Morgunblaðið - 07.03.1978, Side 41

Morgunblaðið - 07.03.1978, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 21 Valsmenn endurheimta Vilhjálm VALSMENN hafa endurheimt Vilhjálm Kjartansson frá Svíþjóð og hefur hann þegar byrjað æf- ingar með félögum sínum í Val undir stjórn Ungverjans Nemez. Vilhjálmur lék, sem kunnugt er, á síðasta ári með Norrby I 2. deildinni í Svíþjóð. Er ekki að efa að endurkoma Vilhjálms styrkir Valsliðið, en Vilhjálmur hefur leikið f fslenzka landsliðinu f knattspyrnu. Hefur Vilhjálmur gengið frá félagaskiptum, en þó er enn ókomin staðfesting frá hinu sænska félagi hans. Þá hefur örn Óskarsson til- kynnt félagaskipti yfir til IBV, en örn lék með KR-ingum á síð- asta keppnistímabili. George Skinnear verður með Vestmanna- eyjaliðið næsta keppnistímabil eins og áður og er hann væntan- legur næstu daga. 1 dag kemur George Kriby til landsins og byrj- ar að undirbúa Islandsmeistara IA fyrir sumarið og Bill Haydock kom til landsins á fimmtudaginn. Er hann þegar byrjaður sitt starf með Vfkingsliðið. Spjótkast- arinn við heimsmetið í hástökki án atrennu ÖSKAR JAKOBSSON, sem þekkt- ur er fyrir góð afrek f spjótkasti og öðrum kastgreinum frjálsra fþrótta, gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og bætti 17 ára gamlat Islandsmet þeirra kapp- anna Vilhjálms Einarssonar og Jóns Þ. Ólafssonar í hástökki án atrennu. Var þetta á Islandsmót- inu f atrennulausum stökkum, en keppnin fór fram í sjónvarpssal. Óskar stökk 1.76 m og gerði sfðan atlögu við nýtt heimsmet í þessari Iftt æfðu grein, en tókst ekki að þessu sinni. Þó Óskar sé yfir 100 kg á þyngd var hann mjög léttur á sér. • 1 Iangstökki var það lyftingar- maðurinn Gústaf Agnarson, sem hafði vinninginn og voru lyftinga- menn mjög sterkir í þessari grein, en þeir áttu 5 af þeim 8 stökkvurum er komust í úrslita- keppnina. Árangur Gústafs er metjöfnun f greininni. Þótti gam- an að fylgjast með lyftingamönn- um og hinum sterkari frjáls- fþróttamönnum á þessu móti og sprengikrafturinn gffurlegur hjá þeim. Urslit urðu þessi: HÁSTÖKK: Óskar Jakobsson, IR 1.76 Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, 1.66 Guðmundur R. Guðmundsson, FH, 1.55 LANGSTÖKK: Gústaf Agnarsson, KR, 3.39 Elfas Sveinsson, KR, 3.17 Helgi Jönsson, KR, 3.13 ÞRlSTÖKK: Elías Sveinsson, KR, 9.67 Friðrik Þór Óskarsson, IR, 9.59 Hreinn Jónasson, UBK, 8.94 LANGSTÖKK KVENNA: Helga Halldórsdóttir, KR, 2.58 Iris Jónsdóttir, UBK, 2.53 Ashildur Sveinsdóttir, UMSB, 2.50 Keppendur voru 25 talsins á mótinu frá 10 félögum og héraðs- samböndum. Metaregn í Jakabóli FJÖGUR Islandsmet í kraftlyft- ingum voru slcgin í Jakabóli, að- setri lyftingamanna við gömlu Þvottalaugarnar, á laugardaginn. Skúli Óskarsson keppti í létt- þungavigt og bætti metið í hné- beygju í 262.5 kíló. Friðrik Jósepsson keppti í 100 kflóa flokki og gerði harða hrfð að metum Óskars Sigurpálssonar. 1 hnébeygju tvíbætti hann met Óskars úr 260 I 280 kiló og í bekkpressu bætti hann met þríðja keppandans, Ólafs Sigur- geirssonar, f 182.5 kfló. Saman- lagður árangur Friðriks var 750 kfló og er það nýtt Islandsmet, gamla metið var 710 kfló. KR skoraði þrjú síðustu mörkin og sigraði lið Vals ÞAÐ hefur ýmislegt gengið á í kvennahandboltanum í vetur og úrslit hafa oft orðið mjög óvænt. Á sunnudaginn urðu til að mynda þau óvæntu úrslit að KR sigraði Val 10:9 en Valur er eitt af toppliðum deildarinnar. Reyndar var þetta annað skiptið f sömu vikunni, sem KR leggur Val að velli I kvennahandboltanum þvf nokkrum dögum áður hafði KR slegið Val út úr bikarnum Valsstúlkurnar geta vissu- lega verið óánægðar eftir tapið á sunnudaginn því þær höfðu sigurinn alveg í hendi sér. Þeg- ar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 9:7 Vals- stúlkunum í vil. En á þessum lokamínútum gekk allt á aftur- fótunum hjá þeim í sókninni. Þær misstu boltann til KR- stúlknanna, sem þökkuðu gott boð og skoruðu, þar af tvö sið- ustu mörkin úr hraðaupphlaup- um. Siðasta markið, sem reynd- ist vera sigurmark leiksins, skoraði Karólina Jónsdóttir þegar aðeins voru eftir 7 sekúndur til Ieiksloka. KR- stúlkurnar fögnuðu að vonum innilega enda tvö stig vel þegin í harðri baráttu 1. deildar en Valsstúlkurnar gátu ekki leynt vonbrigðum sínum. Mörk KR: Karólína 4, Olga Garðarsdóttir 2, Hjördís Sigur- jónsdóttir 2, Anna Lind og Jón- ína 1 mark hvor. Mörk Vals: Harpa Guðmunds- dóttir 4, Halldóra Magnúsdóttir 3, Oddný Sigurðardóttir og Ágústa Dúa Jónsdóttir 1 mark hvor. — SS. STAÐAN STAÐAN STAÐAN STAÐAN 1. DEILD KVENNA, STAÐAN í l.DEILD KARLA. STAÐAN 1 2. DEILD KARLA. FH 12 9 0 3 153.133 18 FH 8 5 1 2 151.120 11 Fylkir 14 10 1 3 285.251 21 Fram 12 9 0 3 152.130 18 Víkingur 7 4 2 1 150.121 10 HK 14 8 3 3 325.277 19 Valur 10 7 0 3 131.108 14 Haukar 7 3 3 1 129.127 9 Þróttur 13 8 1 4 284.267 17 KR 11 4 1 G 105.96. 9 m 8 3 3 2 159.148 9 Stjarnan 13 7 1 5 278.253 15 Vfkingur 12 4 1 7 125.147 9 Valur 8 4 1 3 159.151 9 KA 12 5 1 6 262.254 11 Þór 12 4 0 8 138.163 8 KR 8 2 1 5 165.174 5 bór 12 4 0 8 238.284 8 Armann 13 3 1 9 141.142 7 Fram 7 1 2 4 143.165 4 Leiknir 14 3 2 9 285.320 8 Ilaukar 10 3 1 6 117.131 7 Armann 7 1 1 5 131.154 3 Grótta 12 1 1 9 229.276 5 Næstu leikir í 1. deild eru á fimmtudag, en ] þá leika Víkingur — Armanr l og Fram - FH. í kvöld verur einn leikur í hikarkeppninni. FH leikur við ÍR í Hafnarfirði klukkan 20.30. Sigurvegarar Fylkis í 2. deild, fremri röð frá vinstri: Örn Hafsteinsson, Sölvi Ólafsson, Ragnar Arnason, Jón Gunnarsson, Stefán Hjálmarsson og Jón E. Agústsson. Aftari röð: Baldur Kristinsson, liðsstjóri, Jóhann Jakobsson, Halldór Sigurðsson, Sigurður G. Sfmonsson, Einar Ágústsson, Einar Einarsson, Gunnar Baldursson, Kristinn Sigurðsson, Pétur Bjarnason, þjálfari, og Hilmar Sigurðsson, (Ljósm. Friðþjófur). I. deild kvenna í handknattleik: ÞÓR VANN FH ÓVÆNT NYRÐRA ÞÓR frá Akureyri sigraði FH óvænt f 1. deild kvenna í handknattleik sfðastliðinn laugardag. Mikil spenna er nú f deildinni og eiga Fram sigra en staðan er mjög tvísýn. Leikurinn á Akureyri var jafn í fyrri hálfleik en FH hafði þó frumkvæðið f leiknum, í leikhléi var FH yfir, 9 mörk gegn 7, en með góðum varnar- leik og markvörslu, sneru Þórs- stúlkurnar dæminu við í síðari hálfleik og sigruðu 21:19. Markhæstar hjá Þór voru Anna Gréta með 10 mörk og Magnea með 6. í Iþróttaskemmunni á Akureyri Valur og FH öll möguleika á að Svanhvit skoraði flest mörk FH, 9. Á sunnudaginn léku svo liðin aftur, og var sá leikur lið- ur í bikarkeppni HSl. FH sigr- aði, 17 gegn 12. DANKERSEN sigraði Honvcd 18:15 f seinni leik liðanna í 'Evrópukeppninni í handknatt- leik á sunnudag. Sá sigur kem- ur liðinu þó ekki áfram í keppninni, því Honved vann fyrri leikinn með fjögurra marka mun. I byrjun seinni hálfleiks komst Dankersen f 12:6, en þá náði Honved frá- Dankersen vann ekki nógu stórt bærum leikkafla og komst vfir 13:12 Dankersen náði sér síðan vel á strik í lokin, en vann ekki með nægilega miklum mun. Axel Axelsson gerði 3 mörk i leiknum, Ólafur H. Jónsson eitt mark, en v-þýzki landsliðsmað- urinn Busch gerði 5 mörk f leiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.