Morgunblaðið - 07.03.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
VíkurberB sem hér sést í togi fékk nótina í skrúfuna fyrir nokkru þar sem hann var að veiðum á
loðnumiðunum. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson kom skipinu til aðstoðar, dró það inn á Reyðarfjörð
þar sem kafari frá Árna Friðrikssyni losaði nótina úr skrúfunni. Ljósm. Óskar Sæmundsson
Verkalýðsfélög gefa út kaup-
taxta, sem VSI telur ólögmæta
Sjálfstæðismenn á. Seltjarnarnesi:
Sigurgeir Sig-
urdsson efst-
ur í prófkjörinu
Vinnuveitendasamband ís-
lands hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu, þar sem vinnuveit-
endur eru varaðir við „ólögmæt-
um kauptöxtum“, sem nokkur
stéttarfélög hafi gefið út. í
þessum töxtum er ekki tekið
tillit til skertrar vísitölu, heldur
kauphækkunin vegna verðbóta-
vísitölu reiknuð að fullu hinn 1.
marz 1978.
Þau félög, sem gefið hafa út
slíka taxta, eru Verkamanna-
félagið Dagsbrún og Verka-
kvenrafélagið Framsókn, Félag
járnionaðarmanna og Verkalýðs-
félag Akraness. Fréttatilkynning
VSI, þar sem sérstaklega er
fjallað um þessa útgáfu launa-
taxta, er svohljóðandi: „Komið
hefur í ljós, að nokkur verkalýðs-
félög hafa gefið út og dreift
kauptöxtum, þar sem tilgreint er
hærra kaup en greiða ber sam-
kvæmt kaupgjaldsútreikningum
ÓVÍST er hvort vélbáturinn
Valþór frá Sigiufirði verður
fyrst íslenzkra fiskiskipa til að
selja afla í Hull eftir afléttingu
löndunarbannsins eins og til
stóð, því báturinn bilaði á útleið
og var hann dreginn til Færcyja.
Að sögn Sæmundar Árelíus-
Kaffi og
gosdrykk-
ir hækka
KAFFI og gosdrykkir hækka í
da^. Kaffi hækkar um 14,7%
vegha hækkaðs gengiskostnaðar
og kostar pakkinn nú 585 krónur,
en kostaði áður 510 krónur.
Gosdrykkir hækka um 21% og
kemur hækkunin til bæði vegna
aukins gengiskostnaðar og ann-
arra kostnaðarhækkana.
Hækkanir þær, sem urðu á
bensíni og olíum fyrir helgina,
komu til vegna hækkaðs gengis-
kostnaðar.
byggðum á gildandi kjarasamn-
ingum, lögum nr. 3 1978 um
ráðstafanir í efnahagsmálum og
tilkynningu Kauplagsnefndar um
verðbætur frá 1. marz til laun-
þega innan Alþýðusa'mbands Is-
lands.
Útgáfa slíkra kauptaxta er að
sjálfsögðu ólögmæt, þar sem
kjarasamningum hefur ýmist
ekki verið sagt upp eða uppsagn-
arfrestur þeirra er ekki liðinn.
Vinnuveitendasamband íslands
beinir því til félagsmanna sinna
og annarra vinnuveitenda að vera
á varðbergi gagnvart kauptaxta-
útgáfu af þessu tagi og áminnir
þá um að greiða kaup samkvæmt
réttum kauptöxtum."
Þá hefur Vinnuveitendasam-
bandið gefið úr kaupgjaldsskrá
sína með þeim töxtum, sem það
telur rétta, og á forsíðu skrárinn-
ar er sérstök viðvörun til félaga
innan VSÍ, sem er mjög í anda
sonar framkvæmdastjóra Þor-
móðs ramma hf á Siglufirði varð
bilun í skrúfu bátsins á laugar-
daginn þegar hann var nýlega
lagður af stað áleiðis til Hull.
Togarinn Sigluvík, sem er í eigu
sama hlutafélags, var þarna
skammt frá og varð að ráði að
Sigluvíkin drægi Valþór til
Klakksvíkur í Færeyjum. Kom
Valþór þangað í gærkvöldi og var
hann þá strax tekinn upp í slipp.
Að sögn Sæmundar Árelíus-
sonar standa vonir til þess að
viðgerðin taki aðeins skamma
stund og báturinn geti haldið
áfram för sinni í dag og selt í
Hull á föstudáginn. Ef það tekst
ekki mun Valþór selja aflann í
Færeyjum, en hann var með
60—70 tohn af fiski, mestmegnis
þorsk. Helmingi hærra verð fæst
fyrir aflann í Hull en í Færeyjum
og er því mikið í húfi að viðgerðin
takist vel.
Að sögn Jónasar Haraidssonar
hjá LÍÚ hafa ýmsir hug á því að
senda skip sín með afla á brezkan
markað en ekki hafði í gær verið
tekin ákvörðun um siglingu fleiri
báta en Valþórs.
ofangreindrar fréttatilkynning-
ár. Þá er þess að geta að enn
hefur ekki verið gefin út reglu-
gerð um framkvæmd sérstaks
verðbótaviðauka samkvæmt 2.
grein laganna nr. 3 1978, sem
greiðist eftir á samkvæmt nánari
reglum þeim launþegum, sem
ekki ná tilteknum heildarlaunum.
Að sögn Barða Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra Vinnuveit-
endasambands íslands, verður
dregið af launum fólks fjárhæð,
sem nemur launum í þá tvo daga,
sem verkfallið stóð í upphafi
mánaðarins. Verða yfirleitt dreg-
in frá launum tvenn daglaun, en
vinnuveitendur munu ekki ætla
að nýta heimildarákvæði, sem
eru í sumum kjarasamningum,
um að vanræktar vinnustundir
komi til frádráttar með nætur-
vinnuálagi.
Um fébótakröfur á hendur
þeim félögum, sm hreinlega
boðuðu verkföll sagði Barði, að
enn hefði ekki verið tekin ákvörð-
un um málshöfðanir á hendur
þeim. Hann kvað næsta fram-
kvæmdastjórnarfund Vinnuveit-
endasambandsins mundu fjalla
um slíka ákvörðun, en fundur
framkvæmdastjórnarinnar
verður í dag. „Mér finnst ósköp
líklegt að farið verði í einhver
mál,“ sagði Barði Friðriksson.
HÚSEIGNIN Hallveigar-
staðir á mótum Garðastrætis
og Túngötu, sem er í eigu
Kvenfélagasambands Is-
lands, hefur verið auglýst til
sölu. Ástæðan er sú, að sögn
Sigríðar Thorlasius, for-
manns sambandsins, að hús-
ið þykir ekki henta starf-
semi kvennasamtakanna og
hafa þau áhuga á að verða
sér úti um hagkvæmara
húsnæði. Brunamótamat
Hallveigarstaða er 285
milljónir króna.
Að því er Sigríður Thorlacius
LAUST eftir miðnætti í nótt
voru kunn úrslit í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Seltjarnar-
nesi.
Úrslit urðu þau að Sigurgeir
Sigurðsson bæjarstjóri varð í
efsta sæti, hlaut 87,71% greiddra
atkvæða, Hann hlaut 408 atkvæði
í 1. sæti, 95 í 2. sæti, 40 í 3. sæti
og 60 í 4.-7. sæti eða samtals 603
atkvæði. í 2. sæti varð Magnús
Erlendsson, hlaut 60.36%
greiddra atkvæða. Hann hlaut
108 atkvæði í 1. sæti, 169 atkvæði
í 2. sæti, eða samtals 277 atkvæði
í tvö efstu sætin. Magnús hlaut
76 atkvæði í 3. sæti og 87 atkvæði
í 4.-7. sæti eða samtals 400
atkvæði. í 3. sæti varð Snæbjörn
Ásgeirsson, hlaut 62,14%
greiddra atkvæða. Hann hlaut 69
atkvæði í 1. sæti, 142 í 2. sæti og
108 í 3. sæti eða samtals 319
atkvæði í þrjú efstu sætin. I
4.-7. sæti hlaut hánn 134 at-
kvæði og því samtals 453 at-
kvæði. í 4. sæti varð Júlíus Sólnes
með 52,13% greiddra atkvæða.
Hann híaut 33 atkvæði í 1. sæti,
70 í 2. sæti, 85 í 3. sæti og 75 í
4. sæti eða 263 atkvæði í fjögur
efstu sætin. í 5.-7. sæti hlaut
hann 117 atkvæði og því 380
atkvæði alls.
ENDURTELJA varð atkvæði í
5. —6. sæti, þar sem sáralitlu
munaði á Guðmari Magnússyni
og Jóni Gunnlaugssyni. Endanleg
úrslit urðú þau að Guðmar varð
ÞEGAR Morgunblaðið fór í
prentun klukkan tvö í nótt
var búið að telja 1050 at-
kvæði af 1455 greiddum
atkvæðum í prófkjöri sjálf-
stæðismanna á Akureyri
vegna bæjarstjórnarkosn-
inganna í vor.
I 1. sæti var þá Gísli Jónsson
menntaskólakennari með 896
atkvæði, í 2. sæti Sigurður J.
Sigurðsson framkvæmdastjóri
með 648 atkvæði, í 3. sæti
Sigurður Hannesson bygginga-
meistari með 617 atkvæði, í 4.
sæti Gunnar Ragnars fram-
kvæmdastjóri með 543 atkvæði,
í 5. sæti Tryggvi Pálsson fram-
kvæmdastjóri með 511 atkvæði.
sagði sáu forsvarsmenn kvenna-
samtakanna fram á að Hallveig-
arstaðir hentuðu á engan hátt
starfsemi samtakanna, eins og
hún væri orðin nú á dögum, en
upphaflega var húsið ætlað sem
vistheimili eða kvennahótel fyrir
t.d. ungar stúlkur utan af landi,
námsstúlkur og fleiri, en hins
vegar hefði verið byrjað á smíði
hússins þegar í ljós kom að
þessar upphaflegu hugmyndir
voru orðnar óraunhæfar. Var þá
sýnt að húsið hentaði bezt sem
skrifstofuhúsnæði og síðan var
það tekið í notkun hefur Borg-
ardómur haft meginhluta þess á
leigu.
í 5. sæti, hlaut samtals 280
atkvæði í fimm efstu sætin en
Jón hlaut 279 atkvæði í þau sæti.
Samtals hlaut Guðmar 332 at-
kvæði eða 45,55%. Jón hlaut 314
atkvæði í sæti 1—6 og samtals
340 atkvæði eða 46,64%. í 7. sæti
varð Helga Einarsdóttir með 268
atkvæði eða 36,76% greiddra
atkvæða.
í prófkjörinu greiddu 750
manns atkvæði en í síðustu
bæjarstjórnarkosningum á Sel-
tjarnarnesi hlaut Sjálfstæðis-
flokkurinn 766 atkvæði. Þá fékk
flokkurinn 5 bæjarfulltrúa af 7.
Tveir menn
inni vegna
hassmálsins
STÖÐUGT er unnið að rannsókn
hassmálsins, sem Fíkniefnadóm-
stóllinn og fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík hafa
unnið að, en sem kunnugt er
leikur grunur á því, að um sé að
ræða smygl á mörgum kflóum af
hassi.
Tveir menn sitja í gæzluvarð-
haldi vegna rannsóknar þessa
máls. Mennirnir, sem eru hálfþrí-
tugir, hafa setið í gæzluvarðhaldi
í nokkrar vikur en þeir voru á
sínum tíma úrskurðaðir í allt að
60 daga gæzluvarðhald.
í 6. sæti Ingi Þór Jóhannsson
framkvæmdastjóri með 442 at-
kvæði, í 7. sæti Margrét
Kristinsdóttir skólastjóri með
383 atkvæði, í 8. sæti Rafn
Magnússon byggingameistari
með 347 atkvæði og 9. sæti Björn
Arnviðarson lögfræðingur með
346 atkvæði.
Gísli Jónsson, Sigurður. J.
Sigurðsson og Sigurður Hannes-
son skipuðu 3 efstu sæti sjálf-
stæðismanna við síðustu kosn-
ingar en Jón G. Sólnes alþ.m. og
Bjarni Rafnar læknir, sem skip-
uðu 4. og 5. sætið, gáfu ekki kost
á sér í prófkjörið að þessu sinni.
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þá 5
menn kjörna af 11 í bæjarstjórn.
Sigríður sagði, að af framan-
greindum ástæðum hefði verið
talið ráðlegast að reyna að skipta
um húsnæði, og kvaðst hún búast
við því að ef af sölu hússins yrði,
myndi byrjað að svipast um eftir
öðru fullbyggðu húsnæði, sem
hentaði starfseminni betur.
Samkvæmt upplýsingum lög-
mannsskrifstofunnar er annast
sölu Hallveigarstaða, þá er fast-
eignamat húss og lóðar um 200
milljónir króna en brunbótamat
þess er 287 milljónir króna. Tveir
aðilar hafa þegar spurzt fyrir um
húseignina.
Valþór í slipp í Fær-
eyjnm fullur af fiski
Ovíst hvort hann getur selt aflann í Hull
Hallveigarstaðir til sölu;
Kvennasamtökin svipast
um eftir hentugra húsi
Sjálfstæðismenn á Akureyri:
Gisli Jónsson efst-
ur í prófkjörinu