Morgunblaðið - 07.03.1978, Side 42

Morgunblaðið - 07.03.1978, Side 42
Gangur leiksins var í meginatr- iðum þessi: I fyrstu hrinu tóku Þróttarar forystu og komust í 4— 0. Þá náöu stúdentar aö rétta hlut sinn og jöfnuðu 4—4. En Þróttarar tóku kipp og komust í 8—4. En þá hófu stúdentar sókn og jöfnuðu enn 9—9, en skoruðu síðan ekki stig og sigraði Þróttur i5—9. Önnur hrina hófst með sókn Þróttara og höfðu þeir yfirhönd- ina framan af. En stúdentar jöfnuðu 10—10 og komust yfir og sigruðu 15—11. Þriðja hrina var jöfn framan af en er staðan var 7—7 tóku stúdentar að síga framúr og sigruðu 15—11. 1 fjórðu hrinu voru stúdentar yfir til að byrja með og komust í 5— 1. En þá jöfnuðu Þróttarar og STAÐAN LOKASTAÐAN í fyrstu deild karla í blaki varð þessii 1 u t hrinur stig 1. ÍS 12 10 2 33-10 20 2. Þróttur 12 9 3 31-18 18 3. UMFL 12 4 8 18-27 8 4. UMSE 12 1 11 8-35 2 þs/kpe MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MARZ 1978 BLAKMAÐURINNTIL ÍS ÍFIMMTASINN UM HELGINA léku ÍS og Þróttur sinn síðasta leik í fyrstu deildinni í vetur. Var mikil spenna meðal áhorfenda og leikmanna fyrir leikinn þar eð þessi leikur réð úrslitum um hvert fslandsmeistaratitillinn fór. Var fþróttahús Hagaskóla orðið troðfullt er leikurinn hófst og hvatningar- hrópin glumdu í salnum. Það kom síðan í ljós að áhangendur ÍS voru mun atkvæðameiri og veittu þeir sínu liði dyggan stuðning yfir síðasta hjallann, en úrslitin urðu þau að ÍS sigraði 3—1. Er þetta í fjórða sinn sem Halldór Jónsson stýrir mönnum sínum til sigurs í íslandsmótinu en í fimmta sinn sem ÍS verður fslandsmeistari og hefur félagið því unnið verðlaunagripinn Blakmanninn til eignar. Er það verðug afmælisgjöí til félagsins sem um þessar mundir á 50 ára afmæli. komuðust í 8—5. En er hér var komið sögu tóku stúdentar að sýna stórgóðan leik og fengu Þróttarar ekki stig og sigraði IS 15—8 og þar með leikinn. í þessum leik kom vel fram hve ÍS hefur sterkari sókn en önnur lið íslensk. Náði hún sér vel á strik og buldu gríðskellir Indriða Arn- órssonar hvað eftir annað í gólfi Þróttar. Annars átti liðið í heild góðan leik en þó einkum Friðbert Traustason sem lék sinn besta leik í vetur. Þá sýndi Jean Pierre Beaudet frábæran leik og hefur ekki í annan tíma verið betri. Þróttarar áttu ekki mjög góðan dag að þessu sinni, enda ekki heiglum hent að standa gegn stúdentum í þessum ham. Bestir þeirra voru Jason ívarsson, sem átti góðan leik framan af en dalaði er á leikinn leið, og Matthi Eliasson sem reyndi í sífellu að rífa sína menn upp þó við ofurefli væri að etja, Aðrir Þróttarar léku flestir undir getu. Það verður að segjast þó að Þróttarar hafi fengið erlenda þjálfara hefur þeim ekki farið jafnmikið fram í vetur og stúdentum og er ÍS því vel að titlinum komið. Dómarar voru Páll Ólafsson og Börkur Arnviðarson. Gerðu þeir erfiðu hlutverki góð skil. þs/kpe Islandsmeistarar ÍS f blaki: Fremri röð: Friðbert Traustason, Halldór Jónsson með syni sfnum, Indriði Arnórsson, örn Stefánsson. Aftari röð: Valdimar Örnólfsson, Jean Pierre Beaudet, Sigfús Ilaraldsson, Kjartan Páll Einarsson og Guðni Einarsson. Á myndina vantar Júlíus B. Kristinsson. (Ljósm. Friðþjófur). ÁHANGENDUR ÍS STUDDU LIÐIÐ AÐ MEISTARATITLINUM, EN LIÐIÐ VANN ÞRÓTT3:1 í ÚRSLITALEIK Á LAUGARDAG L. r 'i Blikarnir unnu Víking í FYRSTU deild kvenna í blaki var um helgina leikinn einn leikur. Áttust þar við ÍS og Þróttur og sigraði ÍS nokkuð örugglega 3—0 (15—12,15—10, 15-8). Þá var einn leikur í annarri deild karla. Þar léku Víkingur og UBK. Lauk leiknum með sigri UBK sem vann þrjár hrinur en tapaði tveimur. (4-15, 15-12. 0-15, 15-12, 15-11). Meistararmót Reykjavíkur í badminton Reykjavíkurmeistaramótið í badminton fer fram um næstu helgi og sér TBR um framkvæmd mótsins. Keppt verður í Laugar- dalshöllinni og hefst keppnin klukkan 14 bæði á laugardag og sunnudag. Keppt verður í eftir- töldum flokkum karla og kvenna: meistaraflokki, a-flokki, öðlinga- flokki. Þátttökutilkynningar skulu berast TBR skriflega fyrir miðvikudag 8. marz ásamt þátttökugjaldi. Skálagleði á Hvaleyri GOLFKLÚBBURINN Keilir gengst fyrir „skálagleði* á Hvaleyri í kvöld. Verða þar myndasýningar, rætt verður um sumarstarfið og fleira verður á dagskrá. Skálagleðin hefst klukkan 20.30 og er opin öllum áhugamönnum um golf. Gáfu þeim yngri ekk- ert eftir Fjórir leikir unnust á NM unglinga í badminton tSLENZKU unglingunum, sem um helgina kepptu á Norður- landamóti unglinga f badminton. tókst að vinna fjóra leiki á mót- inu og er það betri árangur en tslendingar hafa yfirleitt náð á Norðurlandamótum. 1 einliðaleik karla vann Sigurður Kolbeinsson sigur á Jakobsen frá Noregi 17:15, 15:12 og 18:13. Broddi Kristjánsson og Guðmundur Adolfsson unnu Borg og Arnesen frá Noregi 15:2 og 15:4. Vfðir Bragason og Sigurður Kolbcins- son unnu Knobetand og Terjealm frá Noregi 15:6, 16:18 og 15:9. Loks unnu svo Arna Steinsen og Reynir Guðmundsson þau Zarm og Helmers frá Noregi 15:4 og 15:9. Enginn íslenzku keppendanna komst lengra en í aðra umferð á mótinu, en það er athyglisvert að íslenzku unglingarnir virðast mun sterkari en norsku unglingarnir. Hins vegar ræður landinn ekki við sænska eða danska unglinga í badminton. Auk þeirra, sem unnu leiki kepptu þau Agúst Sigurðsson, Aðalsteinn Huldarsson, Sif Frið- leifsdóttir og Kristín Magnúsdótt- ir á mótinu. Þjálfari unglinganna og fararstjóri var Garðar Alfons- son. Tvíburar í fremstu röð BANDARÍSKU tviburarnir Steva og Phil Mahre voru i sviðsljósinu um helgina er þeir unnu sinn sigurinn hvor i heimsbikarkeppni skíSa- manna. Phil vann stórsvigið i föstu- dag, en Steve var8 i fyrsta s»ti i SÍÐASTA hluta meistaramóts TBR um helgina með keppni f öldunga- eða öðlingaflokki, en rétt til keppni þar hafa þeir, sem náð hafa 40 ára aldri. Ekki var að sjá f keppni helgarinnar að aldur- inn væri farinn að há þessu bad- mintonfólki þvi margir leikir voru mjög jafnir og spennandi. Sáust þarna tilþrif, sem jafnvel hinir ungu geta ekki sýnt. Úrslit urðu sem hér segir: Tvíliðaleikur kvenna: Hulda Guðmundsdóttir og Jónína Nieljóhniusdóttir unnu Ellen Mogensen og Erlu Eggerts- dóttur. Tvenndarleikur: Jón Arnason og Hulda Guð- mundsdóttir unnu Walter Lentz og Ellen Mogensen. Tvíliðaleikur karla: Friðleifur Stefánsson og Jóhann Möller unnu Ríkharð Pálsson og Jón Árnason. sviginu é laugardag. Keppt var í Stratton í Bandaríkjunum og varð Ingemar Stenmark í 2. og 3. sœti a8 þessu sinni. Perrine Pelen vann svigkeppni kvenfólksins í láugardaginn, en á fimmtudaginn sigraSi Hanni Wenzel I stórsvigi. Wenzel hefur þegar sigr- a8 i svigkeppni heimsbikarsins og i rauninni einnig I keppni stúlknanna samanlagt, en þar er hún með 154 stig, 19 stigum meira en Morerod. Einliðaleikur karla: Friðleifur Stefánsson vann Jón Árnason. Allir þeir sem komust í úrslit eru úr TBR, nema KR-ingurinn Friðleifur Stefánsson. Þróttur enn í baráttunni ÞRÖTTUR og Grótta léku á sunnudag i annarri deild karla í handknattleik, í Iþróttahús- inu á Seltjarnarnesi. Leikur- inn var mjög hraður og mikið skorað, Þróttarar höfðu yfir- höndina allan leikinn og þegar 10 mlnútur voru til leiksloka höfðu þeir fimm marka for- ystu, en þá sigu Gróttumenn á og í lokin skildi aðeins eitt mark, sigruðu Þróttarar 26—25. Bestu menn Þróttar voru Halldór Harðarson, sem skoraði 7 mörk, og Sigurður Sveinsson, sem skoraði 9 mörk. Hjá Gróttu var Axel Friðriks- son bestur og skoraði hann 7 mörk, flest af línu mjög lag- lega. A föstudag leika í Garða- bæ Stjarnan og Þróttur og sigri Þróttarar í þeim leik fá þeir aukaleik við HK um ann- aö sæti deildinni og vinni þeir HK fá þeír rétt til að spila við næst neðsta lið í fyrstu deild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.