Morgunblaðið - 21.12.1976, Page 37

Morgunblaðið - 21.12.1976, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 37 24% aukningu á sama tíma í fyrra. Allt fram á haust hefur peningamagn aukizt jafnt og þétt og hefur ársaukningin yfirleitt verið meiri en aukning peninga- launa, einkum þó um miðbik árs- ins. Peningamagn hefur hins veg- ar ekki aukizt í sepember og október og því haft á þeim tima aðhaldsáhrif á eftirspurn. Reiknað er nieð, að fyrir árið í heild aukist peningamagn um 32% samanborið við 37% aukn- ingu í fyrra. tJtlán innlánsstofn- ana eru talin aukast um 34% í ár (22!4% 1975) á móti 36—37% aukningu heildarinnstæðna (29% í fyrra) og er þetta talsvert óhag- stæðara hlutfall innláns- og út- lánsaukningar en á sl. ári. Heild- arútlán bankakerfisins eru talin aukast um 25—26% i ár (33!4% 1975) á móti 36—37% aukningu sparifjár (26% 1975). Hagstæð þróun ríkisfjármálanna og lána- hreyfinga fjárfestingarsjóða og annarra sjóða í opinberri vörzlu virðast því orka til aðhalds á pen- ingamýndun í landinu í ár. Samneyzla og búskapur hins opinbera Utgjöld hins opinbera má skipta í tvennt eftir því hvort hið opinbera ráðstafar sjálft fénu til kaupa á vörum og þjónustu eða fær það einkaaðilum, einstakling- um eða fyrirækjum til ráðstöfun- ar. Við kaup hins opinbera á vör- um og þjónustu gengur féð ýmist til greiðslu sameiginlegra neyzlu- þarfa, samneyzlu, eða til ýmissa framkvæmda, en þau útgjöld eru talin til fjármunamyndunar við uppgjör þjóðarframleiðslu og ráð- stöfunar hennar. Þegar hið opin- bera ráðstafar ekki sjálft fénu til endanlegra nota, þ.e. neyzlu eða fjárfestingar, eru slík útgjöld nefnd tilfærsluútgjöld eða til- færslur. Má þar t.d. nefnda fram- lög hins opinbera til almanna- trygginga, niðurgreiðslur og framlög til f járfestingarlána- sjóða. Um tveir þriðju hlutar sam- neyslunnar eru laun opinberra starfsmanna, en aðrir helztu liðir samneysluútgjalda eru kaup vöru og þjónustu, auk viðhalds og af- skrifta opinberra bygginga og mannvirkja. Á siðustu árum hef- ur samneyzlan numið 26—28% af öllum opinberum útgjöldum. Er þá átt við útgjöld á A-hluta ríkis- reiknings og heildarútgjöld sveit- arsjóða á rekstrar- og eignabreyt- ingareikningi auk ráðstöfunar sérstakra skattheimtu til Viðlaga- sjóðs, olíusjóðs vegna húsahitun- ar og sjúkratrygginga. Fjárfesingarútgjöld hafa senni- lega numið um 14—15% af opin- berum útgjöldum, en afgangur- inn, nær 60% heildarútgjalda, eru tilfærslur. Að nokkrum hluta renna þær til opinberra stofnana og fyrirtækja utan A-hluta ríkis- reiknings, en að langmestu leyti til einkaaðila. Sem dæmi um þessa skiptingu opinberra út- gjalda má taka A-hluta ríkis- reiknings 1975 og fjárlagafrum- varps 1977, en þar eru færðir rúmir þrír fjórðu hlutar allra op- inberra útgjalda. Samneyslan, eins og hún er skil- greind í íslenzkum þjóðhagsreikn- ingum, hefur verið nokkuð stöð- ugt hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu um langt árabil. Hlutfallið v-ar að meðaltali 8,9% áratuginn 1950—60, 9,1% áratuginn 1960—70 og síðustu árin hefur samneyzlan verið nálægt 10% af vergi þjóðarframleiðslu. Sú hlut- fallslega aukning, sem orðið hef- ur í umsvifum hins opinbera síð- ustu 15 árin hefur þvi ekki komið fram í aukinni samneyzlu nema að litlu leyti. Hlutur samneyzlu i vergri þjóðarframleiðslu er mun minni hér á landi en í nálægum löndum og raunar minni en i flestum öðrum aðildarríkjum OECD. Á öðrum Norðurlöndum var þetta hlutfall frá 16,5% í Noregi upp i 23% í Svíþjóð árin 1973 og 1974. Að nokkru á þessi munur sér ákveðnar skýringar og kemur þar einkum tvennt til greina. Annars vegar er hluti útgjalda til her- mála talinn til samneyzlu og mun- Hlutfallsleg skipting ríkisútgjalda j Ríkisreikningur Fjárlagafrumvarp I 1975 1977 1) 1 m Samneyzla 29,7 32,7 | 1 F járfesting 8,0 6,8 | ■ Tilfærslur 62,3 60,6 1 1 AlmannatrygginFar 28,5 30,3 1 1 Niöurgreiöslur | Opinberir aöilar ' 9,3 6,0 1 16,6 16,9 I | Annaö 7.9 7,2 i ■l) Framlög til ríkisspítala eru talin sem samneyzluútgjöld á A-hluta fjár- 1 lagafrumvarps 1977, en eru her færö sem tilfærslur til samræmis viö 1 1 reikningstölur 1975 og færslu í þjóöhagsreikningum. ■ 2) T.d. framlög til sveitarfélaga og 'fjárfestingarlánasjóöa. ar nokkuð um það í flestum lönd- um. Hins vegar eru næstum öll útgjöld hins opinbera til heil- brigðismála að frátöldum sjúkra- húsbyggingum talin til tilfærslna til einstaklinga og því endanlega sem einkaneyzla hér á landi, en víða annars staðar telst megin- hluti þessara útgjalda samneyzla. Ef þessi tilfærsluútgjöld væru tal- in til samneyzlu hér á landi, sem fyrirhugað er að gera við endur- skoðun þjóðhagsreikninga til samræmis við nýtt alþjóðlegt þjóðhagsreikningakerfi, má ætla, að hlutur samneyzlu í vergri þjóð- arframleiðslu yrði um 15—16% i stað 10% nú. Sé útgjöldum til hermála í öðrum ríkjum sleppt lætur nærri, að hlutdeild sam- neyzlu í þjóðarframleiðslu sé svipað á Islandi og i Finnlandi og Bretlandi og heldur meiri en í Noregi. í Danmörku og Sviþjóð er þetta hlutfall hærra, 19—20%. Samanburður sem þessi er ætíð nokkuð óviss, t.d vegna mismun- andi skilgreiningar hinna ein- stöku stærða. Erfitt er að finna umsvifum hins opinbera í þjóðarbúskapnum hentugan kvarða, sem einnig má nota i samanburði við önnur lönd. Einn helzti mælikvarðinn eru skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri þjóðarfram- leiðslu. Af eftirfarándi yfirliti má sjá, að þetta hlutfall hefur vaxið úr 23—24% á árunum 1950—54 í um 32% árin 1970—74. Hlutfallið hefur þó ekki vaxið jafnt og þétt. Árið 1967 var það 32,2%, lækkaði í 28,9% árið 1969, en fór síðan hækkandi á ný og var orðið 33,0% árið 1974. Sé litið á bætur lifeyristrygg- inga og niðurgreiðslur sérstak- lega, þ.e. tvo stóra þætti tilfærslu- útgjalda, kemur i ljós, að hækkun skatthlutfalls frá árunum 1950—54 til áranna 1970—74 skýrist að talsverðu leyti af aukn- ingu þeirra. Nettóskatthlutfall, þ.e. þegar þessir liðir eru dregnir frá, hefur því hækkað minna en heildarskatthlutfallið. Árið 1975 og 1976 hækkar skatt- hlutfall nokkuð en á næsta ári er spáð óbreyttu skatthlutfalli frá því í ár. Ástæður hækkunar skatt- hlutfalls að undanförnu eru m.a. Framhald á bls. 30 | Skatttekjur hins opinbera, bætur lífeyristrygginga og niöurgreiöslur | ' vöruverös sem hlutfall af vergri þjóöarframleiöslu 1950-1977. ' | Heildar- Bætur lífeyris- skatt- trygginga og tekjur niöurgreiöslur Nettóskattar Meöaltal 1950-54 23,4 3,6 19,8 i 1955-59 24,4 4,0 20,4 [ 1960-64 27,4 7,1 20,3 I 1965-69 30,3 6,3 24,0 I 1970-74 31,8 6,6 25,2 f 1975 34,8 6,6 28,2 1 ;• 1976 áætl. 36,1 5,8 30,3 1 1977 spá 36,1 5,5 30,6 | N 2412 Segulbandstæki með magnara og 2. hátölurum. Stereo. 2 gerðir. Sjálfvirkar kaffikönnur m/nylon- eða bréffilter. 3 gerðir. Ferða útvarpstæki fyrir rafhlöð ur og 220 V. 8 gerðir. Straujárn 7 gerðir N 2218 Cass ettusegul- bandstæki með inn- byggðum há talara og mik rófón. Fyrii rafhlöður og 220 V. Sambyggt útvarps og cassettu tæki. 10 gerðir. Þeytari á standi Beauty set, nuddtæki — rakvél óskatæki konunnar Handhárþurrkur —- fljótvirkar Brauðristar, sjálfvirk litstilling á brauðinu — nýjung. heimilistæki sf Sætúni 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455 r — — ‘ZD PHILIPS kanntökinátækninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.