Morgunblaðið - 07.12.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1976
29
— Höfum við
efni á þessu?
Framhald af bls. 14.
ekki heldur efni á að reka
landbúnað, sem þýðir stórkost-
legar byrðar á öllum launþegum.
Það er illt, ef engin stjórn,
hvort sem hún heitir hægri eða
vinstri stjórn, getur stjórnað land-
inu. Hér á landi verður lika eng-
um umbótum komið á, meðan
stjórnarherrarnir eru svo flæktir
í hinu pólitlska samtryggingar-
kerfi, að ekki má hrófla við neinu.
Ég hygg óhætt að fullyrða, að
við, sem kusum Sjálfstæðisflokk-
inn i siðustu alþingiskosningum,
höfum orðið fyrir vonbirgðum.
Sjálfstæðisflokkurinn er í orði
flokkur frjálsra athafna, flokkur
frelsis í viðskiptum, flokkur
þeirra, sem trúa á mátt og megin
einstaklingsins, en hvað hefur
orðið af stefnunni? Er flokkurinn
ekki á leið í algért stefnuleysi?
„Eftir höfðinu dansa limirnir",
segir máltækið, og þegar lýðum
verður ljóst, hvernig ástandið er i
stjórnarherbúðunum, er ekki von,
að fólki þyki mikið mark takandi
á því herliði. Hlálegt dæmi
samsektar, sem öllum viðkomandi
þykir þó ljúf, eru hin
margumtöluðu bílakaup ráð-
herra. Er eðlilegt, ef við tökum
tillit til „lélegrar afkomu þjóðar-
búsins", að ráðherrar, sem þó
hafa sjálfir ákvörðunarvald um
mál þetta, skuli ekki teljá það
heilaga skyldu sína að greiða tolla
og innflutningsgjöld af einkabíl-
um sínum í hinn galtóma ríkis-
kassa? Hver er svo líka röksemd-
in fyrir fæðisstyrk þingmanna?
Verða ekki almennir launþegar
að greiða mat af launum slnum?
Svo er náttúrulega til fastur
ferðastyrkur þingmanna og ráð-
herra til að gera þeim kleift að
ferðast um kjördæmi sin — og
auðvitað eru simreikningar
greiddir. Allir þessir styrkir eru
skattfrjálsir. Svo má og geta þess,
að ráðherrar eru eina stéttin, sem
mér er kunnugt um, sem fær
aðlögunartima til að venjast
tekjutapi, þ.e. ef þeir detta úr
embætti; þá fá þeir ráðherralaun
í lA ár á eftir. Hvar eru nú raddir
Aiþýðubandalagsmanna? Hvar
eru nú raddir jöfnunar-
postulanna?
Tilgangur minn með þessari
upptalningu er sá, að vekja
athygli á þeirri fádæma
lítilþægni, sem þetta lýsir og sem
veldur hneykslun hins almenna
launþega, enda þótt segja megi,
að þetta vegi ekki svo mikið I allri
óstjórninni og vitleysunni. Er
ekki öllu skynsamlegra og meira
viðeigandi, að greiða ráðamönn-
um laun, sem lifa má af og fella
niður slíkar ölmusuveitingar?
Þjóðfélag okkar er áreiðanlega
komið að tímamótum. Æ fleiri
gera sér ljóst, að við höfum ekki
efni á allri þeirri óarðbæru fjár-
festingu, sem nú tröllríður okkar
litla þjóðfélagi. Það er vissulega
gott að vera stórhuga og vilja gera
mikið, en allir verða að sníða sér
stakka eftir vexti. Það hlýtur að
vera aðalkrafa þegnanna, að þær
fjárfestingar sem arðbærar séu,
gangi fyrir og að ríkisvaldið dragi
úr óarðbæru miðstjórnarvaldi.
Höfum við efni á að byggja
borgarleikhús i þeim stil, sem
fyrirhugað er? Mætti ekki hafa
það ódýrara?
Höfum við efni á að fleygja
milljörðum í jafn illa undirbúna
framkvæmd og Kröfluvirkjun?
Höfum við efni á þeim
flottræfilshætti, sem lýsir sér í
mörgum opinberum byggingum?
Höfum við efni á að drepa niður
nær allan innlendan iðnað, sem er
þó vaxtabroddur framtíðarinnar?
Höfum við efni á að kaupa æ
fleiri skuttogara á sama tima og
fiskifræðingar hvetja til þess, að
dregið sé úr fiskveiðum til þess að
vernda fiskstofnana?
Höfum við efni á að hafa stjórn,
sem fær engu ráðið?
Er ekki kominn timi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að fara að standa
við kosningaloforð sín; fara að
stjórna af viti og stefnufestu, efla
heilbrigt, frjálst atvinnulif og
þora að brjótast út úr þeim vita-
hring, sem drepur allar efnahags-
legar framfarir i dróma.
A meðan ráðamenn þjóðfélags-
ins þora ekki að takast á við þau
vandamál, sem raunverulega þarf
að leysa, verður Island áfram
láglaunasvæði.
takiöeftír!
---------------------------------------------------------------------------------------------------------t
hjá okkur fæsd allt í baóherbengió
og reyndar flest sem þanf til aó
byggja eóa fegra hvert heimili
V__________________________________s
Jé - gjörió svo vel - líttó inn.
Viö erum sannfœróir um aó
okkar lausn er betri lausn
J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN
Skúlagötu 30 — Sími 11280
Pflu rúflugluggatjöld
PÍLU RÚLLUGLUGGATJÖLD.
NÝ MYNSTUR.
NÝIR LITIR.
SETJUM NÝTT EFNI Á GAMLAR STENGUR.
ÓLAFUR KR. SIGURÐSSON & CO.
SUÐURLANDSBRAUT 6, S: 83215