Morgunblaðið - 07.03.1978, Síða 5

Morgunblaðið - 07.03.1978, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 5 Skúli Halldórsson tónskáld Forsíöa sönglagaheftis Skúla Halldórssonar. Rétt spor í rétta átt, sporin í TorgiÖ t $^wli0alldórffon Félag starfsmanna Landsbanka íslands fimmtíu ára í dag Hilmar Stefánsson var fyrsti formaður Félags starfsmanna Landsbanka íslands. KLAUSTURHÓLAR, listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar. halda 40. uppboð fyrirtækisins í dag klukkan 17 í Súlnasal Hótel Sögu. Seld verða að þessu sinni myndaverk margra þekktra og viðurkenndra listamanna, unnin með ýmsum hætti og tækni. olíumálverk, vatnslitamyndir, pastel, rauðkrítv túss, lit- hógrafíur o.fl. A uppboðinu verða seld bæði verk viður kenndra listamanna, lífs og liðinna, og einnig verk lista- manna, sem enn eru lítt þekktir. Af einstökum listamönnum má nefna Alfreð Flóka, en allmargar litlar tússmyndir hans, auk tveggja stórra kolamynda, verða seldar; tvær myndir eftir Sverri Haraldsson; pastelmyndir eftir í DAG eru liðin 50 ár frá stofnun elzta starfs- mannafélags í banka á íslandi, en það er starfs- mannafélag Landsbanka íslands. í frásögn Ein- varðs Hallvarðssonar af stofnun félagsins kemur m.a. þetta fram. Jóhannes Geir; málverk eftir Valtý Pétursson, Guðmund Hinriksson, Svein Þórarinsson og ótal marga sem of langt yrði upp að telja. Þá má nefna sýnishorn þrykk- mynda Jóns Engilberts frá þeim árum sem listamaðurinn stund- aði nokkuð svokallaða „öreiga- list" á tímabilinu eftir 1930, en sjaldgæft er að sjá þessar myndir á boðstólum segir í frétt frá Klausturhólum. Einnig má nefna verk Engilberts Gíslasonar frá Vestmannaeyjum. Þrjár stórar olíumyndir verða boðnar upp eftir Gunnlaug Blöndal, Finn Jónsson og Jóhannes Kjarval. Verkin eru til sýnis í dag að Hótel Sögu og hefst uppboðið kl. 17. Miðvikudaginn 7. mars 1928 kl. 6 síðdegis komu 27 starfsmenn Landsbanka Islands saman á fund í kaupþingssalnum í húsi Eimskipafélags íslands h.f. til þess að ræða stofnun félags meðal starfsmanna bankans. Fundarstjóri var Haraldur Johannessen og fundarritari Þórður Sveinsson. Samþykkt var að stofna félag sem hlaut nafnið Félag starfs- manna Landsbanka íslands. Var markmið félagsins að efla þekk- ingu starfsmánna bankans á bankamálum, starfa að samvinnu þeirra í milli og aftur milli yfir- og undirmanna, jafna alla misklíð, sem upp kann að koma og yfirleitt gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Hilmar Stefánsson formað- ur, Haraldur Johannessen og Brynjólfur Þorsteinsson með- stjórnendur og Ólafur Thoraren- sen í varastjórn. Núverandi stjórn félagsins hefur ákveðið að minnast af- mælisins á margvíslegan hátt á þessu ári m.a. með því að heiðra núlifandi stefnendur, með útgáfu afmælisrits, með sögusýningu og afmælishófi. Málverkauppboð Klausturhóla í dag Sönglagahefti Skúla HaUdórssonar komið út ÚT ER komið sönglagahefti eftir Skúla Halldórsson tón- skáld og eru í þvi 16 lög í léttri útsetningu fyrir píanó eða orgel. Hafa flest þessara laga verið prentuð áður, en ekki verið fáanleg um árabil. Eins og Skúli segir í for- mála vill hann með þessari útgáfu bæta úr þeim skorti sem verið hefur á íslenzkum sönglögum í léttri útsetningu og í þeirri tónhæð sem fólk getur auðveldlega sungið. Þýzkir textar fylgja flestum lögunum en þýðingu þeirra gerði dr. Meilla Urbancic. Kápuna teiknaði Sigfús Halldórsson tónskáld og Herbert H. Ágústsson tón- skáld skrifaði nóturnar. Lög- in eru prentuð í Siglufjarðar- prentsmiðju og fást hjá ís- lenzku tónverkamiðstöðinni. Brúnir St. 39/46 Kr. 7.950 - Svartir/ Búnir St. 39/46 Kr. 7.950 - Svartir/Brúnir St. 39/46 Kr. 3.400 - Svartir/Brúnir St. 39/46 Kr3.400. — Búnir St. 39/46 Kr. 6.450 - ÍTALSK/fí KAfíLMANNASKÓfí úr sérstaklega mjúku leðri. Mf Austurstræti 10 sími: 27211 flH Listavika Mennta- skólans á Akureyri NÚ STENDUR yfir listavika í Menntaskólanum á Akureyri og lýkur henni hinn 12. marz n.k. Er þetta nýjung í skólastarfinu og er gert ráð fyrir að hún verði fastur liður framvegis. Helmingsaf- sláttur af burðargjaldi SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð fyrir póstþjónustu, þar sem heimilað er að gefa helmingsaf- slátt af burðargjaldi fyrir dagblöð og önnur landsmálablöð og tímarit, sem fjalla um málefni einstakra atvinnu- vega, svo og fyrir tímarit landssam- taka stéttarfélaga. Reglugerðar- breyting þessi öðlast þegar gildi. Meðal atriða á Listavikunni eru klassískir tónleikar nemenda úr M.A. sem einnig stunda nám við Tónlistarskóla Akureyrar. Þorgeir Þorgeirsson sækir skól- ann heim og kynnir verk rit- höfundarins Williams Heinesen, nemendur kynna og lesa úr verkum Þórbergs Þórðarsonar með aðstoð kennara. Þá verður sýnt leikritið Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Harð- ar Torfasonar en það eru nemendur sem sýna. Manuela Wiesler flautuleikari heldur tón- leika og sýndar verða tvær kvikmyndir frá kvikmyndahátíð Listahátíðar, nemendur kynna sögu jazzins í tali og tónum, haldið verður skemmtikvöld og eitt kvöldið verður dagskrá í umsjá kennara. Öllum er heimil aðgangur að listavikunni eftir því sem hús- rými leyfir. Mætti Benedikt Gröndal til vinnu? MORGUNBLAÐIÐ beindi fyrirspurn til nokkurra for- ystumanna Islendinga um við- horf þeirra til ólöglegra vinnu- stöðvana, sem boðaðar voru 1. og 2. mars s.l. Einn af þeim sem studdi þessar aðgerðir var Benedikt Gröndai alþm., for- maður Alþýðuflokksins og for- stöðumaður Fræðslumynda- safns ríkisins. Hins vegar lýsti Gylfi Þ. Gíslason alþm. for- maður þingflokks Alþýðu- flokksins yfir andstöðu við þessar ólöglegu aðgerðir. í samræmi við skoðun sína mætti Gylfi Þ. Gíslason til kennslu nefnda marzdaga. Einnig mætti til kennslu sömu daga Kjartan Jóhannsson, varaformaður Alþýðuflokks- ins, og þá ekki sízt Vilmundur Gylfason, annar maður á lista Alþýðuflokksins við alþingis- kosningarnar í vor. Fyrir helgi var listí yfir mætingar ríkisstarfsmanna birtur í Mbl. Þar kemur fram, að það er 100% mæting hjá Fræðslumyndasafni ríkisins. Verður því ekki betur séð en Benedikt Gröndal alþm. hafi einnig mætt til vinnu þessa daga. Þar sem því verður ekki trúað að óreyndu, að Benedikt segi eitt og framkvæmi annað, er þeirri fyrirspurn beint til fjármálaráðuneytisins og Benedikts Gröndals, hvort hann hafi mætt til vinnu í Fræðslumyndasafni ríkisins 1. og 2. marz s.l. Ilaraldur Blöndal hdl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.