Morgunblaðið - 07.03.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978
3
Prófkjör D-listans i Kópavogi:
Axel Jónsson hlaut
bindandi
NIOURSTÖDUR úr prófkjöri sjólf-
stæðismanna í Kópavogi til bæjar-
stjórnarkosninga í vor uröu pær, aó
Axel Jónsson hlaut í fyrsta sæti 243
atkvæöi og samtals 503 atkvæöi eöa
58,9%. Samkvæmt reglum er kjör
Axels eitt bindandi, par sem hann
fékk atkvæði á meira en helmingi
atkvæöaseöla. Þátttaka í prófkjörinu
var 854 eöa 43%% af kjörsókninni
1974. Vió síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar í Kópavogi hlaut Sjálfstæðis-
fiokkurinn 1.965 atkvæði.
Númer 2 í prófkjörinu varð Guöni
Stefánsson, sem fékk í 1. og 2. saeti
198 atkvæöi, alls 381 atkvæöi eöa
44,6%, í þriöja Bragi Mikaelsson, 262
kosnmgu
atkvæöi í 1. til 3. sæti, alls 402 atkvæöi
eða 47.1%, í fjórða sæti Grétar
Norðfjörð, í 1. til 4. sæti 243 atkvæöi,
alls 345 atkvæði eða 40,4%, í fimmta
sæti Steinunn Sigurðardóttir, 259
atkvæði í 1. til 5. sæti, samtals 329
atkvæði eða 38,5%, ísjötta sæti Stefnir
Helgason, 298 atkvæði í 1. til 6. sæti
eða 34,9%.
Við síðustu bæjarstjórnarkosningar
hlaut Sjálfstæðisflokkurinn fjóra menn
kjörna: Axel Jónsson, Richard Björg-
vinsson, Stefni Helgason og Braga
Mikaelsson. Richard gaf ekki kost á
sér, en Stefnir tók þátt í þrófkjörinu,
en hafði þó lýst því yfir að hann gæfi
ekki kost á sér nema í 6. sæti.
Skoðanakönnun sjálfstæðismanna á ísafirði:
Guðmundur H. Ing-
ólfsson langefstur
Isafirði 6. marz.
SÍÐASTLIÐINN laugardag
voru talin atkvæði í skoðana-
könnun Sjálfstæðisflokksiris
vegna
bæjarstjórnarkosninganna, sem
fram fara í vor.
Skoðanakönnunin náði til
meðlima fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna og var þátttaka
98,37%. Átta seðlar voru ógildir
og einn auður.
Raðað var á listann frá einum
til 10 og fékk Guðmundur H.
Ingólfsson, forseti bæjarstjórnar,
langflest atkvæði í 1. sæti eða
82,7% gildra atkvæða. í 1.—2.
sæti samtals fékk Jens Krist-
mannsson bæjarfulltrúi flest
atkvæði. Síðan komu Óli M.
Lúðvíksson, varabæjarfulltrúi,
Jón Ólafur Þórðarson bæjarfull-
trúi, Gunnar Steinþórsson, fram-
kvæmdastjóri, Geirþrúður
Charlesdóttir varabæjarfulltrúi,
Ingimar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri, Hermann Skúla-
son skipstjóri og í 9. og 10. sæti
með jöfn atkvæði Anna Pálsdótt-
ir meinatæknir og Ásgeir S.
Sigurðsson járnsmíðameistari.
Við síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar fékk Sjálfstæðisflokkurinn
4 menn kjörna. Uppstillingar-
nefnd fjallar nú um uppstilling-
una og er gert ráð fyrir því að
tillaga um framboðslista flokks-
ins verði lögð fyrir fulltrúaáðs-
fund um næstu helgi.
- tllíar.
Þetta eru húsin þrjú, sem til sölu eru. Verzlunarhúsin fremst, beggja vegna við sundið og bakvið
sést í Breiðfirðingabúð. Heimilt er að reisa 13—1400 fermetra byggingu á lóðinni samkv. upplýsingum
fasteignasalans. Ljósm Mbl , Friðþjófur
Skólavörðustígur:
I>rjú hús á eignarlóð til
fyrir 80 milli. króna
í Morgunblaðinu á
sunnudaginn eru þrjár
húseignir við Skóla-
vörðustíg auglýstar til
sölu, 2 verzlunarhús
ásamt Breiðfirðingabúð
og húsunum fylgir 910
fermetra eignarlóð.
Samkvæmt upplýsingum Árna
Stefánssonar hrl., sem hefur
eignirnar til sölumeðferðar, eru
húsin og lóðin í eigu Breiðfirð-
ingaheimilisins hf. Breiðfirðinga-
búð var eitt sinn þekkt samkomu-
hús en þar er nú Islenzka
dýrasafnið til húsa. í verzlunar-
húsunum tveimur eru til húsa
fyrirtækin Bókin h.f. og Verzlun
Helga Einarssonar.
Að sögn Árna eru húseignirnar
2922 rúmmetrar að stærð og er
brunabótamat þeirra 65,7 millj-
ónir. Fasteignamat húsa og lóðar
er hins vegar 76 milljónir króna.
Heimild er til þess að reisa á
lóðinni fjögurra hæða hús, sam-
tals 13—1400 fermetra. Árni
sagði að ýmsir hefðu sýnt áhuga
á því að gera boð í eignirnar en
uppsett verð mun vera 80
milljónir króna.