Morgunblaðið - 07.03.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 07.03.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 Erlingur G íslason og Sigurveig Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Hjónaband og lífshamingja Leikfélag Akureyrar: ALFA BETA eftir E.A. Whitehead. Þýðing: Kristrún Eymundsdóttir. Leikmynd: Þráinn Karlsson. Leikstjórn: Brynja Benedikts- dóttir. Gestaleikur í Þjóðleikhúsinu. Alfa Beta er leikrit um sambúðarvandamál, hefst í Liver- pool 1968 og endar 1977. Hjónin Norma og Frank Elliot eru um fertugt, helsti glansinn er farinn af hjónabandi þeirra, við taka efa- semdir og ósætti. Það er einkum Frank sem túlkar vanda þeirra hjóna. Hann þráir frelsi, kynni af öðrum konum. Þegar litið er til baka virðist allt tilgangslítið eins og hvorugt þeirra geri sér grein fyrir hvers vegna þau giftust. Leikritið lýsir þvi hvernig tál- myndir eru tættar sundur og óhrjárlegur veruleiki kemur í ljós. Alfa Beta er ekki frumlegt verk. Efnið er gamalkunnugt úr leikritum. En E.A. Whithead kann greinilega margt fyrir sér. Honum tekst það sem út af fyrir sig eru tiðindu að halda athygli áhorfandans vakandi með sama sviði og sömu persónum allan tím- ann. A leikarana reynir mikið. Leikiist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Þau Sigurveig Jónsdóttir og Er- lingur Gíslason eru vanda sínum vaxin. Sigurveig sannaði að min- um dómi hve hæf leikkona hún er og ég held að Erlingi Gíslasyni hafi sjaldan tekist betur. Það var eins og hann túlkaði þetta verk af endurnýjuðum krafti. Hlutur leikstjórans Brynju Benedikts- dóttur má ekki gelymast. Mark- viss leikstjórn hennar á án efa sinn þátt I þeim árangri sem leikararnir ná. Niðurstaða E.A. Whiteheads er sú að frelsið sé einstaklingnum nokkurs virði. Þótt Frank virðist í fyrstu fráhrindandi persónuleiki skilst áhorfandanum að hann veð- ur ekki tóman reyk. Hann er ekki einungis að þjóna blindum fýsn- um sinum þegar hann snýr baki við hinni venjubundnu heims- mynd þar sem öryggi og virðing fjölskyldunnar er efst á blaði. Kjarni málsins er sá að hann vill ekki láta grafa sig lifandi. Norma er aftur á móti reiðubúin til að fórna öllu fyrir sýndarmennsku. Hún bregst nákvæmlega eins við og Frank dylgjar um i upphafi í niðrandi ræðu sinni um eignkon- ur. Lífsmynd Normu er lík að hana brestur kjark til að horfast i augu við breytta tíma og breytt viðhorf. Frelsið hefur að vísu ekki fært Frank neina hamingju þegar að leikslokum dregur, en hann hefur ekki afneitað sjálfum sér og er orðinn reynslunni rík- ari. Hlutur Normu eru sýnu verri. Með þessum gestaleik ætti okk- ur að vera ljóst að Leikfélag Akureyrar er þróttmikið. Það hef- ur á að skipa snjöllum Ieikurum og er Sigurveig Jónsdóttir meðal hinna fremstu. Hlutverk hennar eru senn orðin fimmtíu, en hún hóf leik hjá Leikfélagi Akureyrar 1949. Margir muna eftir henni í hlutverki Tyrkja-Guddu í sjón- varpsleikriti, Jökuls Jakobssonar. Mér er í fersku minni hlutverk móðurinnar í söngleiknum Lofti eftir Odd Björnsson, Leif- Þórarinsson o.f., sem Leikfélag Akureyrar sýndi í fyrra. Aðrir muna hana í gervi Úu í Kristni- haldi Laxness og sem Höllu í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigur- jónssonar. Jafnvel smæstu hlut- verk gæðir Sigurveig lífi. Það er reykvískum leikhúsgestum fagnaðarefni að sjá hana í jafn veigamiklu hlutverki og því sem hún fer með í Ölfu Betu. Um þýðingu Kriistrúnar Eymundsdóttur er það að segja að hún lét vel i eyrum, er greinilega unnin af vandvirkni. Einnig hatrið á svívirðunni Menntaskólinn að Laugar- vatni: m TÚSKILDINIÍAÓPERAN eftir Bertolt Brecht. Tónlist eftir Kurt Weill. Þýðandi: Þorsteinn Þorsteins- son. Þýðendur söngva: Þorsteinn frá Hamri, Sveinbjörn Beinteinsson og Böðvar Guðmundsson. Makki og Brown (Samúel og Þórarnn Leikstjóri: Sigrún Björnsdótt- ir. Sviðsmynd: Ólafur Hjálmars- son, Kolhrún Hjörleifsdóttir o.fl. ÉG HEF oftar en einu sinni í þessum pistlum dáðst að skóla- nemendum fyrir að skelfast ekki glímu við vandasöm verk- efni atvinnuleikhúsanna, nú síðast leika nemendur Mennta- Jenný og Makki (Kolbrún og Samúel) skólans að Laugarvatni Tú- skildingsóperu Brechts og Weills. Þetta er djarflegt tiltæki og í fyrstu telur maður að verkið hljóti að vera ofviða ungum áhugaleikurum. Svo reynist þó ekki. Sigrúnu Björnsdóttur hefur að mínu viti tekist vel að laða það fram af leikrænni gleði sem býr í þessu unga fólki. Þar með er ekki sagt að um fullgilda Brechtsýningu sé að ræða. En viða voru fjörmikl- ir sprettir sem hrifu áhorfend- ur. Glæpaforingjann Macheath leikur Samúel Örn Erlingsson. Þetta hlutverk var skemmti- lega túlkað af hnarreistum ungum manni vel klæddum og snyrtilega klipptum. Þó held ég að túlkun Ara Páls Kristins- sonar á Peachum betlarafor- ingja hafi vakið einna mesta athugli. Ari Páll lék af mynd- ugieik og stal senunni ekki svo sjaldan. Konu Peachums, Silju, lék Halldóra Friðjónsdóttir. Pollý dóttur þeirra lék Alda Arnardóttir: Halldóra var hin hressilegasta Silja og náði sér Framhald á bls. 32. Litið inn á Suðurgötu 7 Á meðan blaðamenn voru í verkfalli, var líflegt í Gallerí Suðurgötu 7. Svo líflegt, að ég verð enn einu sinni að játa vanmátt minn og vitleysu að geta ekki fallið í stafi yfir því mikla verki, er þar var til sýnis. Meistari frá Suður-Frakklandi var þar að verki ásamt öðrum manni, sem ég ekki kann skil á, og munu þeir tveir, Robert Filliou og Joachim Pfeufer, vera höfundar þess, sem ég held, að sé eitt samfellt verk. Þeir geta þó ekki verið höfundar að þeim íslenzku málsháttum, sem ritað- ir eru með mislitri krít á veggi eins herbergis í þessu gamla og vinalega húsi. Nemendur í Ný- listadeild í mótun, eins og það heitir í Myndlista- og handíða- skólanum, munu hafa sett þetta listaverk upp og eru auðvitað að heiðra lærimeistara, sem sóttur var allt suður að Miðjarðarhafi til að koma íslensku námsfólki inn á réttar brautir. Mikið er maður orðinn sljór og ómögulegur, að geta ekki einu sinni séð samhengið milli skáld- skapar, hljómlistar og bóka- gerðar í jafn skiljanlegu verki og nefnt er hér POIPOÍDROME, og guð má vita, hvað það þýðir eða táknar, en mun vera hugsað frá höfundar hálfu, sem mið- punktur stöðugrar sköpunar, og nú mega lesendur hugsa hvað sem þeir vilja, en ég gefst upp. Ekki hef ég á móti því, að fólk geri að gamni sínu og þarmeð hæðist að náunganum, bæði mér og þér. Fátt er eins heiðarlegt og fátt er eins skemmtilegt. En þegar fíflirí er tekið alvarlega,! fer að syrta í álinn. Á því er líklegust skýring, að samviskan sé ekki alveg í lagi, eða í sumum tilfellum að vitneskjan sé ekki eins örugg og viðkomandi stund- um vilja vera láta. Það er alltaf skemmtilegt að kynnast því, sem listamenn annarra þjóða eru að fást við, og það er nauðsynlegt fyrir skóla að fá nýjan og ferskan kraft til kennslu. Því er ekkert eðlilegra en að menntamálaráðuneytið standi að því að fá erlenda kennara í sumum greinum að skólum landsins, en þeir verða að hafa eitthvað til brunns að bera, og það verður að krefjast þess, að þeir séu nokkurn veginn inni á þeirri línu að kenna til að mynda tækni í sínu fagi. Ég er ekki viss um, að svo hafi verið með þann annars ágæta mann Robert Filliou, eftir að hafa séð það, er hann bauð manni að skoða í Suðurgötu 7. Við hér á íslandi erum öll enn í mótun hvað myndlist snertir, við eigum engar rykfallnar hefðir frá fyrri öldum og því höfum við ekki brúk fyrir niðurrif, hvort heldur það er frónskt eða franskt. Marchel Duchampe var meistari, sem gerði ódauðleg listaverk á óvenjulegan hátt fyrir tugum ára. Hann vissi mæta vel, hvað hann var að gera, og hann var mjög nýtur í sínu þjóðfélagi og raunar víðar. En þær eftirherm- ur, sem nú upp á síðkastið hafa Lithografíur í franska bókasafninu NÚ STENDUR yfir sýning á sam- tímalist í franska bókasafninu við Laufásveg. Þetta er í annað sinn, sem þar hefur verið efnt til sýn- ingar á frönskum litografíum, og er hér um mjög vandaða sýningu að ræða, sem hefur verið á ferða- lagi um mörg lönd og kemur hing- að alla leið frá Egyptalandi. Þetta úrval er gert til að kynna franska menningu, og eins og allir vita, hefur löngum verið miðstöð mynd- listar í Parísarborg. Nokkuð hefur verið deilt um, hvar forustan i þeirri listgrein hafi Iegið að undanförnu: Sumir segja New York, aðrir Amsterdam, og enn aðrir hafa nefnt Þýskaland. En við skulum ekki fjasa um það efni. Þessi sýning, sem nú er okkur send, er tvimælalaust frá þeim tíma, er forustan var i París, og á ég þá við tímabilið frá 1950 til 1960. Ekki er þetta nægilega af- markað hjá mér, og verð ég hrein- lega að viðurkenna, að ég er ekki tilbúinn til að gera þessu atriði nánari skil. Að mínum dómi er þessi sýning enn betur valin en sú, er við feng- um að sjá hér um árið á sama stað. Það eru verk eftir 50 fræga lista- menn á þessari sýningu og 51 verk til sýnis. Það er dálítið þröngt um þessi verk í bókasafninu, en samt furðulegt, hverju tekist hefur að koma þar fyrir. Það hefði ef til vill verið heppilegra að draga svolítið úr því magni, sem sýnt er, en þá hefði orðið að draga nokkra lista- menn út úr hópnum, og það er langt frá þvi að vera auðvelt, svo jöfn eruyfirleittgæðiþessarar sýn- ingar. Ég held þó, að málið hefði mátt leysa með þeim hætti að fá inni á Kjarvalsstöðum fyrir þessa sýningu. Hún á að mínum dómi það sannarlega skilið að vera hýst á rýmri hátt en hægt er í franska bókasafninu. En þetta eru aðeins vangaveltur um atriði, sem rýrir ekki gildi þessa listviðburðar; svo sterk eru þessi verk, að þau virðast standa af sér þrengslin, ef svo má að orði kveða. Eins og alltaf vill verða, þegar m

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.