enga tilraun til þess að linna
gegn þessum ólýðræðislegu og
einræðiskenndu vinnubrögð-
um og kann það ekki góðri
lukku að stýra fyrir ASÍ í fram-
tíðinni.
Ástæða er til að vekja athygli
á þeirri staðreynd, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er sá íslenzkra
stjórnmálaflokka, sem nýtur
stuðnings flestra launþega. Yf-
irgnæfandi meirihluti íslenzkra
kjósenda eru launþegar og ef
leggja á þann mælikvarða á
það hvaða flokkar eru flokkar
launþega og hverjir ekki er
auðvitað Ijóst, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er stærsti launþega-
flokkur landsins. En jafnvel
þótt einungis sé byggt á þeim
upplýsingum, sem fyrir hendi
eru um fulltrúatölu á ASÍ-þingi
er Ijóst, að Sjálfstæðismenn
voru næststærsti hópurinn á
þessu þingi Alþýðusambands-
ins.
Þannig var unnið markvisst
að því að útiloka yfir 100 full-
trúa á þinginu, sem sumir eru
frá stærstu og öflugustu laun-
þegafélögum landsins, frá
áhrifum á æðstu stjórn ASÍ.
Öllum má Ijóst vera, að það
hefði haft hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir Alþýðusam-
band íslands sem slíkt, ef þessi
aðför hefði tekizt Hún tókst
ekki nema að takmörkuðu
leyti Þeir sem höfðu forystu
um að ..hreinsa út" áhrif fjórð-
ungs þingfulltrúa beindu spjót-
um sínum fyrst og fremst að
Pétri Sigurðssyni alþingis-
manni, sem hefur verið í for-
ystu sjómannasamtakanna í
áratugi og unnið mikið og
óeigingjarnt starf í þágu sjó-
manna, aldraðra sjómanna og
ekkna þeirra. Pétur Sigurðsson
náði ekki kjöri í miðstjórn ASÍ
en hann hlaut yfir 50%
greiddra atkvæða á þinginu og
segir það sína sögu.
í viðtali við Morgunblaðið sl.
sunnudag fjallaði Guðmundur
H. Garðarsson, alþm. og for-
maður VR, sem er stærsta
launþegafélag landsins, um
bolabrögð kommúnista á þingi
ASÍ. Guðmundur H. Garðars-
son sagði m.a.: ,,Einn af þeim,
sem hafði forystu um atlöguna
gegn lýðræðislegri aðild yfir
100 þingfulltrúa að miðstjórn
ASÍ, sagði meðal annars, að
fólk með sjálfstæðisskoðanir
ætti að hreinsa út úr miðstjórn
og verkalýðshreyfingunni í
heild. Vinnubrögð sem þessi
hljóta að vekja allan almenning
til umhugsunar um hvers sé að
vænta um þingræði, lýðræði
og almennt persónufrelsi í
landinu takist þessum öfga-
mönnum að ná töglum og
högldum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Fólk þarf að vera á
verði gegn þessu öfgafólki og
ólýðræðislegri valdbeytingu
þess."
í samtali þessu sagði Guð-
mundur H. Garðarsson enn-
fremur: „Þetta þing hlýtur að
sýna því fólki innán hreyfingar-
innar, sem vill búa við lýðræði
og þingræði að það verður að
snúa bökum saman innan
hreyfingarinnar sem utan gegn
öfgamönnum Alþýðubanda-
lagsins. Annars munu við taka
svokölluð alþýðuvöld, sem er
ekkert annað en grimulaus
kommúnismi með því einræði
og kúgun, sem honum fylgir." í
viðtali við Morgunblaðið í dag
fjallar Pétur Sigurðsson.alþm.
og rítari Sjómannafélags
Reykjavíkur, einnig um þessa
aðför að sjálfstæðísmönnum á
ASÍ-þingi og segir: „Þessi eitil-
harða barátta hópa, sem hafa
ákveðnar pólitískar skoðanir og
tilheyra verkalýðssamtökunum
eingöngu vegna stjórnmálalegs
ofstækis, á eftir að skaða þessi
samtöl á næstu árum. Vinnu-
brögð þessa fólks á sviði launa-
og félagsmála eru bæði úrelt
og forpokuð og þótt þau séu
ekki óeðlileg frá sumum for-
svarsmönnum þessa hóps, þá
þekkjast þau lítt þar sem lýð-
ræði á að rikja og þessi vinnu-
brögð eiga ekki að gilda í eins
vel upplýstu þjóðfélagi og ís-
land er í dag. Þetta fólk lítur á
sig sem pólitískan aðal."
Þróun mála á síðasta þingi
ASÍ hlýtur að verða lýðræðis-
sinnum innan verkalýðshreyf-
ingarinnar mikið umhugsunar-
efni. Það er Ijóst, að öfgahópar
hafa komizt til meiri áhrifa í
verkalýðsarmi kommúnista en
áður og beita nú aðstöðu sinni
til þess að ryðja lýðræðissinn-
uðum forystumönnum verka-
lýðssamtakanna úr trúnaðar-
stöðum. Við þessu hljóta lýð-
ræðissinnar hvar í flokki, sem
þeir standa að bregðast með
aukinni samstöðu sín á millii og
nýju átaki til þess að draga úr
áhrifum kommúnista innan
verkalýðssamtakanna.
Ekið var á
reiðhjóla-
dreng á Vífils-
staðavegi
EKIÐ var á dreng á reiðhjóli
neöarlega á Vífilsstaðavegi síð-
degis á laugardaginn, en hann
hlaut ekki alvarleg meiðsl. Slysið
vildi þannig til, að drengurinn
var á leið niður veginn en bif-
reiðin upp og beygði bifreiðin
skyndilega fyrir drenginn með
fyrrgreindum afleiðingum. Að
sögn rannsóknarlögreglunnar í
Hafnarfirði eru alltof mikil brögð
að því að ökumenn virði ekki rétt
hjólreiðamanna í umferðinni.
Hlaut opið
fótbrot 1
umferðarslysi
UNGUR piltur á vélhjóli varð
fyrir bifreið á mótum Hverfisgötu
og Barónsstíg í gær kl. 17.36.
Pilturinn, sem er 15 ára, hlaut
opið fótbrot.
Rólegt á miðunum
HIN mestu rólegheit voru á
miðunum við landið í gær. Ekki
var flógið á vegum Landhelgis-
gæzlunnar vegna slæmra
veðurskilyrða. Þá má geta þess
að Landhelgisgæzlan heldur
því nú fram að Færeyingar hafi
nú þegar fyllt kvóta sinn, 17
þúsund tonn, þar af 8 þúsund
tonn af þorski.
— Japan
Framhald af bls. 1.
Næst stærsti flokkur landsins,
Sósíalistaflokkurinn, hlaut nú 123
þingsæti, bætti 11 við sig frá því i
kosningunum 1972. Komeito-
flokkurinn, sem er miðflokkur og
berst gegn spillingu, fékk 55 þing-
sæti, hafði 30. Kommúnistar biðu
mikið afhroða og fengu aðeins 17
þingsæti, en höfðu 39 og and-
kommúnistar, Demókratíski
sósíalistaflokkurinn fékk 29 þing-
sæti, bætti við sig 10 sætum.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að greinilegt sé af úrslitunum og
þróuninni í gær og dag, að litlar
ef nokkrar breytingar verði á
stefnu stjórnarinnar í innanrfkis
og utanríkismálum. Miki sagði á
blaðamannafundinum, að hann
hefði byggt Frjálslynda demó-
krataflokkinn upp á nýtt og sýnt
fram á að hann gæti haldið völd-
um og stjórnað þrátt fyrir það
sem á undan væri gengið. Hann
sagðist myndu skoða úrslit kosn-
inganna vandlega til að reyna að
gera sér fyrir hugum kjósenda og
ráðgast við flokksstjórn sína áður
en hann byrjaði að móta stjórn-
málastefnu næstu ára.
Ýmsir stjórnmálafréttaritarar
segja að japanskir kjósendur hafi
nú farið meðalveginn milli spill-
ingarinnar innan stjórnarflokks-
ins og hinna öfgasinnuðu
stjórnarandstöðu sósialista og
kommúnista. Segja þeir að þetta
ætti að gleðja bandaríska stjórn-
málamenn, því að Bandarikin
hafi frá þvi að kommúnistar sigr-
uðu í Vietnam orðið að horfa upp
á hverja vinaþjóðina á fætur ann-
arri í Asíu falla í hendur komm-
únista eða taka upp öfgasinnnað-
ar hægristjórnir. Japanir hafi
hins vegar þrátt fyir spillingu
innan stjórnarflokkanna sl. 2 ára-
tugi komist að þeirri niðurstöðu
að „frjálslynt lýðræði sé besti
"kosturinn, sem völ sé á þrátt fyrir
allt hið mikla afhroð kommúnista
beri þvi glöggt vitni.“